Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ i Verðstríð virðist vera í uppsiglingu á jólabókamarkaði Samkomulag um há- marksafslátt brostið Réttlætið sigraði, segir Jóhannes í Bónus Morgunblaðið/Ámi Sæberg STÓRKAUPMENN fögnuðu afnámi einokunar með sérstakri vínkynningu í gær. * 7 5 ára einokun ATVR á innflutningi og heildsöludreifingu áfengis lokið Frelsi í smásölunni næsta skref i í i I i FLEST bendir nú til að samkomu- lag Félags íslenskra bókaútgefenda og Félags bóka- og ritfangaversl- ana um fast verð á nýjum bókum og 15% hámarksafslátt sé brostið. Bónus býður nú þegar jólabækurnar með 20% afslætti og útlit er fyrir að Hagkaup muni jafnvel bjóða enn meiri afslátt. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur Hagkaup keypt bækur í miklu magni frá ein- stökum bókaforlögum undanfama daga og er talið að fyrirtækið hafi mikla söluherferð í undirbúningi á jólabókamarkaði. „Stjórn Félags íslenskra bókaút- gefenda harmaði á fundi sínum að Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, skuli ekki ekki ætla að virða það samkomulag sem bókaverslanir og útgáfufyrirtæki gerðu sín í milli í sumar,“ sagði Ólafur Ragnarsson, formaður félagsins. „Þar var ákveð- ið að færa reglur um bóksölu í frjálsræðisátt frá því sem verið hafði og veitt svigrúm fyrir ýmis- konar tilboð á nýjum bókum, en línan dregin við 15% afslátt. Tæp- lega 100 bókaverslanir á landinu virða þetta samkomulag. Við höfum ekki neitt lögreglu- vald til að framfylgja því og treyst- um á það að yfirlýsingar Jóhannes- ar í Bónus frá því sumar um það að hann myndi hlíta þeim reglum HOFÐAHREPPUR hefur nú keypt meirihluta hlutabréfa í Hólanesi hf. af Landsbanka íslands. Hér er um að ræða 56,5% hlut í fyrirtækinu en fyrir átti Höfðahreppur 25,5% svo eignarhlutur hreppsins eftir kaupin er 82%. Hólanes hf., sem er fisk- og rækju- vinnslufyrirtæki, lenti í miklum erf- iðleikum fyrir nokkrum árum þegar Skagstrendingur hf. hætti að selja fyrirtækinu hráefni. Fljótlega eftir það var fiskvinnslu hætt á vegum Hólaness og einungis hefur verið unnin rækja nú í nokkur ár. Fór svo að fyrirtækið neyddist til að sem Samkeppnisstofnun stæði á bak við myndu halda. Nú er orðið ljóst að orð Jóhannesar standa ekki og samkomulagið heldur ekki. Þetta var heiðarleg tilraun af hálfu bóka- verslana og útgefanda að reyna að koma í veg fyrir að verðsamkeppni á jólabókamarkaðnum færi alveg úr böndunum." Aðspurður um hvort til greina hafi komið að synja Bónus um sölu á bókum sagði Ölafur að samkomu- lagið fæli ekki í sér nein viðurlög af hálfu útgefenda eða bóksala. Þá gæti Samkeppnisstofnun ekki beitt neinum viðurlögum. „Ljóst er að það verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu bókaútgefenda." „Ég er með hreinan skjöld" „Réttlætið sigraði,“ sagði Jó- 'hannes Jónsson í Bónus. „Við sett- um 20% afslátt á bækurnar og feng- um höfnun á afgreiðslu í kjölfarið. Síðan hafa útgefendur fundað og komist að þeirri niðurstöðu að best væri að vera ekkert að því vinna á móti okkur.“ Hann vísaði gágnrýni á bug um að hann hefði ekki staðið við yfirlýsingar sínar frá því í sum- ar. „Samkeppnisstofnun lagði blessun sína yfir það að þ.essir tveir klúbbar héldu áfram á þeirri braut sem gamalt samkomulag hafði hljóðað upp á en þetta hafði ekkert leita nauðasamningá við lánar- drottna en þar var Landsbankinn stærstur. Eftir alllangar samnir.ga- viðræður samþykkti bankinn að breyta skuldum fyrirtækisins í hlut- afé og þannig eignaðist hann 56,5% í Hólanesi. Höfðahreppur fékk hins vegar forkaupsrétt að bréfunum. Nú hefur Hólanes unnið sig út úr erfiðleikunum og því taldi hreppsnefnd rétt að kaupa bréfin af bankanum og er nú að leita að samstarfsaðilum um eignarhald og rekstur Hólaness. Kaupverð bréf- anna fékkst ekki uppgefið. með okkur að gera sem utan við það stóðu. Samkeppnisstofnun setti engar reglur svo ég er með hreinan skjöld að vanda.“ Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, kvaðst ekki vilja skýra frá því hvernig verðlagningu jólabók- anna yrði háttað í verslunum fyrir- tækisins. „Ég tel að það kunni að vera skynsamlegt fyrir fólk að bíða með að kaupa bækur þar til það hefur komið í ljós hvað við gerurn." Viðskiptareglur bóksala og bóka- útgefenda hlutu blessun Samkeppn- isráðs í bytjun nóvembermánaðar. Af hálfu ráðsins var litið svo á að undanþága samkeppnisnefndar vegr.a samkomulags bóksala og bókaútgefenda frá árinu 1981 um að ákveða fast verð á bókum væri enn í fullu gildi. í nýju reglunum fælist tilslökun frá þessu samkomu- lagi og þær hefðu í för sér svigrúm til samkeppni. . „Við tókum þetta mál ekki til efnislegrar athugunar en áskildum okkur rétt fram að miðju ári 1997 til að gera úttekt á þessum mark- aði og mögulega að endurskoða bókunina frá 1981. Samkeppnisyf- irvöld munu hins vegar ekki fulln- usta viðskiptareglurnar á einn eða neinn hátt,“ sagði Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppn- issviðs hjá Samkeppnisstofnun. Nomura sektað um 65 milljónir New York. Reuter. KAUHÖLLIN í New (NYSE) hefur gert bandarískri deild stærsta verðbréfafyrirtækis Japans, No- mura Securities, að greiða einnar milljónar dollara sekt, eða sem nemur u.þ.b. 65 milljónum króna, vegna brota á fjármagnsreglum 1992 og ónákvæmra fjárhags- skýrslna. Aðeins tvö önnur fyrirtæki hafa orðið að greiða hærri sektir síðan 1980 að kröfu NYSE. Sektarinnar er krafizt á grundvelli ásakana um að 150 milljónir dollara hafi skort til að fyrirtækið gæti staðið við fjárhagsskuldbindingar vegna þess hvernig sum mexíkósk skulda- bréfaviðskipti hafi verið bókuð. í yfirlýsingu frá Nomura segir að fyrirtækið hafi gerzt sekt um „tæknileg brot“ og komizt að sam- komulagi, þar sem málaferli hefðu orðið kostnaðarsöm. Ira Lee Sorkin, aðallögfræðing- ur Bandaríkjadeildar Nomura, sagði í samtali að fyrirtækið hefði orðið að eyða helmingi hærri upp- hæð, ef það hefði haldið áfram að beijast fyrir máli sínu. Sorkin var forstöðumaður SEC, eftirlitsnefndar á verðbréfamark- aði Bandaríkjanna, 1984-1986 og hefur verið kunnur verðbréfalög- fræðingur í New York í tæp 17 ár. Nomura sagði líka að meintum viðskiptaháttum hefði verið hætt áður en NYSE hefði komizt á snoð- ir um þá. Einnig segir Nomura að NYSE og SEC hafi áður kannað fjárreiður fyrirtækisins og ekki séð nokkuð athugavert. Auk sektarinnar samþykkti No- mura að fela utanaðkomandi aðila að stjórna endurskoðunarnefnd sinni og taka sæti í eftirlitsnefnd fyrirtækisins. í DAG taka gildi ný lög um innflutn- ing og heildsöludreifingu áfengis sem afnema einokun ÁTVR á þessu sviði. Talsmennfélags íslenskra stórkaup- manna (FÍS) og Verslunarráðs fagna þessum tímamótum heils hugar, en segja að næsta skref hljóti að verða það að ríkið dragi sig alfarið út úr verslunarrekstri. Jón Ásbjörnsson, formaður FÍS, segir þennan dag marka tímamót í sögu íslenskrar verslunar. „Þetta er mjög stór dagur enda mikill viðburð- ur að eiga sér stað. Frá og með degin- um í dag mega allir heildsalar sem hafa til þess tilskilin leyfi, flytja inn og dreifa áfengi til veitingahúsa og þeirra verslana sem hafa leyfi til smásölu með áfengi, sem enn sem komið er eru þó einungis verslanir ÁTVR.“ Jón segir það liggjá beint við að næsta skrefið í þessum málum verði að einkaaðilum verði heimilað að reka áfengisverslanir í smásölu og ríkið dragi alfarið sig út úr verslun, þ.m.t. verslun með áfengi, sem og rekstri fríhafnarinnar í Keflavík. „I raun og veru gilda engin önnur lög- mál um verslun með þessa vöru en aðrar verslunarvörur sem þurfa sér- stakrar meðhöndlunar við, og félags- mönnum FÍS er nú þegar treyst fyr- ir, eins og verslun með lyf, sprengi- efni og skotvopn." Óvissa með rekstrarfyrirkomulag ÁTVR veldur mönnum hins vegar nokkrum áhyggjum, að sögn Jóns. Þar sé helst að nefna að skipting kostnaðar á milli söludeildar og að- fangadeildar ÁTVR sé ekki nægilega skýr. „Við höfum vissulega áhyggjur af því að ÁTVR geti með þessum hæffi fært hluta kostnaðar við rekst- ur aðfangadeildarinnar, sem mun sjá um allan innflutning fyrir fyrirtækið, yfir á söludeildina, sem eftir sem áður hefur einkarétt á smásölu áfengis. SÓLON R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, kveðst hafa fullan hug á því að sækja um þá banka- stjórastöðu sem hann hefur gegnt undanfarin 6 ár. Þessi staða hefur nú verið auglýst laus til umsóknar í samræmi við lög frá árinu 1993 um viðskiptabanka og sparisjóði. í lögunum er kveðið á um að bankastjórn ríkisviðskiptabanka skuli vera skipuð þremur bankastjór- um sem skuli eigi ráðnir til lengri Þar má t.d. nefna að svo virðist sem gert sé ráð fyrir því að kostnað- ur við birgðahald færist allur á sölu- deildina sem vissulega getur skekkt nokkuð samkeppnisstöðu aðfanga- deildarinnar gagnvart öðrum heild- sölum.“ Jón segir að stórkaupmenn vilji því að álagning og kostnaðar- skipting ÁTVR verði gerð skýrari L og gagnsærri, þannig að tryggt verði P að samkeppnisstaða sé sem jöfnust á heildsölumarkaðnum. Fyrirkomulagið enn í athugun hjá Eftirlitsstofnun EFTA Birgir Ármannsson, hjá Verslun- arráði, segir að þar fagni menn þess- um niðurstöðum enda hafi Verslun- arráð lengi barist fyrir því að ná p þessum breytingum í gegn. Hann | tekur þó undir með stórkaupmönnum _ og segir að eðlilegra hefði verið að P ÁTVR drægi sig alfarið út úr inn- flutningi og heildverslun með áfengi við þessa breytingu, enda engin rök fyrir því að ríkið sinnti þessum mál- um. Það sé spurning hvort einkafyr- irtækin geti keppt við ÁTVR á jafn- ræðisgrundvelli í ljósi þeirrar einok- unarstöðu sem fyrirtækið haldi að hluta til og hafi byggst upp við und- ^ anfarna áratugi. „Við höfum leitað álits Eftirlits- stofnunar EFTA um hvort þessi ^ reglugerð fái staðist í ljósi þeirra skuldbindinga sem íslenska ríkið hef- ur undirgengist með EES-samningn- um. Niðurstaða í því máli liggur þó ekki enn fyrir,“ segir Birgir. Hann bendir ennfremur á að nokkur ákvæði þeirrar reglugerðar sem móti starfsskilyrði heildsala og framleið- enda valdi áhyggjum. Sérstaklega ^ hafi menn áhyggjur af því að leyfis- gjöld þau sem þar er kveðið á um § geti freistað stjórnmálamanna í | framtíðinni og þó svo að reiknað sé með þolanlegri gjaldtöku nú, kunni það að breytast. tíma en sex ára í senn. „Ég er sá eini hér sem er ráðinn samkvæmt þessari reglu en hún kom ekki inn í Iögin fyrr en árið 1986,“ sagði Sólon í samtali við Morgunblaðið. „Þegar lögunum var breytt árið 1993 var því bætt við að auglýsa skuli opinber- Iega eftir umsóknum um stöðu [1 bankastjóra með hæfitegum fyrir- vara. Það er verið að uppfylla þessa lagaskyldu. Ég mun sækja. um. Von- | andi hef ég möguleika," sagði Sólon. J A i © ~r\ 1 crran f < i Ú v/ • í l 1 ’.j FyllUi út þennan miða ocj þú cjætir fengiö ■ fallegt íslenskt jólatré að gjöf frá Skógræktinni og Skeljungi. ( Dregið veröur 15. desember. Hringt verður í hina heppnu. Staður Hvaða umhverfisátak styrkir Skeljungur? skiiaöu miðanum á Shcllstöö fyrir 11. desembcr. Skógraekt meö Skeljungi Höfðahreppur kaupir meirihluta íHólanesi Skagaströnd. Morgunblaðið. Búnaðarbankinn Sólon sækir um bankasljórastöðu á ný »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.