Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 24
HAnnun: Gunnar Steinþórsson / FlT / BO-11 95-010 24 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 'mui ■ ORION Hreint frábært jólatilboð 2£B VCR-555 • Tveggja hausa myndbandstæki • Fullkomin fjarstýring. • Myndleifun á tvöföldum hra5a. • Fjögura vikna innsetning á upptöku, á átta mismunandi stöSvum. • Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverb kr. 33.222 é QRIQN vh-1105 • Tveggja hausa myndbandstæki • Fjarstýring meS aSger&aupplýsingum. • Scart inntenging • BúnaSur sem bréytir upptökutima ef breyting verSur á dagskrá„Show View" • Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverb kr. 43.100.- Umbobsmenn um allt land Reykjavfk: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Ve8tflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk,Bolungarvík.Straumur,ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. yerslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Porlákshöfn. Brímnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavík. Lágmúla 8, Sími 553 8820 ERLENT Lafontaine gagn- rýndur fyrir fund með Gysi Bonn. Reuter. OSKAR Lafontaine, formaður þýska Jafn- aðarmannaflokksins (SPD) hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa átt fund með Gregor Gysi, for- manni Flokks hins lýð- ræðislega sósíalisma (PDS), arftaka austur- þýska kommúnista- flokksins, á þriðjudag. Saka stjórnarsinnar leiðtoga stjómarand- stöðunnar um að eiga samskipti við „rót- tæklinga“ og „öfga- menn“. Mikil leynd hvíldi yfir fundinum til að koma í veg fyrir fjölmiðlaathygli en Gysi sagði markmið hans hafa verið að koma samskiptum flokkanna tveggja í eðlilegt horf. Lafontaine sagði að ekki ætti að leggja neina sérstaka merkingu í fundinn. Heimildir innan SPD herma að Lafontaine og Gysi hafí ekki ein- ungis rætt hina efnahagslegu og félagslegu stöðu í austurhlutanum heldur einnig afstöðu PDS til fyrr- um kommúnistaflokksins. Þá ræddu þeir eitt viðkvæmasta málið í samskiptum flokkanna, nefnilega þá ákvörðun austur-þýskra kommúnista að innlima jafnaðar- menn í flokk sinn árið 1946. Fulltrúar stjórnarflokkanna gagnrýndu Lafontaine harðlega. „Það má aldrei verða eðlilegt að lýðræðissinnar og róttæklingar rugli saman reitum sínum,“ sagði Peter Hintze, framkvæmdastjóri Kristilega demókrataflokksins (CDU). Lafontaine „samsærismaður“ CSU, hinn bæverski systur- flokkur kristilegra demókrata, sak- aði Lafontaine um að haga sér líkt og samsærismaður og að jafnaðar- menn hefðu myndað nýtt vinstra- bandalag með græningjum og fyrr- um kommúnistum. „SPD hefur lagt þá grundvallar- reglu á hilluna að eiga ekki sam- skipti við öfgamenn," sagði Bernd Protzner, framkvæmdastjóri CSU. Helmut Kohl kansl- ari lagði mikla áherslu á það í síðustu kosn- ingabaráttu að PDS væri ósamstarfshæfur og hefur enginn stjórn- málamaður treyst sér til að eiga samskipti við flokk Gysis síðan. Hyggjast kristilegir demókratar beita þessu óspart í barátt- unni gegn Lafontaine en vinsældir jafnaðar- manna hafa vaxið hratt eftir að hann varð óvænt formaður flokks- ins fyrr í mánuðinum. Þýska leyniþjónustan, Bundes- verfassungsschutz (BfV), fylgist grannt með öllum samtökum yst til hægri og vinstri í þýskum stjórn- málum og gefur reglulega út skýrslu um þau mál. í skýrslu BfV fyrir síðasta ár kemur fram að aðstaða PDS til lýðræðislegra gilda sé ekki skýr. Innan flokksins sé að finna mjög róttæka hópa en að auki séu vísbendingar um flokkur- inn í heild hallist að öfgakenndri vinstristefnu. Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, lýsti því yfir í útvarpi í gær að langflestir félagar PDS væru fyrrum félagar í þýska kommúnistaflokknum. Samvinna við herská samtök Stoiber sakaði flokkinn um sam- starf við herská vinstrisamtök inn- an og utan Þýskalands og að mark- mið hinnar „kommúnísku stefnu- skrár“ flokksins væri ennþá alræði öreiganna. Svo virðist sem Lafontaine ætli ekki að láta þessa gagnrýni á sig fá enda benda nýjar skoðanakann- anir til að almenningur í austur- hluta Þýskalands tengi ekki lengur PDS við fyrrum Austur-Þýskaland. Afstaða íbúa í vesturhlutanum er hins vegar ekki jafnskýr. Dýrin flýja stríðið VILLT dýr - birnir, gaupur, úlf- ar og hirtir - hafa hrakist frá Balkanskaga undan stríði og af sulti vegna landspjalla. Dýrin leita skjóls norðar í álfunni þar sem friðvænlegra er, að því er segir í frétt franska dagblaðsins L'Express. Dýrin hafa sést í Austurríki, Sviss, Ítalíu og Þýskalandi. Sum hafa jafnvel reikað allt norður til Norðurlanda. Menn taka aðskotadýrunum misvel. Ijárbændur í Vogesafjöll- um fagna til dæmis lítt gaupunni en hún var áður nær horfin víða úr álfunni og hafði jafnvel sums staðar verið aðflutt að nýju. Þýskir dýrafræðingar sem hitt- ust nýverið í Göttingen létu uppi áhyggjur af því að stór rándýr kynnu að granda mönnum á svæðum sem þau eru óvön. Einn- ig óttast menn að dýr vön lífi á víðáttum kunni að raska jafnvægi vistkerfa í skógum í Evrópu. Austurrískur dýrafræðingur hefur lagt til að stofnaður verði flokkur manna til að hafa hemil á ferðum dýranna og finna þeim stað í griðlöndum á heppilegum stöðum. Þykir sumum þá sem dýrin myndu njóta meiri réttinda en mannskepnan. Á ferðalagi í írlandi Stórglæsilegt úrval af útivistarfötum á ótrúlegu verði í K.2. ___ c 101 Talbot St., Dublin, frlandi. ]<§ Sími 00 353 1 8741717 og ° 00 353 1 8746344. ___Isl________I 2 Nth. Earl ^ SL L Talbot St. m K.Z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.