Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 48
Á. - 48 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 !':1öaia' Reykjavík Selfoss Keflavík ísafjöröur Bolungarvík Siglufjörður Ólafsvík Homafjörður Þín verslun um allt la MOMMU SOWP ÁVAXTASU TODLERONE MACKINTOSH __________________________MORGUNBLAÐIÐ MIIVININGAR + Hallsteinn Sveinsson fæddist á Kolsstöð- um í Miðdölum i Dalasýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 21. nóvember síðastliðinn, 92 ára að aldri, og fór út- för hans fram frá Borgarneskirkju 30. nóvember. í DAG verður borinn til hinstu hvílu minn elskulegi frændi Hall- steinn Sveinsson. Hallsteinn, eða Halli eins og hann var einatt kallað- ur, var einn þeirra manna sem hafði slíka útgeislun og svo ómótstæði- legan persónuleika að hann gleym- ist seint þeim sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum. Hann var alveg sér á parti, bæði í útliti og skoðunum - einn af þess- um mönnum sem eru svo skemmti- lega sérstakir af guðs náð og eru slíkt krydd í tilveruna að hún verð- ur aldrei söm eftir að þeir eru horfn- ir á braut. Halli var fæddur að Kolsstöðum í Dölum 1903, níundi í röðinni af ellefu systkinum. Það sem hefur einkennt þennan systkinahóp öðru fremur er verklagni og endalaus sköpunarþörf. Systurnar sá maður ekki öðruvísi en með pijóna eða heklunálar á milli handanna og bræðurna smíðandi eða tálgandi þegar stund gafst aflögu. Þeir eru ófáir staðirnir sem finna má verk eftir Kolsstaðasystkinin og er þá Ásmundur Sveinsson myndhöggv- ari óefað þar fyrirferðarmestur og þekktastur. Síðustu árin bjó Halli á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi og hafði þar til umráða ágæta vinnu- stofu þar sem hann dvaldi löngum stundum. Halli smíðaði og renndi skálar og aska, svo hundruðum skiptir, kistla og kistur, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess að vera haglega gerðir bera þeir munir er Halli smíðaði sterk höfundarein- kenni auk þess sem hann var stöð- ugt að gera tilraunir með efni og form. Fyrir ekki mörgum árum er ég heimsótti hann var hann önnum kafinn við að búa til litla abstrakt skúlptúra þar sem hann notaði slíp- uð kindarhorn sem meginefni. Það fór ekki á milli mála að þarna lá fijó og nútímaleg formhugsun að baki. Þó Halli væri kominn af bændafólki var hann lítið gefinn fyrir búskap. Hann veiktist ungur af magasári og því einatt illa gerð- ur til erfiðsvinnu. Hann hafði þeim mun meira dálæti á listum og þá sérstaklega abstraktlistinni. Hann aðstoðaði Ásmund bróður sinn auk þess sem hann rammaði inn fyrir marga þá listamenn sem sett hafa mark sitt á íslenska listasögu. Listamennirnir greiddu honum gjarnan með því að gauka að honum myndum og þannig eignaðist Hallsteinn með tíð og tíma dágott listaverkasafn sem hann síðan gaf Borgar- nési á áttræðisafmæli sínu. Það sem einkenndi persónuleika og töfra Halla ekki hvað síst var húmorinn. Hann var húmoristi af guðs náð. Allar hans skoðanir og öll hans viðhorf voru hlaðin af húmor og slíkri glettni að menn kepptust um að sitja sem næst honum á mannamótum því gullkornin hrutu af vörum hans. Glettni hans gat verið skemmtilega beinskeytt, hann var harður vinstri maður og taldi sig jafnvel vera eina kommúnistann á íslandi og naut þess að hæðast og hneykslast góðl- átlega að „framsóknaríhaldinu" innan um bændurna. Auk þess að tala í háði um menn og málefni hafði Halli ekki síður gaman af að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér, og sagðist t.d. hafa verið einn þeirra fáu heppnu sem sluppu við að bind- ast í hjónaband. Væri hann sáttur við eitthvað sagðist hann vera svo- lítið montinn af hinu eða þessu, en fyndist honum menn hrósa honum um of reyndi hann að draga úr því með að segjast vera orðinn óttalega lélegur. Halli var slíkur jafnlyndismaður að ég efast um að hliðstæða finn- ist. Mér er til efs að hann hafi nokkru sinni æst sig eða skipt skapi. Hann lét ekkert raska ró sinni, beitti heldur fyrir sig háði og frum- legri hugsun. Sjálfur dáði ég mann- inn allt frá því ég sá hann fyrst. Hann virkaði á mig eins og seið- karl úr ævintýri; hár og grannur með æðaberar kræklóttar hendur, kinnfiskasoginn með stórt nef eins og á ránfugii og með skalla sem náði aftur á kúptan hnakkann. Augun voru lítil en leiftruðu af kímni og skemmtilegum skoðunum. Hann tók mikið í nefið eins og til að skerpa hugsunina. Hann töfraði fram svo listilega útskorna aska að mér þótti það dularfullt, hann tal- aði um abstraktsjón og kompósisjón í myndlist, tungumál sem frænd- fólkið skildi ekki en fannst óstjóm- lega fyndið. Halli var ákaflega barngóður og held ég að mér sé óhætt að segja að hann var okkar eftirlætis frændi. Hann var svo sterkur persóntileiki að maður komst ekki hjá því að elska hann og dá. Mér er það sérstaklega minn- isstætt að í hvert skipti er við fórum um Hvalfjörðinn, á leiðinni í Borg- arfjörðinn, sungum við krakkarnir í aftursætinu hástöfum: „Hatturinn hans Halla, hatturinn hans Halla..." og bentum á eyjuna sem er eins og hattur í laginu. Fyrir mér er og verður eyja þessi ekkert annað en hatturinn hans Halla. Hallsteinn Sveinsson var lífskúnstn- er og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og að hafa þekkt hann er manni ómetanlegt veganesti á lífsleiðinni. Elsku Halli, ég þakka þér fyrir þær skemmtilegu stundir sem ég hef átt í návist þinni og fyrir lista- verkabækurnar sem þú gafst mér um árið. Þegar ég fletti þeim hugsa ég til þín. Guð gefi þér góða nótt. Þinn frændi, Þorfinnur Sigurgeirsson. Það húraar við sundið aðfallið ber lognölduna að klettunum svartir fuglar fljúga við Brákarey það er íshröngl í flæðarmálinu mjalldrífan sest í hár mitt fellur í augu mér hljóð og köld eins og kyrrð þessa kvölds aðeins fjarlægur gnýr hafsins boðar mér nýjan storm að morgni. (Séra Rögnvaldur Finnbogason) , Lifsljósið hans Halla frænda er slokknað. Hann hvarf úr okkar heimi hægt og hljótt að áliðnum degi og hann var áreiðanlega hvíld- inni feginn og að fullu sáttur við að kveðja, enda æviganga orðin með því lengsta sem gerist eða rúm 92 ár. Þrátt fyrir það var hann „maður án aldurs", gat rætt hvaða málefni sem var við hvern sem var og fylgd- ist ótrúlega vel með öllu kringum sig. Fullri andlegri reisn hélt hann til æviloka. Við hittumst síðast ör- stutta stund kvöldið áður en hann kvaddi. Hann sagði sér líða prýði- lega og gat meira að segja gantast svolítið og strítt mér eins og venju- lega á sinn sérstæða hátt með blik- ið gamalkunna og kæra í augunum sínum, sem voru þó einsog farin að skyggnast eilítið inn í eilífðina. Hann velti því stundum upp í sam- ræðum, hvort nokkurt líf væri eftir þetta líf, hvort maður yrði ekki bara steindauður, eins og hann komst að orði á sína vísu. Nú veit hann það og sú vissa verður honum góð. Hallsteinn Sveinsson var einn af þeim mönnum sem mér hafa staðið hjartanu næst um ævina. Ef til vill andlegur skyldleiki, allavega vorum við skyld, því langamma mín og faðir hans voru systkini vestur í Dölum endur fyrir löngu. Hann var einn af þeim gagnmerku Kolsstaða- systkinum sem allt lék í höndunum á, sama hvort voru smíðar, hann- yrðir, höggmyndalist eða annað. Miklir hæfileikar á ýmsum sviðum hafa gengið í erfðir hjá afkomend- um þeirra og mun áreiðanlega verða ættarfylgja þessa fólks á ókomnum árum. Við Hallsteinn kynntumst fyrst eftir að hann fluttist í Borgarnes á Dvalarheimili aldraðra fyrir u.þ.b. 25 árum. Hann var einn af fyrstu og fram til þessa annar af þeim er lengst hafa búið þar. Oft kom ég til hans ýmist á verkstæðið eða upp á herbergi þegar mér fannst ég þurfa að hressa sálartetrið við eftir annasama daga við barnastúss og annað er fylgir frumbýlingsárunum. Og alltaf fór ég betri manneskja og léttari í lund heim aftur til ung- anna minna, enda þótt við værum ekki sammála um alla hluti og hann hefði strítt mér mestallan tímann. Ekki er hægt að minnast hans án þess að geta þess hve höfðing- lega hann kom fram við nýja sveit- arfélagið sitt er hann fluttist hingað búferlum. Það hefur margur gefið minna en tugi listaverka sem urðu ARBEN KYNNING í Holtsapóteki, Glœsibœ, í dagfrá kl. 13-18. Nýr ilmur frá Elizabeth Arden True Love, og þrjár nýjar tegundir af andlitsfarða. 20% kynningarafsláttur aföllum Eiizabeth Arden vörum. Óvœntur glaðningur. HALLSTEINN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.