Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
uppistaðan í Listasafni Borgarness.
Alltaf var hann svo að bæta við
meðan hann gat og raunar undra-
vert að aldraður eftirlaunamaður
gæti gert þessa hluti. Hann stuðl-
aði einnig að því að komið hefur
verið upp ýmsum listaverkum í
Borgarnesi og nágrenni. En hann
var ekki allra í listasmekk sínum
og framúrstefnumaður að því leyt-
inu. Við vorum ekki sammála þar,
því ég sagðist heldur vilja vita af
hveiju myndin væri og hvernig hún
ætti að snúa.
Hjr við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn gefi dauðum ró
og hinum líkn sem lifa. _
(Úr Sólarljóðum)
Kæri frændi og vinur, farðu alla
daga vel á nýjum slóðum. Hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Kristín.
Hallsteinn frændi er látinn á ní-
tugasta og þriðja aldursári. Upp í
huga okkar systranna koma góðar
minningar um skemmtilegan og
sérstakan persónuleika. Halli
frændi var hár og mjög grannur
maður, gjarnan með reffilegan hatt
á höfði, vindil í munnvikinu og glett-
ið augnaráð. Alltaf var gaman að
koma til hans á dvalarheimilið í
Borgarnesi. Þangað komum við
fyrst sem litlar stelpur með foreldr-
um okkar. Það mátti næstum bóka
það að Halli var þá niðri á verk-
stæði að smíða. Nýjustu smíðisgrip-
irnir voru skoðaðir og þar kenndi
ýmissa grasa. Askarnir hans voru
oft með nýjum útskurði, myndum
sem hann teiknaði sjálfur, skálar
og lítil borð voru haglega hönnuð.
Hallsteinn var listrænn og hafði
næmt auga fyrir myndlist. Hann
safnaði málverkum og myndir í
hans eigu voru uppi á ýmsum veggj-
um dvalarheimilisins. Hjá honum
fengum við systurnar fyrst að lita
safn listaverka því við sveitastelp-
urnar höfðum ekki greiðan aðgang
að listasöfnum í Reykjavík.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
myndlist og sagði okkur frá mynd-
unum og listamönnunum. Hann
safnaði líka verkum eftir skyidfólk
sitt, bæði eftir yngri meðlimi sem
eldri. Hin seinni ár hafði Hallsteinn
ekki eins mikinn líkamlegan styrk
til smíðavinnu en hugurinn var skýr
og hann fylgdist vel með öllu. Hann
kom okkur stundum verulega á
óvart þegar hann t.d. reyndist
þekkja ýmsar rokkhljómsveitir og
fitjaði upp á umræðum um ýmis
mál sem tengdust ungu fólki.
Hann dvaldi oft hjá okkur í Eski-
©LAHLAÐBORÐ
Hádegi: kr. 1.950 - kvöld: kr. 2.650
Skolcibrú
Veilingahús við Austurvöll. Borðapantanir í síma 562 44 55
S---------\
ÍSLENSK
VARA -
£ INNLEND
5 ATVINNA
Jp Reykjavíkunborg
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 49
holti á aðfangadagskvöld og jóla-
dag. Það tilheyrði að hafa Halla og
vindlalyktina sem fylgdi honum.
Við matborðið talaði hann alltaf um
hvað sér þætti gaman að borða
góðan mat og eftir matinn fékk
hann sér duglega í nefið og þegar
upp var staðið var hressilegur haug-
ur af tóbaki eftir á gólfinu. En þetta
tilheyrði bara. Halli var mikill
spaugfugl og oft talað hann um að
hann hefði „sloppið" en þá átti hann
við að hann hefði ekki kvænst.
Minningin um sérstakan frænda
lifir áfram í hugum okkar. Við syst-
urnar þökkum Hallsteini góðar
stundir.
Ashildur, Þórdís, Jóhanna,
Sigrún og Gunnhildur
Sveinsdætur.
MINIVIINGAR
Þar sem nú standa háhýsin og
verslunarhallirnir við Suðurlands-
braut var á eftirstríðsárunum og
nokkuð lengi þareftir braggaþyrp-
ing, sem nefnd var Múlakampur og
á sér allsérstæða sögu, m.a. sem
híbýli listamanna, sem voru að feta
sig hinn grýtta veg til frægðar og
frama með misjöfnum árangri eins
og gengúr. Rétt ofar og nær Háa-
leitinu var lítið hús, laufbrúnt að lit
og lét ekki mikið yfir sér hið ytra.
En þegar inn var komið mátti sjá
myndlistarsafn, sem mest alit hafði
ient þarna sem greiðsla fyrir ramma.
Þarna bjó nefnilega hagleiksmaður-
inn, rammasmiðurinn og lífskúnstn-
erinn Hallsteinn Sveinsson. Hann
smíðaði ramma fyrir flesta málara,
sem tóku listina alvarlega í dentíð
og vildi þá oftar en ekki fá í staðinn
myndverk. „Æi, þetta er svo ljótt
hjá mér. Þú getur látið mig hafa
þetta skilirí í staðinn. Þetta eru svo
vondar myndir hjá þér hvort sem
er.“ Þetta var viðkvæðið og giettnin
blikaði í augum gamla mannsins.
Hann var reyndar ekkert orðinn
gamall þá, en við virtum hann og
þótti vænt um hann sem einskonar
öldung í okkar hóp.
Oft mátti heyra merkiiegan
messusöng úr húsi þessu á síðkvöld-
um, ef maður lagði eyrun við. Þá
var leikið á harmoníum sem gerði
húsbóndinn sjálfur og sungið með
af hjartans lyst. Það voru þá bjart-
sýnir myndlistarmenn að njóta lífs-
ins og reyndi hver sem betur gat
að syngja hærra en hinir. Ef Hall-
steini sýndist svo var brugðið sér í
kaffísopa og bijóstbirtu til Ásmund-
ar bróður og öllum vel tekið.
Með árunum hafði Hallsteinn
eignast myndarlegt safn góðra mál-
verka sem hann gaf heimabyggð
sinni í Borgarnesi og er þar nú öllum
aðgengilegt. Hann var einhver mesti'
nautnamaður á myndlist, sem uppi
hefur verið á öldinni og honum líkt
að vilja láta sem ftesta njóta. Vin-
átta okkar Hallsteins er orðin löng
og slitnaði aldrei. Á hverju hausti
átti ég leið um Borgarnes og hitti
þá jafnan Hallstein fóstra. Þær
verða fátæklegri Borgarfjarðarreis-
urnar mínar héðanaf.
Ég og Guðrún kona mín kveðjum
þig í þökk og vonandi ertu kominn
með spýtu að tálga og kaffi og
pönnukökur í himnaríki, þar sem
þú átt heima.
Hafsteinn Austmann.
Bílasýning Jöfurs á aðventu
Fjórir bflar til jóla
Jeep Grand Cherokee 96
Fullkominn farkostur
Hann veröur sífellt glæsilegri.
Nýtt útlit meö nýju ári, ný innrétting og fjölbreytilegri búnaöur auka
enn á glæsileika Grand Cherokee. Komdu og skelltu þérí
reynsluakstur á Grand Cherokee eöa Grand Cherokee Limited.
Aksturinn segir meira en þúsund orö.
Hvort sem þú velur hina kraftmiklu 1.8 lítra bensínvél
eöa sparneytna 1.9 lítra dieselvél, er 1996 árgeröin
af Peugeot 405 skutbílnum á frábæru verði.
Peugeot er í fremstu röö hvað öryggi varöar. Loftpúöi
í stýri, hliðarárekstravörn, bílbeltastrekkjarar og höfuöpúöar
á aftursætum eru staöalbúnaður.
Verð frá kr. 1.668.000,-
Peugeot Boxer|
Sterkur vinnubíll fyrir fjölbreyttar aðstæður
Sendibíllinn sem sniöinn er fyrir íslenskar aöstæöur.
9 manna f61 ksfIutningabílI, háþekja eöa pallbíll.
Framhjóla- eða fjórhjóladrifinn, aflmiklar en sparneytnar vélar,
ökumannsumhverfi líkt og í fólksbíl og þannig mætti lengi telja.
Verð frá kr. 1.574.000,- (án vsk.)
Jólagleði hjá Jöfri Skoda Felicia skutbíll
Líttu inn hjá okkur í jólaundirbúningnum, fáðu Ódýrasti evrópski skutbíilinn á markaðnum
þér jóiaglögg (óáfengt, aö sjáifsögöu) og piparkökur,
á meðan þú skoöar glæsilega bíla.
Opiö frá 12:00 til 17:00 laugardag og sunnudag.
Nýbýlavegur 2
Síml: 554 2600
Nú kynnir Skoda nýja útfærslu á hinum geysivinsæla Felicia
bíl. Felicia hefur hvametna hlotiö framúrskarandi dóma
og nýi skutbíllinn er engin undantekning. Þýsk gæöi,
einstakur fjöörunarbúnaöur, gott innra rými og frábært verö.
Verð kr. 959.000,-
OOTT FÓlK/SlA