Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 31 LISTIR „Sýnisbók“ amerískrar tónlistar SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995 22.-28. NÓVEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti PAULA Isabei Allende. Útg. Mál og menning (D A AFREK BERTS O A. Jacobsson og S. Olsson. Útg. Skjaldborg MARÍA, K0NAN BAK VID GOÐSÖGNINA Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. (2) 7 KARLAR ERU FRÁ MARS, K0NUR ERU FRÁ VENUS f Dr. John Gaiy. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur EKKERT AD ÞAKKA! Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf. (3) A HRAUNFÓLKIÐ 0 Björn Th. Björnsson. Útg. Mál og menning MILLi VONAR OG ÓTTA Þór Whitehead. Útg. Vaka-Helgafell A SIMBI ÆFIR.SIG! 3 Walt Disney. Útg. Vaka-Helgafell HJARTASTAÐUR Steinunn Sigurðardóttir. Útg. Mál og menning J A ÚTKALL - ÍSLENSKA NEYÐARLÍNAN 1 w Ottar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan TONLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Eaken tríóið og Lynn Helding fluttu bandaríska tónlist, Miðvikudagurinn 29. nóvember, 1995. BANDARÍSK tónlist er sérkenni- legt sambland af skemmtitónlist og nútímatónlist og vantar þá allt sem á undan hefur gengið í þróun ver- aldlegrar og trúarlegrar tónlistar í Evrópu. Innflytjendur fiuttu með sér sína tónlist en sér amerísk tón- list var aðallegá bundin við negra- sálma og danstónlist, svo nefnda „Country & Western", sem á sér bæði skandinavískan og norður-evr- ópskan uppruna. Það er í raun stutt síðan Bandaríkjamenn tóku upp á arma sína tónlist eftir Scott Joplin en áður hafði Gershwin reynt að semja sinfóníska tónlist byggða á tónmyndum negrasálmanna. Söng- leikjahöfundar, sem fetuðu í fótspor óperettuhöfundanna í Evrópu, lögðu til megnið af bandarískri tón- list. Á sviði nútímatónlistar og sér- staklega eftir seinni heimsstyijöld- ina, komu fram frábær tónskáld í Ameríku og í raun má segja að nútímatónlist þeirra sé „föður- og móðurlaus" en sérkenni hennar liggi í tónlist negranna og sveita- tónlistinni og á því sviði hafa mörg Karlakór Dalvíkur TÓNLEIKAR Karlakórs Dal- víkur verða haldnir í Dalvíkur- kirkju í kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru ýmis þekkt lög og má meðal annars nefna að Þórir Baldursson hef- ur útsett lög sérstaklega fyrir Karlakór Dalvlkur og er lagið í fjarlægð eftir Karl Ó. Run- ólfsson/Cesar, sem er á efnis- skránni, eitt þessara laga. í kórnum er um 40 manns. Söngstjóri er Jóhann Ólafsson en kórinn nýtur einnig liðsinn- is Más Magnússonar með raddþjálfun og söngmennt. Skáld á krá FULLVELDISHÁTÍÐ verður haldin á Kópavogskránni, Auðbrekku 18 í kvöld 1. des- ember kl. 21. Þeir sem koma fram eru Pétur Óskarsson, sem flytur ljóð og spilar á harmonikku, Sigfús Bjartmarsson les úr nýrri bók sinni, Speglabúð í bænum, Einar Ólafsson úr Mánadúfum, Sigurður Pálsson úr Ljóðlínuskipi og Magnúx Gezzon les úr Syngjandi sól- kerfi. Málverkasýn- ingu Garðars að ljúka MÁLVERKASÝNINGU Garð- ars Jökulssonar í Listhúsinu I Laugardal lýkur nú á sunnu- dag. Garðar sýnir þarna 20-30 landslagsmyndir. Sýningin er opin frá kl. 10-18 á laugardag og kl. 14-18 á sunnudag. tónskáld reynt að ná valdi á ein- hveiju sem kalla mætti sér-amer- ískan tónstíl. Tónleikar Eaken tríósins hófust á Rag-verki eftir Grace Bolen, er nefnist Smokey Topaz og er um að ræða hreina stælingu á Joplin. Eak- en tríóið lék verkið af töluverðum krafti og með nokkrum grófheitum. Lynn Helding, ágæt mezzosópran söngkona, flutti íjögur lög eftir Steven Foster, sem eru í raun af- sprengi enskra söngva og lítið sér amerískir, en ósköp notaleg alþýðu- lög, sem með einhveijum hætta hættir til að verða óekta í „lærðurn" tónflutningi. Lynn Helding söng þessi lög af þokka, enda ágæt söng- kona. Charles Ives notaði sveitastefin í verk sín og svo var um tríóþátt, sem Eaken tríóið lék eftir hann, en flutningurinn var einum of keyrður áfram af krafti og vantaði allan fínleika. Það var hins mikil leik- gleði í útfærslu félaganna á Elite Syncopations eftir Scott Joplin, sem var fluttur í útfærslu tríósins en það vantaði þó á köflum réttu rag- time-sveifluna, sem hefði betur komið fram í aðeins hægari leik. Það brá heldur til betri tíðar í verki eftir Gerald Shapiro, sem nefnist Til Martins og er það samið á þessu ári fyrir Eaken-tríóið. Lynn Helding flutti verkið mjög fallega og sama má segja um leik tríósins, að ýmislegt var ágætlega flutt. Sönglína verksins er einföld og tón- öl en um hana er ofið í margvísleg- um fallegum blæbrigðum hjá hljóð- færunum og er form verksins ABA. Þetta er ágæt tónsmíð og var best flutta verkið á tónleikunum. Tónleikunum lauk með tríói eftir Gunther Schuller (samið 1984) og var þessi ágæta tónsmíð allt of gróf í flutningi og henni að nokkru ofgert í túlkun. Þá vantar nokkuð á tóngæðin hjá strengjaleikurunum, sem þó er oft bætt upp með líflegum flutningi, sérstaklega hjá sellistan- um. Þeir sem leika í Eaken tríóinu eru: John Eaken fiðluleikari, Nancy Baum á selló og Gloria Whitney á píanó. Jón Ásgeirsson Túskildings- óperan frumsýnd HALALEIKHÓPURINN frum- sýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht í þýðingu Þor- steins Þorsteinssonar, laugar- daginn 2. desember. Halaleikhópurinn er áhuga- leikhópur sem starfar eftir kjör- orðinu leiklist fyrir alla og er þetta finunta starfsár leikhóps- ins. Níutíu manns standa að sýn- ingunni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk á öllum aldri undir leikstjórn Þorsteins Guðmundssonar leik- ara. Þorsteinn var annar leik- stjóra Aurasálarinnar sem var fyrsta verkefni leikhópsins auk þess sem hann skrifaði seinna leikritið Rómeó og Ingibjörgu sérstaklega fyrir hópinn. Rúm- lega 10 manns ganga nú til Iiðs við Halaleikhópinn og koma þau flest öll úr leiklistarstúdíói Gísla Rúnars og Eddu Björgvins. Bertold Brecht skrifaði Tú- skildingsóperuna (die Dreigrosc- henoper) árið 1928 og var hún Einstakir flokkar: Skáldverk 1HJARTASTAÐUR (3) Steinunn Sigurðardóttk. Útg. Mál og menning 2 HRAUNFÓLKIÐ (D Björn Th. Björnsson. Útg. Málogmenning 3 ÁVALDIÓTTANS (5-6) Bodil Forsberg. Útg. Hörpuútgáfan 4 MÁVAHLÁTUR Krístín Mnrjíi Baldursdóttir Utg. Mál og menning 5 MYRKRANNAÁMILLI Sidney Sheldon. Útg. Skjaldborg hf. 6-7 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR Susanna Tamaro. Útg.Setberg 6-7 DÆTUR LÍFSINS Margit Sandemo. Útg. Reykholt 8VETRARELDUR Friðrik Erlingsson. Útg. Vaka-Helgafell 9-10 FRÚBOVARY Gustave Flaubert. Útg. Bjartur 9-10 JÓLASÖGUR ÚR SAMTÍMANUM Guðbergur Bergsson. Útg. Forlagið fyrst flutt í Theater am Schiff- bauerdamm í Berlín, 31. ágúst það sama ár. Túskildingsóperan er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmálsfólk en Túskilding- sóperunni velur Brecht þó annað sögusviðj Lundúni um aldamótin síðustu. I uppfærslu Halaleik- hópsins nú ríkir einhvers konar tímaleysi. Tónlistin í sýningunni er mörgum kunn en hún er eftir Almennt efni: 1 PAULA (1) Isabel Allende. Útg. Málogmenning 2 MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA (2) Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf. 3 MILLIV0NAR0GÓTTA Þór Whitehead. Útg. Vaka-Helgafell 4 KARLAR ERU FRÁ MARS, KONUR ERU FRÁVENUS (8) Dr. John Gary. Útg. Bókaútgáfan Vöxtur 5 ÚTKALL - ÍSLENSKA NEYÐARLÍNAN ÓttarSreinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan 6 RAGNAR í SKAFTAFELLI (6) Helga K. Einarsdóttir Útg. Hörpuútgáfan 7 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUÐUR (4) Willim R. Hunt. Útg. Hans Kristján Arnason 8 BARNASÁLFRÆÐI (3) Álfheiður Steinþórsdóttir ogGuðfinna Eydal. Utg. Málogmenning 9 ÍSLENSKARTILVITNANIR Útg. Almenna bókafélagið 10 LÍFSGLEÐI - MINNINGAR OG FRÁSAGNIR Kurt Weill. Túskildingsóperan hefur oft verið leikin á lslandi, ekki síst í áhugaleikfélögum en Þjóðleikhúsið setti Túskildingsó- peruna á svið árið 1972 undir leikstjórn Gísla Alfreðssonar. Lýsingu annast Vilhjálmur Hjálmarsson leikari og útlitsráð- gjafi er Margrét Einarsdóttir. Leiksýningarnar á Túskild- ingsóperunni verða í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu). Barna- og unglingabækur: 1 EKKERT AÐ ÞAKKA (1) Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell 2afrekberts (2) A. Jacobsson ogS. Olsson. Útg. Skjaldborg 3 SIMBIÆFIRSIG! (6) WaltDisney. Vaka-Helgafeli 4busla Charly Greifoner og Chilly Schmitt- Teichmann Útg. Bókabúð Böðvars 5 IDVERGALANDI Þýð. StefánJúIíusson. Útg. Bókabúð Böðvars 6 TÝRA OG DÝRIN í SVEITINNI (3) Útg. Vaka-Helgafell 7 DODDIOG BJALLAN HANS EnidBlyton. Útg. Myndabókaútgáfan 8 POCAHONTAS (hljóðhnappabók) (7) WaltDisney. Útg. Vaka-Helgafell 9-10doddiogaggaapi EnidBlyton. Útg. Mjmdabókaútgáfan 9-10 DODDIOG FLUGDREKINN EnidBlyton. Útg. Mjmdabókaútgáfan „Við slag- hörpuna“í Gerðarsafni TÓNLEIKAR í tónleikaröðinni „Við slaghörpuna“ verða í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, nk. mánu- dagskvöld kl. 20.30. Gunnar Kvaran sellóleikari og Jónas Ingimundarson píanóleikari verða „Við slaghörpuna" og flytja að þessu sinni efnisskrá ólíkrar tón- listar frá ýmsum tímum. „Þetta eru ekki alveg hefðbundn- ir tónleikar, t.d. er ekki greint frá efnisskránni fyrirfram heldur eru verkin flutt með kynningum flytj- enda í tali og tónum,“ segir í kynn- ingu. ------» ♦ ♦---- Nýjar bækur • TVÆR bækur með mjúkum spjöldum eru komnar út. í hvorri bók er saga og stórar litmyndir prýða hveija opnu. Bækurnar heita: Bangsi eignast vin og Bangsi hjálpar mömmu. Útgefandi er Setberg. Hvorbók kostar 490 kr. ÞórírS. Guðbergsson. Útg. Hörpuútgáfan 10ÞEIMVARÐÁÍMESSUNNI Guðjón Ingi Eiríksson ogJónHjaltason. Utg. Bókaútgáfan Hólar HALALEIKíIÓPURINN frumsýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht. á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.