Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 54
"54 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DANÍEL ÁGÚST DANÍELSSON + Daníel Ágúst Daníelsson fæddist 21. maí 1902 að Hóli í Ön- undarfirði. Hann andaðist í Reykja- vík 22. nóvember sl. Foreldrar hans voru Daníel Bjarnason, smiður og útvegsbóndi, og kona hans, Guðný Kristín Finnsdótt- ir. Þau bjuggu lengst á Suðureyri við Súgandafjörð, en fluttust til Reykjavíkur 1930. Systkini Daníels voru í ald- ursröð þessi: Guðrún, ljósmóð- ir, giftist Jóni S. Jónssyni, sjó- manni, þau bjuggu í Reykjavík. Var Guðrún vel þekkt og happa- sæl ljósmóðir þar um þrjátíu ára skeið. Þau eru bæði látin; Guð- mundur Jónj vélstjóri. Drukkn- aði ungur. Okvæntur og barn- laus; Berta, giftist Alexander Jóhannessyni, sjómanni. Þau eru bæði látin; Bjarni, vélsljóri. Drukknaði 17 ára. Ókvæntur og barnlaus; Finnur G.K., skip- stjóri, kvæntur Guðmundu Pét- ursdóttur. Þau búa á Akureyri. Daníel var næstyngstur systkina sinna. Eiginkona Daníels 10. júní 1938 var Dýrleif Friðriksdóttir, yósmóðir frá Efri-Hólum í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, fædd 14. október 1906, d. 18. júní 1994. Börn þeirra eru: Guðný, læknir. Maður hennar er Páll Kristjánsson, bankamaður. Böm þeirra em Dýrleif og Kristján Páll. Guðný var áður gift Haraldi G. Haraldssyni, leikara, og eiga þau tvö böm: Daníel Ágúst og Söm; Friðrik, efna- verkfræðingur, kvæntur Ingibjörgu Kristínu Benedikts- dóttur, héraðsdóm- ara. Böm þeirra em Dýrleif, Kristín og Benedikt; Bjarni, framkvæmdasljóri Norræna menning- arsjóðsins, kvæntur Valgerði Gunnars- dóttur, sjúkraþjálf- ara. Böm þeirra em Dýrleif Dögg, Finn- ur og Daníel. Áður en Daníel kvæntist eign- aðist hann soninn Hörð Rafn, framkvæmdastjóra, kvæntan Kristínu Þorkelsdóttur. Böm þeirra em Heiðar, Daði og Þor- kell. Móðir Harðar Rafns, Sig- ríður Jónsdóttir, er nú látin. Áfanga í læknisnámi tók Daníel við The University of California. Hingað heim kom hann 1930 og lauk cand.med.- prófi frá Háskóla íslands 1935. Eftir kandidatsárið á Landspít- alanum var hann héraðslæknir í ýmsum læknishémðum, m.a. Hesteyrarlæknishéraði 1938 til 1939 og starfandi læknir á Siglufirði frá 1939 til 1944. Hann fékk veitingu fyrir Svarf- dælalæknishéraði með aðsetri á Dalvík 1944 og gegndi því embætti til 1972, að hann lét af embættisstörfum fyrir ald- urs sakir. Eftir lát konu sinnar bjó Daníel einn í húsi sínu, Árgerði, þar til hann fór til Reykjavíkur 27._ október sl. vegna sjúkleika. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. DANÍEL ólst upp á Vestfjörðum, aðallega á Suðureyri við Súganda- fjörð. Stundaði hann þar eins og flestir aðrir aðallega sjómennsku. A Suðureyri starfaði á uppvaxtarár- um hans íþróttafélagið Stefnir og var Daníel um tíma formaður þess. Daníel og félagar hans í Stefni höfðu brennandi íþróttaáhuga og æfðu m.a. af kappi glímu og sund. Hlaut Daníel verðlaun fyrir fagra glímu og einnig fyrir sundafrek. Þarna syntu menn í sjónum og þótti hann nógu stór og hlýr. Á þessum árum lærði Daníel orgelleik hjá Kristjáni Þorvaldssyni, verslunar- JAPIS3 L0KSINS! HTi r« r t ■ r t i MINNINGAR manni á Suðureyri. Árið 1922 hóf Daníel nám í Samvinnuskólanum og brautskráðist þaðan eftir tveggja vetra nám. Jafnframt Samvinnu- skólanáminu lærði hann teikningu hjá Mugg (Guðmundi Thorsteins- son). Til Ameríku fór Daníel vetur- inn 1925 og hóf þar skólagöngu. Eftir tilskilið nám og próf þar vestra hóf hann læknanám við The Uni- versity of California. Lauk hann þar áföngum í læknisfræði, sem hann fékk síðan metna með stöðuprófi hér til styttingar námstíma í lækna- deild Háskóla íslands. Þess skal getið að í Kaliforníuháskólanum, vann Daníel til 1. verðlauna í rit- gerðasamkeppni í efnafræði. Á ensku nefndist ritgerðin: „Chem- istry related to health and disease." Vegna fjárskorts tókst Daníel ekki að ljúka námi í Kaliforníuháskóla. Hingað heim kom hann sumarið 1930. Heimskreppa og fátæktarbasl var þá í hámarki. Hann innritaðist þegar haustið 1930 í læknadeild Háskóla íslands þótt á brattan væri að sækja. Peningar engir nema sjálfsaflafé, ef vinna fékkst. Tvö systkini Daníels, þau Guðrún og Finnur, voru þá hér í Reykjavík ásamt Jóni manni Guðrúnar. Finnur á leið í Stýrimannaskólann og Guð- rún sjálfstætt starfandi ljósmóðir. Fyrir þeim var svipað ástatt í pen- ingamálum og Daníel, enda vinná afar stopul eins og áður segir. Nú voru góð ráð dýr. Þegar hér var komið sögu voru foreldrar Daní- els nýflutt til Reykjavíkur. Faðir hans var smiður og fjölskyldan dug- mikil, djörf og samhent. Ráðist var í tvær stórbyggingar samtímis. Annars vegar byggingu íbúðarhúss við Þormóðsstaðaveg í Skerjafirði fyrir alla fjölskylduna, því hún bjó öll í leiguhúsnæði, og hins vegar byggingu hænsnahuss á tveim hæð- um í Fossvogi. íbúðarhúsið var steyptur kjallari, ein hæð og ris úr timbri. Húsið hlaut hið virðulega nafn Aðalból og stendur enn með sóma. Daníel teiknaði húsið og öll fjölskyldan vann að byggingu þess og lagði í það fé eftir efnum og ástæðum. Flutt var inn 1932. Hænsnahúsið, sem reist var á auðu svæði í Fossvogi, byggðu og áttu þeir læknanemarnir Daníel og Ólafur Halldórsson frá Vestmanna- eyjum, síðar læknir í Bolungarvík og víðar. Þeir félagar komust yfir útungunarvél og í árslok 1932 var þarna komið arðbært hænsnabú, með milli eitt og tvö þúsund hæn- um. Jón mágur Daníels var bú- stjóri, en þeir félagar og Finnur unnu við búið eftir því sem þeir gátu. Með þessu samstillta átaki fékk ijölskyldan gott húsnæði og læknanemarnir dýrmætar tekjur öll háskólaárin. „Þetta er að kunna vel til vígs“ og sýndi frumkvæðisdug og einhug fjölskyldunnar þegar mest lá við. Ég kynntist Daníel ekkert, hafði ekki einu sinni litið þennan mág minn augum fyrr en ég heimsótti hann og Dýrleifu systur mína til Siglufjarðar í jólafríi veturinn 1940. Upp frá því dvaldi ég hjá þeim í jólafríum öll menntaskólaárin. Ég hlakkaði allt árið til jólafrísins. Það var svo einstaklega gaman að vera hjá þeim hjónum og spjalla við þau um allt milli himins og jarðar. Þang- að kom líka gáfað og glaðsinna fólk, sem ánægja var að kynnast. Og ekki skorti sælmetið hjá systur minni. Það kunni ég líka vel að meta. Ég hafði um tíma óttast, að Dýrleif systir ætlaði ekki að gift- ast. Ég gerði mér að vísu ljóst að slíkur afburða kvenkostur myndi mannvandur og ekki fljúga í fangið á froðukúfum og rindilmennum. En eftir að hafa séð mann hennar skildi ég gjörla að lengi mátti bíða slíks manns. „Hann var logi, aðrir reyk- ur.“ Mér fannst persónuleiki, við- mót og útgeislun hans slík, að nær- vera hans framkallaði sérstaka há- tíðarstemmningu. Síst af öllu var þó neinum viljandi hátíðleika af hans hendi fyrir að fara. Framkoma hans var einstaklega fijálsmannleg og hispurslaus. Hann var manna kátastur og sagði sögur og skrítlur svo að viðstaddir urðu hreint og beint sjúkir af hlátri. Þegar næði gafst bauð hann mér oft niður á skrifstofu sína og las fyrir mig ljóð, sem hann hafði ort, eða kvæðaþýð- ingar sínar. Einnig var þá rætt um hvers konar bókmenntir af alvöru- þunga. Slíkar stundir voru mér dýr- mætar og ógleymanlegar. Daníel var einstakur fagurkeri og sjálfur fjölhæfur listamaður. Hann teiknaði og málaði fallegar myndir, lék á orgel og fiðlu og orti ljóð bæði á íslensku, ensku og þýsku. Hreint þýðingarafrek teljast Son- nettur Williams Shakespeares, sem út komu hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs 1989. Þýðing á Andalúsíuljóð- um arabískra skálda gaf Mál og menning út 1994. Á bókarkápu á Sonnettum Shakespeares segir út- gefandi m.a. „Daníel Á. Daníelsson, læknir á Dalvík, hefir unnið að þýð- ingu Sonnettanna og rannsókn á þeim og baksviði þeirra langt ára- skeið, en lætur þær nú frá sér fara í hinum íslenska búningi sínum með ítarlegri greinargerð um tilefni þeirra og sögu. Mun þýðing hans þykjá bókmenntaviðburður. Þar eru snjöll, en blæbrigðarík ljóð túlkuð á fornan hátt og nýstárlegan í senn.“ Að Andalúsíuljóðum arabískra skálda er einnig sérstakur og heill- andi bókmenntalegur fengur. Þau eru lýrísk, rómantísk og fögur. Um þessi ljóð skrifar Daníel fróðlegan og skemmtilegan formála, sem auð- veldar skilning á ljóðunum, tilurð þeirra og sögu. Þá átti Daníel í fórum sínum fjöl- mörg ljóð öndvegishöfunda, sem hann íslenskaði úr ensku, þýsku og sænsku. Ég vona að þau komi sem fyrst fyrir almenningssjónir ásamt frumsömdum ljóðum hans sjálfs. Eftir að þau Daníel og Dýrleif systir fluttust til Dalvíkur heimsótti ég þau hvenær sem ég gat, fyrstu árin einn, en eftir að ég kvæntist, með húsfreyju minni og bömum. Það var alltaf jafn ánægjuríkt að koma á þetta fagra og glaðværa menningat heimili og sjá gjörvulegu og greindu bömin þeirra hjóna vaxa úr grasi. Alltaf var garðurinn sunn- an við sérkennilega fagra húsið, Árgerði, sem Daníel teiknaði sjálfur, jafn fallegur. Þar mátti finna fjölda skrautjurta, nytjajurta og hávaxinna tijáa. Dýrleifu systur þótti ákaflega vænt um þennan garð og sannarlega mátti segja, að hún „ræktaði garðinn sinn“. Aldrei hef ég fengið ljúffeng- ari jarðarber en úr garðinum í Ár- gerði. Þau Daníel og Dýrjeif kunnu einstaklega vel við sig í Árgerði og þótti vænt um fólkið í héraðinu. Sést það best á því, að þau kusu að dvelja þar, þar til yfír lauk. Ég hygg, að þessi væntumþykja hafi verið gagnkvæm og sýndu hér- aðsbúar þeim m.a. einlægan vináttu- vott og sóma á heiðursdögum þeirra. Með Daníel er horfinn af sjónar- sviði farsæll læknir, sem fylgdist af samviskusemi með nýjungum í fræðigrein sinni, fjölhæfur listamað- ur og umfram allt góður maður. Allir sem honum kynntust trega hann. Þeir mest, sem þekktu hann best. Hjartanlegar þakkir fyrir sam- fylgdina. Barði Friðriksson. Daníel læknir er dáinn. Daníel mágur eins og ég heyrði hans fyrst getið, eftir að þau hétust hvort öðru, hann og Dýrleif móðursystir mín. Hjá þeim átti ég jafnan skjól, eink- um ef eitthvað lá við. Mestu kynni af honum fékk ég um jólin 1946. Þá hafði ég verið rúmfastur u.þ.b. 8 vikur vegna Akureyrarveikinnar. Ég fékk að fara í jólafrí nokkuð á undan öðrum nemendum MA og fór beint út á Dalvík. Læknishúsið þar hét Gimli og þar átti ég margar góðar stundir. Daníel var líklega ekki allra manna. Hann var í hærra meðallagi á vöxt, þess tíma. Ennið var hátt og yfirbragðið fullt af alvöru. Nefið í stærra lagi og fagurlega sveigt. Hann hló lítið hversdags- lega, en bjó þó yfír dillandi hlátri sem mér er ógleymanlegur. Þegar þessi yfirlætislausi maður hló, þá hreinlega sprakk hann af hlátri og alvarlegu augun hans geisluðu um leið og munnvikin sveigðust í átt til eyrna. Þegar ég kom til Dalvíkur, ótta- legur Lasarus, fann ég fljótt að Daníel vildi reyna að gera úr mér mann, en aðrir verða að meta hvort tókst. Hann talaði við mig, 16 ára drengstaulann, eins og jafningja. Umræður voru margvíslegar, m.a. heimspeki sem ég bar ekkert skyn- bragð á þá. Virðing hans fyrir ung- mennum og eðlislæg ljúfmennska, væri betur víðar á ferð. Daníel var líklega fjölhæfasti maður sem ég hef kynnst, og tals- vert djarfur að dreifa sinni visku. Hann réðst í það að kenna undirrit- uðum frumtök á fiðlu, raunar ekki með miklum árangri, en þó héldum við stundum, að Gimli, hljómleika. Ekki held ég að neinn hefði viljað né átt þess kost að greiða þar að- gangseyri. Við lékum Bellmann og Foster og sungum með hljóðfærun- um, Daníel lék á orgelið. Við skemmtum okkur saman og það skipti máli. Fyrir eitt mun Daníel vera alveg sérstakur. Ég hygg að hann hafi lengst verið í burtu frá starfssvæði sínu í u.þ.b. einn og hálfan sólar- hring. Þá brugðu þau hjónin sér í heimsókn til foreldra minna norður á Kópasker. Raunar munu veikindi Guðrúnar ömmu minnar hafa verið ferðavaldur, en á milli þeirra var traust vinátta, sem ekki var öllum föl. Það var vonlaust að halda hon- um þar len'gur, þótt allt væri til þess gert, en hann sagði við mig: „Ef einhver slasast í fiskvinnslunni eða önnur óhöpp verða, þá er skemmra til mín en inn á Akureyri og það getur skipt sköpum." Gott væri ef hugarfar af þessu tagi væri oftar í heiðri haft. Ekki má gleyma framlagi hans til íslenskrar menningar til viðbótar við börnin. Hann var óvenjulega næmur á náttúru landsins, eins og ljóð hans sanna. Og einnig var hann fjölmenntaður í tungumálum. Frægar eru þýðingar hans á sonn- ettum Shakespeares o.fl. Daníel var mér að vonum ákaf- lega kær, ég vona að íslenska þjóð- in eignist oftar svona syni. Frændum mínum, börnum hans, barnabörnum og öðrum nánum frændum flytur fjölskylda mín sam- úðarkveðjur. Þökk er færð góðum vini og fræðara. Björn Þórhallsson. Daníel Á. Daníelsson er sofnaður inn í víðáttuna og farinn á fund sinnar heittelskaðrar, Dýrleifar Friðriksdóttur ljósmóður, en hún lést 18. júní 94. Við fráfall þeirra hjóna er tilveran snauðari. Líf og starf þeirra var samofið, líkt og traustir tijástofnar undir laufríkum krónum, sprottnir af sömu rót. Daníel og Dýrleif voru heillandi persónuleikar og náðu að þroska hæfileika sína og gáfur án þess að skyggja hvort á annað. Samspil þeirra var í senn fágað og opinskátt. Yfir heimilinu í Árgerði ríkti ein- hver óútskýranlegur dýrðarljómi sem hafði mikið aðdráttarafl fyrir vini og vandamenn. Skiljanlegt er að Daníel vildi standa á meðan stætt var á þeim unaðsreit sem heimili þeirra hjóna var. Daníel og Dýrleif voru ákaflega skemmtileg heim að sækja. Þau voru víðlesin og fróð. Bæði voru gædd ríku skopskyni og leiftrandi frásagnargáfu. Oft snerist umræð- an um grafalvarleg mál sem vörð- uðu þjóðarheill. Afstaða þeirra var skýr og afdráttarlaus í hveiju máli. Hálfvelgja var þeim fjarri skapi. Þegar talið barst að listum og menningu var ekki komið að tómum kofunum. Það var sama hvar var borið niður, ekkert var þeim övið- komandi sem snerti gildi mannlífs- ins. Daníel gegndi starfi sínu sem héraðslæknir með miklum sóma en í tómstundum sínum leitaði hann hugsvölunar í heimsbókmenntunum og fékkst við þýðingar. Hann var öðrum þræði listhneigður fagurkeri og húmanisti sem fordómalaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.