Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jóhanna Björg- ólfsdóttir var fædd í Reykjavík 26. október 1953. Hún lést á heimili sínu í Keflavík hinn 21. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Unnur Jóhannes- dóttir og Björgólf- ur Stefánsson í Keflavík. Jóhanna átti þrjú systkini og eru þau Oddný, f. 9.12. 1943, Björg- ólfur yngri, f. 7.12. 1951 og Jóhann, f. 26.2. 1962. Utför Jóhönnu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mín ástkæra vinkona Jóhanna er látin, langt fyrir aldur fram. Fátt ef þá nokkuð hefir snert mig jafnharkalega og fréttin um andlát hennar. Ég ræddi við hana í síma kvöldið áður en hún lést, við rædd- um þá um lífið og tilveruna og þau vandamál sem tíðum verða á vegi okkar, og kom mér þá ekki til hug- ar að þetta væri síðasta samtal okkar hérna megin grafar. En þannig er mannlífið. Það er gjöfult á ýmiss konar gæði, en getur líka verið miskunnarlaust og torskilið. Jóhanna ólst upp á ástríku heim- ili foreldra sinna, fyrst í Reykjavík og síðar í Keflavík en þar bjó hún öll sín manndóms- og þroskaár. Jóhanna var næm og mjög vel gef- in og nutu hæfileikar hennar sín einkar vel í þeim ábyrgðarstörfum sem henni voru falin. Fyrst vann hún við bankastörf, en síðustu átta árin gegndi hún miklu ábyrgðar- starfi hjá Ratsjárstofnun. Kynni okkar Jóhönnu hófust árið 1979 og varð samband okkar brátt einkar náið og gott og trúnaður var fullkominn á milli okkar, þannig að við ræddum saman um einkamál hvort annars af fullum trúnaði. Fyrir mánuði fórum við saman út að borða og var það sérlega ánægjuiegt og gefandi kvöld. Við ræddum margt og m.a. ákváðum við að fara saman í frí á komandi sumri og ferðast um landið. Jóhanna var mjög alúðleg og góð kona og mátti hún ekkert aumt sjá án þess að hún reyndi með einhveij- um hætti að rétta hjálparhönd og þá fyrst og fremst þeim sem rninna máttu sín á einhveiju sviði. Ég var búsettur í Svíþjóð í nokkur ár og sumarið 1984 kom Jó- hanna og heimsótti mig og var sú heim- sókn í alla staði mjög ánægjuieg. Mun ég geyma minninguna um þann tíma sem helgan dóm í flóru minning- anna. Jóhanna átti mjög fallegt og élsku- legt heimili í Keflavík, og heimsótti ég hana mjög oft og naut þá gestrisni hennar og höfðingsskapar. Hún heimsótti mig einnig mjög oft er hún hafði lokið við vinnu sína og sátum við þá oftast yfir kaffibolla og ræddum saman um allt milli himins og jarð- ar. Munu þessar ánægjustundir seint gleymast. Elsku Jóhanna mín, nú þegar þú hefir farið þína hinstu ferð, vil ég af alhug þakka þér dásamleg kynni og með sárum trega mun ég ávallt minnast þín, en þótt ég sakni þín sárt, þá er sorgin og söknuðurinn sárust hjá þinum elskulegu foreldr- um og systkinum. Þeim vil ég votta mína innilegustu samúð og vona að- góður Guð verði þeim styrkur og stoð á þessum erfiðu tímum. Við skulum öll minnast orða Frels- arans er hann sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Blessuð sé minning Jóhönnu. Eggert Böðvars Sigurðsson. Það eru einkennilegar tilfinning- ar sem bijótast fram þegar maður stendur frammi fyrir þeirri stað- reynd að ung kona, jafnaldra manns, deyr. Tregablandið ástand gagntekur mann og sú staðreynd að lífið er forgengilegt. Hugurinn leitar til fegurðar lífsins, þess barnslega og einlæga og um leið til þverstæðna lífsins. í þessu öllu felst einhver leyndardómur sem agnarsmár hugur okkar manna getur aldrei skilið til fulls. Við andlátsfregn æskuvinkonu minnar, Jóhönnu Björgólfsdóttur, flæða ljúfar og ævintýralegar minn- ingar frammi fyrir hugskotssjónum mínum. Samverustundir okkar Jó- hönnu eru eftirminnilegar og frá þeim tíma æskunnar þegar leikur- inn verður að ævintýri. Við stofnuð- um leynifélagið „Lithet" eða Litlu hetjurnar. Vettvangur ævintýranna var nánasta umhverfi okkar, húsin sem voru í byggingu í Lyngholtinu og Háholtinu í Keflavík og heiðin fyrir ofan, þar sem móinn virtist endalaus. Við lékum okkur líka við vatnstankinn sem virtist svo óra- langt í burtu. Allt var stærra i snið- um en við sjáum það nú. Ég man hvað mér fannst brúnu augun hennar Jóhönnu falleg og hvað hún gat verið glettin og hleg- ið oft og mikið. Við gátum látið okkur dreyma og leikið okkur sam- an, þar sem náttúran varð hluti af leiknum og við lékurh heilu bíó- myndirnar. Bonanza var okkar heimur. Litlu hetjurnar gerðu land- nám í heiðinni og við byggðum okkur kofa úr bárujárni og drasli og stálumst til að grilla pylsur. Á sumrin gerðum við blómagarða í moldarbörðum og síðsumars fórum við í beijamó með nesti upp í heiði. Við fundum flöskur og seldum í „Skúlabúð“ fyrir nammi. Gerðum armbönd úr víraafgöngum þegar síminn var lagður í Háholtið. Stofn- uðum hljómsveit í bílskúrnum og spiluðum á málningardollur. Ég man líka vel eftir afmælum hjá Jóhönnu og þegar hún kenndi okk- ur stelpunum lagið „Gvandana mera“ eftir að hafa farið með Oddnýju systur sinni til Puerto Rico, sem var nú ekkert smáræði þá. Svo fengum við að fara einar með rút- unni tii Reykjavíkur og það voru stoltar litlar hefðarkonur sem komu sigrihrósandi á Grundarstíginn til ömmu hennar og fengu eftirmið- dagskaffi. Ég gleymi ekki vísunni sem hún kenndi mér og skrifaði í minningarbókina mína: Gættu þess að gegna og gerðu það fljótt Þú skalt ekki þræta. því það er ljótt. Þessa vísu hef ég farið með fyrir dætur mínar, um leið og ég segi þeim ævintýri litlu hetjanna í móan- um. Á seinni árum sáumst við sjald- an en fyrir nokkru hittumst við í sundi. Þá kom Jóhanna mér fyrir sjónir sem skarpgreind og lífsreynd kona. Við gerðum grín að því að vera komnar á fimmtugsaldur. Þá leiddu brúnu augun hennar og glettnislegur hláturinn mig á vit ævintýra æskunnar í móanum þar sem nú standa glæsivillur og iðnað- arhúsnæði. Ég veit að lífið var vin- konu minni stundum erfitt í seinni tíð, en ég trúi því að nú hafi runn- ið upp hjá henni blíður og fagur morgunn í nýju umhverfi þar sem hún hefur með endurnýjuðu fjöri og endurnýjuðum kröftum tekið til nýrra starfa í vonarlandi ævintýr- anna. Ég votta foreldrum Jóhönnu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Helga Margrét. Hún hafði átt í erfiðleikum undan- farna mánuði; átti við þunglyndi að stríða sem kom og fór eins og þjófur á nóttu. Hún var falleg kona með hreina sál og átti líka sína góðu glöðu daga. Við töluðum mikið saman um lífið og tilveruna og komumst að þeirri niðurstöðu að enginn hefði lofað því að lífið yrði okkur auðvelt en þrátt fyrir allt væri það sannar- lega þess virði að lifa því. Einn vetur tókum við okkur til og fórum til Reykjavíkur einu sinni í mánuði. Við fórum út að borða og síðan í leikhús. Þá var Jóhanna mín í essinu sínu. Klædd sínu fín- asta pússi, geislaði af þessari glæsi- legu konu og vitaskuld skemmtum við okkur konunglega. ,Við höfðum ákveðið að leggjast í ferðalög í ellinni og töluðum í gamni og alvöru um áfangastaði sem yrðu fyrir valinu. En nú er Jóhanna farin í annað ferðalag og kemur ekki aftur. Ég mun sakna hennar mikið. Hvíl þú í friði, elsku vinkona. Samúðarkveðjur tii foreldra og systkina. Guð styðji þau og styrki. Margrét Margeirsdóttir. Kveðja til starfsfélaga Tilkynningin um lát Jóhönnu okkar kom sem reiðarslag í byijun á nýjum vinnudegi enda nokkuð sem ekkert okkar átti von á. Á slíkri stundu er erfitt að tjá hug sinn og þögnin í fyrstu oft eina leiðin til að átta sig á slíkum sorgarfregnum. í huga okkar koma upp ótal minningar um Jóhönnu sem vitna um góðan vinnufélaga sem ávallt var reiðubúinn að taka þátt í gleði og sorg okkar hinna þegar svo bar undir. Afmælisdagar voru Jóhönnu kærir en ævinlega minnti hún okk- ur hin á þegar einhver átti afmæli og var jafnframt aðalhvatamann- eskja þess að gleðja viðkomandi í tilefni dagsins. Á sama hátt var enginn eins reiðubúinn og Jóhanna að sýna hluttekningu ef einhver átti um sárt að binda. Á þennan hátt minnti Jóhanna okkur á mikil- vægi þess að tjá tilfinningar barns- ins sem býr innra með okkur öllum en sem alltof mörgum okkar er tamt að fela. Eftirfarandi ljóð Gunnars Dal lýsir vel þessum eigin- leika Jóhönnu en hún hafði sérstakt dálæti á skáldskap hans: Að frana til það fylgir þeim, sem feprð skapa, og betri heim. Listrænt innsæi og handbragð var Jóhönnu ríkulega gefið sem víða JÓHANNA • BJÖRGÓLFSDÓTTIR AÐALHEIÐURINGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Aðalheiður Ingibjörg Ólafs- dóttir fæddist í Butru í Fljótshlíð 22. september 1914. Hún lést á Landspítalanum 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 24. nóvember. AÐALHEIÐUR Ingibjörg Ólafs- dóttir, eða Alla eins og hún var kölluð, var tengdamóðir mín í 38 ár, og var hún mér alltaf eins og besta móðir. Alla var sterk persóna og fylgdi henni mikill styrkur þegar eitthvað bjátaði á, sem bæði ég og aðrir nutum góðs af. Öllu kynntist ég á afmælisdaginn hennar þegar hún var fertug. Þá lá hún á Landakots- spítala og hafði gengist undir fóta- aðgerð. Þá var ég aðeins sextán ára gömul og nýtrúlofuð syni henn- ar Eggerti Waage. Það er af svo mörgu að taka og margs að minnast frá fjörutíu ára samvistum okkar Öllu. Á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, þar sem Alla bjó lengstum, var jafnan mikið hlegið og gantast, ekki síst þegar dætur hennar Ólöf, Ella og Þóra komu líka í heimsókn. Lífið hjá henni Öllu minni var ekki alltaf dans á rósum. Hún þurfti mikið að vinna, en hún var forkur til allrar vinnu, vann í fisk- vinnu, mötuneyti, sem ráðskona hjá Skógræktinni og loks hjá Sjúkrahúsinu á Selfossi. Síðast en ekki síst hafði hún þungt heimili að annast framan af ævinni. Eftir- lifandi manni sínum, Böðvari Kristjánssyni, giftist hún árið 1970 og bjuggu þau í Þorláks- höfn. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru þangað með fjölskyld- una. Ymist var farið í sunnudag- skaffi eða verið yfir heigi. Það var alltaf nóg pláss hjá Öllu. Elsku Alla, ég þakka þér fyrir allt. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Böðvari, börnum Öllu og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Far í Guðs friði, Alla mín. Þín tengdadóttir Hulda ísleifsdóttir. Frá því ég man eftir mér var amma á Eyrarbakka alltaf kölluð „amma stóra“ og í mínum huga í tvöfaldri merkingu. Hún var mikil vexti, svo sem verið hafa konur í föðurætt minni og jafnframt stór- vel gefin og vönduð. Réttlætiskennd ömmu stóru var rík, hún fylgdi ekki alltaf straumn- um í sínum ráðum, heldur ávallt því sem hjartað sagði. Enda kom alltaf á daginn að hún hafði rétt fyrir sér, þótt stundum liði nokkur tími þar til fólk sá að hún hafði vitað betur. Hennar lífssýn mótaðist örugg- lega af því mótlæti sem hún fékk að reyna í lífinu. Hún missti fyrsta mann sinn aðeins 28 ára gömul, þá var hann aðeins 35 ára gam- all, rétt að byrja lífið. Börnin þeirra voru tvö, Ólöf og Eggert, og var aðeins eins og hálfs árs aldursmun- ur á þeim. í nokkur sumur í æsku minni var ég hjá ömmu á Kirkjuhvoli, en svo heitir húsið á Eyrarbakka þar sem hún bjó með Agli Þor- steinssyni og börnum þeirra, þeim Sigurði, Þóru og Elínu. Það var þröngt á Kirkjuhvoli en þar var mjög gott að vera. í minningunni var Eyrarbakki einn stór leikvöll- ur. Mundakot, höfnin, tjörnin við Steinskot og Litla-Hraun, svo eitt- hvað sé nefnt. Ég man alltaf eftir sögu sem pabbi sagði mér af ömmu. Hún var á þá leið að einu sinni kom Siggi frændi hágrátandi inn í stofu og sagði að Stjáni vinur sinn væri alltaf að uppnefna sig, segði Siggi Piggi, Siggi Piggi. Amma var snögg að bjarga því og sagði Sigga að uppnefna Stjána bara á sama hátt, Stjáni Piggi Stjáni Piggi. Þetta gerði Siggi og gafst vel. Amma flutti á Selfoss og seinna til Þorlákshafnar, þar sem hún giftist Böðvari Kristjánssyni, eftir- lifandi manni sínum. Böðvar er góður maður og traustur og reynd- ist ömmu góður lífsförunautur. Þegar amma lá banaleguna þá fór ég til hennar._ Hún virtist vera í öðrum heimi. Ég hélt í hönd henn- ar og hvísláði: Amma mín, þetta er Siggi. Þá opnaði hún augun og brosti svo fallega að ég kann eng- in orð til að lýsa því sem þau sögðu. Ég sakna þín, amma mín, og bið kom fram í verkum hennar og vinnuumhverfi. Fögur rithönd hennar setti víða mark sitt á vinnu- stað okkar sem og annars staðar en hún var ávallt boðin og búin, jafnvel í sínum frítíma, til að skraut- rita ýmsan texta fyrir stofnunina og starfsmenn hennar. Að sama skapi með nákvæmu auga lista- mannsins var öllum skjölum tengd- um starfi hennar skipulega og hag- anlega fyrir komið þannig að ávallt var gengið að þeim vísum. Þannig var Jóhanna okkur hinum ekki ein- ungis mikilvæg fyrirmynd í starfi heldur hvatning til að gera betur. Vinnubrögð Jóhönnu og ósérhlífni í starfi er því miður orðið sjaldgæf- ara að sjá í dag og minna okkur hin á nauðsyn þess að skila ávallt góðu verki. Eftirfarandi línur úr einu ljóða Gunnars Dal eiga hér vel við: Vel þú hefur veröld gist sem vinnur og skapar og elskar af list. Jóhanna vann skrifstofu- og gjaldkerastörf m.a. hjá Samvinnu- bankanum og sýslumanninum í Keflavík áður en hún hóf störf hjá byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli í maí 1984, þar sem hún var fulltrúi og gjaldkeri til 1987 er byggingarframkvæmd- um lauk. Vegna góðrar reynslu af vel unnu starfi var Jóhanna ráðin til Ratsjárstofnunar þegar hún hóf starfsemi á miðju ári 1987 en Rat- sjárstofnun heyrir undir utanríkis- ráðuneytið rétt eins og byggingar- nefnd flugstöðvar hafði gert. Jó- hanna átti stóran þátt í uppbygg- ingu Ratsjárstofnunar og tók í byij- un þátt í vel flestum verkum sem tengjast því að koma nýrri starf- semi á stað. Fljótlega fór hún að færa bókhald stofnunarinnar auk starfs gjaldkera og launaútreikn- ings uns hún var orðin deildarstjóri fjármála. Það sem einkenndi Jóhönnu í starfi öðru iremur var kurteisi, já- kvætt hugarfar og hlýhugur á hveiju sem gekk, auk þess sem hún tileinkaði sér nýja tækni og breytt vinnubrögð þegar þörf var á. Jó- hanna gaf sér alltaf tíma til að hlusta á samstarfsfólk sitt, leysa úr málum þess og stofnunarinnar. Mannlega þættinum var alltaf sinnt, ætíð gefið af sér. Fráfall Jóhönnu skilur eftir sig stórt skarð í okkar hópi en hinn jákvæði andi sem hún skapaði í umhverfi sínu mun ríkja áfram. Við vottum foreldrum, systkin- um, systursyni og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð vegna ótíma- bærs fráfalls Jóhönnu. Starfsfólk Ratsjárstofnunar. þig að vaka yfir mér. Guð blessi minningu þína, hvíl í friði. Fyrir hönd systkina minna, Sigurður Óskar Eggertsson Waage. Sunnudagurinn 19. nóvember rann upp, bjartur og fagur haust- dagur. Liðið var undir hádegi er hringt var í okkur og okkur sagt að amma hefði kvatt þá um morg- uninn. Við viljum þakka henni yndisleg- ar stundir og skemmtilegar heim- sóknir til hennar í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir lasleika og háan ald- ur gat hún alltaf galdrað fram stór- kostlegt veisluborð- og hún amma kunni að búa til gos sögðu dren- girnir alltaf eftir þessar ferðir til hennar. Við sendum Böðvari innilegustu samúðarkveðjur. Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Egill, Ragnhildur, Páll og Eiríkur Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.