Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 1
ZSOö 112 SÍÐUR B/C/D 275. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR1. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton vel tekið í sögulegri heimsókn á Norður-írlandi „Skip friðarins“ steyti ekki á skeri hryðjuverka Belfast. Reuter. # Reuter TUGÞUSUNDIR komu saman er Bill Clinton kveikti ljós á jólatré Belfastborgar í gærkvöldi. Hér veifar forsetinn til mannfjöldans. BILL Clinton, forseta Bandaríkj- anna, var vel tekið jafnt meðal kaþ- ólikka sem mótmælenda þegar hann heimsótti Belfast og Londonderry í gær. Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn bandarísks forseta til Norður- írlands og Clinton hvatti íbúa lands- ins til að afstýra því að „skip friðar- ins“ steytti á skeri illdeilna og hermd- arverka. „Þið verðið að taka harða afstöðu gegn hermdarverkum. Þið verðið að segja við þá sem vilja beita ofbeldi í pólitískum tilgangi: „Þið heyrið sög- unni til, ykkar stund er liðin, ofbeldi hefur engan sess við borð lýðræðis- ins“,“ sagði Clinton. Forsetinn fór lofsamlegum orðum um tilraunir breskra og írskra stjórn- valda til að koma hinum stríðandi fylkingum að samningaborði eftir 15 mánaða vopnahlé og 25 ára átök sem kostuðu um 3.200 manns lífið. Hann forðaðist hins vegar að taka afstöðu í deilunni um afvopnun írska lýðveld- ishersins (IRA), sem Bretar setja sem skilyrði fyrir aðild Sinn Fein, stjórn- máiaarms samtakanna, að samn- ingaviðræðum um framtíð Norður- írlands. Mesta fjölmenni sem sést hefur á götum Belfast og Londonderry í ára- tugi fagnaði bandaríska forsetanum. Þúsundir barna og fullorðinna héldu á fánum Bandaríkjanna, Bretlands og írlands. Clinton gagnrýndi hryðjuverk af hálfu IRA, sem berst gegn yfirráðum Breta, og herskárra andstæðinga IRA úr röðum mótmælenda. „Þið sem eruð í miklum meirihluta - jafnt mótmælendur sem kaþólikkar - verðið að hindra að skip friðarins steyti á skeri gamalla venja og ill- deilna,“ sagði hann í ræðu í Belfast. „Það að taka þátt í hreinskilnum viðræðum er ekki til marks um upp- gjöf, heldur um styrk og heilbrigða skynsemi." „Kraftaverk“ í þágu friðar Clinton gætti þess að gera ekki upp á milli kaþólikka og mótmæl- enda. Hann heilsaði Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, á götu í Belfast og einnig Peter Robinson, einum af leiðtogum mótmælenda. Forsetinn gekk einnig að „friðar- línunni" í Belfast, járngirðingu sem skildi að kaþólikka og mótmælendur þegar átökin milli þeirra náðu há- marki. Clinton heilsaði einnig tveimur börnum, átta ára kaþólskri stúlku, sem missti föður sinn í átökunum, og tíu ára dreng úr röðum mótmæl- enda, sem sagðist hafa gaman af að leika knattspyrnu við kaþólska vini sína. Börnin tókust í hendur með óskum um að friðurinn varaði að eilífu og Clinton sagði handtakið táknrænt fyrir „kraftaverkið" sem Norður-Irar hefðu gert í þágu frið- arins. í gærkvöldi kveikti Clinton ljósin á jólatré í Belfast en það var gjöf frá íbúum Nashville i Tennessee, sem er vinaborg Belfast í Bandaríkjunum. Fimmtíu þúsund manns fylgdust með þegar ljósin voru kveikt á trénu á aðaltorgi borgarinnar og hafa sjaldan fleiri komið saman í einu á Norður- Irlandi. 17 falla í árás á Kabúl Kabúl. Reuter. SAUTJÁN manns, að minnsta kosti, biðu bana og 26 slösuðust í flugskeytaárás á Kabúl í gær. Talið er að þar hafi Taleban-skæruliðar verið að verki. Flaugarnar lentu á og við útimarkað í miðborginni þar sem fjöldi manns var samankominn. Árásin er talin vera liður í til- raunum Taleban til að sækja aftur nær Kabúl en í fyrradag lutu þeir í lægra haldi fyrir stjórnarhernum og hröktust 20 kílómetra til baka við víglínuna suðaustur af borginni. Að öðru leyti var hljótt á víg- stöðvunum við Kabúl í gær. Á sunnudag biðu a.m.k. 39 manns bana og 140 særðust í loftárás á borgina og kenndi stjórnin Taleban- skæruliðum um árásina. ------». ♦ »----- Ekki sam- komulag Brussel. Reuter. FASTAFULLTRÚUM aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins tókst ekki að ná samkomulagi um að senda 2.600 manna herlið til Bosníu og Króatíu til að undirbúa komu 60 þúsund manna liðs er sent verður að lokinni undirritun friðarsam- komulags. Heimildir innan bandalagsins herma að fastafulltrúarnir muni hittast á ný í dag og reyna að ná samkomulagi. Ekki mun vera efnis- legur ágreiningur um málið heldur snerist deilan um orðalag. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í gær að hann myndi styðja áætlun Bills Clintons forseta um að senda bandaríska hermenn til Bosníu. Átökí Nablus ÁTJÁN Palestínumenn særðust í átökum við ísraelska hermenn í borginni Nablus á Vesturbakk- anum í gær. Sex ár voru í gær liðin frá því að ísraelskir hermenn felldu fjóra leiðtoga Svörtu pard- usdýranna, herskárrar fylkingar innan Fatah-hreyfingarinnar, í Nablus og var mikið um mótmæli í borginni af því tilefni og her- menn grýttir. Palestínumenn eiga nú að taka við stjórn Nablus en Israelar frestuðu afhendingunni í gær um einn dag eftir að félag- ar í Svörtu pardusdýrunum rændu tveimur hermönnum og héldu þeim í skamman tíma í borginni Jcnin, en þar tóku Pal- estínumenn nýlega við völdum. Þá særðust tveir ísraelskir her- menn er skotið var á bifreið þeirra í grennd við Jenin. Á mynd- inni má sjá hermenn yfibuga Pal- estínumann í Nablus. Reuter Samstarfið eflt og treyst Brussel. Reuter. BANDARÍKIN og Evrópusamband- ið undirrita í Madrid á sunnudag viðamikinn samning um framtíðar- samstarf ríkjanna. Nær samkomu- lagið meðal annars til samstarfs á sviði viðskiptá, öryggismála, mann- réttinda, mannúðaraðstoðar og heil- brigðismála. Unnið hefur verið að samkomu- laginu undir forystu Bandaríkja- stjórnar og ríkisstjórnar Spánar, en Spánverjar eru nú í forystu ráðherraráðs ESB, og framkvæmda- stjórnar sambandsins. Það verður undirritað af Bill Clinton Banda- ríkjaforseta, Felipe Gonzalez, for- sætisráðherra Spánar, og Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórn- ar ESB. „Hér er um að ræða jafnt framtíð- arsýn sem aðgerðir og þessi blanda af sýn og aðgerðum er mjög áhrifa- mikil,“ sagði Leon Brittan á blaða- mannafundi í gær en hann er sá fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar sem hvað mest hefur starfað að málinu. „Við verðum að vinna saman og saman munum við vinna að betri heimi,“ bætti hann við. ESB og Bandaríkin hyggjast vinna saman til að tryggja frið og lýðræði í heiminum, beijast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, eitur- lyfjasmygli, flóttamannavandamál- um, umhverfismengun og útbreiðslu sjúkdóma á borð við malaríu, alnæmi og Ebola.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.