Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Það er komin lítil telpa sem langar að sýna ráðherranum álverið sitt . . . ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN á Jaðarsbökkum á Akranesi. Myndin er tekin þegar Ieikur íslandsmeistara Akraness gegn skoska liðinu Raith Rovers í Evrópukeppninni í knattspyrnu stóð yfir í september. íþróttamiðstöðin á Akranesi verður formlega opnuð í dag Akranesi. Morgunblaðið. HIN nýja og glæsilega íþróttamið- stöð á Akranesi sem verið hefur í byggingu á undanförnum árum verður formlega tekin í notkun í dag og verður dagskrá í tilefni þess allan daginn og húsakynnin opin fyrir gesti og gangandi. Iþróttamiðstöðinni tilheyra sund- laug, íþróttahús, knattspyrnuvellir og margvísleg önnur aðstaða. Rúm- góð og vistleg aðstaða er fyrir iðk- endur, líkamsræktarsalur með fuil- komnum þrekmælingartækjum, góð aðstaða er til félagsstarfsemi, m.a. salur fyrir 30 manns sem gef- ur tækifæri fyrir íþróttahópa að vera í æfingabúðum. Loks eru þarna skrifstofu íþróttafélaganna. Daglegum rekstri íþróttamið- stöðvarinnar stýrir Kristinn Reim- arsson og honum til aðstoðar er samstarfsnefnd eignaraðila, sem eru Akraneskaupstaður, sem ber fjárhagslega ábyrgð á megin hluta mannvirkjanna, íþróttabandalag Akraness, sem á eitt og sér hluta mannvirkjanna og Knattspyrnufé- lag ÍA, sem rekur knattspyrnuvel- lina og búningsklefa. Knattspyrnufélagið hefur einnig byggt áhorfendastúku sem tekin var í notkun fyrr á þessu ári og grasæfingarsvæðin, sem hafa verið byggð á síðustu árum. Með tilkomu íþróttamiðstöðvarinnar batnar mjög öll aðstaða til íþróttaiðkunar á Akranesi og óvíða er aðstaða betri hér á landi. í tilefni dagsins verður opið hús í íþróttamiðstöðinni í dag frá morgni til kvölds og verður marg- háttuð kynning á því sem þar fer fram auk þess sem aðgangur verð- ur ókeypis í sundlaugina. Atvinnu- og ferðamál í Reykjavík Víðtækt samstarf nauðsynlegt FRANK Donaldson er kominn hingað að frumkvæði Reykjavíkurborgar til að veita Atvinnu- og ferða- málastofu borgarinnar ráðgjöf varðandi upp- byggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Hvernig hefur þú hugsað þér uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykja- vík? „Ég tel nauðsynlegt að virkja sem flest fyrirtæki og stofnanir sem hags- muna eiga að gæta í þess- um efnum. Síðan ég kom hingað hef ég rætt við tugi fulltrúa fyrirtækja og samtaka en á eftir að hitta fólk frá því opin- bera. Ég útskýri fyrir fólkinu hvernig ég tel að skipuleggja eigi ferða- þjónustu í Reykjavík. En ég vil sjá fleiri fyrirtæki taka þátt sem ekki hafa tengst ferðaþjónustu með beinum hætti áður eins og banka, olíufélög og ýmsar opin- berar stofnanir." Hvernig verður skipulagningu háttað? „Næstu tvö árin munu fara í undirbúning. Árið 1998 hefjast framkvæmdir á hinu nýja skipu- lagi ferðaþjónustunnar. Til að vinna að framgangi þessa máls þarf að koma á hópastarfi undir stjórn forstöðumanns. Hópunum yrði meðal annars falið að kanna hvað megi áætla að margir ferða- menn, innlendir sem útlendir, komi til Reykjavíkur á árunum 1998-2000, en árið 2000 verður Reykjavíkurborg ein af menning- arborgum Evrópu. Áætla þarf tekjur sem má hafa af ferðaþjón- ustunni og hvaða ijárfestingar verða í greininni og ágóða af þeim. Einnig þarf að gera sér grein fyrir hve stór hluti þeirra ferðamanna sem kemur til Reykjavíkur muni skila sér þang- að aftur. Það er mikilvægt að íbúar Reykjavíkur taki virkan þátt í að efla ferðaþjónstu í borg- inni. Væri skemmtilegt ef þeir gætu litið á ferðaþjónustuna sem eins konar fjölskyldufyrirtæki. Verkefni eins hópsins verður því að kynna í fjölmiðlum það sem er framundan í þessum málum til að uppiýsa og vekja áhuga borgarbúa. Ég hef lagt til að árið 1997 verði búið að setja hér á laggirn- ar ferðaskrifstofu Reykj avíkurborgar. Ég geri ráð fyrir að við hana muni starfa ____________ það fólk sem hefur unnið að þróun ferðaþjónustunn- ar í borginni fram að þeim tíma.“ Hvern telur þú vera aðalstyrk borgarinnar sem ferðamanna- staðar? „Þegar ferðamál eru annars vegar þarf að huga að því hvað það er sem gerir staðinn frá- brugðinn öðrum stöðum í augum ferðamanna. Reykjavík er hrein- leg borg og loftið er tært. Húsa- gerð borgarinnar er athyglisverð. Reykjavík er ung borg og þar er að finna margar nútímalegar byggingar sem vekja athygli eins og Hallgrímskirkju, Perluna og ráðhúsið þótt ef til vill megi deila um staðsetningu ráðhússins. Borgin getur einnig státað af fjölskrúðugu menningarlífi. Hér virðist sköpunar krafturinn vera Frank Donaldson ►FRANK Donaldsson er svæðisstjóri ferðamála í Cork og Kerry á Suðvestur-írlandi. Frank er 48 ára og á að baki tuttugu og fimm ára starf í ferðaþjónustu þar í landi. Verkefni hans er að samhæfa ferðaþjónustuna í Cork og Kerry, markaðsþróun og al- mannatengsl. Hann hefur einnig unnið að ferðamálum með ýmsum aðildarlöndum Evrópusambandsins. Reykvíkingar sjálfir efli ferðaþjónustu mikill. Ég mun leggja til að einn hópurinn hafi það að megin markmiði að einbeita sér að þess- um þætti ferðaþjónustunnar. Ég geri ráð fyrir að gefinn verði út bæklingur sem inniheldur það sem er á döfinni í menningarmál- um hveiju sinni. Það sem er sérstæðast við ís- Iand er náttúran. Ég vil leggja á það áherslu að þegar ferðamönn- um fjölgar hér verða íslendingar að gæta þess að varðveita landið fyrir ágangi ferðamanna þannig að upprunaleg einkenni þess haldi sér.“ Irland er eyland eins og ísland og hefur náð góðum árangri í að laða að ferðumenn. Hver er galdurinn? „Við höfum eytt miklum fjár- munum í að kynna landið. Auk þess sem yfirvöld hafa verið afar jákvæð í garð ferðaþjónustunnar. Við höfum fengið framlög úr sjóðum Evrópusambandsins sem hafa styrkt ferða- þjónustuna. Síðan í september á síðastl- iðnu ári höfum við fímm milljón punda í málaflokk. Þessir fjár- fengið þennan munir hafa meðal annars farið í að kynna það sem við höfum upp á að bjóða en það hefur aftur leitt til þess að ferðamenn eyða meiri peningum í landinu en eila. Miklu máli skiptir jákvæð af- staða stjórnvalda. Það sem yfir- völd á írlandi hafa meðal annars lagt af mörkum er að veita þeim sem fjárfesta í ferðaþjónustu tekjuskattslækkun. Einnig er starfandi þar sérstakt ráðuneyti ferðamála. Til að ferðaþjónusta blómstri þarf að koma til gott samstarf opinberra aðila og einkaaðila. Ég vona að þegar kosningar verða hjá ykkur næst verði ferðaþjónustan inni í um- ræðunni á jákvæðan hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.