Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELENA LÍNDAL, Heiðarási 26, Reykjavík, lést miðvikudaginn 29. nóvember. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTIR, Bláhömrum 2, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t GUÐJÓN KRISTJÁNSSON frá Eldjárnsstöðum, Langanesi, sem andaðist laugardaginn 25. nóvember, verður jarðsettur frá Sauðaneskirkju laugardaginn 2. desember kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Lárus Gunnólfsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, DAGBJÖRT EIRÍKSDÓTTIR, Njálsgötu 26, andaðist á gjörgæslu Landspítalans 29. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Örn Haraldsson, Guðbjörg Lilja Magnúsdóttir, Ebba Eðvaidsdóttir Eiríkur Ólafur Emilsson. Eiríkur Sigursteinsson t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES EINARSSON, Lambastekk 14, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. desember kl. 13.30. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA SVANBORG JÓNSDÓTTIR, Glæsivöllum 19a, Grlndavlk, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugárdaginn 2. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra. Helgi Aðalgeirsson, Guðgeir Sveinbjörn Helgason, Þórey Gunnþórsdóttir, Hilmar Eyberg Helgason, Ragna Valdemarsdóttir, Kristin Rut Helgadóttir, Þorsteinn Jónasson, Hafdís Helgadóttir, Lilja Björk Helgadóttir, Almar Þór Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁGÚSTU GUNNLAUGSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Börnin. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag, frá kl. 14.30, vegna jarðarfarar JÓNATANS JÓHANNESSONAR. Samhjálp hvítasunnumanna. + Ingvar Brynj- ólfsson var fæddur 7. apríl 1901 í Norðurkoti í Staf- holtstungnm í Mýra- sýslu. Hann lést í Reykjavík 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórný Þórðardóttir, f. 12. nóv. 1864, og Brynjólfur Jónsson, f. 14. júlí 1866. Ing- var ólst upp með foreldrum sínum til 12 ára aldurs er for- eldrar hans slitu samvistir. Eftir það fór hann að vinna fyrir sér hjá vandalausum á ýmsum sveitaheimilum í Borg- arfjarðar- og Mýrasýslu. Síðast var hann á Grímsstöðum á Mýr- um í 12 ár samfleytt, hjá Hall- grími Níelssyni. Árið 1940 flutti hann til Reykjavíkur og fékk vinnu hjá breska og bandaríska setuliðinu við byggingarstörf og eftir það hjá ýmsum bygginga- meisturum. Arið 1945 hóf hann sambúð með Auði Arnfinnsdótt- ur frá Ytri-Lambadal í Dýra- fírði, sem búsett 'var á Þing- eyri. Hún var ekkja en átti tvær dætur, Karenu Lísu, f. 7. apríl 1934, og Guðmundu, f. 21. júní INGVAR Brynjólfsson, stjúpi minn, er látinn í hárri elli, 94 ára. Fyrir 50 árum kom hann sem bjargvætt- ur inn í líf mitt og fjölskyldu minnar. Móðir mín bjó þá vestur á Þingeyri með okkur tvær dætur sínar á fram- færi. Á heimilinu voru líka afi og amma og Kjartan, yngsti bróðir mömmu. Kynni tókust með móður minni og Ingvari árið 1944 þegar hún fór með mig til lækninga til Reykjavík- ur og þau hittust á heimili sameigin- legra vina og venslamanna. Og það var ekkert lítið hlutverk sem hann tók að sér að taka okkur öll upp á arma sína og enn stækk- aði hópurinn þegar Þórný, móðir Ingvars, flutti til okkar. Á þessum árum var nóg um at- vinnu og Ingvar vann langan vinnu- dag. En heimilið var þungt og við 1936. Auður flutti þá til Reykjavíkur ásamt dætrum sín- um, foreldrum og Kjartani, _ bróður sínum. 'Á heimili þeirra flutti einnig Þórný, móðir Ing- vars. Upphaflegt heimili þeirra var að Sundlaugavegi 9B (nú Otrateigur 4). Ingvar og Auður eignuðust eina dótt- ur, Auði Ingu, bankastarfsmann, f. 24. júní 1953. Maður hennar er Guðjón Jóhannsson, fulltrúi hjá VIS. Börn þeirra eru Ingvar, f. 1975, Jóhann, f. 1977 og Rebekka Brynhildur, f. 1988. Ingvar stundaði lengst af bygg- ingarvinnu meðan kraftar ent- ust. Frá 1958 til 1992 stóð heim- iii þeirra Auðar í Lönguhlíð 19, en síðustu þrjú ár hafa þau dval- ið á Hrafnistu í Reykjavík. Þórný, móðir Ingvars, dvaldist á heimili þeirra í tíu ár en Ingi- björg Sigurlínadóttir, móðir Auðar, í 28 ár en hún lést árið 1973. Útför Ingvars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. bjuggum í leiguhúsnæði þa,nnig að lítið var hægt að leggja fyrir. Þó kom að því að Ingvar gekk í bygg- ingarsamvinnufélag og þá varð til grunnur að eign sem hann notaði til að kaupa íbúðina í Lönguhlíð 19 þar sem fjölskyldan bjó frá árinu 1958. Vist hjá vandalausum og seinna kreppuár var það sem lífið bauð Ingvari upp á fram eftir ævi. Það kenndi honum að standa á eigin fótum og vera ekki upp á aðra kom- inn. En það kenndi honum jafn- framt samúð með þeim sem minna máttu sín, hjálpsemi og greiðvikni. Ingvar vissi vel hvað hann var að gera þegar hann tók fjölskyldu mína að sér en það aftraði honum ekki frá þvi að taka það stóra hlut- verk að sér. Og mikil var gleðin þegar honum fæddist einkadóttirin, sem gefið var nafn beggja foreldranna, Auður Inga. Upp úr því átti móðir mín í verulegum sjúkdómserfíðleikum en fjölskyldan var samhent og aftur birti í lífi hennar og okkar allra. Ingvar var dagfarsprúður maður og vandaður í orði og æði, fremur aivörugefinn og lagði mikið upp úr því að standa í skilum og helst að skulda engum neitt. Þá sjaldan hann átti sér næðisstund vildi hann helst lesa góða bók, einkum þjóðleg- an fróðleik, og ef hann veitti sér eitthvað þá var það að kaupa sér eina og eina bók. Ingvar fylgdist vel með þjóðmál- um og var róttækur í stjórnmála- skoðunum fram eftir ævi en með aldrinum dvínaði pólitískur áhugi hans. Einn vinnufélaga hans kynnti honum Hjálpræðisherinn á efri árum og þau móðir mín, sem alla tíð hefur verið mjög trúuð, fóru að sækja þar samkomur. Það veitti þeim báðum mikinn styrk, bæði boðskapurinn en einnig vináttan við það góða fólk sem þar starfar. Eftir að Ingvar hætti að vinna gaf hann sig að smíðum og ýmiss konar viðgerðum meðan heilsan leyfði. Hann smíðaði m.a. eldhús- kolla og aðra húsmuni sem hann gaf eða seldi rétt fyrir efniskostn- aði. Á yngri árum hafði hann aftur á móti smíðað stærri húsmuni og húsgögn, þó að smíðaáhöldin væru þá ófullkomin miðað við það sem síðar varð. Þannig leið ævi þessa væna manns, Ingvars stjúpa míns. Hann varð móður minni og fjölskyldu minni sönn himnasending, en sam- an eignuðust þau líka farsælt hjóna- band, þannig að hvorugt mátti af hinu sjá. Ingvar var sannur íslenskur al- þýðumaður og var stoltur af því. Óllu sem hann eignaðist um dagana vann hann fyrir hörðum höndum. Mér finnst eftirfarandi erindi eftir Örn Arnarson skáld eiga vel við um hann:, I svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns og sjómannsins svarakalda býr saga og framtíð vors lands. Sá þöguli §öldi er þjóðin, þungstreym og vatnsmep á, þótt hátt beri jakahrönglið hún hryður því fram á sjá. Ég flyt Ingvari alúðarþakkir og bið honum allrar blessunar. Karen Guðmundsdóttir. INGVAR BRYNJÓLFSSON HARALDUR ÁGÚSTSSON -I- Haraldur Ágústsson stór- * kaupmaður var fæddur 9. mars 1907 í Stykkishólmi. Hann lést í fyrstu viku þessa mánaðar og fór útförin fram 23. nóvem- ber. HARALDUR Ágústsson stórkaup- maður lést 10. nóvember sl. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. þ.m. Þann dag var hans minnst á verðug- an hátt af mörgum í Morgunblað- inu. Óska ég að bæta við nokkrum orðum um þann mæta mann, sem ég hafði kynni af í áratugi. Við vorum báðir fæddir og upp aldir í Stykkishólmi og var ég undir ferm- ingaraldri, þegar hann byijaði að heilsa mér og ávarpa sem kunn- ingja, enda þótt hann væri nálega 10 árum eldri en ég. Hann hafði verið samtíða bróður mínum, Stein- ari, í barnaskóla og tókst góð vin- átta með þeim, sem hann hafði orð á. Haraldur var maður óvenjulega fágaður í framkomu. Hygg ég alla, sem umgengust hann, hafa heillast af háttvísi hans og veglyndi. Hann ólst upp á fyrirmyndarheimili og naut menntunar í verslunarfræðum bæði í Danmörku og Skotlandi. Gegndi hann ýmsum embættum, en hóf hálffertugur rekstur heild- verslunar undir eigin nafni, eins og nánar var rakið í Morgunblaðinu. Það eru tveir eðliskostir hans, sem ég vildi ræða. Hinn fýrri er, að hann var hógvær í pólitík og lét engan gjalda skoðana sinna. Sig- urður, bróðir hans, var umsvifamik- ill í málefnum þorpsins og landsins. Hann varð alþingismaður í Sjálf- stæðisflokki og þingforseti. Ósjald- an kom til snarpra orðaskipta við föður minn og við bróður minn, Kristján, sem voru á öndverðum meiði. Ekki hafði það nokkur minnstu áhrif á vináttu Haraldar í minn garð. Hún var óbrigðul ævi- langt. Annað, sem aðdáun vakti í fari Haraldar, var áhugi hans og þekk- ing á efnahgs- og atvinnumálum. Reynsla hans í viðskiptum skerpti skilning hans og dómgreind í þeim efnum. Við hittumst öðru hveiju allt til síðustu ára og ræddum hag- fræði og stjórnmál yfír kaffibolla oft klukkustundum saman. Hann var í hópi reyndra kaupsýslumanna, sem vita gjarnan meira um þróun efnahagsmála en sumir hagfræð- ingar með langskólagöngu að baki, ef þá skortir kunnugleika af at- vinnuvegunum. Ég minnist Haraldar Ágústsson- ar með virðingu og þakklæti. Bið ég honum allrar blessunar i nýjum heimkynnum. Magni Guðmundsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Selvogsbraut 17, Þorlákshöfn. Guð blessi ykkur öll. Böðvar Kristjánsson, ÓlöfD. Waage, Sveinn Tómasson, Eggert S. Waage, Sigurður O. Egilsson, Þóra Egilsdóttir, Elin H. Egilsdóttir, Auður Samúelsdóttir, Kristjana Líndal, Einar Steíndorsson, Sigurður Þ. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.