Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 30
BRYNJAR HÖNNUN / RÁÐGJÖF 30 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Meðal viðburða á morgun laugardag: lifandi Hljóðfæraverslunin RIN og Þórir Úlfarsson tónlistarmaður kynna notkun tónlistarhugbúnaðar á tölvu fyrir jafnt leikmenn sem fagfólk í tónlistarbransanum. Tengdu hljómborðið þitt við tölvuna og gerðu garðinn frægan í þínu eigin Heima-stúdíói! Allt um CRE TIVE CREATIVE LABS Hljóðkortin gegna veigamiklu hlutverki í margmiðlun. Með öflugu korti opnast þér nýr heimur tónlistar og hljóðvinnslu á tölvunni þinni. Sound BLASTHR mai^miðlun Allt um » þitt eigið útibú! Og allt um comoE/i ISLANDSBANKI Með Heimabankanum getur þú sinnt daglegum bankaviðskiptum á fljótlegan og öruggan hátt - heima hjá þér! Eitt það öflugasta, einfaldasta og athyglisverðasta á markaðinum. Tilboð dagsins! MusicTime nótnaskrifarinn! Öflugur nótnaskrifari (hugbúnaður) á tölvuna þína. Hér á einstöku tilboði í Tæknivali: Cake Walk Home-Studio Gerðu garðinn frægan með þínu eigin Heima-stúdíói. Hór á einstöku laugardagstilboði: 12.700 stgr.m.vsk. Vandaður margmiðlunarpakki 4ra hraða NEC geisladrif, 32ja radda Sound-Blaster hljóðkort og 2 hátalarar. Hér á einstöku laugardagstilboði: 29.9 •113 stgr.m.vsk. Auk þess fjöldi tilboða í versluninni! Allir finna eitthvað við sitt hæfi á morgun laugardag. Athugið lengri opnunartíma frá kl. 10.00 til 18.00. Verið velkomin. Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jólahelgin í Bergvík GLERBLÁSTURSVERK- STÆÐIÐ í Berg-vík, Kjalarnesi, heldur jólasölu á útlitsgölluðu gleri (II flokkur) um helgina, 2. og 3. desember. Á boðstólum verður kaffi og piparkökur og ef til vill gefst færi á að sjá glerblástur/mótun. Verkstæðið hefur verið stækk- að þannig að rýmra er um gesti en áður. Glerverkstæðið er um það bil 27 km frá Reykjavík, við Vesturlandsveg, milli Klé- bergsskóla (Fólkvangs) og Grundarhverfis. Opið verður laugardag kl. 10 til 17 og sunnudag kl. 10 til 15. VERK eftir Sigrúnu Ó. Einarsdóttur. Öður til Maríu MENNTASKÓLINN að Laugar- vatni og Fjölbrautaskólinn í Breið- holti halda sameiginlega aðventu- tónleika í Skálholtskirkju laugar- daginn 2. desember klukkan 15. Kórarnir eru skipaðir 120 ungling- um. Stjórnandi Laugarvatnskórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Kórinn mun m.a. syngja lögin „Sjá þú hjartans hörpustrengi", „Fögur er foldin“ og nýtt jólalag eftir Báru Grímsdóttur „Jól“. Stjórnandi FB- kórsins er Guðfinna Dóra Ólafs- dóttir. Kórinn mun m.a. syngja „Hvað mælt var“ sem er franskt þjóðlag og „0 du stille zeit“ eftir C. Bresgen. Kórarnir munu einnig syngja saman og má þar nefna „A hymn to the Virgin" sem er tveggja kóra verk eftir B. Britten. Undirleikarar á tónleikunum verða Monika Abendroth hörpu- leikari, Fanney Snorradóttir þver- flautuleikari, Erna Baldursdóttir þverflautuleikari og Þröstur Freyr Gylfason orgelleikari. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Rökkurkórinn í Grafarvogskirkju RÖKKURKÓRINN, sem er bland- aður kór úr Skagafirði, heldur tón- leika í Grafarvogskirkju í dag, föstudag, kl. 18. Stjómandi kórsins er Sveinn Árnason og undirleikarar eru Thom- as Higgerson á píanó og Kristján Stefánsson á harmoníku. Einsöngv- arar eru Jóhann Már Jóhannsson, Ásgeir Eiríksson, Sigurlaug Mar- onsdóttir og Hjalti Jóhannsson. Dúett syngja Hallfríður Hafsteins- dóttir og Ragnar Magnússon. Lögin og ljóðin sem kórinn flytur eru að mestu leyti eftir skagfirska höfunda. Félagar í kórnum, sem nú eru rúmlega 50 talsins, koma úr átta hreppum sýslunnar og frá Sauðárkróki. Nokkir þurfa að aka langan veg til að sækja æfingar sem eru tvisvar í viku í Miðgarði í Varma- hlíð. Nú er í undirbúningi útgáfa á geislaplötu og er þegar búið að taka hluta hennar upp. adidas vorur í miklu úrvoli Ulpur, skór, bolir og gallar. Komdu þar sem úvalið er Sportkringlan Kringlunni, sími 568 6010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.