Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 64
>4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ p|is»r@mttIírIW>í®> BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Rökleysa o g rang- ar fullyrðingar Þuríði Ottesen svarað Grettir Ljóska Ferdinand SPURÐU hundinn þinn hvort hann vilji koma út að leika i pon't knowmv SOCIAl SECURITY NUMBER Ég veit ekki kennitölu mína Frá Rafni Líndal: VEGNA þeirrar stöðu að ég hef lent í smá ritdeilu við innflytjanda Medisana Turbo buxna langar mig til að fá að svara stuttlega bréfi Þuríðar Ottesen í Mbl. 24.11. Svar mitt er svohljóðandi. Reynt að breiða yfir blekkingar Ég hefði mátt vita betur en að ætla að benda fólki á dæmi þar sem ég tel fólk vera blekkt. Fyrst sú staða er komin upp mun ég svara Þuríði Ottesen, innflytjanda Medis- ana Turbo buxnanna. 1. „Cellulite" er „bara“ fita und- ir húðinni og ef einhverjir vita það eru það læknar sem vinna daglega við „fitusog". Dr. Peter Fonde, for- maður samtaka bandarískra lækna sem stunda fitusog, segir: „Það eru engin eiturefni eða vatn sem ekki kemst burt. Cellulite er bara venju- leg líkamsfita sem situr undir húð- inni í litium pokum aðskildum af bandvef“ (I). Það er elsta blekking megrunar- fræði að halda því fram að „cellu- lite“ sé annað en fita og eru þær blekkingar komnar frá þeim aðilum sem eiga hagsmuna að gæta í sölu afurða sem eiga að vinna á því. Hvorki krem, nuddhanskar eða buxur geta unnið á hlut sem er undir húðinni. Cellulite-krem hafa engin áhrif séu þau notuð, þó því sé haldiðfram í auglýsingabæklingi með buxunum. Rangt mataræði og hreyfingarleysi eru aðalorsakirnar. Það að „cellulite“ líti út eins og það gerir er vegna þess að fitufrumur í hrúgu sem bandvefur er strengd- ur yfir undir húðinni fær þetta út- lit. Engum hefur nokkru sinni tek- ist að sýna fram á að cellulite sé nokkuð nema fita. Ef einhver held- ur því fram, eins og Þuríður, að þetta sé einhver undrafita sem lúti öðrum lögmálum verður að sýna fram á það. Ástæða þess að fitan er svo föst á lærum og rassi kvenna og safnast aðallega þar er að fitan er ætluð sem „forði" til meðgöngu og hefur haft það hlutverk frá örófi alda. Fitan er undir stjórn kyn- hormóna en ekki stresshormóna eins og fitan á maga fólks. Þegar konur hafa börn á brjósti er hag- stæðasta hormóna umhverfið til að losna við fitu af rassi og lærum. Utan þess tíma þarf mikið aðhald í mataræði og mikla hreyfíngu til að minnka cellulite. Appelsínuhúð á mjöðmum, rassi og lærum hefur ekkert með stífJur í sogæðakerfmu að gera eins og stendur í auglýs- ingabæklingi með buxunum. (1.2.) 2. Varðandi vísindarannsóknir eru þær ekki marktækt plagg nema rannsóknirnar birtist í vísindatíma- ritum þar sem greinar eru yfírfarn- ar áður en þær eru birtar. (Yfírfar- in vísindatímarit). Til er fullt af tímaritum sem birta greinar án yfirferðar af hálfu annarra sér- fræðinga en þær greinar eru oft svo illa gerðar að alvöru vísinda- tímarit líta ekki við þeim. Buxur sem eiga að eyða appelsínuhúð geta verið fullgóðar buxur þótt þær geri ekkert fyrir appelsínuhúð ann- að en að hylja hana. Franska rann- sóknin sem vitnað í mældi ummál í sm, og húðþykkt en ekki fitu- magn. Þegar vatn fer tímabundið úr vefjum minnkar ummál og húð- þykkt þar sem fitan þjappast sam- an. Aðeins mælingar með tölvu- sneiðmyndum eða DEXA tækni geta sýnt hvort fita er raunverulega að minnka staðbundið. 3. Mér er fullkunnugt um starfs- fólk World Class og þekkingu þess á lífeðlis- og lífefnafræði offitu og megrunar og að bendla það við „ítarlegar prófanir" á buxum til megrunar er ekki Þuríði samboðið. Það að kenna fólki að hreyfa sig og viðhafa skynsamlegt mataræði er það sem starfsfólk World Class gerir best og það er akkúrat það sem eyðir appelsínuhúð hvort sem menn eru í buxum við það eða ekki. í pappírunum sem notaðir eru til að auglýsa buxurnar eru ábend- ingar frá kennurum í World Class og þar er hvergi minnst á að bux- urnar hjálpi mönnum að tapa fitu, aðeins að menn svitni í þeim enda er það tilgangur þeirra að þurrka upp vefi svo þeir virðist grennri eins og ég hélt fram. 4. Margt fólk trúir því enn að það sem fæst í apótekum hljóti að vera mjög gagnlegt, megrunar- plástrar og áðurnefndar buxur eru dæmi um að svo er ekki alltaf. 5. Það vill svo til að undirritaður er læknir sem hefur árum saman meðhöndlað og aðstoðað vel á ann- að þúsund manns við megrun. Auk þess er undirritaður áskrifandi að fjölda vísindatímarita, annarra tímarita og bóka sem fjalla ein- göngu um heilsu, hreyfingu og megrun, auk þess að vera meðlimur í fagsamtökum sem láta sig málið varða. Mér er því fullkunnugt um hvað gerir gagn og hvað ekki. Medisana buxurnar eru bara „gúmmí“ buxur sem þurrka vatn úr húðinni með hitaáhrifum. 6. Pappírar sem liggja frammi á sölustöðum eru ekki vísindagögn og er hvergi að sjá á þeim að þeir séu komnir úr vísindatímariti held- ur eru þeir auglýsing með tilvitnun- um. Niðurstaða: Því miður er allt sem Þuríður heldur fram byggt á rök- leysu og röngum fullyrðingum án nokkurra vísindalegra staðreynda. Það sem ég held fram er hinsvegar byggt á fræðilegri þekkingu, til- vitnunum í sérfræðinga og viður- kenndar tilraunir auk eigin reynslu. Þó ég þjáist ekki af appelsínuhúð, enda hreyfi ég mig mjög mikið og borða lítið rusl, þá læt ég mig aðra varða enda er það starf mitt og sannfæring. RAFN LÍNDAL, læknir. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan' hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.