Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 45 AÐSENDAR GREINAR Kalið hjarta o g þaninn strengur Opið bréf til Matthíasar Johannessen FRANSKA kvikmyndin Kalinn á hjarta (Un cæur en hiver) var ný- lega tekin til sýningar á kvik- myndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins. Ég hafði spurnir af því, að myndin hefði vakið athygli er- lendis, og beið eftir henni með lang- þreyttri óþreyju þeirra, sem þykir miður að þurfa oft að bíða misser- um saman eftir því, að áhugaverð- ar kvikmyndir berist til landsins. Þessi mynd var biðarinnar virði. Aftur á móti komu viðbrögð gagn- rýnanda Morgunblaðsins óþægi- lega við mig, en þar var birtur stuttur dómur um myndina 16. nóvember (bls. 24). Myndin fékk eina og hálfa stjörnu og umsögn, sem ekki er líkleg til að hvetja Is- lendinga til að gefa henni gaum. Sú umsögn er tilefni þessa bréfs. Gagnrýnandinn lýsir myndinni með þessum orðum: „Kalinn á hjarta er lítið, persónulegt og eink- ar franskt drama um hinn sívin- sæla franska ástarþríhyrning. Hún fjallar auðvitað um ástina en ekki síst um óendurgoldna ást og ást- leysi. Hún er um mann sem er ekki þess umkominn að elska af einhverjum ástæðum sem auðvitað eru aldrei skýrðar enda Frakkar Alþjóða alnæmisdagurinn Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áætlaði um mitt ár 1995 að þá væru meira en 20 milljónir manna smitaðir, þar af 1,5 milljón- ir barna, af HÍV-veirunni frá því að faraldurinn hófst. Um mitt ár 1994 var þessi tala áætluð vera 14 milljónir. Það er talið að á degi hverjum smitist að minnsta kosti 6.000 fullorðnir og 500 börn. Áætl- að er að árið 2000 verði allt að 40 milljónir manna smitaðir, það er eftir 4 ár. HlV-veiran er nú komin til nær allra landa í heiminum og hún breið- ist hraðar út en alþjóðlegar ráðstaf- anir til að stöðva faraldurinn ráða við. í júní á þessu ári höfðu að minnsta kosti 672.000 manns smit- ast í Evrópu og þar af eru 174.000 þegar látnir. Mun fleiri eru smitað- ir en vitað er og mun fleiri verða fyrir áhrifum alnæmis en þeir smit- uðu. Fjölskyldur, vinir, félagar og fjölda annarra. Á síðustu tveim til þremur árum hefur fjöldi unglinga og ungs fólks sem greinst hefur með HlV-veiruna aukist um 77%. í Bandaríkjunum er alnæmi fimmta algengasta dauðaorsök kvenna á aldrinum 15-44 ára. Það er áætlað að árið 2000 verði 10 milljón börn munað- arlaus af völdum alnæmis. En hvað með ísland? Þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur? í ársbyijun 1995 hafði 91 aðili greinst með HlV-veiruna á íslandi frá því að hennar varð fyrst vart hér árið 1985. Þar af voru 25 látn- ir. Landlæknisembættið áætlar að fyrir hvern einstakling sem greind- ur er smitaður hér á landi séu lík- lega einn til tveir sem hafa ekki hugmynd um að þeir séu smitaðir. Hér hefur að meðaltali einn HIV- jákvæður einstaklingur greinst á mánuði. Við þurfum að hafa áhyggjur. Höfundur er formaður alnæmis- sumtaknnim. ALÞJÓÐA alnæmis- dagurinn 1995, undir kjörorðinu; Sameigin- leg réttindi - Sameig- inleg ábyrgð. í áttunda sinn er haldinn alþjóðlegur al- næmisdagur. Af hverju? Alþjóða al- næmisdagurinn er ár- leg herferð til að auka umfjöllun um HIV og alnæmi um allan heim og þrýsta þannig á að gripið verði til viðeig- andi ráðstafana. Hann var haldinn í fyrsta sinn 1988, eftir að fundur heilbrigðisráð- herra allstaðar að úr heiminum bað um aukið umburðarlyndi og aukin samskipti og upplýsingar um HIV og alnæmi. Fyrsta kjörorðið var; Sameinum alheims krafta, og allt frá því hafa þjóðir heimsins samein- ast um að helga 1. desember barátt- unni gegn alnæmi. Alnæmisamtökin á íslandi voru stofnuð 5. desember 1988, aðeins 4 dögum eftir fyrsta alþjóða al- næmisdaginn. Upphaflega hétu samtökin Samtök áhugafólks um alnæmisvandann og það eru þau sannarlega ennþá. Samtökin telja aðeins rétt rúmlega 300 félags- menn sem verður að telja heldur fátæklegt fyrir samtök sem snúast um mál sem er svo alvarlegt og snertir okkur öll. Ástæðan fyrir þessu er sú að við höfum aldrei reynt að afla okkur félaga heldur aðeins tekið vel á móti þeim sem til okkar koma. Það stendur til að breyta þessu og freista þess að auka félagafjöldann til muna. Með því vonumst við til að draga úr fordómum, gera alnæmi sýnilegra í samfélaginu í stað þess að fela það (það hverfur ekki þótt við lát- umst ekki sjá það), fá sem flesta til að axla sinn hluta af sameigin- legri ábyrgð okkar allra og síðast en ekki síst gera sam- tökin nægilega sterk til að sinna forvarnar- starfi í framtíðinni. Að þessu sinni ætla Alnæmissamtökin á ís- landi, í samvinnu við Levi’s-búðina og The Body Shop, að standa fyrir sölu á rauða borðanum, en hann er alþjóðlégt tákn alnæm- is. Rauði borðinn verð- ur til sölu i þessu versl- unum allan desember- mánuð og hinn 1. des- ember verða aðilar frá Alnæmissamtökunum staddir í fyrrnefndum verslunum og munu þeir svar spurn- ingum fólks. Með því að kaupa og bera rauða borðann hjálpar þú okkur að vinna gegn fordómum og gera alnæmi sýnilegt í þjóðfélaginu, þú sýnir sam- úð og stuðning með þeim sem eru Rauði borðinn verður seldur á alþjóða alnæm- isdaginn. Eggert Sig- urðsson segir frá Alnæmissamtökum á íslandi. smitaðir og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis og þú leggur mikilvægum forvörn- um lið. Auk þess að selja rauða borðann ætlum við að fara þess á leit við fólk að það gangi til liðs við samtökin. Það er hægt að gerast meðlimur með því að hringja á skrif- stofu félagsins í síma 552-8586 eft- ir hádegi virka daga en einnig verð- ur hægt að skrá sig í félagið í Le- vi’s-búðinni og í The Body Shop. En af hveiju allt þetta umstang? Eggert Sigurðsson ekki tilbúnir að útskýra ást í smáatriðum. . .. Því fylgir að hann er einstaklega óspenn- andi persóna, sérstak- lega eins og Daniel Auteuil leikur hann. . . . Frakkinn er ná- kvæmlega sama ráð- gátan í byijun mynd- arinnar og endi og satt að segja hættir maður að hafa áhuga á honum löngu áður en myndin er búin.“ Gagnrýnandinn ger- ir sáralitla grein fyrir aðstandendum kvik- myndarinnar. Engin deili eru sögð á leikstjóran- um Claude Sautet og engir aðrir nefndir að undanskildum tveimur leikurum í aðalhlutverkum, Daniel Auteuil í hlutverki fiðlusmiðs og Emmanuelle Béart, sem leikur ung- an fiðluleikara. Það kemur ekki fram, að gagnrýnandinn þekki til þessa fólks. Hann nefnir t. d. ekki, að Auteuil er þekktur leikari, sem hefur áður sézt í Reykjavík í mynd- um, sem menn kynnu að þekkja til, og getur þess ekki, hvort Béart hafi þreytt hér frumraun sína í kvikmyndaleik eða hver önnur við- fangsefni hennar hafi verið. Aðrir leikarar eru ekki síður forvitnilegir, en enginn þeirra er nefndur á nafn, né heldur lýst frammistöðu þeirra. Sjaldan stendur á ítarlegum upp- lýsingum um myndir frá Banda- ríkjunum og Bretlandi, leik- stjóra og leikara. Þá er oft lögð heil síða undir kynningu á nýrri mynd, og dómur birt- ist nokkru seinna. Ekki ætla ég að kenna blaðamönnum Morg- unblaðsins einum um þau skökku hlutföll, að myndir frá öflugum framleiðendum í þess- um löndum virðast iðulega fá meira rými í blaðinu en aðrar. Vit- anlega er.þessi skipting ekki skörp, og stundum eru kvikmyndir á öðr- um tungum en ensku kynntar vel. Mér sýnist líka, að kínversku mynd- inni Áð lifa, sem var gagnrýnd á sömu síðu Morgunblaðsins, séu gerð heldur rækilegri skil þar en þeirri frönsku. Hins vegar væri fróðlegt að vita, hvetjar aðstæður gagnrýnenda blaðsins eru, þ. e. að hve miklu leyti þeir fá upplýs- ingarnar frá kvikmyndahúsum borgarinnar, hversu miklum tíma þeir geta varið til að kynna sér einstakar kvikmyndir eða hvernig þeim er skammtað rými á síðum blaðsins. Þegar lengra leið á blaðadóminn, hrökk ég enn við: „Engin tónlist er í myndinni, aðeins samræður, tal- andi hausar í nærmynd, lítil sem Guðrún Þórhallsdóttir Gagnrýnandinn gerir sáralitla grein fyrir aðstandendum kvik- myndarinnar, segir Guðrún Þórhallsdótt- ir. Engin deili eru sögð á leikstjóranum Claude Sautet og engir aðrir nefndir að undanskild- um tveimur leikurum í aðalhlutverkum. engin hreyfing, ekkert fyrir auga og eyru annað en endalaus samtöl og maður kemst ekki hjá því að hugsa af hveiju þetta var ekki skrifað og leikið fyrir útvarp. Hið þrönga sjónarhom gerir myndina óttalega langdregna og maður upp- lifir hana eins og langan aðdrag- anda að einhveiju sem aldrei verð- ur.“ Þess er getið í dómnum, að sögu- sviðið er „tónlistarheimurinn í Par- ís“, en því má bæta við, að kven- hetjan, fiðluleikarinn, er að æfa fyrir upptöku geisladisks, og mynd- in stendur sem hæst á upptökudag- inn. Umboðsmaður hennar og aðdáendur fylgjast með æfingum og upptökum og áhorfendur mynd- arinnar með, svo að tónlistin fyllir sýningarsalinn, og tónverkin eru nafngreind. Er þá engin tónlist í myndinni? Ekkert fyrir auga og eyru annað en endalaus samtöl? Einhveijum gagnrýnanda hefði áreiðanlega þótt fegurð unga fiðlu- leikarans eitthvað fyrir augað. Það var ekki síður athyglisvert að fylgj- ast með henni leika á fiðluna og taka eftir því, að ekki var klippt snöggt milli andlitsmynda og nær- mynda af höndum og þannig kom- ið upp um, að ieikkonan legði að- eins til andlitið, en fiðluleikari hendurnar og hljóðfæraleikinn. Mínum leikmannsaugum sýndist hér vera vel að verki staðið, og mér leikur forvitni á að frétta, hvort Emmanuelle Béart er fiðluleikari, sem fenginn var í hlutverkið þess vegna, eða menntaður leikari, sem tókst listilega að blekkja áhorfand- ann. Um þetta fræddi gagnrýni Morgunblaðsins mig ekki. Á gagnrýnandinn við, að ekki sé leikin tónlist undir í þeim atrið- um, sem fara ekki fram í æfinga- herbergi eða upptökusal? Mér virt- ist það einmitt þaulhugsað, hvernig kraftmikil tónlistaratriðin skiptast á við kyrrðina á fiðluverkstæðinu, þar sem fiðlusmiðurinn gengur yfirvegaður og vandvirkur til sinna nákvæmnisverka. Því andrúmslofti hefði útvarpsleikrit varla komið jafnvel til skila. Leikstjórinn gefur* sér góðan tíma til að lýsa sam- bandi hans við eiganda verkstæðis- ins, félaga og keppinaut um ástir stúlkunnar, og aðrar persónur. Áhorfandinn fær næði til að ráða í orð og svipbrigði og glíma sjálfur við þá ráðgátu, sem gagnrýnandi blaðsins virðist kvarta undan að fá ekki svar við. í þessari mynd eru átök í orðum og athöfnum og raf- magn í þögninni, sem áhorfendur færu á mis við, ef hraðinn væri meiri eða tónlist væri sífellt leikin undir. Ég er hvorki sérfróð um fiðlu- leik, kvikmyndagerð né franska menningu. Það er ekki mitt að ^ meta, hvort mæla beri með mynd- inni fiðlunnar vegna, og það stend- ur aðstandendum Alliance Fran^a- ise nær að dæma um, hvort umfjöll- un Morgunblaðsins sýni franskri kvikmyndalist virðingarleysi. Ég ætla heldur ekki að deila við þenn- an gagnrýnanda um smekk, en mælist til þess við Morgunblaðið, að dómar um kvikmyndir verði vel unnir og veiti fyllri upplýsingar en þessi. Hins vegar lízt mér illa, Matthí- as, á þá skoðun, sem heyrist stund- um um þessar mundir, að myndir, sem eru „of litlar fyrir hvíta tjald- ið“, eigi ekki erindi í kvikmynda- hús. Eins þykir mér sú afstaða sorgleg, að kvikmynd sé ekki mynd með myndum, nema þar sé ýtt undir spennu með hraða og há- vaða; nýyrðið „spennutryllir" segir sína sögu. Ég óttast, að íslending- um verði ekki kennt að njóta þess, að hægt er að segja látlausa sögu á áhrifamikinn hátt í kvikmynd með þeirri stillingu hraða og hljóðs, sem hæfir efninu. Myndir á borð við Kalinn á hjarta þurfa á góðri kynningu fróðra smekk- manna að halda, því að minna fer fyrir þeim í auglýsingum en hin- um, sem draga sjálfkrafa að sér fjölda gesta hérlendis út á aðsókn- armet vestan hafs. Það er þeim mun meiri hætta á, að þær standi stutt við í Reykjavík, og það þarf að ýta við þeim, sem þær eiga erindi við. Fólk þyrfti að geta treyst því, að umsögn Morgun- blaðsins væri vönduð. Eiga ekki allar listgreinar það skilið, Matthías, að dómar blaðsins beri þess merki, að höfundar þeirra skynji, að landið hættir að vera jarðneskt, þar sem jökulinn ber við loft, og að þögnin getur verið eins og þaninn strengur? Höfundur er lektor / íslenzkri málfræði við H&skóla. íslands. Velúr - velúr - velúr Innifatnaður og sloppar í úrvali Falleg jólagjöf Laugavegi 4, sími 551 4473. Jólatiald Flugbjörgiinarsveitarmnar veröur milli Kringlunnar og Borgarkringlunnar frá og með 8. desember fram til áramóta. í þessu upphitaða 220 fm risatjaldi verður sannkölluð jólastemmning. Áhugasamir, sem óska að leigja bása, vinsamlegast hafið samband sem fyrst í síma 569 4250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.