Morgunblaðið - 01.12.1995, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 3S
Jllrogntiitöifeife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRIÐ ARFRAML AG
BANDARÍKJANNA
BILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera
heimsókn til Norður-írlands, fyrstur starfandi for-
seta Bandaríkjanna. Það fer ekki milli mála að Banda-
ríkjastjórn átti mikinn þátt í því að samkomulag náðist
fyrr í vikunni um að hefja friðarviðræður um Norður-
írland á ný.
Framlag Clintons og Bandaríkjastjórnar réð einnig
úrslitum varðandi þá lausn er fundist hefur á Bosníudeil-
unni. Sú ákvörðun að senda fjölmennt bandarískt herlið
til Bosníu og skuldbinda Bandaríkin þar með til beinna
afskipta af deilunni er til marks um pólitískt hugrekki,
ekki síst í ljósi þess að forsetakosningar fara fram á
næsta ári. Án afskipta Bandaríkjastjórnar er hins vegar
ólíklegt að hægt hefði verið að leysa deiluna.
Þátttaka og aðstoð Bandaríkjastjórnar hefur einnig
skipt sköpum í friðarviðræðunum í Mið-Austurlöndum.
Margir höfðu á sínum tíma efasemdir um utanríkis-
málastefnu Clintons enda lagði hann í kosningabarátt-
unni og upphafi forsetaferils síns megináherzlu á innan-
ríkismál.
Þeirrar tilhneigingar hefur einnig gætt í Bandaríkjun-
um á síðustu misserum að beina sjónum inn á við. Sögu-
leg fordæmi eru fyrir bandarískri einangrunarstefnu.
Saga þessarar aldar sýnir okkur hins vegar einnig að
Bandaríkin eru eina rikið sem er þess megnugt að gegna
forystuhlutverki í baráttunni fyrir friði og lýðræði.
Á sunnudag undirritar Bill Clinton á Spáni umfangs-
mikið samkomulag um að efla og treysta samstarf Evr-
ópusambandsins og Bandaríkjanna á fjölmörgum svið-
um. Kjarni samkomulagsins er að samskipti Bandaríkj-
anna og Evrópuríkja séu það mikilvæg að ekkert megi
verða til að varpa skugga á þau.
Þetta samkomulag er enn ein staðfesting þess mikil-
vægis sem Clinton leggur greinilega á samskiptin við
Evrópu og hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.
Hann hefur sýnt að hann er reiðubúin að axla þá ábyrgð
er fylgir forystuhlutverki Bandaríkjanna, jafnvel þó að
í því felist pólitísk áhætta heima fyrir. Þróunin á Norð-
ur-írlandi, í Bosníu og Mið-Austurlöndum sýnir jafn-
framt að engu minni þörf er fyrir þessa forystu en fyrr
á öldinni.
VINNUFRIÐUR
ÆTLA verður að með því samkomulagi, sem náðst
hefur á milli ASÍ og VSÍ og með þeim aðgerðum,
sem ríkisstjórnin hefur tilkynnt af sinni hálfu hafi vinnu-
friður verið tryggður og jafnvægi treyst í efnahagsmál-
um út næsta ár. Þótt einstök aðildarfélög Verkamanna-
sambands íslands hafi sagt upp samningum er líklegt,
að þau muni endurskoða afstöðu sína á næstu dögum.
Fari svo, að Félagsdómur úrskurði uppsögn verkalýðsfé-
lagsins Baldurs á ísafirði ólöglega má búast við, að
^önnur aðildarfélög VMSÍ láti kyrrt liggja.
Launþegar hafa fengið umtalsverðar kjarabætur út
úr þeim viðræðum, sem staðið hafa að undanförnu milli
aðila vinnumarkaðar og við ríkisstjórn. Talið er, að þeg-
ar á heildina er litið muni kaupmáttur launþega batna
um eitt prósentustig til viðbótar við það, sem áður hafði
verið áætlað til loka samningstímans eftir eitt ár.
Það er sérstök ástæða til að fagna því, að ábyrgir
aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið af skar-
ið með þessum hætti. Það var ekkert vit í því út frá
hagsmunasjónarmiði launþega að efna til ófriðar á vinnu-
markaði og fórna mörgu af því, sem áunnizt hefur eins
og rakið var í forystugrein Morgunblaðsins í fyrradag.
Nú hefur tekizt samfleytt í 6 ár að halda jafnvægi í
samskiptum vinnuveitenda og launþega um kaup og
kjör. Það er mikilsverður árangur. Niðurstöður þeirra
sviptinga, sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur eru
ótvíræð vísbending um, að samskipti aðila vinnumarkað-
ar séu komin í farsælan farveg og engin ástæða til að
ætla annað en að takast megi að halda því jafnvægi
út öldina.
NIÐURSTAÐA LAUNAIUEFIMDAR
Morgunblaðið/Kristinn
Formenn ræða málin
FORMENN aðildarfélaga Alþýðusambands íslands báru saman bækur sínar á fundi síðdegis í gær.
* *
Launanefnd ASI og VSI komst í gær að
þeirri niðurstöðu að forsendur kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði stæðust.
Jafnframt ákvað nefndin að leggja til þá
breytingu á samningum að hækka desem-
beruppbót hjá þeim, sem lægsta uppbót
hafa. Morgunblaðið leitaði álits nokkurra
verkalýðsleiðtoga á niðurstöðunni.
Sigurður Tr. Sigurðsson
Selja okkur
ekki sama
pakka aftur
og aftur
„NÚ hefur enn verið staðfest að það
eru tvær þjóðir í landinu. Ríkisstjórn-
in styður þá ríkari, hinir mega éta
það sem úti frýs. Það éru engar for-
sendur til að þiggja það sem boðið
er upp á,“ sagði Sigurður Tr. Sigurðs-
son, formaður Verkamannaféiagsins
Hlífar í Hafnarfirði.
Sigurður sagði að það væri ekki í
valdi sín eins að ákveða hvort upp-
sögn samninga yrði dregin til baka.
„Það, sem nú hefur verið samið um,
kemur aðeins hluta okkar félags-
manna til góða. Sem dæmi um það
má nefna að verkamaður þarf að
starfa hjá vinnuveitanda í 20 vikur
til að eiga rétt á desemberuppbót.
Hjá ófaglærðum eru breytingar á
atvinnu svo örar, að þeir missa oft
uppbótina. Á meðan þessu er ekki
breytt er tómt mál að koma með svona
sýndarboð."
Sigurður sagði að ríkisstjórnin
hefði verið búin að Iofa skattfrelsi á
lífeyrisiðgjöldum, með ákveðnum
reglum. „Þessu var búið að lofa og
ríkisstjórnin selur okkur ekki sama
pakkann aftur og aftur. Fleira var
gefíð í skyn við kjarasamninga, það
var svikið og núna er það sett fram
sem einhveijar kjarabætur. Þetta er
hrein blekking og á heima í Útvarpi
Matthildi, en ekki hjá okkur.“
Sigurður kvaðst j gærkvöþdi ekkert
hafa .heyrt frá ASÍ eða VSÍ. „Félög
á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesj-
um hafa ekki hlotið náð fyrir augum
svokallaðra toppa í ASI. Fulltrúar
utan af landi standa mun betur að
vígi, þótt miklu færri standi að baki
þeim. Ég er ekki að tala um klofn-
ing, en það þarf að breyta mjög miklu
hjá ASI.“
Hervar Gunnarsson
Meirihlutinn
taldi forsend-
ur standast
„ÞAÐ er í valdi stjórnar félagsins og
trúnaðarmannaráðs að stíga næsta
skref. Meirihluti launanefndar komst
að þeirri niðurstöðu að forsendur
samninganna hefðu haldist, en við
höfum frest til 8. desember að taka
ákvörðun um framhaldið," sagði Her-
var Gunnarsson, formaður Verkalýðs-
félags Akraness og 2. varaforseti
ASÍ>
Hervar sagði skoðanamun innan
ASÍ, _en ekki klofning. „Félög innan
VMSÍ lögðu áherslu á hækkun á laun-
atöxtum, sem ekki varð. Við verðum
að vinna okkur í gegnum þetta.“
Aðspurður vildi Hervar ekki spá
neinu um hvort félagið myndi draga
uppsögn sína til baka.
Kristján Gunnarsson
Ríkissijórn
og ASÍ eiga
að skamm-
ast sín
„MIÐAÐ við tóninn, sem ríkti á fé-
lagsfundi, þá hafna menn allsnarlega
því sem boðið er,“ sagði Kristján
Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur. „Ef þeir
sem eru í forystu verkalýðshreyf-
ingarinnar halda að einhvetjar sjö
þúsund krónur bjargi vanda láglauna-
heimila, þá eru þeir verulega firrtir."
Kristján sagði að ríkisstjórnin setti
svokallaðar kjarabætur fram með
þeim hætti, að hóta fyrst skerðingu,
en láta svo eins og verkalýðshreyfing-
unni væri gerður sérstakur greiði með
því að hætta við þau áform. „Ríkis-
stjórnin og forysta ASÍ eiga að
skammast sín.“
Kristján sagði forystumenn _ASÍ
langt frá forystumönnum VMSÍ og
greinilegur klofningur. Aðspurður
hvort hann reiknaði með að félagið
drægi uppsögn sína til baka kvaðst
hann ekki geta sagt til um það fyrr
en félagsmenn hefðu fundað. „Guð-
irnir sendu mér fax áðan og gáfu
frest til 8. desember að draga upp-
sögn til baka, svo tíminn er nægur,“
sagði Kristján og vísaði þar til VSI.
Jón Kjartansson
Aumingja-
skapur og lít-
ilsvirðing
„NIÐURSTAÐAN er ákaflega dapur-
leg og mér þykir leitt að þurfa að
segja að aumingjaskapur verkalýðs-
hreyfingarinnar er að verða algjör,"
sagði Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja.
„Við vissum af klofningi í gær-
kvöldi og uppsögn okkar er í raun
táknrænn stuðningur við VMSÍ og
formann þess. Það er búið að mis-
bjóða láglaunafólki svo, að það er
ekki hægt annað en að reyna að reisa
rönd við þeirri lítilsvirðingu sem at-
vinnurekendur og stjórnvöld sýna
þeim, sem þeir telja sig eiga í fullu
tré við. Þetta er til skammar.“
Jón sagði ríkisstjórnina bjóða það
sem búið hefði verið að lofa. Hann
gæti tekið undir samlíkingu formanns
VMSÍ, að ríkisstjórnin væri eins og
þjófur, sem stæli öllu innbúi manns,
en byðist svo til að 'afhenda hjónarúm-
ið ef íbúðareigandinn hefði sig hæg-
an. „Stjórnvöld hafa alltaf leikið
þetta, bæði hægri og vinstri stjórnir.
Það verður hins vegar að koma í Ijós
hvað við getum gert. VSÍ og ríkis-
vald telja sig hafa lögin sín megin
og það er nú ekkert nýtt.“
Jón sagði að gjáin milli láglauna-
fólksins og þeirra sem betur mega
væri alltaf að breikka innan ASÍ.
„Það er beðið eftir að láglaunafólkið
í Verkamannasambandinu leggi
neðsta lag í launakökunni og svo
koma hinir og vilja allir vera talsvert
hærri.“
Grétar Þorsteinsson
Ekki klofn-
ingur inn-
an ASÍ
„EINS og málin horfa við nú gerum
við ekki athugasemdir við afstöðu
meirihluta launanefndar og töldum
ekki stöðu til að segja upp samning-
um,“ segir Grétar Þorsteinsson for-
maður Samiðnar. „Það þýðir hins
vegar ekki að við séum sáttir við
ástandið, en það er önnur saga.“
Hann segir Samiðnarmenn hafa
litið svo á frá upphafi að ákvörðun
um uppsögn samninga lægi alfarið
hjá launanefnd aðila vinnumarkaðar-
ins, en ekki hjá einstökum félögum.
Friður ræðst af viðbrögðum
„Eg hef ekkert í höndunum til að
meta hvað þessi félög gera og lít
ekki svo á að afstaða þeirra sýni
klofning innan ASI, því það eru ein-
faldlega uppi misjafnar skoðanir í
þessum efnum. Afstaða Samiðnar er
Ijós, en ég ber samt fulla virðingu
fyrir skoðunum annarra og þau félög
sem hafa sagt upp verða að gera það
sem þeim þykir skynsamlegast við
þessar aðstæður. Það á eftir að koma
í ljós hvernig félögin halda á málum,
en mér þykir ólíklegt að í ljós komi
að verkalýðshreyfingin þoli ekki að
uppi séu mismunandi skoðanir um
þessa ákvörðun eða önnur efni. Ég
þori hins vegar ekki að meta á þess-
ari stundu hvort við horfum fram á
fjölda sérsamninga eða ekki,“ segir
Grétar og kveðst telja að hugleiðingar
um hvort friður muni ríkja á vinnu-
markaði næstu mánuði ráðist mjög
af frekari viðbrögðum þeirra félaga
sem hafa sagt upp.
„Við vitum að núverandi samning-
ur rennur út eftir þrettán mánuði.
Við munum auðvitað nota tímann til
fulls og munum væntanlega strax í
vetur hefja undirbúning á endurnýjun
kjarasamninga, þar sem þeir verða
augljóslega og óumdeilanlega opnir
innan skamms. Við teljum okkur eiga
ýmislegt vantalað við okkar viðsemj-
endur,“ segir hann.
Jón Karlsson
Vil meiri
samstöðu
„VIÐ hefðum viljað sjá meiri sam-
stöðu og öðru vísi haldið á málum,
enda mikil ólga í mörgum aðildarfé-
lögum Verkamannasambands Is-
lands,“ segir Jón Karlsson, formaður
verkalýðsfélagsins Fram á Sauðár-
króki og varaformaður VMSÍ. „Hins
vegar eru ýmsar fleiri hliðar á þessu
máli, enda ekki algengt að kjarabót-
um sé náð inn í samninga sem ekki
eru lausir."
Fram sagði ekki upp samningum,
en Jón segir þá afstöðu ekki sýna
ágreining innan forystu VMSÍ um
uppsögn, heldur sé það einfaldlega
vegna anna hans fyrir sambandið að
ekki hafi gefist ráðrúm til að taka
afstöðu innan _ stjórnar félagsins á
Sauðárkróki. „Ég læt það ósagt hvort
að Fram hefði sagt samningum upp,
en hins vegar ályktaði stjórn félagsins
í þeim anda eins og önnur félög innan
VMSÍ, en félagsfundur komst ekki á
sökum anna minna seinustu vikur,“
segir Jón.
Athuga sinn gang
Hann segir núverandi ástand sýna
að samstaðan innan ASÍ sé ekki mjög
þétt. „Ég hef hins vegar þá trú að
félög, sem eru að segja upp núna,
eigi eftir að athuga sinn gang aðeins
betur, enda var ákvörðun þar að lút-
andi tekin í mikilli tímaþröng. Ég sé
ekki fyrir mér klofning innan ASI og
tel mikilvægast að menn standi sam-
an nú til að búa sig undir næstu samn-
ingagerð," segir Jón.
Hann kveður ekki ljóst hvort friður
muni ríkja á •vinnumarkaði næstu
þrettán mánuði, en niðurstaða Fé-
lagsdóms í máli Baldurs á ísafirði
muni væntanlega hafa mikið að segja
um þróunina.
Guðmundur Þ. Jónsson
Oánægður
með niður-
stöðu launa-
nefndar
„ÉG er mjög óánægður með niður-
stöðu launanefndar og firinst desemb-
eruppbótin lítil og ekki til mikillar
jöfnunar, ekki síst miðað við þróunina
sem verið hefur síðan í febrúar," seg-
ir Guðmundur Þ. Jónsson formaður
Iðju.
Stjórn Iðju ákvað að segja ekki upp
samningum, en klofnaði í afstöðu
sinni, þannig að fimm greiddu at-
kvæði á móti uppsögn, þrír með og
tveir sátu hjá. Guðmundur var einn
þeirra sem voru mótfallnir uppsögn.
„Knappur meirihluti taldi rétt að í
ljósi þeirrar óvissu sem skapaðist við
að segja upp samningnum, væri rétt
að una þessari niðurstöðu. Það breyt-
ir ekki þeirri skoðun minni að launa-
nefndin hefði átt að segja upp samn-
ingum og hefði launþegahreyfingin
verið samstíga og sýnt styrk í sam-
stöðu, hefðum við getað rétt okkar
hlut. Ég harma það í raun að við
skyldum sleppa því tækifæri," segir
hann.
Ekki samstíga
Hann' kveðst telja afstöðu þeirra
félaga sem hafa lýst yfir uppsögn og
skiptar skoðanir í launanefnd sýna
að verkalýðshreyfingin væri augljós-
lega ekki samstillt. „Hvort ég geti
beinlínis talað um klofning er annað
mál og það er ekki svo að félög séu
að segja sig úr Alþýðusambandinu.
Fyrr hefur gerst að misjafnar skoðan-
ir séu innan ASÍ, enda ekki óeðlilegt.
Hreyfingin stendur þetta af sér því
að hún stendur á traustum merg,“
segir hann.
Hann segir torvelt að spá um
þróunina á vinnumarkaði á næstu
mánuðum. Væntanleg niðurstaða Fé-
lagsdóms í máli verkalýðsfélagsins
Baldurs á ísafi'rði sé prófmál í hans
huga. „Mér þætti skrýtið ef dómurinn
kæmist að ólíkri niðurstöðu í öðrum
samskonar málum, en ef uppsögnin
verður tekin gild er svigrúm hjá þeim
félögum, sem hafa sagt upp, til að
hreyfa sig,“ segir Guðmundur.
Magnús L. Sveinsson
Ekki á valdi
félaga að
segja upp
„NIÐURSTAÐA launanefndar kom
mér ekki á óvart,“ segir Magnús L.
Sveinsson formaður Verslunarfélags
Reykjavíkur. „í samningum er skýrt
kveðið á um hvað þurfi til að segja
upp samningum, þ.e. neikvæð verð-
lagsþróun, og allir viðurkenna að hún
er innan þeirra marka sem forsendur
gerðu ráð fyrir.“
Magnús kveðst telja að eftir loforð
ríkisstjórnar á miðvikudag um að-
gerðir í kjaramálum hafi þorri form-
anna félaga launþega talið að yfirlýs-
ing ríkisstjórnar frá því í febrúar
stæðist.
„Það breytir hins vegar ekki því
að menn sjá að launajöfnunarstefna
hefur raskast, en það er ekkert
ákvæði í okkar samningum sem kveða
á um að þó að launabilið aukist fáist
heimild til uppsagnar. Það er mikill
misskilningur hjá einstökum félögum,
að mínu mati, að þau geti sagt upp
samningunum. Skýrt er tekið fram í
samningum að það er á valdi launa-
nefndar, eins og hver læs maður get-
ur séð, þannig að ekki er hægt að
misskilja það,“ segir Magnús.
Eins samningar útilokaðir
Hann kveðst telja augljóst að skipt-
ar skoðanir innan launanefndar og
uppsögn félaganna tuttugu og þriggja
sýni alvarlegan_ klofning innan Al-
þýðusambands íslands.
„Þetta segir manni að aldrei verður
hægt að gera samning eins og þann
sem er nú í gildi aftur. Menn voru
með febrúarsamningunum að reyna
að tryggja að þeir sem bera minnst
úr býtum fengju mest af bata sem er
í þjóðfélaginu. Síðan gerist það með
úrksurði Kjaradóms og gjörningi for-
sætisnefndar um miðjan september
að þingmenn taka sér 60-120 þúsund
krónur í launahækkanir og sprengja
um leið allt saman í loft upp og fara
í þveröfuga átt við það sem þeir lögðu
áherslu á við okkur. Alþingismenn
og stjórnvöld bera því fyrst og fremst
ábyrgð á þeim óróleika sem er í
þjóðfélaginu."
Kostnaður vinnuveitenda vegna hækkunar desemberuppbótar er 800 millj.
Meðallaun ASI
hækkaum 1,1%
SAMKOMULAG vinnuveitenda og
tveggja fulltrúa ASÍ í launanefnd
gerir ráð fyrir að desemberuppbót
hækki í ár úr 13.000 krónum í
20.000 krónur. Gildandi samningar
mæla fyrir um að desemberuppbót
á næsta ári verði 15.000 krónur, en
samþykkt launanefndar gerir ráð
fyrir að hún fari í 24.000 krónur.
Úm 15.000 félagsmenn Alþýðusam-
bandsins fá enga hækkun þar sem
þeir hafa í sínum samningum ákvæði
um hærri desemberuppbót.
Útgjöld vinnuveitenda vegna
hækkunar á desemberuppbót eru
metin á samtals um 800 milljónir
króna. Upphaflega buðust vinnuveit-
endur til að hækka launaútgjöld sín
um 500-600 milljónir, en þeir bættu
við tilboð sitt á síðasta fundi launa-
nefndar í gær.
Sú hækkun á desemberuppbót,
sem samið var um í launanefndinni
er varanleg. Uppbótin verður 24.000
í lok samningstímans. Hækkunin í
ár og á næsta ári þýðir um 1,1%
hækkun meðallauna. Þeir sem hafa
lægri laun fá hlutfallslega meira.
Þannig fær maður sem hefur 65.000
krónur í mánaðarlaun 2,1% hækkun
launa.
Desemberuppbot
Hefði Verður: 24.000
orðið:
1. des. 1. des.
1995 1996
Þessihækkun
leiðirtil 1,1%
hækkunar
meðallauna
1. des. 1. des.
1995 1996
Breytingar á verði grænmetis og
svína- og allíuglaafurða er taldar
lelða tila.m.k. 0,3% aukningar
á kaupmætti.
Breyting á desemberuppbót miðar
m.a. að þvi að samræma hana milli
launahópa í landinu, en opinberir
starfsmenn hafa fengið mun hærri
uppbót í desember en almenni mark-
aðurinn. U.þ.b. 6.000 félagsmenn
ASÍ vinna hjá ríki og sveitarfélögum.
Þeir hafa fengið yfir 20.000 krónur
í desemberuppbót. Sama á við u.þ.b.
8.000 aðra félagsmenn ASÍ. Þessi
hópur fær enga hækkun launa sam-
kvæmt samkomlagi launanefndar
frá í gær.
Áformað er að afnema allar verð-
lagshömlur á svínakjöti, eggjum og
alifuglakjöti. Jafnframt gera tillögur
ASÍ og vinnuveitenda ráð fyrir að-
tollar á innfluttu grænmeti verði
lækkaðir. Gylfi Arnbjörnsson, hag-
fræðingur ÁSÍ, sagði að varlega
áætlað gætu þessar breytingar leitt
til 0,3% meiri kaupmáttar. Hugsan-
lega gæti kaupmáttaraukningin orð-
ið meiri.
Skattleysismörk hækka
Skattleysismörk eru í dag 58.536
krónur. Við gerð samninganna í febr-
úar hét ríkisstjórnin því að hætta
tvísköttun á iðgjöldum í lífeyrissjóð.
Þessi breyting átti að koma til í
áföngum. Mörkin áttu að fara í
59.014 krónur um næstu áramót. í
fjárlagafrumvarpinu ákvað ríkis-
stjórnin að afnema tengingu per-
sónuafsláttar við vísitölu, en það
hefði leitt til mun minni hækkunar,
í fyrradag samþykkti ríkisstjórnin
að falla frá þeim áformum. "Þetta
þýðir að skattleysismörkin hækka
1. júlí 1996 í 60.660 krónur.
Morgunblaðið/RAX
FORYSTUMENN VSÍ bera saman bækurnar á sambandsstjórnarfundinum í gær, Víglundur Þorsteins-
son varaformaður, Þórarinn J. Þórarinsson framkvæmdastjóri og Ólafur B. Ólafsson formaður.
Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ
Býst við að félög
falli frá uppsögnum
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, segir vinnuveitendur
ganga út frá því að félög Verka-
mannasambandsins, sem sögðu upp
kjarasamningum í gær, dragi upp-
sögnina til baka í ljósi yfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar og tilboðs VSÍ um
kjarabætur.
Sambandsstjórn VSÍ var kölluð
saman með stuttum fyrirvara á Hótel
Loftleiðum í hádeginu í gær og sam-
þykkti hún samningsumboð til samn-
inganefndar sambandsins. „Niður-
staðan hjá sambandsstjórninni var sú
að rétt væri að teygja sig langt,“ seg-
ir Þórarinn. „Vinnuveitendur eru að
bæta við 800 milljónum króna á samn-
ingstímanum og það er miklu til ko-
standi að halda trausti."
Þórarinn segir að á sambands-
stjórnarfundinum hafi menn verið
sáttir við að bjóða þá hækkun desemb-
eruppbótar, sem raunin varð, en ekki
tilbúnir að ganga lengra.
Hann segir það valda nokkrum von-
brigðum hversu seint niðurstaða hafi
fengizt í málið. „Þessar uppsagnir, sem
Verkamannasambandið hefur hvatt til
meðal aðildarfélaga sinna, eru augljós-
lega ákveðnar áður en yfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar kom fram og áður en
okkar innlegg kom fram seinni partinn
í dag [í gær]. Við göngum því út frá
því að félögin taki nú tíma til að endur-
meta stöðuna. Þau hafí talið sér nauð-
synlegt að senda uppsagnimar inn nú
fyrir mánaðamótin til að falla ekki á
því. Við væntum því að málið komi til
endunnats í félögunum á næstu vik-
um,“ segir Þórarinn.
Hann segist raunar vita, eftir samt-
öl við forystumenn nokkurra þeirra
félaga VMSÍ, sem hafi sagt samning-
unum upp, að málið verði endurmetið
í næstu viku vegna breyttra viðhorfa.
„Þetta eru ný viðhorf, sem ég trúi að
komi nokkuð á óvart. Ég held að
menn hafi ekki átt von á að sextán
þúsund króna launaauki lægi á lausu
fyrir næsta ár. Við metum það svo
að nú sé búið að tryggja að kaupmátt-
urinn fari vel vaxandi á næsta ári.
Af okkar hálfu eru bundnar verulegar
vonir við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
um verðlagsmál. Við væntum góðs
samkomulags um aðgerðir, sem geti
stuðlað að lækkandi matvælaverði í
þessu samhengi."
Tvær ákvarðanir
Þórarinn leggur áherzlu á að launa-
nefnd ASÍ og VSÍ hafi tekið tvær sjálf-
stæðar ákvarðanir í gær. Annars veg-
ar hafi hún komizt að þeirri niður-
stöðu að forsendur kjarasamninga séu;
ekki brostnar. Verðbólga sé vel innar
við það, sem hún sé í samkeppnislönd-
unum, og ríkisstjórnin hafi jafnframt
staðið við yfirlýsingu sína frá því fyrr
á árinu með viðunandi hætti.
Hins vegar hafi nefndin tekið sjálf-
stæða ákvörðun um að leggja til breyt-
ingar á desemberuppbót þeirra, sem
sömdu fyrir 15. apríl og njóta því
lægri uppbótar en þeir sem sömdu
síðar. „Þarna er verið að reyna ac
fylgja eftir launajöfnunarmarkmiðun-
um, sem ýmsir kunna að halda að
hafi gengið á skjön hér og þar,“ seg-
ir Þórarinn.