Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Valtýr Guð- mundsson fæddist í Ólafsvík 6. apríl 1908. Hann lést í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristmundsson sjó- maður og Elínborg Jónsdóttir húsmóð- ir. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður, Guð- ríði Davíðsdóttur, í Reylgavík. Eigin- kona hans var Sigríður Böð- varsdóttir ljósmóðir, f. 29.8. 1912, d. 19.4.1990. Þau eignuð- ust fimm böm. 1) Ingunn, f. 3.10. 1934, íþróttakennari við Kvennaskólann í Reykjavík, gift Þóri Ólafssyni rektor Kennaraháskóla Islands. Böm þeirra em: Kristín læknir, Sig- ríður læknir, Böðvar hagfræð- ingur og Valtýr verkfræðingur. 2) Guðmundur Rafnar, f. 13.10. 1937, skólasljóri Barnaskólans á Laugarvatni, giftur Ásdísi Einarsdóttur handavinnukenn- ara. Börn þeirra em: Guðmund- ur sijórnmálafræðingur, María íþróttakennari og Valtýr við- skiptafræðinemi. 3) Böðvar, f. HANN afi var alveg einstakur. Allt frá því við vorum smástrákar á Laugarvatni til síðustu haust- .daga, er afi barðist við erfíðan sjúk- dóm, minnumst við þess hvemig hann fylgdist með okkur af áhuga og eldmóði, hvort heldur var við nám okkar, leik eða störf. Þjóðmál- in ræddi hann oft við okkur af miklum áhuga, bæði mál bænda og landbúnaðarins og önnur þau mál sem uppi voru í þjóðfélagsum- ræðunni á hveijum tíma. Afstöðu átti maður að taka til málanna og var það þá sama hvort maður var sammála eða ekki, ef maður gat fært rök fyrir máli sínu. Það er svo margt í fari hans afa sem við mun- um taka okkur til fyrirmyndar. Eftir að við fluttum suður var oft farið á völlinn með afa á heima- leiki Framara. Þá studdi hann af lífí og sál og ósjálfrátt urðum við líka að hörðum stuðningsmönnum þeirra. Þegar vel gekk var hann iéttur í spori að leik loknum, en hin síðari ár þótti honum þeir oft leika undir getu og fengu leik- menn, og jafnvel eiginkonur leik- manna, þá að heyra það úr stúk- unni. Að heimsækja þau ömmu og afa í Álftamýrina og í sælureit þeirra, Hléskóga í Laugardal, voru alltaf mjög uppörvandi og ógleymanlegar stundir. Mikill áhugi þeirra á því sem við vorum að fást við á hveij- um tíma gaf manni aukinn metnað til að gera vel. Garðinn ræktuðu þau í víðtækri merkingu og sjaldan sátu þau aðgerðarlaus. Ferðirnar austur í Hléskóga til að hlúa að tijám og görðum voru margar, og ' fannst þeim gaman að taka eitt- hvert okkar barnabarnanna með til skrafs og ráðagerða, Öll áttum við okkar tré, og þannig snemma orðin áhugasöm um uppvöxt tijánna. I návist ömmu og afa leið okkur allt- af vel. Blessuð sé minning þeirra. Böðvar og Valtýr Þórissynir. Þegar ég hugsa um afa sé ég alltaf ömmu standa honum við hlið, því vart var hægt að hugsa sér samrýndari hjón en þau tvö. Það , fór held ég ekki framhjá neinum sú umhyggja sem þau sýndu okkur barnabörnunum og áhugi þeirra á því sem við vorum að gera. Ósjálf- rátt berst hugurinn austur í Laugardal. Eftir að amma og afi brugðu búi í Miðdalskoti reistu þau sér sumarhús þar. Þaðan á ég ógleymanlegar minningar hjá þeim. Þar plöntuðu þau grenitijám við 13.7. 1939, raf- virkjameistari í Reykjavík, giftur Hólmfríði Guðjóns- dóttur bókara við Húsasmiðjuna. Böm þeirra em: Sigríður kaupmaður í Dan- mörku, Guðjón verslunarstjóri og Jensína Kristín aug- lýsingafræðingur. 4) Gunnar, f. 7.11. 1945, læknir St. Jó- sefsspítala í Hafnar- fírði, giftur Sól- veigu Þorsteinsdótt- ur forstöðumanni Bókasafns Landspítalans. Böra þeirra em: Þorsteinn Högni nemi í fjöl- miðlafræði, Valtýr Gauti nemi, Ásdis Sif nemi __ og Sigríður Sunna nemi. 5) Óskírð stúlka, f. 23.12. 1954, d. 24.12. 1954. Bamabamabömin em tíu. Valtýr og Sigríður hófu bú- skap árið 1934 i Miðdal i Laug- ardal í Árnessýslu, en bjuggu síðan í Miðdalskoti í sömu sveit 1938-1962. Valtýr starfaði hjá raforkumálastofnun ríkisins og síðar Orkustofnun í Reykjavík 1963-1987. Utför Valtýs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. fæðingu hvers bamabams og var eftirvæntingin mikil að sjá hversu mikið maður hafði vaxið frá því árið á undan. Einnig voru þau byij- uð að planta tijám til heiðurs barnabarnabömum sínum. Afí var mikið náttúrubarn og hafði mikinn áhuga á að yrkja jörðina og nýta vel það sem hún gaf af sér. Þó hann hætti búskap 1961 held ég að alltaf hafi blundað í honum bóndinn. Afi hafði alltaf ákveðnar skoðan- ir á hlutunum og fór ekki dult með þeð. Eftir að ég komst til vits og ára var fátt skemmtilegra en að rökræða við hann og ömmu um það sem helst var í deiglunni. Hann var mjög rökfastur en þó kom fyrir að ég hefði vinninginn í orðræðum okkar. Eftir að við Sirra og Konráð fluttum á Vopnafjörð fyrir rúmum þremur árum fylgdist hann vel með því sem hér var að gerast og hann talaði alltaf af mikilli virðingu um það fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum landsins. Hann ætlaði alltaf að koma og heimsækja okkur og síðastliðinn september ætluðu hann og pabbi að korna í heim- sókn. En þar sem heilsu hans hrak- aði varð því miður ekkert af því. Ljúfar minningar eru alltaf tengdar hugsun um afa og jafnframt sökn- uður að hafa hann ekki lengur hjá okkur. Guðjón Böðvarsson. Tíndum við á fjalli, tvö voram saman, blóm í hárri hlíð; k'nýtti eg kerfí og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafír. (Jónas Hallgr.) Afi og amma voru tvö saman, þau voru í raun eiginlega eitt og ekki hægt um annað að hugsa eða íjalla án þess að hitt eigi heima í hugsuninni eða umfjölluninni líka. Ömmu kvaddi ég fyrir rúmum fimm árum og reyndi að þakka það sem hún hafði gefið mér og mínum. Nú kveð ég afa. Á þeirri kveðju- stundu er efst í huga innilegt þakk- læti fyrir að hafa átt svo yndisleg- an afa, þakklæti fyrir allar ógleymanlegu samverustundimar í Álftamýrinni, í sumarbústaðnum eða hvar sem var. Bömin mín urðu líka þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast langafa sínúm. Langafi var alltaf reiðubúinn til þess að leika við bömin, fræða þau eða aðstoða á hvern þann hátt sem hann gat. Nú síðast í haust vomm við í nokkra daga með afa uppi í sumó, á þeim tíma sem kartöflum- ar vom við það að vera sprottnar. í grenjandi rigningu eltu bömin langafa sinn og foringja til að „kíkja undir nokkur grös“. Skömmu síðar kom hersingin til baka, börnin forug upp fyrir haus en alsæl með uppskemna, sem þau roguðust með í fötu. Afí var glæsilegur maður og elt- ist ótrúlega vel. Hann hætti ekki að vinna fyrr en um áttrætt, þá ekki vegna þess að hann réði ekki lengur við vinnuna, heldur vegna þess að samdráttur var á vinnu- staðnum og mönnum honum helm- ingi yngri sagt upp. Við slíkar að- stæður fannst afa ekki rétt að hann héldi sinni vinnu. Þó afi hætti að vinna þá var hann þeirrar gerðar . að hann gat ekki setið með hendur í skauti. Hann ræktaði kartöflur sem dugðu börnum og barnabörn- um meira og minna árið um kring, rabarbarauppskeran í sumarbú- staðnum dugði í sultu fyrir heilt bakarí og iðulega var hann mættur til þessara starfa sinna rétt eftir sólampprás á þeim tíma ársins sem sólin varla sest. Það átti ekki við afa að vera upp á aðra kominn. Jafnerfið og kveðju- stundin er og jafnmikið og ég á eftir að sakna afa er ég því þakk- lát fyrir að hann fékk að fara og var hlíft við þeim örlögum að liggja bjargarlaus í kör. Ég, Gunnar og börnin okkar þökkum fyrir allt það sem afí gerði til að auðga líf okkar og lifir í minningunni. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (J. H.) Afí og amma em aftur saman. Krístín. Nú er afí látinn, tómleiki kemur yfír mig, en svo samrýnd sem afí og amma vom trúi ég að þeim líði vel. Afí var búinn að beijast við veik- indi undanfarin ár og það passaði honum ekki að vera veikur, því helst vildi hann vera að sýsla við ýmislegt. Þar sem afí var bóndi á sínum yngri ámm í Laugardal, var hugur hans og hjarta sumarbústað- urinn í Laugardal og jörðin þar um kring og áttu bæði amma og afi þar sínar góðu stundir. Er ég kom heim í ágúst og heim- sótti afa ásamt Jensínu Kristínu og Barða, vorum við svolítið sein fyrir. Þá var afí „nærri“ farinn að tvístíga því hann ætlaði upp í kartö- flugarð, en hefði ekki farið af stað fyrr en við væmm búin að koma í heimsókn. Var hann sem alltaf svo hress og glettinn að tala við. Enda þótt hann væri ekki heill heilsu þá var hugsað um kartöflugarðinn mjög vel, uppskerunnar fengum við svo að njóta áður en við fómm til Danmerkur aftur og þvílíkt sæl- gæti. Er ég sagði við bömin okkar að nú væri langafí þeirra látinn, þá kom sorg í hjörtu þeirra eins og okkar. Yngsti sonur okkar, Barði, sagði: „Æi, mamma nú fer ég að gráta.“ En það er nú svo að minn- ingamar munum við alltaf bera í hjörtum okkar, varðveita og gleðj- ast yfir þeim. Elsku afí, guð geymi minningu þína. Sigríður, Haraldur, Hólmfríður Kristín, Böðvar og Barði. Nú þegar Valtýr vinur okkar er allur viljum við minnast hans með nokkrum línum. Valtýr var innan við fermingu þegar hann fór vikapiltur að Böð- móðsstöðum í Laugardal til Bjarna Ólafssonar sem síðar bjó á Ketil- völlum. Næstu ábúendur á Böð- móðsstöðum voru sæmdarhjónin Karólína Árnadóttir og Guðmundur Njálsson. Valtýr festi rætur við það heimili og var hjá þeim meira og minna á sínum ungdómsárum. Hann fór í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og síðar Héraðsskólann á Laugarvatni. Vai- týr hefur alltaf haft brennandi áhuga á íþróttum, sérstaklega knattspyrnu, hann gekk ungur í Fram og hefur haldið með því liði síðan og eftir að hann flutti til Reykjavíkur var hann tíður gestur á áhorfendapöllum Laugardalsvall- arins og ræddi mikið um knatt- spyrnu. Ferðin í Laugardalinn varð hon- um heillarík, á Laugarvatnsskóla kynntist hann konuefni sínu, Sig- ríði Böðvarsdóttur frá Laugarvatni, síðar ljósmóður í Laugardal og Grímsnesi. Þau byijuðu sinn bú- skap í Miðdal í sambýli við Magnús bróður Sigríðar og konu hans, Að- albjörgu Haraldsdóttur. Þar bjuggu þau nokkur ár, en þá losnaði Mið- dalskotið og fengu þau það til ábúð- ar. Þar byggðu þau allt frá grunni og var það ærið verkefni. Kom sér vel að Valtýr var duglegur og dverghagur, en hann stóð ekki einn því samhentari hjón á öllum sviðum sá maður varla. Þetta var að vísu kot er þau komu þangað en í sam- einingu gerðu þau það að stórbýli og sat þar snyrtimennskan í fyrir- rúmi. I Laugardalnum fæddust börnin þeirra fimm, þrír drengir og tvær stúlkur, en önnur þeirra lést nýfædd. Þau áttu miklu barna- láni að fagna og gátu stolt horft á hópinn sinn. Þau hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur vorið 1962, en héldu eftir smáskógarlundi sem þau byggðu sér sumarbústað í og var það þeirra sælureitur, alltaf verið að planta, fegra og bæta. Þau keyptu sér íbúð í Álftamýri 58 og eignuðust þar glæsilegt heimili, sem gaman var að koma á og höf- um við átt margar skemmtilegar stundir með þeim þar og eins fyrir austan, því alltaf var tekið á móti okkur með glaðværð og elskuleg- heitum. Haustið 1988 varð Valtýr fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Þetta var mikið áfall fyrir þau bæði. Hann lá marga mánuði á spítala og alla daga fór Sigríður á spítalann og fylgdist með batahorfum hans. En þegar hann loks komst heim af sjúkrahúsinu, blasti við sú sorglega staðreynd að Sigríður var komin með þann sjúkdóm sem dró hana til dauða. Nú var það hann sem hjálpaði henni eftir mætti, þar til hún lést 19. apríl 1990. Hann sakn- aði hennar sárt, en hann var vel studdur af börnum sínum og fjöl- skyldu. í Reykjavík gerðist Valtýr starfsmaður Raforkumálaskrifstof- unnar og síðar Orkustofnunar, en þar var hann húsvörður til ársins 1987. Allir sem kynntust Valtý vita að þar fór einstakur drengskaparmað- ur, bjartsýnn og góðviljaður. Það er því ekki að undra þótt hann hafi verið ákaflega vel liðinn starfs- kraftur á þessum stöðum. Við hér í Austurgerði þökkum honum velvilja og hlýhug allt frá fyrstu kynnum. Við biðjum honum guðs blessunar og sendum fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðj- ur. Ingunn og Guðmundur Jónsson. Þegar ég nú kveð föðurbróður minn Valtý Guðmundsson reikar hugurinn til baka og minningar lið- inna ára vakna. Þær fyrstu tengj- ast þeim tíma er hann bjó sem bóndi í Miðdalskoti í Laugardals- hreppi ásamt konu sinni Sigríði Böðvarsdóttur. Þar dvaldist ég öll sumur frá fæðingu og fram til 12 ára aldurs eða allt þar til hann hætti búskap og fluttist til Reykja- víkur, fyrstu sumrin aðallega með foreldrum mínum í sumarbústað þeirra við túnjaðarinn steinsnar frá bænum og frá sex ára aldri sem sumarstrákur hjá Valtý og Siggu. VALTÝR GUÐMUNDSSON Sveitin heillaði mig alla tíð og það var bæði þroskandi og spenn- andi að kynnast starfsháttum og lífinu til sveita. Ég á margar dýr- mætar minningar frá þessum tíma og ekki síst margar ánægjulegar samverustundir með Valtý. Valtýr var ákaflega atorkusamur og dug- legur búmaður og gerði Miðdalskot að mjög myndarlegu býli á búskap- arárum sínum. Fannst mér alla tíð mikið til hans koma og var sem barn ákveðinn að feta í fótspor hans og gerast bóndi þó að hlutirn- ir þróuðust á annan veg. Þegar Valtýr hætti búskap fyrir rúmum þijátíu árum reisti hann sér sumarbústað í skóginum í landi Miðdalskots. Þar áttu þau hjónin alla tíð síðan unaðsreit og voru þar langdvölum á sumrin. Nálægð Val- týs við náttúruna var honum alltaf mikilvæg og ræktaði hann alla tíð bæði land og skóg af miklum áhuga. Alltaf var notalegt að koma í heimsókn til þeirra Siggu og Val- týs í sumarbústaðinn. Bæði var umhverfið og náttúran fagurt og svo höfðu þau alltaf frá ýmsu áhugaverðu og skemmtilegu að segja. Þau hjónin voru mjög sam- hent og var það því mikill missir fyrir Valtý þegar Sigga lést fyrir nokkrum árum. Valtýr var myndarlegur maður og vel greindur. Auk áhuga hans á umhverfi og náttúru hafði hann mörg önnur áhugamál eins og stjórnmál, menningu og listir. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íþrótt- um og þá sér í lagi knattspyrnu. Sem unglingur í Reykjavík var hann félagi í Fram og hélt hann tryggð við það félag alla tíð. Var hann tíður gestur á knattspyrnu- leikjum og hittumst við oft á þeim vettvangi, enda stuðningsmenn sama liðs. Alltaf var gaman að ræða við hann um menn og mál- efni, því hann var vel að sér og hafði ákveðnar skoðanir. Hann var alla tíð mjög hreinskilinn og sagði umbúðalaust það sem honum bjó í bijósti. Þótt hann ætti við vanheilsu að stríða síðustu árin bar hann ald- urinn vel og veigraði sér ekki við að vinna þau verk sem hann var vanur og stunda sín áhugamál. En að lokum þurru kraftarnir og löngu og gæfuríku lífsverki var lokið. Eftir lifa minningarnar um merkan mann. Einar Matthíasson. Mig langar til að kveðja með fáeinum orðum vin minn og sam- starfsmann Valtý Guðmundsson,' fyrrverandi bónda og húsvörð, sem andaðist 87 ára að aldri þann 21. nóvember sl. Fyrstu kynni mín af Valtý voru þegar ég kom til starfa á Orkustofnun sem sumarvinnu- stúdent fyrir þijátíu árum. Valtýr var þá starfsmaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar og vann í Keldna- holti við ýmis störl' m. a. frágang bergsýna úr jarðhitaborunum og sá jafnframt um húsnæði stofn- unarinnar þar. Fámennt var á þess- um vinnustað og mér er minnis- stætt hversu góður andi var þar og þægilegt að dvelja. Þann anda átti Valtýr ekki minnstan þátt í að skapa með hlýju, glettni og um- hyggju fyrir öllum í kringum sig. Hann hitaði kaffið okkar, Braga- kaffi að sjálfsögðu, og gekk eftir því að allir settust niður saman og spjölluðu. Valtýr hóf störf hjá Orkustofnun 1962 og þegar sú stofnun var sam- einuð undir einu þaki á Grensás- veginum í Reykjavík árið 1979 var Valtýrráðinn húsvörður þar. Valtýr var mjög natinn og vandvirkur í störfum sínum og hafði mjög gott lag á að umgangast fólk og sýndi öllum sama atlætið í daglegri um- gengni. Á Grensásveginum sýndi Valtýr öllum þeim hundrað starfs- mönnum sem þar voru sömu um- hyggju og natni og okkur starfs- fólkinu í Keldnaholti áður og var öllum eftirsjá þegar hann hætti störfum árið 1987, nær áttræður að aldri. Ég mat Valtý mikils og taldi hann í hópi minna bestu vina þrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.