Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 36

Morgunblaðið - 01.12.1995, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Aðventusöfnun Caritas Island til styrktar misþroska og ofvirkum börnum UM ÞESSI jól eins og svo oft áður leitar hugurinn til þeirra sem eiga við erfíðleika að stríða. Undan- farnar vikur hefur skuggi hvílt yfír þjóðinni vegna þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Flat- eyri. Viðbrögð landsmanna eru fag- ur vitnisburður um þá djúpu sam- kennd og samúð sem þeir hafa sýnt fjölskyldunum á Flateyri sem eiga um svo sárt að binda. Helstu mann- kostir þjóðarinnar koma í ljós og landsmenn hafa gert allt í þeirra valdi til að lina sársaukann, sefa sorgina og hjálpa. En tíminn nemur ekki staðar heldur er það einn kost- ur okkar að halda áfram. Þrátt fyrir velferð þegar á heild- ina er litið, þarf ekki að leita langt yfír skammt að finna hjálparþurf- endur sem þarfnast skilnings og umhyggju mitt í velferðinni. Fátt snertir íjölskylduna meira en þegar eitthvað er að börnunum. Lífs- munstur þessa fólks gerbreytist. Oft eru fatlanir augljósar en í öðrum tilfellum eru þær ekki jafnsýnileg- ar. Þessar fjölskyldur búa við mikið álag því það þarf stöðugt að vernda börnin fyrir umhverfinu. Ein af þessum duldu fötlunum barna er misþroski og ofvirkni. Fáfræði og fordómar fylgja þessum hópi barna. Oft fara þessi börn á mis við eðlilegt fjölskyldulíf og skólagöngu, einangrast í samskipt- um við önnur börn í leik og starfi. Þau lenda jafnvel í félagsskap götu- unglinga eins og algengt er. Því er svo farið að sá félagsskapur er betri en enginn. Oftast hrök- klast þessi börn úr skóla sökum skorts á einbeitingu og einelti. Mjög há skilnaðartíðni er hjá foreldrum mis- þroska og ofvirkra barna. Oftast er það heimilisfaðirinn sem fer að heiman, systkini fara að haga sér öðru- vísi en áður, vinir og félagar draga sig í hlé. Misþroski birtist í hreyfítruflunum, hvat- vísi og athyglisbresti. Þroskamunstrið er gloppótt og götótt. Vissulega eru þessi einkenni misalvarleg og mismun- andi hversu þungt þau leggjast á barnið og fjölskyldu þess. I grein eftir Pál Magnússon sálfræðing segir: „Ofvirkum börnum er hætt- ara við því en öðrum að þróa með sér hegðunar- og tilfínningavand- kvæði sem þá bætast ofan á of- virknina ... Hegðunin verður æ meira mótþróafull og ögrandi. Of- virka bamið brýtur reglur og fyrir- mæli vegna þess að athyglin hvarfl- ar að öðru og barnið gleymir sér, en barn sem á við hegðunarvand- kvæði að stríða brýtur boð og bönn fremur af ásetningi. Rannsóknir benda til að á unglingsárunum eigi allt að 40% ofvirkra og misþroska við alvarleg hegðunarvandamál að stríða. Á fullorðinsárunum er há tíðni andfélagslegrar hegðunar og fíkniefnanotkunar í þeim hópi ofvirkra sem hafa þróað með sér al- varleg hegðunarvand- kvæði á unglingsá- rum.“ Til þess að lesendur átti sig betur á vandan- um er hér gefin lýsing móður með misþroska dreng. „Drengurinn varð fljótlega mjög erfiður. Fyrstu þtjá mánuðina grét hann frá því á hádegi og langt fram á kvöld, að ástæðu- lausu. Fljótlega fór að bera á árásargimi og æðisköstum. Hann greindist síðan misþroska og með sjúkdóm sem veldur ósjálfráðum hreyfikippum. Þetta varð þó ekki verulegt vanda- mál fyrr en hann fór í skóla. Hann var algerlega ófær um að vinna eftir settum reglum og átti mjög erfitt með að taka tillit til annarra. Móðirin segir þó son sinn hafa ver- ið mjög heppinn því hann hafði sama kennarann í sex ár. Hún seg- ir að kennarinn hafi tekið virkan þátt í meðferðinni hjá skólasálfræð- ingum og stutt ijölskylduna með ráðum og dáð. Þegar drengurinn var þrettán ára gamall byijaði hann í neyslu. Móðurina grunaði að henn væri í einhvers konar vímu og spurði hann, en hann þvertók fyrir það. Hann sagði henni frá vinum sínum sem væru farnir að prófa Sigríður Ingvarsdóttir Sunnudagnrinn 3. desember er söfnunar- dagnr Caritas á íslandi. Sigríður Ingvarsdótt- ir hvetur fólk til stuðn- ings við misþroska og ofvirk börn. ýmislegt og fullvissaði hana um að hann væri sá eini í hópnum sem . væri alsaklaus. Hún trúði honum, því hún fann enga lykt af honum. Það leið ekki á löngu fyrr en hún gerði sér grein fyrir að hann var orðinn langt leiddur í eiturlyfja- neyslu. Drengurinn hætti í skóla án þess að ljúka grunnskólanámi. Hann lenti í slagtogi með eldri drengjum og fór að taka þátt í inn- brotum. Hann var lítið heima og fór og kom eins og honum hentaði, jafnvel í nokkra daga. Hann bvrjaði að ógna fjölskyldunni og lét greipar sópa til að fjármagna neysluna. í tvígang var farið með hann á spít- ala vegna ofneyslu þar sem tvísýnt var um líf hans. Þegar hér var kom- ið voru foreldrarnir á barmi örvænt- ingar. Heimilislífið snerist um drenginn og reynt var að gera allt til að halda honum heima. Vöku- næturnar voru orðnar óteljandi og hjónabandið óbærilegt sem endaði með því að eiginmaðurinn yfirgaf íjölskylduna. Löngunin hjá móður- inni til að rækta samband við vini dvínaði. Ótal kvöldum og nóttum var varið til að leita að drengnum. Farið var á spítala, til lögreglunnar og á alla staði sem von var að drengurinn væri. Stundum með ár- angri en oft án árangurs. Drengur- inn er búinn að fara þrisvar sinnum á Tinda og tvisvar á Vog. Fyrir nokkrum mánuðum síðan kom hann úr fangelsi og hafði setið af sér dóm fyrir ofbeldisverk sem hann framdi í vímu. Hann hafði drukkið landa með sveppum. Mæðginin eru afar háð hvort öðru. Rannsóknir hafa leitt í ljós að drengurinn er blíðlynd- ur en kvíðinn. Hann gerir sér vel grein fyrir ástandi sínu, vill ekki vera svona, en ræður ekki við sig. Hann hefur margsinnis spurt móður sína hvort hann geti ekki gengist undir heilaskurðaðgerð." Á þeirri aðventu sem nú fer í hönd hefur Caritas ísland ákveðið að veija hinni árlegu fjársöfnun í þágu misþroska og ofvirkra barna. Caritas ísland þakkar öllum þeim listamönnum sem gáfu vinnu sína á tónleikunum í Kristskirkju 19. nóv. sl. til styrktar þessu málefni. Fjármagn til fræðslu og rann- sókna er af skornum skammti hér á landi. Það er kostnaðarsamt að halda uppi vörnum fyrir þessi börn með fræðslu, hlúa að fjölskyldum þessa hóps barna og fyrirbyggja að fjölskyldurnar lendi á blindgöt- um. Það er því ósk Caritas ísland að söfnunarfénu verði varið til að stuðla að fræðslu og rannsóknum í þágu misþroska og ofvirkra barna. Við sem eigum forsjóninni skuld að gjalda fyrir farsælt í lífinu meg- um og eigum að greiða afborganir að þeirri skuld til menningar- og mannúðarmála. Málefni sem þetta er því kjörinn farvegur slíkra skuldaskila á þessari aðventuhátíð. „Því meðan til er böl, sem bætt þú gast og barist var, á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna.“ (Tómas Guðmundsson.) Með þessum orðum árnar Caritas Island ykkur öllum ánægjulegrar aðventuhátíðar og gleðilegra jóla. Caritas sunnudagurinn verður sunnudaginn 3. desember nk. og fer söfnunin fram í öllum kaþólsk- um kirkjum landsins. Til að styðja þetta málefni er hægt að greiða inn á póstgíróreikn- ing Caritas ísland 0900-196002 eða inn á reikning Caritas í íslands- banka nr. 513-14-220134. Höfundur er fuiltrúi Sotheby’s á Isiandi og formaður Caritas ísland. 1. desember, alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi í DAG, 1. desember, minnumst við íslend- ingar þess, að fyrir 77 árum urðum við full- valda ríki. Við gleðj- umst yfir þeim árangri sem sjálfstæðisbarátta forfeðra okkar bar og hugsum til þeirra með virðingu. Færri vita e.t.v. að í dag er einnig minnst annarrar baráttu. Bar- áttu sem er háð um all- an heim og varðar líf milljóna manna og kvenna. Þetta er barátt- an gegn alnæmi, en 1. desember var fyrir all- mörgum árum valinn alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi (World AIDS Day). Á þeim árum sem liðin eru síðan alnæmi var skilgreint sem sjúk- dómur með orsök og einkenni hafa læknavísindin stöðugt leitað leiða til að vinna bug á þessum vá- gesti. Þótt lækning á alnæmi virð- ist ennþá ekki innan sjónmáls hef- ur ýmislegt áunnist og við heyrum að vonir séu bundnar við að tak- ast muni að ná langtíma áhrifum í að halda veirunni í skefjun og bæta og lengja líf þeirra sem eru HlV-jákvæðir. Hins vegar hefur baráttan fyrir bættri andlegri líðan og andlegum stuðningi við þá sem lifa í skugga alnæmis hlotið litla um^öllun og er þó ekki síður brýn. Hún er svo brýn af því að sjúk- dómurinn alnæmi hefur mætt ótta og fordómum sem hafa tvöfaldað byrði allra þeirra sem lifa í návígi við hann. Tengsl hans við kyn- líf og samkynhneigð voru tilvalin til að næra tvöfalt siðgæði og kalla á viðbrögð sem einkenndust af vanþekkingu og hræðslu og hjúpuðu hana þagnar- og skammarhulu, sem erfitt hefur reynst að aflétta, þrátt fyrir alla fræðslu. Þennan stimpil sektar og dóms, sem alnæmi hefur fengið á sig, má að miklu leyti rekja til hugmynda um samkynhneigð, sem eru kenndar við kristni og sóttar í lögmál Móse og túlkun á orðum Páls postula. Það er eins og það vilji gleymast, að hvergi er hægt að rekja nokkra slíka fordæmingu til orða hans, sem við kennum trú okkar við, hans sem er Jesú Kristur. Þáttur kristinnar trúar og krist- innar kirkju varðandi alnæmi hef- ur því orðið mjög tvíbentur: Ann- ars vegar er kirkjan skrifuð fyrir þeim viðhorfum til samkynhneigð- ar sem hafa átt sinn þátt í að sjúk- dómurinn hefur fengið þessa brennimerkingu, og hins vegar er hjá henni og í boðskap hennar að fínna þá hugsvölun og huggun, sem getur verið smyrsli á sár þess manns, sem á um sárt að binda vegna alnæmis. Það smyrsli sem Þarfir þeirra sem líða í skugga alnæmis eru brýnar. Kristur þjáist í þeim sem þjást vegna alnæmis, segir Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Að ganga fram hjá þeim sem þjást er að ganga fram hjá Kristi. boðskapur Krists um kærleika Guðs er. Einkunnarorð alþjóðlega baráttudagsins gegn alnæmi árið 1995 eru: Sameiginlegur réttur, sameiginleg ábyrgð. Þessi orð undirstrika að alæmi kemur öllum við, hver sem við erum, hvar sem við erum. Gleym- um því ekki, við sem köllum okkur kristið fólk, að hin eiginlega kirkja Krists erum við sjálf og að það er á okkar ábyrgð að hún sé heil: Hún er ekki heil ef einhver líður og honum er ekki komið til hjálpar. Enginn hefur sýnt þessa ábyrgð betur í verki en Jesús Kristur sjálf- ur. Hnan lét sér ekki nægja ein- hverja almennt orðaða yfírlýsingu eða ályktanir. Hann kom til þess fólks, sem Iögmálið og erfikenn- ingar gyðinga höfðu nánast útskúfað, fólks sem upplifði að það væri óvelkomið í samfélagi trú- aðra. Hann snæddi með toll- heimtumönnunum og hikaði ekki við að eiga samneyti við þá sem taldir voru bersyndugir eða hjálpa þeim sem minna máttu sín. Auð- vitað hlaut hann bágt fyrir, var kallaður lögmálsbijótur og guðl- astari og atyrtur harðlega af þeim sem af hjartans sannfæringu töldu sig túlkendur fyrir vilja Guðs. En Kristur fór sínu fram og sagði jafnvel við þetta fólk, sem taldi sig Guði svo sérstaklega þóknan- legt: Listavel gerið þér að engu boð Guðs, svo þér getið rækt erfi- kenningu yðar. Mark. 7:9. Kristur var hinn sami þá og hann er í dag og mun verða um eilífð, það eru góð tíðindi, það er fagnaðarerindið. Það er hins vegar öllu verra hvað við mennirnir höf- um lítið breyst. Eða getur maður, sem telur sig kristinn, slitið úr samhengi ein- hvern hluta úr lögmáli Móse og notað hann sem dómsorð á náunga sinn? Kemur hann þá ekki fram sem túlkandi lögmálsins fremur en kristinn maður, með kærleik- ann að leiðarljósi? Kristur segir sjálfur, að alls staðar þar sem lögmálið og kær- leikur Guðs til mannsins skarist, skuli kærleikurinn vera æðri og lögmálið víkja. Kærleikurinn á sér dýptir og víddir sem ganga þvert á alla ramma, sem við menn reynum að setja hann í. Það voru slíkir ramm- ar sem Jesús sprengdi er hann flutti hinn nýja boðskap sinn, sem fólk brást svo hart við. Það brást svo hart við af því að það skildi hann ekki, hann var nýr og öðru- vísi og þar með ógnvekjandi í aug- um margra. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir Slíkur kærleikur ógnaði skil- geinandi takmörkunum þá, hefur löngum gert og gerir enn. Hversu lengi hafa menn í hinum vestræna heimi ekki talið að litað fólk væri hvítu óæðra, að konur skyldu hafa minni rétt en karlar og að örvhent- ir og samkynhneigðir væru ekki eins og þeir ættu að vera og notað hlutfall fleiri og færri eða ein- hveija aðra mannanna mæli- kvarða til viðmiðunar. Orð Guðs í ritningunum segir að Guð elski allt sem hann hefur skapað og að ekkert geti gert okkur viðskila við kærleika hans. Orð hans segir að þetta eigi við um okkur öll. Það segir að við mætum Kristi í náunga okkar og að það, að þjóna náunganum, sé það sama og að þjóna Kristi. Þarfir þeirra sem líða í skugga alnæmis eru brýnar. Kristur þjáist í þeim sem þjást vegna alnæmis. Að ganga fram hjá þeim sem þjást, er að ganga fram hjá Kristi. Að telja sjálfan sig óhultan og þess umkominn að dæma' aðra menn er að hunsa allt sem Kristur kenndi. Nýlega birtist í Morgunblaðinu mjög góð grein eftir séra Bjarna Karlsson, þar sem hann kemur inn á mikilvægi þess að tala fremur saman, en um hvert annað og þá sjálfsögðu virðingu sem okkur ber að sýna aðstæðum og tilfinningum hver annars. Það er mikilvægt að við lærum að tala saman. Það sem ekki er talað um, heldur áfram að vera óþekkt og ógnvekjandi. Fordóm- arnir, óttinn og skömmin nærast best á þögninni. Áðeins með því að íjúfa þögnina um alnæmi get- um við svipt það ógn fordómanna. Það er sameiginlegur réttur okkar allra, að þögnin sé rofin, það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að svo verði. Höíundur er gudfrædingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.