Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 33 Hann gerði nýbýlið frægt BOKMENNTIR Ævisaga VILHJÁLMUR STEFÁNS- SON LANDKÖNNUÐUR eftir William R. Hunt. Þýðing Björn Jónsson. Hans Kristján Ámason 1995 - 260 síður. 3.420 kr. KJARNINN í óskráðri sköp- unarsögu íslendinga er sá að þeir hafi verið gerðir að dvergþjóð úti í hafsauga til að heimsbyggðin gæti orðið dolfallin þegar hún tæki loksins eftir þeim. Og mjög erum við orðin langeyg eftir því að einhver geri garðinn verulega frægan. Hans Kristján Árnason hefur brugðið á það ráð að þurrka rykið af Vilhjálmi Stefánssyni. Vilhjálmur gerði garðinn frægan, að vísu ekki gamla bæinn heldur nýbýlið; hann var Vestur-íslend- ingur. En það er sama hvaðan gott kemur og maður er albúinn að lifa sig inn í þá barnslegu hrifn- ingu sem ríkir aftan á bókarkáp- unni: „Hann var iðulega á forsíð- um New York Times og annarra stórblaða.“ En Vilhjálmur Stefánsson leyn- ist þótt sviðsljósunum sé beint að honum án afláts. Þetta þyrfti ekki að koma að sök ef hann hefði verið brautryðjandi í fræðikenn- ingu. Þá væri nóg að sjá pennann hreyfast, sagan væri saga orð- anna. Nafn Vilhjálms lifir hins vegar af því að hann ferðaðist um nástrandir og lifði á selspiki og reyndi að fá aðra til að gera slíkt hið sama. Það er bagalegt að slík- ur maður skuli ekki líkamnast al- mennilega í ævisögu sinni. Kaflanum um æsku og uppeldi bregður til langrar hefðar, ótal uppvaxtarsagna mikilmenna: Snemma beygist krókurinn, barnið elst upp við kröpp kjör en reynist óbugandi, enda knúið áfram af magnaðri hvöt sem aðra skortir; hér er það fróðleiksfýsn. Lesendur vestan hafs kann að varða lítt um innflytjendur þá sem stóðu að Vilhjálmi Stefánssyni. En örlög þeirra horfa allt öðru vísi við okkur og kaflinn er vandræða- leg lesning á íslensku. Systkin Vilhjálms eru skuggaþyrping. Að- eins eitt er nefnt á nafn í textanum og þá gælunafni. Móðir Vil- hjálms ber nafn í myndatexta - en ekki fær hún inni í nafna- skránni. Aftur á móti er faðir hans nefndur til sögunnar enda kostir Vilhjálms-raktir til hans. „Ég . . . fann mig hvorki knúinn til að dæma hann hart né hlaða á hann lofi,“ segir höfundur um Vilhjálm í formála. Það verður úr að hann tvístígur. Hann tínir til bresti en eyðir þeim jafnharðan með kostum; einkum er Vilhjálmi hætt við að skilja og fyrirgefa. Sér til hægri verka gríp- ur höfundur mjög til þess að láta valinkunna menn vitna um ágæti hans. En þær einkunnir virka líkt og Hundrað sannanir fyrir fram- haldslífi, maður er nokkurnveginn jafnnær hvort sem hann les eina eða allar. Vilhjálmur var mannfræðingur að mennt og sagður manna best að sér í eskimóafræðum. Rann- sóknir hans eru margsinnis sagðar bráðmerkar. En þeim er ekki lýst nema í samhengislausum glefsum. Þær koma fátæklega fyrir sjónir í bókinni. Það getur varla verið maklegt. Og allt hans starf eftir að landkönnun lýkur er með ólík- indum fljótafgreitt. Misvægið í sögunni er tilfinnanlegt og les- andinn á bágt með að leggja mat á efnið. Samkvæmt bókinni var Vilhjálmur búinn óskilgreindum hæfileika til að vekja vafa um sig og starf sitt. Meira að segja ævi- saga hans virðist hafa verið slegin þessum dularfulla sprota. Höfundur kynnir í rauninni heil- mikið drama: Vil- hjálmur er fæddur og uppalinn í fátækt, hann brýst til mennta, hann stríðir við heim- skautsís og skiln- ingsskort, og ósjaldan báða þessa fjendur í einu, hann á sér eina höfuðhugsjón og hrópar í eyðimörkinni áratugum saman að menn eigi að byggja norðurhjara, þar sé framtíðin. En höfundi er ekki lagið að segja sögu. Hann rekur bara gang mála - svo langt sem það nær. Og vissulega tínir hann mikinn fróðleik til. Þrátt fyrir meinbugina má kalla Vilhjálm Stefánsson landkönnuð þarft kynningarátak - í anda hans sjalfs og okkar landa allra. (Kannski er hann eini útlendingur- inn sem skilið hefði hugtakið land- kynning af eigin rammleik). Því Vilhjálmur er gömul þjóðhetja á íslandi. En hann lést um það bil sem neysluöld og verðbólga var að hefjast hér og þar með stór- felld framleiðsla og innflutningur á einnotahetjum, jafnvel þær slit- þolnari endast ekki jafnlengi og áður, og þær dauðu slást um pláss- ið í Valhöll. Það væri hressandi ef Vilhjálmur ætti afturkvæmt, þótt ekki væri nema af því að hann var yfirlýst andhetja. Þegar menn þýfguðu hann um það hvort hann hefði komið á Norðurpólinn svaraði hann ævinlega: Nei. Ég er vísindamaður, ekki ferðamaður. Ekki minnkar tákngildi hans við það. Ásgeir Ásgeirsson Vilhjálmur Stefánsson Nýjar bækur Orlög og atvinnusaga KOMIN er út bókin Þeir breyttu íslands- sögunni - Tveir þættir af landi og sjó, eftir Vilþjálm Hjálmarsson. I kynningu segir: „Vilhjálmur hefur tekið saman tvo fróðlega þætti um efni sem of lengi hafa legið í þagn- argildi. Annar þeirra fjallar um örlagaat- burði um miðja öldina. Þegar bjargarleysi vofði yfir og botnlaus ófærð og illviðri lokuðu leiðum gripu vaskir vilhiálmur menn til nýrra ráða og viinjaimur beittu skriðbeltatækj- Hjalmarsson um sem höfðu verið gjörsamlega an Oddi óþekkt á íslandi. í hinum þættinum segir frá árabátaútgerð Færeyinga héðan, all- gildum þætti í atvinnu- sögu okkar.“ Þetta er tólfta bók Vilhjálms Hjálmarsson- ar. Útgefandi erÆskan. Þeir breyttu Islands- sögunni er 235 blaðsíð- ur. Mikill fjöldi mynda er í bókinni. Bókarauki er eftir Aðalbjörn Úlf- arsson. Guðjón Ingi Hauksson sá um útlit kápu; Offsetþjónustan hf. setningu, umbrot og filmuvinnu; Prentsmiðj- hf. prentun og bókband. Kirkjur í ljóðum og myndum ÚT ER komin bókin Fegursta kirkjan á ís- landi eftir Jón Ögmund Þormóðsson. Þetta er fyrsta bók höfundar. Bókin fegursta kirkj- an á þslandi er í stóru broti. í bókinni eru 40 ljóð eftir Jón Ögmund og fjalla 37 þeirra um einstakar kirkjur í land- inu en þtjú um „fegurð- ina, gjöfina og hjartað“. Stór litmynd fylgir hverju ljóði og eru myndirnar teknar í eða af viðkomandi kirkjum. í bókinni er síðan ítar- legur skýringakafli þar sem höfundurinn tekur fyrir ýmislegt er fram kemur í ljóðunum, og felst í þeim skýringum fróðleikur um kirkjurnar sem fjallað er um. Þá eru einnig í bókinni orðadagskrá, kafli um heimildir og myndir og útdráttur á ensku. Höfundur bókarinnar, Jón Ög- mundur Þormóðsson, lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1971 og meistaraprófi í lögum frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum árið 1972. Hann starfaði um árabil í utanríkisþjón- ustunni en hefur verið skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu frá árinu 1988. Höfundur segir að tildrög þess að kirkju- myndir urðu kirkjuljóð hafi verið þau að Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna frá 1953 til dauðadags hafi á sín- um tíma skrifað eftir- farandi orð: „Þú hefur ekki gert nóg, þú hefur aldrei gert nóg, eigir þú enn eitthvað sérstakt ógert.“ Útgefandi er fróði. Bókin er 167 blaðsíður. Hún er prentunnin og bundin í G. Ben. Edda prentstofa hf. höfundur hannaði sjálfur kápuna. Menningarsjóður o.fl. styrkur útgáfu bókarinnar. Verð bókarinnar er kr. 4.990 m. vsk. Jón Ögmundur Þormóðsson Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Égget ekki annað en talað það, sem ég hef séð ogheyrt, eftir Sigur- björn Þorkelsson. Bókin skiptist í 31 kafla er fjalla um Bibl- íuna og nútím- ann. Bókin byggist upp á stuttum sögum um þessi efni, sem margar hveijar hafa orðið til eftir samtöl höfundar við fólk. Sigurbjörn Þorkelsson er fædd- ur árið 1964 og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Landssam- bands Gídenfélaga á íslandi frá 198J. Þetta er fyrsta bók hans. Útgefandi er höfundur sjálfur. Bókin er 90 bls. Um útlit, um- brot, filnmvinnslu ogprentun sá Offsetþjónustan hf. Bókin kostar 1.300 krónur. • MYRKRANNA á millieftir Sidney Sheldon í þýðingu Óskars Ingimarssonar er komin út. „Harry Stanford, einn ríkasti maður heims, drukknar þegar hann fellur útbyrðis af snekkju sinni með dularfullum hætti skammt frá Korsíku. Þetta kemur af stað atburðarás sem hefur áhrif jafnt austan hafs sem vestan". Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 2.480 kr. Sigurbjörn Þorkelsson Risinn tekur gleði sína BOKMENNTIR Barnabók EINU SINNI VAR RAUNAMÆDDUR RISI eftir Áslaugu Jónsdóttur. Mál ogmenning, 1995 -17 s. RAUNAMÆDDUR risi leggur af stað til að leita að gleðinni. Hann leitar um allt dýraríkið en finnur hvergi neinn sem kann að hlæja. Dýrin gefa frá sér alls kyns hljóð en ekkert þeirra getur sýnt gleði sína með hlátri. Eftir langa leit finnur hann það sem hann leitar að og gamli risinn hlær með litlu börnunum. Þessi bók Áslaugar Jónsdóttur er ætluð allra yngstu lesendunum. Textinn er stuttur og fjallar að mestu leyti um dýrin sem risinn hittir á veg- ferð sinni. Dýrin gefa frá sér ýmiss konar hljóð. Hænurnar gagga, svínin iýta, tófan ýlfrar og spóinn vellir og þessi hljóð eiga líka hvert sitt heiti. Þessi mikla fjölbreytni í dýrahljóðum í íslenskunni er sér- stök og skemmtilegt að draga þau fram í bók fyrir svona ung börn. Þegar þessi saga er lesin fyrir þau hlýtur það að auðga orðaforða þeirra. Myndir Áslaugar eru í mjög fallegum jarðarlitum og risinn með sinn raunamædda svip er sérlega vel unn- inn. Myndirnar eru raunsæjar eins og hentar vel þessum ald- ursflokki. Áslaug hef- ur áður sent frá sér mjög listfengar barnabækur og ekki er þessi síðri en þær sem á undan eru komnar. Áslaug er óðum að skapa sér sess sem einn af okkar bestu myndabókahöfundum og sér- staka athygli vekur hversu mikil fjölbreytni er í bókum hennar. Sigrún Klara Hannesdóttir Áslaug Jónsdóttir Fimm konur í París MILLI landa er eftir Guðrúnu Finnbogadótt- ur. Undirtitill bókarinn- ar er: Fimm íslenskar konur í París. Konurnar fimm, sem segja frá í bókinnþ eru: Anna Solveig Olafs- dóttir, sem starfar í ís- lenska sendiráðinu í París, Guði'ún Finn- bogadóttir blaðamaður (höfundur bókarinnar), Helga Björnsson tísku- teiknari, Margrét Bene- diktsdóttir, sem starfar á ferðaskrifstofu, og Nína Gautadóttir lista- maður. Konurnar fimm eiga það sameig- inlegt að hafa farið að heiman ung- ar að árum og dvalið meirihluta ævinnar erlendis. í formála segir höfundur að frá- sagnir kvennanna séu ofnar úr smá- munum hvunndagsins, hamingju hans og óhamingju, tilviljunum og óvæntum atburðum, öllu því sem gefur hon- um form, tilgang og virðuleika. „Þessar sög- ur eru um lífið sjálft, þótt litlar séu. En þær em sagðar í fullri ein- lægni. Annað væri svik við lesandann. Bókin er gjöf til hans.“ Höfundur bókarinn- ar, Guðrún Finnboga- dóttir, hefur starfað sem fréttamaður RÚV í París um árabil, auk þess sem hún hefur skrifað greinar og við- töl í blöð og tímarit og gefið út ferðabók um Rússlandsferð- ir sjnar. Útgefandi er Fróði. Milli landa er 237 bls. og er bókin prýdd fjölda mynda. Bókin er prentunnin og bundin í G. Ben. Eddu prentstofu hf. Kápuhönnun annaðist Auglýs- ingastofan Argus-Örkin. Verð bók- arinnar er kr. 3.490 m.vsk. Rosenthal _ pcgnr fá vdur a°f • Brúðkaupsgjafir © V • Tímamótagjafir • Verð við allra hæfi Höiinuii oggæði í sérflokki Laugavegi 52, simi 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.