Morgunblaðið - 20.12.1995, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
*************i
Aðventutilboð
kr. 300.
HÁSKOLABÍÓ
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SAUR ERU
FYRSTA FLOKKS.
FRUMSÝND Á
ANNANí JÓLUM
STEPHEN DORFF
GABRIELLE ANWAR
B. DV
v Mþl.
aaslios
Frumsýning jolamyndin 1995
★★
Aðventutilboð 300 kr.
Aðventutilboð 300
Dann er mættur aftur
betri en nokkru sinni fyrr!
Pierce Brosnan er James Bond.
Mynd sem enginn íslendingur má mresa af!
APOLLO
ÞRETTANDI
★★
Pagsljós
Aðventutilboð
kr. 300.
Aðventutilboð
kr. 300.
rj
P.U
Sýnd kl. 11.
B. i. 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
EMMA THOMPSON OG JONATHAN PRYCE
í MARGVERÐLAUNAÐRI MAGNÞRUNGINNI
KVIKMYND UM EINSTÆTT SAMBAND
LISTAKONUNNAR DORU CARRINGTON VIÐ
SKÁLDIÐ LYTTON STRACCHEY.
HÚN ÁTTI MARGA ELSKHUGA, EN AÐEINS
EINA SANNA ÁST.
SÁLIN hans Jóns míns í miklum ham.
Tveggj a skóla ball
►VERZLUNARSKÓLI fs-
lands og Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti héldu sameiginlegt
jólaball á Hótel íslandi síðast-
liðið fimmtudagskvöld. Kom-
ust færri að en vildu, en gest-
ir voru um 1.900 talsins. Páll
EVA Albertsdóttir og Erna
Ástvaldsdóttir voru komnar í
jólaskap.
Óskar Hjálmtýsson, Party Jóns míns héldu fjörinu uppi,
Zone-gengið og Sálin hans ásamt fjölda plötusnúða.
BJARKI Guðmundsson, Ragnar M. Ragnarsson, íris Ósk Valþórs-
dóttir og Jóel Kristinsson ferðuðust alla leið frá Keflavík til
að skemmta sér.
Iðilfagur söngur
TONLIST
Gcisladiskur
BITTE NÚ
Geislaplata Borgardætra, sem eru:
Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjáns-
dóttir og Berglind Björk Jónasdóttir.
Upptökustjóm, útsetning radda og
hrynhljóðfæra: Eyþór Gunnarsson.
Útsetning blásturshljóðfæra Ossur
Geirsson og Eyþór Gunnarsson.
Hljóðfæraleikarar: Eyþór Gunnars-
son pianó, slagverk, harmonika.
Þórður Högnason kontrabassi, Eð-
varð Lámsson gítar, Einar Valur
Scheving trommur og slagverk,
Gunnlaugur Briem slagverk í
„Rjartalag". Blásarar: Óskar Guð-
jónsson, Jóel Pálsson, Haukur Grön-
dal, Sigurður Flosason, Kristinn Sva-
varsson, Eiríkur Óm Pálsson, Snorri
Sigurðarson, Guðni Franzson, Kjart-
an Óskarsson, Össur Geirsson. Bem-
ardel kvartettinn: Zbigniew Dubik,
Gréta Guðnadóttir, Guðmundur
Kristmundsson, Guðrún Th. Sigurð-
ardóttir. Sérstakir gestir í „Gott líf“:
Ragnar Bjamason, Kristján Krist-
jánsson og Ásbjöm Morthens. Upp-
tökumenn: Eyþór Gunnarsson, Óskar
Páll Sveinsson, Nick Cathcart Jones.
Spor hf. gefur út. 29:30 mín, 1.999
krónur.
BORGARDÆTUR sendu frá sér
geislaplötu í fyrra sem féll í góðan
jarðveg enda var þar vandað til
verka. Á nýrri geislaplötu, Bitte nú,
halda þær áfram þar sem frá var
horfið og er sú nýja ekki síðri en
hin fyrri, betri ef eitthvað er.
Platan er að mörgu leyti keimlík
hinni fyrri, en hefur þó breiðari
skírskotun þegar að er gáð. Að vísu
má alltaf deila um hversu langt eigi
að ganga í því að dusta rykið af
gömlum erlendum lögum og semja
við þau íslenska texta. En Borgard-
ætur eru ekki einar um það, því til-
hneigingin í íslenskri hljómplötuút-
gáfu virðist öll vera í þá veru um
þessar mundir. Borgardætur ganga
hreint til verks í þessum efnum og
hafa það kannski fram yfir marga
aðra að þær gera þetta afskaplega
vel, nánast óaðfinnanlega liggur
mér við að segja.
Höfuðprýði Borgardætra er hinn
íðilfagri söngur þeirra Andreu, Ell-
enar og Berglindar Bjarkar. Raddir
þeirra falla ákaflega vel saman og
þessi failegi kvennasöngur yljar
manni óneitanlega um hjartaræt-
urnar á dimmum skammdegiskvöld-
um. Eyþór Gunnarsson, sem hefur
útsett raddirnar, á hér stóran hlut
að máli. Það virðist vera alveg sama
hvað sá maður tekur sér fyrir hend-
ur á tónlistarsviðinu, það gengur
allt upp. Eyþór á einnig heiðurinn
af útsetningum hrynhljóðfæra og
að hluta til útsetningum blásturs-
hljóðfæra og strengjahljóðfæra, auk
þess sem hann sér um upptöku-
stjórn og spilar öll hljómborð, hluta
af slagverki og sitthvað fleira. Þótt
útsetningar taki allar mið af frumút-
gáfu laganna, dylst engum, sem
hlustar á þessa plötu, að hér er afar
fagmannlega að verki staðið.
Auk Eyþórs tekur einvalalið
hljóðfæraleikara þátt í undirleiknum
og stendur sig vel, þótt píanóleikur
Eyþórs sé þar í sérflokki að mínu
mati. Má sem dæmi taka yfirferð
hans í laginu Marteinn (Miss Otis
Regrets eftir Cole Porter), sem er
eitt skemmtilegasta lag plötunnar,
af mörgum góðum. Einnig er
ánægjulegt innlegg þeirra Ragnars
Bjarnasonar, Kristjáns Kristjáns-
sonar og Ásbjörns Morthens í Iaginu
Gott iíf. Besta lag pjötunnar er þó
að mínum dómi Ég man hana
mömmu (I Remember Mama eftir
Charles Tobias), fallegt, rólegt lag
með hugðnæmum texta eftir Friðrik
Erlingsson. Hann semur reyndar
flesta texta plötunnar og eru þeir
með þeim betri sem hér hafa heyrst
lengi. Einn texti er eftir Einar Thor-
oddsen, Karlinn minn, og Ragnheið-
ur Ásta Pétursdóttir á ágætan texta
við lagið „Don’t Fence Me In“ sem
hér heitir Frelsi ég finn.
Ekki er ástæða til að gera upp á
milli Borgardætra, enda hafa þær
hver sinn ólíka söngstíl. Ég verð þó
að játa að ég hef alltaf verið dálítið
„svag“ fyrir Andreu, - sem söng-
konu, og vil gjarnan koma þeirri
skoðun minni á framfæri að mér
finnst löngu tímabært að hún syngi
inn á sólóplötu. Og ég veit að það
eru fleiri en ég sem bíða spenntir
eftir því. Með þessu er ég ekki að
kasta rýrð á framlag hinna tveggja
því Bitte nú er fyrst og fremst af-
rakstur velheppnaðrar samvinnu
þeirra þriggja, undir leiðsögn og
stjórn Eyþórs Gunnarssonar, sem á
hér allan heiður skilinn.
Sveinn Guðjónsson