Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 35 Hitaveitan og lágt orkuverð Nú eru liðin 5 ár síðan hið glæsi- lega varmaorkuver á Nesjavöllum var tekið í notkun. Rekstur þess hefur gengið mjög vel eftir að kom- ist var fyrir byijunarvandamál sem ollu útfellingu í dreifikerfi hitaveit- unnar. Hitaveitan hefur reynst Reykvík- ingum sem hin besta gullnáma. Notendur veitunnar greiða mjög lágt orkuverð eða um 0,80 kr. á hveija kílówattstund (kr/kWst) auk um 5.600 króna árlegs fastagjalds. Þarna er ekki reiknuð með sú orka, sem felst í bakrásarvatninu, sem fjölmargir nota til snjóbræðslu á gangstígum og bílastæðum; hún fæst ókeypis meðan notast er við minna en 30° C heitt bakrásarvatn. Til samanburðar má nefna að raf- orkunotendur í Reykjavík greiða 5,72 krónur á kílówattstund fyrir almennt heimilisrafmagn fyrir utan virðisaukaskatt auk um 2.500 króna fastagjalds á ári. Að auki greiðir Hitaveitan um 800 milljónir króna á þessu ári sem arð eða skatt til borg- arsjóðs eftir því hvaða nafngift menn kjósa að gefa þessari greiðslu og skuldir fyrirtækisins eru óverulegar. Sambærileg greiðsla Rafmagnsveit- unnar til borgarsjóðs nemur á þessu ári tæpum 600 milljónum. Þetta lága orkuverð hitaveitunnar er afrakstur af hagstæðum náttúru- legum aðstæðum en ekki síður ein- stæðri íslenskri tækni, sem þakka má áratuga rannsóknum íslenskra vísinda- og tæknimanna. Ekki má heldur gleyma hlut þeirra stjórn- málamanna sem af framsýni hafa stuðlað að því að fé hefur verið var- ið til rannsókna og uppbyggingar í orkuiðnaði landsmanna. Hitaveitur landsins eru trúlega bestu dæmin um hvernig fé, sem varið hefur ver- ið til rannsókna, hefur skilað sér til baka í gríðarlegum þjóðhagslegum ávinningi. Raforkuframleiðsla á Nesjavöllum Jarðhitasvæðið á Nesjavöllum er háhitasvæði, hitinn á vatninu, sem upp kemur um borholur hitaveitunn- ar, er allt að 340° C. Svo heitt vatn er ekki bara nothæft í hitaveitu held- ur er það einnig kjörið til raforku- framleiðslu. Nú þegar væri hægt að framleiða umtalsvert rafmagn á Nesjavöllum með tiltölulega litlum kostnaði. Reynslan sýnir að þegar háhitasvæði eru í senn nýtt til raf- orkuframleiðslu og til hitaveitu fæst góð nýting á orkunni, sem tekin er úr iðrum jarðar, og lágt orkuverð. Fram til þessa hefur nær engin raforkuframleiðsla farið fram á Nesjavöllum. Skýringin er sú, að frá því Blönduvirkjun var tekin í notkun hefur verið til mikil umframorka í raforkukerfi landsinanna. Því hefur ÞAÐ ER háskólastúdentum til sóma að halda fullveldisdaginn há- tíðlegan og hvetja þjóðina til þess að minnast hans. Þegar Þjóðarbók- hlaðan var vígð 1. desember í fyrra, efndu þeir til þjóðarátaks til styrktar því starfi, sem þar fer fram. Það hefur borið stórkostlegan ávöxt. Og nú í dag beita þeir sér fyrir stofnun félags velunnara Háskóla íslands til þess að efla hann. Hvers vegna er það ekki aðeins gagnlegt, heldur nauðsynlegt? Heimurinn héfur verið að breytast á undanförum áratugum. Og hann mun breytast enn meir og enn örar á næstu áratugum. Auðvitað snerta þessar breytingar okkur íslendinga. Það er nauðsynlegt, að við tökum þátt í þeim og bregðumst við þeim rneð skynsamlegum hætti. Nýtt þjóðfélag mótast af hátækni, hugbúnaði, ótrúlega fullkomnum fjarskiptum, víðtækum upplýsingum um allt og alla. Þessi þróun grundvallast á vísindum, rannsóknum. Hráefni og náttúruauð- lindir eru ekki lengur verðmætustu eignir veraldar. Dýrmætasti íjársjóðurinn er maður- inn sjálfur og hugvit hans. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind- in. Framfarir byggjast fyrst og fremst á nýrri þekkingu og hagnýt- ingu hennar. Miðstöðv- ar þekkingarleitar eru í háskólum og á rann- sóknarstöðvum. Þess vegna eru há- skólar og rannsóknarstöðvar mikil- vægustu stofnanir nýja þjóðfélagsins. Háskóli íslands verður að taka þátt í þeirri leit að nýjum sannindum, sem verða undirstaða framfara nýs tíma. Það er hlutverk hins nýja félags hollvina Háskól- ans að auðvelda honum það. Þess vegna á félag- ið stuðning allra góðra Islendinga skilinn. En vísindin eiga ekki aðeins að hafa það hlut- verk að auka auðlegð og bæta kjör. Jónas Hallgrímsson sagði: „Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, vilj- ann hvessa." Á þessi orð er minnt skýrum stöfum í anddyri aðalbyggingar Háskól- ans. Jónas Hallgrímsson skildi, að vísindin eru ekki aðeins undirstaða vaxandi velmegunar, ekki aðeins hagsældar, heldur einnig farsældar. Mannssálin og fegurðin mega ekki glatast í ölduróti auðlegð- ar og þekkingar. Líkur benda til að með raforkuframleiðslu á Nesjavöllum megi lækka raforkukostnað Reykvíkinga um 700- 1.000 milljónir króna á ári, segir Olafur G. Flóvenz. Það munar um minna. þegar þá stefnu að hefja raforku- framleiðslu á Nesjavöllum á alnæstu árum. Það mun draga verulega úr þörf Landsvirkjunar fyrir nýfjárfest- ingar og raforkuverð til Reykvíkinga gæti lækkað. Ég hvet borgaryfirvöld í Reykja- vík eindregið til að huga vel að þessu máli og stefna að raforkuframieiðslu á Nesjavöllum með það fyrir augum að lækka raforkukostnað borgarbúa um allt að 1 milljarð á ári. Það munar um minna. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. í grannríkjum sitja ráð- herrar ekki á þingi, seg- ir Siv Friðleifsdóttir, heldur hafa þeir þar málfrelsi en ekki atkvæðisrétt. mönnum yrði ekki fækkað. Það er því rétt að skoða hvort ekki beri að fækka þingmönnum um 8-10, t.d. með því að fækka um einn þing- mann í hveiju kjördæmi. Þingmenn voru um 50 um og eftir miðbik aldarinnar. Þeim hefur síðan nokkrum sinnum verið fjölgað í tengslum við breytingar á kosn- ingalöggjöfinni, þar sem megin- markmiðið hefur verið að leiðrétta misjafnt vægi atkvæða eftir kjör- dæmum. Þingmönnum hefur ekki verið fjölgað vegna aukinna um- svifa í lagasetningu þingsins. Hér á landi er einn þingmaður á hveija 4.238 íbúa. Það er mat mitt að þótt þingmönnum yrði fækkað um 8-10 myndi slík aðgerð ekki hafa teljandi áhrif á þingstörfin. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokks úr Reykjaneskjör- dæmi. Vísindin eru undirstaða hagsældar og farsæld- ar. Gylfi Þ. Gíslason skrifar um nýtt félag hollvina Háskóla íslands. Háskóli íslands, aðrir íslenzkir háskólar, háskólar allra landa eiga að vera musteri þess mannvits og þeirrar þekkingar, sem er aflgjafi allra framfara. Og háskólarnir eiga einnig að vera boðberar þess kær- leika, þeirrar góðvildar og þeirrar réttsýni, sem er undirstaða fagurs mannlífs. Höfundur er fyrrv. prófessor. Bílamarkaöurinn Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-18. Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Plamouth Grand Voyager LE 3,3 L 4x4 ’92, ek. 57 þ. km., 7 manna líknarbelgur, ABS og rafm. í öllu. Gullfallegur. V. 2.400 þús. V.W Vento GL ’93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græns- ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '91, grár, 5 g., ek. 86 þ. km. V. 1.030 þús. Renault Laguna RT 2000 '95, grásans., sjálfsk., ek. aðeins 7 þ. km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. Sem nýr. V. 1.690 þús. Ford Bronco XLT '88, rauður, 5 g., ek. aðeins 76 þ. km. Óvenju gott eintak. V. 980 þús. Mazda 323 GLX 4x4 station '91, 5 g., ek. aðeins 48 þ. km. V. 930 þús. Toyota Corolla XL 3ja dyra '88, blár, 4 g., ek. 85 þ. km. V. 450 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, 5 g., ek. 54 þ. km. V. 1.050 þús. Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til- boðsv. 1.980 þús. Nissan Primera 2.0 SLX '92, 5 dyra, grás- ans., 5 g., ek. 61 þ. km., rafm. í ruðum o.fl. V. 1.160 þús. Subaru 1800 Coupé 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 93 þ. km. V. 630 þús. Nissan Patrol GR diesel '94, hvítur, 5 g., ek. 30 þ. km., 33" dekk (2 dekkjagangar), álfelgur o.fl. V. 3.350 þús. Honda Civic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Double Cap diesel m/ húsi '90, 5 g., ek. 98 þ. km., mikið breyttur. V. 1.700 þús. Hyundai Elantra GT ?95, sjálfsk., rauður, ek. aðeins 5 þ. km., álfelgur, spoiler. V. 1.390 þús. Toyota Corolla XLi 1600 '93, rauður, ek. 45 þ. km., 5 g. V. 960 þús. MMC Lancer hlaðbakur GLX '91, brúnn, 5 g., ek. 75 þ. km. V. 790 þús. Honda Civic GL '88, rauður, sjálfsk., ek. 103 þ. km., fallegur bíll. V. 490 þús. MMC Galant GLSi 4x4 ’90, 5 g., ek. 130 þ. km. (vól nýyfirfarin, tímareim o.fl.). V. 1.090 þús. Sk. ód. Ath.: Mikil eftirspurn eftir árg. ’92-'96. Vantar slíka bíla á skrá og á staðinn. Nýr bill 'Ronault Saframo 2.2 Vi '94, steingrár, sjálfsk., ek. aðeins 1.600 þ. km., rafm. í öllu, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.650 þús. Renault Cllo RN 5 dyra '91, rauður, S g., ek. 60 þ.km., rafm. i rúðum, fjarst. læsing- ar o.fl. V. 620 þús. Sk. ód. Hyundal Pony LS '94, 4ra dyra, 5 g„ ek. 16 þ. km. V. 780 þús. MMC L-300 Minibus '88, grésans., 5 g., ek. 120 þ. km„ vél yfirfarin (timareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. MMC Pajero V-6 (3000) '92, vinrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn með öllu. V. 2.690 þús. Chevrolet Blazer S-10 '86, svartur, 6 cyl., sjálfsk., vél nýuppt., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. 850 þús. Toyota 4Runner V-6 '90, svartur, sjálfsk., ek. 92 þ. km. V. 1.900 þús. Hyundai Pony LS '94, 5 g„ ek. 45 þ. km. V. 780 þús. MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lækka má raforkuverð Reykvík- inga með virkjun á Nesjavöllum Hitaveitan getað fengið raforku á mjög lágu verði til eigin nota á Nesjavöllum. Hefði Reykjavíkurborg hafíð framleiðslu á ódýrri raf- orku á Nesjavöllum meðan ofgnótt af orku var til í orkuverum Landsvirkjunar hefði það aukið á rekstrar- vanda Landsvirkjunar. En nú hafa veður skip- ast í lofti. Samningar um stækkun álversins í Straumsvík hafa gjör- breytt stöðunni í raf- orkumálum lands- manna, í stað ofgnóttar af raforku þarf nú að hyggja að framkvæmdum til að auka raforku- framleiðslu í landinu. Þetta gefur Reykvíkingum tilefni til að meta stöðu sína upp á nýtt. Raforkunotkun Reykjavíkur Árlega kaupir Rafmagnsveita Reykjavíkur um 660 GWst (gíga- wattstundir) af raforku frá Lands- virkjun og greiðir fyrir rúmlega 1.940 milljónir króna, eða u.þ.b. 3,0 kr/kWst. Talið hefur verið að fram- leiðsluverð raforku á Nesjavöllum gæti orðið allt niður í 60 aur- Ólafur G. Flóvenz ar/kWst. Við þá tölu má bæta flutnings- kostnaði til Reykjavík- ur, sem tæplega vegur mjög þungt. Með var- kárni má telja að yfir- gnæfandi líkur séu til að raforkuverðið frá Nesjavöllum yrði ekki hærra 1,00-1,50 kr/kWst. Talið er að auðveldlega megi framleiða um 500 GWst af raforku á ári í Nesjavallavirkjun. Verði það gert, geta sparast . árlega um 700-1.000 milljónir króna hjá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur. Þennan sparnað mætti nota til að lækka raforkuverð til notenda á veitusvæði Rafmagns- veitunnar og bæta þannig hag heim- ila og atvinnurekstrar í borginni eða nota ávinninginn til að hamla gegn aukinni skuldasöfnun borgarsjóðs. Hvort tveggja bætir hag íbúa Reykjavíkur. Landsvirkjun stendur væntanlega frammi fyrir því að fara í fjárfrekar framkvæmdir til að tryggja lands- mönnum næga orku eftir að álverið hefur verið stækkað. Því er nauðsyn- legt að Reykjavíkurborg móti sér Ráðherraræði ÍSLENDINGAR búa ekki við þá þrískiptingu valds sem nauðsynleg er. Ráðherrar, fulltrúar framkvæmdavaldsins, eru einnig þingmenn, fulltrúar löggjafarvalds- ins, og sitja þannig báð- um megin borðs. Sökum þessa flutti undirrituð nýlega frumvarp á Al- þingi um að ráðherrar megi ekki eiga sæti á Alþingi þann tíma er þeir gegna ráðherra- dómi. í nágrannaríkjum okkar, s.s. í Noregi og Svíþjóð, mega ráðherrar ekki sitja á þingi og hafa því ekki atkvæðis- rétt þar. Ráðherrar hafa samt sem áður heimild til að mæla fyrir stjórnarfrumvörpum og taka þátt í umræðum. Ef ráðherra í þessum ríkjum segir af sér embætti er hann aftur orðinn að óbreyttum þing- manni eins og hann var kosinn til. Það að ráðherrar eru einnig þing- menn veikir þingræðið. Sem dæmi má taka þingflokk alþýðuflokks- manna á síðasta kjörtímabili. Af tíu þingmönnum hans voru fimm ráð- herrar. Það er því augljóst að ráð- Siv Friðleifsdóttir herraræðið í slíkum þingflokki var nær aigert. Einnig má benda á núverandi þingflokk fram- sóknarmanna, sem í eru 15 þingmenn. Ef ná á umdeildum stjórnarfrumvörpum í gegnum þingflokk- inn með atkvæða- greiðslu þarf meiri- hlutinn eða átta þingmenn að vera frumvarpinu fylgj- andi. Þar sem líklegt er að ráðherrarnir fimm samþykki stjórnarfrumvarpið, vantar einungis þrjá almenna þingmenn til viðbótar til að málið náist í gegn. Ráðherra- ræðið er því einnig sterkt í þing- flokki sem er samsettur eins og hér er lýst. Taka ber fram að ekki hef- ur þurft að koma til slíkrar at- kvæðagreiðslu í þingflokki mínum frá myndun síðustu ríkisstjórnar. Ef ráðherrarnir tíu færu af þingi og varamenn þeirra tækju sæti þar myndi störfum í stjórnsýslunni fjölga um tíu að öllu óbreyttu. Af þessu hlytist a.m.k. 40-50 milljóna króna aukakostnaður á ári ef þing- „Yísindin efla alla dáð“ Gylfi Þ. Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.