Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 63
I MORGUN BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 63 \ I I I I 1 í I i i i i i i i i i í í 15 ára afmæli SÁÁ á Staðarfelli HALDIÐ verður upp á 15 ára af- mæli meðferðarheimilis SÁÁ að Staðarfelli í Dölum laugardaginn 2. desember nk. Fyrrum vistmenn og velunnarar Staðarfells eru boðn- ir velkomnir í afmæliskaffi eftir hádegið. Rútuferð verður frá Vogi kl. 10.30 á laugardaginn. Starfsemi SAÁ að Staðarfelli hófst 29. nóvember 1980. Mikil þörf var á eftirmeðferðarheimiii til viðbótar við eftirmeðferð SÁÁ að Sogni í Ölfusi. Helsti hvatamaður að því að fá afnot af húsakynnum að Staðarfelli undir þessa starfsemi var Hilmar Helgason, fyrsti formað- ur SÁÁ. Frá því Staðarfell tók til starfa hafa um 5.000 einstaklingar komið þangað til meðferðar. Yfir- læknir á Staðarfelli er Þórarinn Tyrfingsson og dagskrárstjóri er Hjalti Björnsson. Einnig starfa þar ráðgjafar og fólk við matseld. Vist- menn sjá sjálfir um þrif og þvotta. Jólakaffi Hringsins HIÐ árlega jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins verður haldið sunnudajg- inn 3. desember kl. 14 á Hótel Is- landi. í marga áratugi hafa Hringskon- ur unnið af miklum dugnaði að mannúðarmálum. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans. í næstu framtíð verður byggður full- kominn, sérhannaður barnaspítali. Hringskonur hafa lofað 100 millj- óna króna framlagi til bygginga- framkvæmdanna. Hringurinn hefur átt því láni að fagna að almenning- ur sýnir félaginu mikinn áhuga og velvilja. Ýmis skemmtiatriði verða, m.a. tískusýning barna, söngur, listdans og hið vinsæla happdrætti, þar sem í boði eru ferðavinningar, glæsileg- ar matarkörfur og margt fleira. Morgunblaðið/Björn Björnsson LÓUÞRÆLAR skemmta gestum á Hótel íslandi. Norðlenskir skemmtikraftar á Hótel íslandi Stytta Reykvík- ingum skammdegið Sauðárkróki. Morgunblaðið. Undanfarna vetur hefur það gerst æ oftar að skemmtikraftar af Norð- urlandi og Hótel ísland hafa tekið höndum saman og haldið norðlenskt kvöld á hótelinu. Hafa samkomur þessar vakið verðskuldaða athygli og alla jafna verið fjölmennar, enda gleðskapur, söngur og hverskyns gamanmál í hávegum haft. Með fengna reynslu í huga er slíkt kvöld fyrirhugað á Hótel ís- landi föstudagskvöldið 1. desember nk. Skemmtikraftanir og hljóm- sveitin koma að norðan og veislu- stjóri verður hinn góðkunni Geir- mundur Valtýsson, en hljómsveit hans leikur fyrir dansi að loknu borðhaldi og skemmtidagskrá. Fram koma þrír kórar, Rökkur- kórinn úr Skagafirði undir stjórn Sveins Arnasonar, en með kórnum syngja einsöng og tvísöng Sigur- laug H. Maronsdóttir, Hjalti Jó- hansson, Ásgeir Eiríksson, Elva Björk Guðmunsdóttir, Björn Sveins- son, Hallfríður Hafsteinsdóttir og Ragnar Magnússon; Karlakórinn Lóuþrælar undir stjórn Ólafar Páls- dóttur og síðast en ekki síst söng- hópurinn Sandlóur, kvennakór úr hópi eiginkvenna Lóuþrælanna og taka þær lagið við undirleik Þor- valdar Pálssonar. Þá mun Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík, syngja nokkur lög, Hjálmar Jónsson, alþingismaður, fer með gamanmál og nokkrir af betri hagyrðingum landsins láta kviðlinga fjúka undir stjórn Eiríks Jónssonar. SÖNGHÓPURINN Sandlóur skemmtir í höfuðborginni. FRÉTTIR PÖRIN sem fara á Norðurlandamótið, en myndin er tekin í lok 5+5 dansa keppni í nóvember. 10 pör taka þátt í Norðurlandamóti í dansi N ORÐURL AND AMÓT í dansi fer fram í Tampere í Finnlandi laugardaginn 2. desember nk. og munu 10 pör taka þátt í keppn- inni. Pörin sem taka þátt í þessari keppni eru á aldrinum tíu ára til rúmlega fertugs en með í för eru mörg af okkar bestu danspörum sem hafa getið sér gott orð er- lendis. Keppnin hefur verið haldin árlega til skiptis á Norðurlönd- unum en islenskir keppendur tóku þátt í keppninni í fyrsta skipti sem landslið á síðasta ári. Árangur þeirra var með miklum ágætum og komu þau heim með einn Norðurlandatitil ásamt því að fjögur pör komust í sex para úrslit. Jólastrætó á Lauga- veginum SÉRSTAKUR jólastrætó verður í akstri hjá SVR laugardaginn 2. desember. Vagninn ekur niður Laugaveg og upp Hverfisgötu frá kl. 13-16 og verða ferðir á 5 mín- útna fresti. Ókeypis verður í jóla- strætó þennan dag. Fyrsta ferð verður kl. 13 frá Hlemmtorgi. Vegfarendur eru hvattir til að nýta sér þessa þjón- ustu t.d. með því að skilja bílinn eftir heima og taka strætó úr sínu heimahverfi niður í bæ. Jólastrætó- inn tryggir öruggar samgöngur milli Hlemmtorgs og Lækjartorgs. Ýmsar uppákomur verða á Laugaveginum og í vögnunum í til- efni dagsins og hver veit nema jóla- sveinarnir fáist til að sjá um akstur- inn. Börnin ættu því að hafa Snægju af því að fara í jólastrætóinn laugar- daginn 2. desember, segir í fréttatil- kynningu frá SVR. -----♦ ♦ ♦---- Kveikt á jólatrjám á Laugavegi LAUGARDAGINN fyrir fyrsta sunnudag í aðventu kl. 13 verður kveikt á jólatijám við Laugaveginn. Verslunareigendur hafa skreytt og fegrað götuna til þess að koma fólki í jólaskap. í förum verða sérmerkt- ir jólastrætisvagnar frá klukkan 13 og aka þeir á 5 mínútna fresti fólki að kostnaðarlausu. Lokað er fyrir annarri umferð frá kl. 13-16. Á svæðið mætir Magnús Schev- ing, sem áritar bók sína „Áfram Latibær" í bókabúð Æskunnar og í áningarstöðinni á Hlemmi og í Vínberinu verður Gunnar Kvaran hf. með kókómaltkynningu frá Nesquik. Kynningarfólk frá fyrir- tækinu verður utan dyra með heitt á könnunni. Þá býður O. Johnson & Kaaber upp á Ríó-kaffi og Págen- piparkökur í áningarstöðinni að Hlemmi. Þessar kynningar eru báð- ar frá kl. 12-16. Minna má einnig á að miðdegis- tíð, stutt helgistund, er í Kirkjuhús- inu hvern miðvikudag kl. 12. í frétt frá Laugavegssamtökunum er minnt á bílastæðahús, sem opin eru | án gjaldtöku á laugardögum. ■ NÝLEGA var opnuð kvenfata- verslun, Verslunin Hennar, að Skólavörðustíg 8. Þar er seldur fatnaður frá Bandaríkjunum, m.a. frá Evan Picone og Jones New York. Á myndinni er eigandi versl- unarinnar, Jóhanna Guðnadóttir. •.....♦ ♦■■♦----- Fundur um kynþátta- kærleik MÁLFUNDUR verður haldin um kynþáttakærleik í samkomusal Njarðvíkurskóla laugardaginn 2. desember nk. kl. 14. Ákveðið var að efna til þessa málfundar vegna mikillar umræðu í þjóðfélaginu um málefni nýbúa. Fundarstjóri verður Drífa Sigfús- dóttir, forseti bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar. Framsögumenn verða Jóhanna K. Eyjólfsdóttir frá Amnesty Intern- ational, Sigurður I. Jónsson frá Ba- há’i-samfélaginu, Amal Qase, nýbúi frá Sómalíu, sr. Ólafur Oddur Jóns- son eða sr. Sigfús B. Ingvarsson frá Þjóðkirkjunni og Einar S. Jónsson frá Norrænu mannkyni. ------♦••♦ ♦----- ■ HOLLENSK-íslcnska félagið heldur upp á afmæli heilags Nikul- ásar laugardaginn 2. desember, en hátíðin er mesta barnahátíð Hollend- inga. Heilagur Nikulás kemur til Reykjavíkur ásamt þremur svörtum Pétrum og tekur á móti gestum í Miðstöð Nýbúa, Faxafeni 12, kl. 15.30. Allir Hollendingar og vinir Hollands eru velkomnir. Félags- mönnum er boðinn ókeypis aðgangur en aðgangseyrir fyrir aðra er 150 kr. Annað niðjamót Longættar FÉLAG niðja Richards Long (1783-1837) heldur aðalfund og niðjamót í Átthagasal Hótels Sögu laugardaginn 2. désember nk. Að- gangseyrir er 500 kr. Aðalfundastörf hefjast kl. 14 en önnur dagskrá kl. 15 með ávarpi formanns, Eyþórs Þórðarsonar, skjalavarðar. Á eftir honum segir Gunnlaugur Haraldsson, þjóðhátta- fræðingur, stuttlega frá útgáfu um ættina og skýrir hvernig niðjar geta veitt lið. Áður en Unnur Þóra Jökulsdóttir les úr bók Bjargar Einarsdóttur, Ur ævi og starfi íslenskra kvenna, bindi II, um Þórunni Ríkharðsdótt- ur, athyglisverðan ættingja, verður gefið dálítið hlé til þess að gestir fái færi á að rabba saman yfir kaffi- bolla eða annarri hressingu. Dag- skránni lýkur um kl. 16 með því að Laufey Helga Geirsdóttir; söng- kona, syngur við undirleik Ásdísar Ríkharðsdóttur. Fundarstjóri er Þór Jónsson, fréttamaður. ----♦ ♦ ♦-- Kvikmyndir og mynd- bandagerð NORRÆNA húsið, í samstarfi við ÍTR og Hitt húsið, mun standa fyr- ir dagskrá helguð kvikmyndum,' myndböndum og framleiðslu þeirra m.a. í samvinnu við börn og ungl-' inga laugardaginn 2. desember kl. 10-16 í Norræna húsinu. Fjallað verður um stuttmyndir, heimildarmyndir, kvikmyndir, myndbönd og framleiðslu þeirra. Sýnd verða myndbönd framleidd af norrænum ungmennum en einnig „Grænsen", margverðlaun mynd frá Den Danske Filmskole. KIN -leikur að liera! Vinningstölur 29. nóv. 1995 4 *6» 19*22 « 24 * 25 * 30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.