Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 65 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Ættarsaga Egils - og viðauki hennar Frá Þorsteini Guðjónssyni: EITT ER það, sem ég hef engan vitað minnast á í sambandi við Eg- ils sögu, en einhveijir hljota þó að hafa tekið eftir, og það er að þáttur- inn um deilur Þorsteins á Borg og Steinars á Ánabrekku er síðari við- bót (þó hins sama höfundar). Það er svo greinilegur niðurlagssvipur á 76. kaflanum, að engin missmíði sæist á sögulokunum, þó hún hefði aldrei orðið lengri. Þetta er svo augljóst að varla þarf að færa rök að því, en þó skal nefnt: 76. kafii endar á orðunum: „Frá börnum Þorsteins (Egilssonar) er komin kynslóð mikil og margt stórmenni; það er kallað Mýra- mannakyn, ailt það er frá Skalla- Grími er komið.“ En í lok sögunnar eins og hún hefur orðið í endanlegri gerð (87. kafla) stendur: „Frá Þor- steini er mikil ætt komin og margt stórmenni og skáld mörg; er það Mýramannakyn og svo allt það er frá Skalla-Grími er komið.“ Eg veit ekki hvað það er að „endurtaka sjálf- an sig“, ef þetta er ekki það. En milli þeirra endurtekninga hafa liðið mörg ár. Þá verður líka með öllu ósenni- legt, að stofninn í Eglu sé skrifaður síðar en um 1225-1230, en einmitt á þeim árum virðist hugur Snorra hafa verið fijóastur. Þá er jólaveislan fræga í Reykholti. Þá hefur Snorri mest völd á AI- þingi og er lögsögumaður. Um þetta leyti eða litlu fyrr ætla menn að Edda sé saman sett, enda er líklegt, að dirfskuna til að skrifa slíkt rit í trássi við miðaldakirkjuna, hafi hann haft meðan völd hans voru mest. Þá er það sem Sturla Sighvatsson metur fræðimennsku frænda sín svo mikils, að hann flyst til hans í Reyk- holt (1230) og situr þar löngum við að afrita „sögubækur eftir bókum þeim er Snorri setti saman“. Þykir mér maðurinn, sem fyrstur allra varð til að uppgötva rithöfundinn Snorra Sturluson, ekki ólíklegur til að hafa sjálfur látið eftir sig snilldar- rit, heldur manna líklegastur, og kemur mér Laxdæla í hug í því sam- bandi. Við höfum orð Snorra Sturlusonar fyrir því, að hann vildi „ekki á bæk- ur setja vitnislausar sögur“, það er hann skráði aðeins þær sögur sem traustar heimildir voru fyrir - nema þar sem hann hefur fyrirvara. Heim- ildagagnrýni Snorra er kafii fyrir sig, sem menn hafa of lítið sinnt, og má þó heita að liggi í augum uppi í ritum hans. Þetta þýðir þó ekki, að hann hafi talið óleyfilegt að beita frásagnarlistinni. En það þýðir ennþá síður að nokkurt minnsta vit sé í því að kaila ritverk hans „lognar sögur“ eins og einhver komst svo klaufalega að orði í „Þjóð- arþeli" nýlega. Sannleiksandi hinna bestu íslend- inga sagna er þeim framandi sem of litla grein hafa gert sér fyrir því hve nauðsynlegt er að komast að hinu sanna og segja satt. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Móðjr í vanda á ísafirði Frá Hinrík Fjeldsted: ÉG VIL leggja nokkur orð í belg vegna húsnæðisvandræða móður á ísafirði sem heitir Sigrún Jónsdóttir, Aðalstræti 15, ísafirði. Hún fær ekki húsnæði hjá ísa- íjarðarkaupstað. Þeir vilja einungis senda hana með börnin sín inn í Hnífsdal eða inn í fjörð. Hún er bíl- laus og getur ekki verið með lítil börn á snjóflóðahættusvæði eða í Hnífsdal á meðan öll þjónusta er í kaupstaðnum. Hún hefur óskað eftir því að fá leigða íbúð á svæðinu sem hún hefur verið á, það er að segja í kaupstaðn- um en ekki út úr honum. Svör ráða- manna hjá bæjarskrifstofunum eru allar á einn veg, ekki hægt að fá húsnæði, en á sama tíma og þessi kona tjáir mér vandræði sín er bæjar- stjóri ísafjarðar að tala við frétta- menn Bylgjunnar og tjá þeim að ísa- fjörður sé tilbúinn að taka við flótta- fólki og greiða götu þess. Þessi kona sem á hlut að máli fiutt- ist til ísafjarðar ung að aldri, hefur skilað miklum tekjum til kaupstaðar- ins í formi útsvars frá 18 ára aldri, alið upp 9 börn sem nær öll búa á þessu svæði og þau hafa greitt út- svar oggjöld til ísafjarðarkaupstaðar í formi vinnuframlags. En nú situr ættmóðirin sem fastast inni á ætt- ingjum og vinum vegna þess að hús- næði er ekki fyrir hendi. Kannski er það frátekið til þess að Isaljarðar- kaupstaður geti látið að sér kveða í mannúðarmálum fyrir flóttafólk. Það er mjög göfugt af þeim að sýna slíka riddaramennsku en er ekki betra að bæta kjör íbúa sinna áður en þeir sem ákveða slíka hluti beija sér á brjóst og segja leyfið börnunum að koma til mín. Þessi kona er móðir með lítil börn og hún væri ánægð ef ísafjarðarbær gæti skaffað henni húsnæði og litla auka- vinnu. Hún veit ekki hvað hún þarf að gera til þess að fá úrlausn sinna mála. Hún heldur upp á afmæli sitt þann 4. desember 1995. Hvernig væri að bæjarstjórinn á ísafirði eða sá sem stjórnar úthlutun gefi henni veglega afmælisgjöf sem væri húsnæði til þess að leigja! Ekki af því að þeir þekkja hana eða vegna þess að hún er í einhverri klíku, heldur vegna þess að hún hefur haldið uppi merki Isafjarðar og hún hefur alið af sér börn og barnabörn sem munu halda áfram ijölgun á ísafirði og uppbygg- ingu hans um ókomin ár. HINRIK FJELDSTED Smárahvammi 9, Hafnarfirði. Virðum reg’lur um útivistartíma Frá Foreldrafélagi Hofsstaðaskóla: AÐ GEFNU tilefni vill Foreldrafélag Hofsstaðaskóla í Garðabæ koma eft- irfarandi á framfæri: Á fundum foreldra í Hofsstaða- skóla hafa m.a. orðið miklar umræð- ur um útivistartíma barna og reglur þar um. Fram kom að í langflestum tilfellum er farið eftir þessum reglum og ekki talin ástæða til að breyta þeim frá því sem nú er. Einnig kom skýrt fram að þar sem útivistarregl- ur væru bundnar í lög bæri foreldr- um skyida að fara eftir þeim hver svo sem skoðun einstakra foreldra væri á gildi þeirra. Með því að hunsa útivistarreglur eru foreldrar að senda börnum skilaboð um að sjálf- sagt sé að brjóta lög og reglur að geðþótta! Þau skilaboð, sem komu til barna og foreldra frá Siv Friðleifs- dóttur þingmanni Reykjaneskjör- dæmis í fréttatíma sjónvarps, um að hún hunsaði reglur um útivistar- tíma gagnvart eigin barni, voru óheppileg og verða vonandi ekki til eftirbreytni. Fyrir hönd Foreldrafélags Hofs- staðaskóla í Garðabæ. KRISTÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR. Frá Jónínu Hauksdóttur og Gretu Benjamínsdóttur: ÞESSA dagana eru að koma á markaðinn jóladagatöl sem jafn- framt eru skafmiðar. Við erum ekki sáttar við þessi vinnubrögð, þ.e.a.s. að happdrætti skuli beint að þeim sem síst hafa þroska til að flokka úr auglýsingaflóðinu en eru jafnframt hvað móttækilegast- ir fyrir hvers kyns nýjungum. Þarna finnst okkur að verið sé að brengla verðmætamat barnanna. Þarf alltaf að koma til einhvers konar umbun, hvað sem verið er að gera? Fyrir börnin er það næg umbun í sjálfu sér að eiga dagatal og mega opna hólf daglega. Mynd- in sjálf, hvort sem það er engill, kerti eða annað, er bara til að Risaskaf- miði sem endist tiljóla auka ánægjuna enn frekar. Hætt er við að gleðin við að opna dagatalið sitt fari fyrir lítið þegar vinningsvonin er allsráð- andi. Börnin verða sífellt fyrir vonbrigðum þegar enginn vinning- ur er á þeirra dagatali. Er ekki spenningurinn fyrir jólin nægur, þó ekki komi sífellt fleira til? Það má ekki gleymast að jólin eru hátíð ljóss og friðar og við verðum að gæta þess að gleyma okkur ekki í auglýsinga- og kaup- fári. Gaman væri að heyra hvað lá að baki útgáfu Jóladagatals Happaþrennunnar. Er verið að ala upp fjárhættuspilara framtíðar- innar? Með von um ánægjulega og afslappaða aðventu. JÓNÍNA HAUKSDÓTTIR og GRETA BENJAMÍNSDÓTTIR leikskólakennarar. w Q/rOnixQj 1 9 lóo 'l 9 9 5 ckþck FONIX 60 ARA AFMÆLISTILBOÐ Vegna frábærra undirtekta framlengjum við afmælistilboð okkar og veitum jafnvel enn hærri afslátt en áður. EJ/rönixQ 9 E/rOmxH m ASKO ÞVOTTAVÉLAR-ÞURRKARAR- UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPAR-FRYSTISKÁPAR-FRYSTIKISTUR NILFISK NÝ NILFISK FYRIR NÚTÍMAHEIMILI 5-10% afslÁttvir ÞÚ ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO! - því Asko er trygging þín fyrir hámarks árangri og sannkallaðri maraþonendingu. Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ASKO þvottavélar frá 69.990,- ASKO tauþurrkarar frá 59.990,- ASKO uppþvottavélar frá 49.990,- 5-15% ðfskxttvfr Dönsku GRAM kæliskáparnir eru rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. Verðdæmi: GRAM KF-355E kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti. HxBxD=174,2 x 59,5 x 60,1 cm. Áður kr. 79.990,- Nú aðeins 69.990,- 3ja ára ábyrgð OMENGUÐ GÆÐI 20% ðfsUttwr Allir vildu Lilju kveðið hafa, en það er aðeins ein Niifisk! Þær eru nú reyndar þrjár, hver annari betri. En hvað veldur, að allir vilja eignast Nilfisk? Er það útlitið, krafturinn, tandurhreina útblástursloftið eða þessi magnaða ending? Kannski allt þetta og ennþá fleira. Nú bjóðum við nýja Nilfisk á tilboðsverði, frá kr. 17.590,- (£lIŒ§) ÖRBYLGJUOFNAR MEÐ MEIRU TURNTABLE MICROWAVE immm, <ZA\> \/ \/ COMBI QRILL COMBI ▼▼▼ / / FAN \T ' J MICROWAVE \J 10-15% ^fsláttwr Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar, með eða án blásturs, á verði frá 24.800,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gas-helluborð. Frístæðar eldavélar frá 39.900,- ‘0.TURBO ELDHÚSVIFTUR - MARGAR GERÐIR 10-15% akfsláttvir 7 gerðir: Val um ofna m/örbylgjum ein- göngu, örbylgjum og grillelementi eða örbylgjum, grilli og blæstri. Verðdæmi: 18 I. 800W örbylgjuofn 16.990,- 27 I. 900W örbylgjuofn 21.990,- -- 17 I. 800W örb. + grill ^ 21.990,- 27 I. 850W örb. + grill + bl.38.900,- § O.ERRE LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! 10-20% AfslÁttwr 15 gerðir og litir: Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum glerhjálmi, hálfháf- formaðar eða til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.990,- Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði Gott loft skapar vellíðan og eykur afköst. Ef þú þarft að loftræsta, komdu þá til okkar. )á, við erum ( afmælisskapi um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magnafsláttur, Euro- og Visa-raðgreiðslur til allt að 36 mán., án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING og við FJARLÆGJUM GAMLA TÆKIÐ þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með það nýja - glæsilegt, notadrjúgt og nI _ , .... . sparneytið - og nú á afmælisverði. manud.-fÖStUU. 9-1 8 v^mT.ÍFonix. . , . , . Vjl U laugardaga 10-16 - heitt a konnunni og is fyrir bornin. ° ° 10-15% Afsláttvir Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnarnir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað og grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stórum ofnum eða eldavélinni. 7 gerðir: 8 lítra, 13 lítra eða 28 lítra. Verð frá aðeins 9.990,- LITLU TÆKIN Á LÁGA VERÐINU 10-30% AfsUttvir Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, mat- vinnsluvélar, mínútugrill, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. Sextug og síung.... /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.