Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.12.1995, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 ERLENT Verkföll breiðast út í Frakklandi París. Reuter. ÁSTANDIÐ í frönsku þjóðlífi versn- aði til muna í gær er starfsmenn póstþjónustunnar, raforkuveitn- anna og gasfyrirtækja í eigu hins opinbera lögðu niður vinnu í mót- mælaskyni við fyrirhugaðar efna- hagsráðstafanir ríkisstjómar Alains Juppe. Þá voru tölur yfir atvinnu- leysi í október birtar í gær og þykja þær endurspegla minni hagvöxt. Að sögn atvinnumálaráðuneytis- ins óx atvinnuleysið um 0,3% í októ- ber þegar tekið hefur verið tillit til árstíðasveiflna. Er það nú 11,5%. Bæði atvinnuleysistölur og minnkandi vöxtur landsframleiðslu þýðir að stjórnin verður að grípa til ráðstafana til þess að auka tiltrú atvinnurekenda og neytenda. Vikuverkfall Sjöunda daginn í röð sátu starfs- menn frönsku járnbrautanna heima vegna mótmælaaðgerða gegn að- gerðum ríkisstjórnarinnar sem ráð- gerir að draga úr ríkisútgjöldum og umbylta velferðarkerfinu. Verkfall járnbrautarstarfsmanna hefur leitt til mikilla umferðarörð- ugleika og franska lögreglan áætl- aði, að bílalestirnar í og við París hefðu verið 520 km langar. Samkeppni mótmælt Stór hluti póstmanna lagði niður vinnu í gær og var 50 af 139 póst- flokkunarstöðvum landsins því lok- að. Starfsmenn almenningssam- gangna víða um land mættu ekki til vinnu í gær og af sömu sökum lamaðist starfsemi rafmagnsveitna og gasfyrirtækja. Starfsmenn raf- veitnanna lögðu niður vinnu í sólar- hring í mótmælaskyni við ákvarð- anir Evrópusambandsins (ESB) um að opnað verði fyrir samkeppni á raforkumarkaði. Ráðlögðu útvarps- stöðvar fólki að ganga fremur upp Reuter ALGENG sjón í París þessa dagana; hjólhestar hlekkjaðir við girðingar og rekkverk. og niður stiga í háhýsum til þess að eiga ekki á hættu að lokast inni í lyftu ef rafmagn færi af. Þessu til viðbótar hófu stúdentar víðs vegar um Frakkland aðgerðir í gær til þess að mótmæla niður- skurði á fjárframlögum til mennta- mála og ofsetningu í skólum. Komið , hcettur að vinna, slappa af. Ég sé hana fyrir mér - hugsa um hana, tek GSM - hringi. Hœ, hvað segirðu? Alít gott, segir hún. Njósnastarfsemi Bandaríkjamanna Miðlar á mála til einhvers gagns? Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefur um árabil nýtt sér þjónustu miðla til að komast að hernaðarleyndarmálum erlendra ríkja. Að því er sagði í bandaríska dagblaðinu The Washington Post í gær deiia varnarmálaráðuneytið og bandaríska leyniþjónustan, CIA, nú um gagnsemi þess að notast við hæfileika miðla í þessu skyni. Að sögn bandariskra embættis- manna hefur m.a. verið leitað til miðla í þeirri von að þeir geti veitt upplýsingar um Bandaríkjamenn sem lent hafa í höndum mannræn- ingja. Munu miðlarnir þá hafa ein- beitt sér að þessu verkefni með dularsálarfræðilegum hætti og get- að veitt upplýsingar fyrir tilstilli svonefndrar „fjarskyggni". í fyrrasumar ákvað Bandaríkja- þing að leyniþjónustan bandaríska skyldi yfirtaka þessa starfsemi sem fram til þess tíma hafði verið á könnu varnarmálaráðuneytisins. Ráðamenn CIA ákváðu að gerð skyldi rannsókn á gildi þessarar starfsemi og liggur fyrir skýrsla þar sem efast er um ágæti hennar. Húsaskoðun og kafbátasmíði Starfsmenn varnarmálaráðu- neytisins standa hins vegar með miðlunum og fullyrða, að hæfileik- ar þeirra hafi komið að notum. Þannig er því haldið fram að mið- ill hafi veitt mikilvægar upplýs- ingar um kafbátasmíði Sovét- manna árið 1979 og með „fjar- skyggni“ hafi verið unnt að afla upplýsinga um herbergjaskipan og fleira í byggingum erlendis. Síðustu fimm ár munu þrír miðl- ar hafa verið á mála hjá varnar- málaráðuneytinu og störfuðu þeir í Fort Meade í Maryland-ríki þar til í júní í fyrra er CIA tók við rekstrinum. Áð sögn Ray Hyman, tilraunasálfræðings við Oregon- háskóla, voru mest sex miðlar að störfum á síðustu tveimur áratug- um innan áætlunar þessarar sem gekk undir nafninu „Stargate". Hyman segir að um 11 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 700 millj- ónum króna, hafi verið varið í þessu skyni frá miðjum síðasta áratug og þar til fyrir nokkrum árum. Engar sannanir „Þótt tilraunir hafi verið gerðar í tíu ár liggja engin gögn fyrir sem sanna gildi íjarskyggni," segir í skýrslu CIA og því bætt við að ekkert hafi komið fram sem rétt- læti að áfram verði notast við þjón- ustu miðla. Einnig segir að miðlun- um hafi verið falin ýmis verkefni; þeir hafi verið beðnir um að kom- ast að tilgangi sovéskar ratsjár- stöðvar í Tadzhíkístan árið 1987, grennslast fyrir um starfsemi í lí- býskum þjálfunarbúðum og „finna" skip sem bandaríska strandgæslan taldi að flyttu eiturlyf til Kaliforníu og Florída árið 1988. Get ekki veríð lengi, segi ég, þú veist tuttugu fimin og ailt það. Hún segir NEl. Hún segir sex, hvað meinarðu? Sex, þó er það betra, þá getum við verið iengur, í aiia nótt og um iíka. Ég fylgi ekki segi ég. Jú, segir hún, aðeins sextán. Ertu að meina sex eftir sextán? Nei, ég meina sextán og sextíu eftir sex - í alia nótt og alia heigina. Þú meinar krónur? Já, ekki tuttugu og fimm heldur ' , ég meina eftir sex kostar aðeins sextán og sextíu. Þú ESlfl JOLAHLAÐBORÐ Frá 1. til 23. desember bjóðum við okkar ljúffenga jólahlaðborð. Opið alla daga frá 12 - 14 og 18 - 22. Verð kr.1390.- í hádeginu og 1990.- á kvöldin. ' Pantið tímanlega í síma 568-9566 Munið skötuhlaðborðið í hádeginu á Þorláksmessu. ESJA Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.