Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STYRKIR UR MÁLRÆKTARS J ÓÐI Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leióbeininga um málnotkun, d) aó styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) áð veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktar- sjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, 101 Reykjavík (sími 552 4480), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar. MÁLRÆKTARSJÓÐUR Ahendingar á mjólkurumbúðum, nr. 3S af 60. Isl-enska Áhrif ensku á daglegt mál okkar eru meiri en margan grunar. Sumir segja: Hafðu góða helgi! Tekurðu mjólk í kaffið? Nú tekur þú yfir. Talandi um Jón... Betra er: Njóttu helgarinnar! Notarðu mjólk í kaffið? Nú tekur þú við. Úr því að minnst er á Jón ... Eða: Vel á minnst! Jón ... Vörumst óþörf áhrif annarra tungumála! „,*» ero*L, MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsulunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. I DAG Ást er .. . að koma henni á óvart með óvæntrigjöf. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rights reserved (c) 1Ö95 Los Angolos Times Synöicato VEÐURHORFUR næsta sólarhringinn. Gert er ráð fyrir stormi . . . VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn KONA hringdi með fyrir- spurn til þeirra sem hafa með hundaleyfi að gera og vildi vita hvort ekki væri hægt að auka þjón- ustu við hundeigendur. Um daginn var verið að tala um að lækka ætti gjöldin fyrir hundaleyfl, en væri ekki meira vit í því að halda gjöldunum óbreyttum og koma frekar með einhverja þjónustu, t.d. að setja upp ljósa- staura á Geirsnef eða bekki þannig að fólk geti sest niður. Þannig myndi þetta góða svæði nýtast mun betur en nú er, því eins og allir vita er orðið dimmt á vetrum eftir kl. 17, þegar flestir hafa að- stöðu til að viðra sína hunda. Hvorki of né van VIÐ getum ekki verið þekkt fyrir annað sem þjóð en að virða fólk að verðleikum til launa fyrir störf sín. Er ekki skömm að því hjá jafn fámennri þjóð og við erum að sum- ir skuli fá svimandi há laun á meðan aðrir eiga vart fyrir salti í grautinn? Það er til skammar að verkakona skuli eftir þ'rjú ár í fiskvinnu ekki hafa nema 51.725 krónur í kaup í dagvinnu og verka- kona í almennum störfum kr. 50.021 í dagvinnu eft- ir sjö ára starf. Þetta er samkvæmt samningi frá 21. febrúar sl. og hvort tveggja er lágmarkskaup. Til samanburðar má geta þess að lögfræðingum er heimilt að taka allt að sjö til átta þúsund krónur á tímann. Hvað flugum- ferðarstjóra varðar skul- um við óska þeim góðrar ferðar til langdvalar í út- löndum. Er ekki hægt að setja þak á laun svo einhver hemja sé á hlutunum? Rannveig Tryggvadóttir. Tapað/fundið Taska tapaðist í miðbænum BRÚN leðurhandtaska tapaðist fyrir utan Astró aðfaranótt laugardagsins 25. nóvember sl. í tösk- unni er seðlaveski sem inniheldur mikilvægar upplýsingar sem eigand- inn þarfnast sárlega vegna náms í HÍ. Ef einhver hef- ur fundið töskuna eða orð- ið hennar var er hann eða hún vinsamlegast beðinn að hafa samband við Lindu í síma 565-4918. Bindisnæla tapaðist BINDISNÆLA tapaðist fyrir u.þ.b. hálfum mánuði í Næturgalanum. I næluna eru grafnir stafirnir SGE. Ef einhver hefur fundið bindisnælu með þessari áletrun vinsamlegast hringið í síma 565-7758. Gæludýr Köttur í óskilum SVARTUR högni með hvítar hosur og hvítur á bringu hefur verið í óskil- um á Nesvegi frá 16. nóv- ember sl. Ef einhver kann- ast við lýsinguna á kisa vinsamlegast hafið sam- band í síma 561-1534 eft- ir kl. 19. SKÁK liinsjón Margcir Pctursson Svarlur leikui og vinnur STAÐAN kom upp á In- vestbankamótinu í Belgrad sem lauk á þriðjudaginn. Búlgarinn Veselin Topalov (2.695) var með hvítt, en Rússinn Vladímir Kramnik (2.755) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 38. Bb6-c5, en það dugði ekki til: 38. - Bc3+! 39. Dxc3 - a5+ 40. Kxb5 - Dxc3 og Topalov gafst upp, því hann hefur aðeins tvo biskupa fyrir drottning- una og hefur þar að auki vonlausa kóngsstöðu. Úrslit í síðustu umferðinni: » Kramnik- Beljavskí 1-0. 7 Gelfand-Lautier 6 1-0. ívantsjúk- Leko 1-0. Ad- « ams-Shirov 1-0. Miladinovic-Top- " alov 0-1. Tim- 3 man-Ljubojevic jafntefli. * Lokastaðan: 1.-2. Kramnik og 1 Gelfand, 8 v. 3. Shirov, 6‘A v. 4. Topalov, 6 v. 5.-7. Tim- man, ívantsjúk og Ad- ams, ð'/z v. 8. Leko, 5 v. 9. Ljubojevic, 4 ‘A v. 10.-11. Lautier og Beljavskí, 4 v. 12. Milad- inovic, 372 v. Skemmtikvöld skák- áhugamanna verður í kvöld í Faxafeni 12 kl. 20. Jólaskákmót grunn- skóla í Reykjavík, keppni í eldri flokki, 8.-10. bekk, fer fram sunnudaginn 3. desember kl. 11 fyrir há- degi í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Víkveiji skrifar... YÍKVERJI verður að viður- kenna að hann hrökk dálítið við, þegar hann las forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag og sá, að nú er komið upp á yfirborðið, að sænska lögreglan njósnaði um Dani og kom upplýsingum til Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni síðari. Upplýsingarnar voru sendar finnsku lögreglunni, sem síðan lak þeim til Þjóðveija. Svíar státuðu af því öll stríðsár- in, að þeir væru hlutlausir í stríð- inu og fræg er hlutleysisstefna þeirra í utanríkismálum æ síðan eða þar til þeir gerðust aðilar að Efnahagsbandalaginu. Þetta vekur og upp spurningar, hvort hlutleysi í alþjóðapólitík sé nokkuð sem unnt er að hafa í heiðri? XXX ÝLEGA heyrði Víkverji fréttir af vísindamönnum, sem voru að kanna erfðafræðilega sögu mannskepnunnar. Þeir voru að kanna með DNA-rannsóknum hve svokallaður y-litningur væri gam- all, en það ku vera sá litningur, sem myndaði manninn, þ.e.a.s. þá skynigæddu veru sem maðurinn er. Vísindamennirnir telja að fyrsti einstaklingurinn, sem gæddur hafi verið þessum y-litningi, hafi komið fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir um 180.000 árum. Þeir hafa þegar nefnt þennan fyrsta einstakling, sem þessi byltingakennda stökk- breyting varð í, og auðvitað kalla þeir hann Adam. Paradís hefur þá væntanlega verið samkvæmt því í Afríku. En það sem einnig er merkilegt við þessa sögu, er að sá litningur Evu, sem myndar manninn, þegar hann mætir þessum y-litningi Ad- ams, hefur samkvæmt þessum sömu rannsóknum komið fram fyr- ir 200.000 árum. Eva er því um 20 þúsund árum eldri en Adam og stangast það, eins 0g allir sjá, veru- lega á við frásagnir Biblíunnar. Biðin hjá Evu hefur því verið bæði löng og ströng unz hún hitti sinn heittelskaða í Paradís Afríku, séu þessar rannsóknir vísindamann- anna á rökum reistar. XXX * IBLAÐI Blindrafélagsins, sem Víkveiji fékk heim til sín á dög- unum, er félagið að óska eftir því, að þeir tölvueigendur, sem eru að fá sér nýjar tölvur, gefi félaginu gömlu tölvuna. Menn séu oft í vand- ræðum með gömlu tölvurnar með örgjafanum 286, viti ekki hvað við þær eigi að gera. Félagið, sem eins og mörg slík, er ekki fjáð, en tölvur með þessum örgjafa, sem,flestum finnst nú allt of hægur, geta nýzt blindum úti um allt land. Með að- stoð slíkrar tölvu geta blindir nefni- lega lesið Morgunblaðið daglega. Það er því rofin mikil einangrun blinds fólks, fái það gamla tölvu til dagblaðalesturs. í þessu sama riti er það skýrt út fyrir lesendum þess, hvernig blindir geti lesið Morgunblaðið. A hveijum morgni hringir tölva Blindrafélagsins í tölvu Morgun- blaðsins og fær allan texta blaðs- ins, sem þá er að koma út. Um leið og textinn er fenginn, hringir tölvan úþ til blindra áskrifenda Morgun- biaðsins, sem geta rétt eins og allir aðrir lesið blaðið daglega með að- stoð talgervils. Unnt er að lesa allt efni blaðsins, eða aðeins fyrirsagn- ir, ef vilji stendur aðeins til þess, með aðstoð tölvunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.