Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐID FRETTIR Skýrsla Hönnunar hf. vegna áætlana um byggingu og rekstur á nýju álveri á Grundartanga Framleiðsla geti hafist í árslok 1996 HÖNNUN hf. telur að mengun frá iðnarsvæðinu á Grundartanga með nýju álveri verði innan viðunandi marka. Niðurstaðan er fengin úr skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar og reksturs ál- versins, lagningar háspennulínu að álverinu og stækkunar Grundar- tangahafnar. Columbia Aluminum Corporation frá Washington-fylki í Bandaríkjunum áætlar að hefja byggingu 60.000 tonna álvers á skipulögðu iðnaðarsvæði Skila- manna- og Hvalfjarðarstrandar- hrepps á Grundartanga á næsta ári. Ef allar áætlanir standast er gert ráð fýrir að framleiðsla geti hafist í fjórðungi^ kera, 30 kerum, í árslok sama ár. Álverið verði kom- ið í fullan rekstur á síðasta ársfjórð- ungi 1997. 60.000 tonna ársframleiðsla Columbia Aluminum Corporation (CAC) hefur fest kaup ábúnaði úr 60.000 árstonna álveri í Tögihg í Suður-Þýskalandi. Hugmynd er að nýta hluta af þeim búnaði, t.d. spenna og afriðla, í nýtt álver. Notuð verður samá vinnslutækni og í Töging-álverinu, Framleiðslu- ferlið verður áð öðru leyti svipað og í álverinu í Straumsvík.' Fyrir 60.000 tonna ársfram- leiðslu er fyrirhugað að byggja tvo 430 m langa skála á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði fyrir austan járn- blendiverksmiðjuna. Kerskálarnir verða samsíða og innangengt á milli þeirra við báða enda og í miðju. Rafgreiningarker standa hlið við. hlið meðfram öðrum kerskála- veggnum, um 60 talsins í hvorum skála, samtals um 120 ker. Öll vinna og þjónusta við kerin fer fram með krana. Hann gengur eftir lofti kerskálans en ekki af gólfi skálanna eins og í Straumsvík. Því til viðbótar þarf að byggja tengi- virki, steypuskála, skautsmiðju, verkstæði, vöruskemmur, súrál- geymi, skrifstofubyggingar, mötu- neyti, rannsóknarstofur og nokkur önnur minni mánnyirki. Hægt verður að stækka álverið í allt að 180.000 tonna ársfram- leiðslu með því að byggja fjóra ker- skála samhliða og norðan við fyrri tvo skálana. Hreinsibúnaður af nýjustu gerð Þurrhreinsibúnaði verður komið fyrir á milli lterskálanna. Búnaður- inn verður af nýjustu gerð og með meira en 99,5% hreinsivirkni. Ekki Fjárfestar Við höfum verið beðnir að auglýsa og gefa upplýsingar' um þrjár fasteignir, sem gefa mikía arðsemi í útleigu og eiga að seljast: 1. Lítil einstaklingsíbúð í miðborginni, ca 30 fm, sem er auðveld til útleigu og í góðu standi. Verð 2,5 millj. Ekkert áhvílandi. Góð kjör. 2. Verslunarhúsnæði, 103 fm, sem leigt er undir sjoppu- rekstur og meðfylgjandi er 10 ára hagstæður leigu- samningur. Verð 6,3 millj. Ekkert áhv. Góð kjör. 3. Verslunarmiðstöð, sem leigð er nokkrum rekstrarað- ilum og gefur 300 þús. í mánaðartekjur. Hagst. áhv. lán til langs tíma. Gott verð og góð kjör. Kjörið fyrir þá, sem þurfa eða vilja fjárfesta í arðsömum eignum fyrir eða eftir áramót - eignum á góðu verði og góðum kjörum. Frumupplýsingar í síma 581 4755. 9521150-55213711 LARUS Þ. VALDIMARSSON, fíímk KRISTJAN KRISTJANSSON, lOGQMK Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Hlíðar - eign í sérflokki - skipti Neðri haeð rúmir 160 fm öll eins og ný. Sérinng. Sérhiti. Góður bíl- skúr. Trjágarður. Úrvalsstaður. Skipti mögul. Nánar á skrifstofunni. Grindavík - næg og góð atvínna Á úrvalsstað í Grindavík er til sölu steinhús, ein hæð 130,2 fm. Sól- skáti um 30 fm. Stór og góður bílsk. 60 fm. Skipti mögul. á eign í borginni eða nágrenni. Séríbúð - Garðabær - langt. lán „Stúdíó"-íbúð á 3. hæð og í risi rúmir 100 fm. Næstum fullgerö. Allt sér. 40 ára húsnl. 5,1 millj. Vinsæll staður. Lækkað verð. Vesturborgin - lyftuhús - skipti Stór og sólrík 4ra herb. íb. um 120 fm á 4. hæð í vinsælu lyftuh. 3 rúmg. svefnherb. Frábært útsýni. Eignaskipti mögul. Með 5 svefnherbergjum Leitum að hæð í Hlíðum, nágrenni eða í vesturborginni sem má þarfn- ast endurbóta. Raðhús kemur til greina. 2ja herb. - traustir kaupendur Leitum að 2ja herb. íbúðum m.a. í Hlíðum, við Grensésveg og í vestur- borginni. Litlar risíbúðir koma til greina. Fjársterkir kaupendur óska eftir einb. og raðh. 120-150fm. ALMEMMA FASTEIGNASALAIM LaUGtVE6l1BS. 5521151-552 1371 Frumtillaga að álveri við Grundartanga Lóðarmörk COLUMBIAALUMINIUM 23. nóvember 1995 ISLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ N / N Staðsetning helstu mannvirkja í 60.000 tonna álveri sarnkvæmt frumtillögu. Brotalínur sýna mannvirki við stækkun í 180.000 tonn. er gert ráð fyrir vothreinsibúnaði en fyrirhugað er að nota rafskaut sem innihalda lítið magn af brenni- steini þannig að brennisteinstvíoxíð mengun verði innan þeirra marka sem sett verða fram í starfsleyfi. Fyrir 60.000 tonna álver verða lagðar tvær háspennilínur frá að- veítustöð við Brennimel að álverinu. Éf leyfi til framkvæmda fæst í ársbyrjun 1996 og allar tímaáætl- anir við byggingu álversins stand- ast er gert ráð fyrir að framleiðsla geti hafíst í fjórðingi kera í árslok 19%. Önnur 25% keranna yrðu gangsett á fyrsta ársfjórðungi 1997, næstu 25% á öðrum ársfjórð- ungi og hleypt yrði straumi á síð- asta fjórðung keranna á þriðja árs- fjórðungi 1997. Athugun í Venezuela í skýrslu Hönnunar kemur fram að reiknað sé með að nýjasta og besta fáanlega tækni verði notuð við þurrhreinsun útblásturs frá ál- verinu og að útblástursmörk meng- andi efna verði í samræmi við tillög- ur PARCOM fjölþjóðasamkomu- lagsins um hámarksmagn mengun- arefna í útblæstri frá álverum. Hönnun leggur til að gerð verði rannsókn á gróðurfari og dýralífi á svæðinu. Önnur umhverfisáhrif ál- versins séu ekki þess eðlís að þau mæli gegn fyrirhugaðri fram- Breytingar á reglum um veitinga- og eða vínveitingaleyfi Fjárhagur og ferill metinn BGRGARRÁÐ hefur samþykkt að hluta tillögur nefndar um vínveit- ingamál í Reykjavík. Meðal annars er gert ráð fyrir að við útgáfu veit- ingaleyfis pg eða> vínveitingaleyfis verði lagt mat á umsækjendur, fjár- hagsstöðu og viðskiptaferil en ekki eingöngu búnað staðarins. Jafn- framt að eftirlit verði haft með því að leyfin gangi ekki kaupum og sölum eins og nú viðgengst. Ekki tekin afstaða í erindi félagsmálaráðs til borg- arráðs kemur fram að tekið er und- ir þær tillögur nefndarinnar, sem snerta breytingar á reglum um leyf- isveitingar vínveitingaleyfa og eftir- lit með vínveitingahúsum en að ráð- ið telji sér ekki fært að taka af- stöðu til opnunartíma vínveitinga- húsa fyrr en aðrar tillögur hafi náð fram að ganga og grundvöllur verið lagður að breyttum opnunartíma. í ósamþykktri tillögu að breyttum opnunartíma er gert ráð fyrir að einungis verði heimilt að veita veit- ingastöðum á svæðum sem skil- greind eru í skipulagi sem íbúðar- byggð vínveitingaleyfi til kl. 23.30 virka daga og til kl. 01 um helgar. Sömu tímamörk eiga að gilda á öðr- um svæðum en heimilt er að lengja afgreiðslutímann allt til kl. 01 virka daga og til kl. 03 um helgar, þegar um er að ræða veitingahús eða skemmtistaði á svæðum sem merkt eru á skipulagi sem verslun, þjón- usta, miðborg, miðhverfi og iðnaðar- svæði eða athafnasvæði. Tekið er fram að fyrir veitingu nýrra leyfa skullfara fram grenndarkynning og að lengri afgreiðslutími verði ein- ungis heimilaður ef ekki eru líkur á að starfsemin valdi ónæði fyrir íbúa í nágrenni staðariris. Leyfissvipting Borgarráð og félagsmálaráð samþykktu tillöguliði tvö til sjö en þar kemur fram að lögreglustjóra er heimilt tímabundið eða varanlega að svipta leyfishafa leyfi ef settum reglum er ekki fylgt. Ennfremur er lögreglustjóri hvattur til að beita heimild í lögreglusamþykkt á þeim stöðum sem uppvísir verða að því að valda íbúum ónæði vegna hávaða af hljómflutningstækjum. Byggingarleyfi ekki sama og veitingaleyfi Lagt er til að borgarráð sam- þykki að beina því til dómsmálaráð- herra og lögreglu að unnar verði tillögur að reglum um útgáfu veit- ingaleyfa/vínveitingaleyfa í sam- ráði við borgaryfírvöld, lögreglu, Samband veitinga- og gistihúsa og Félags starfsmanna í veitingahús- um. Áhersla er lögð á að komið verði á skipulagi í samstarfi borgar- yfirvalda og lögreglu með útgáfu og endurnýjun leyfa og eftirliti með rekstir. Bent er á að mikilvægt sé að hlutverk eftirlitsmanna vínveit- ingastaða verði tekið til endurskoð- unar. Loks segir að þegar sótt sé um breytingar eða nýbyggingar húsnæðis fyrir veitingastað þá skuli byggingarfulltrúi gera fram- kvæmdaaðilum ljóst, þegar við mót- töku byggingarleyfisumsóknar, að í samþykkt byggingarleyfis felist ekki samþykkt fyrir veitinga- eða vínveitingaleyfi. kvæmd. Samhliða athugunum hér á landi er Columbia Aluminium Corporation að athuga möguleika á að byggja álverið í Venezuela. Fyrirtækið CAC rekur 165.000 tonna álver í Goldendale í Washington-fylki í Bandaríkjunum og auk þess tvær endurvinnsluverksmiðjur og málm- steypufyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa um 1.400 manns og er árs- velta þess um 30 milljarðar íslenskra króna. Aðaleigandi fyrirtækisins er Kenneth Peterson en starfsmenn fyrirtækisins eiga um 30% hlut í fyrirtækinu gegnum sérstakt skatta- og lífeyrisfyrirkomulag. Nýársfagnaður ís- lensku óperunnar Vínar- dansleik- ur á Hótel Islandi ÍSLENSKA óperan og Hótel ísland standa í sameiningu að Vínardansleik á nýárskvöld, annað árið í röð. Boðið verður upp á margréttaðan matseðil og lifandi tónlist fram á nótt. Að sögn Ólafar Kol- brúnar Harð- ardóttur hjá íslensku óp- erunni munu hátt í hundr- að listamenn koma fram. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands og kór ís- lensku óperunnar leiða saman hesta sína og Rannveig Fríða Bragadóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir og Garðar Cortes syngja einsöng. Veislustjóri er Garðar Cortes og Páll Pamp- ichler Pálsson stjórnar hljóm- sveitinni. Húsið verður opnað kl. 19 á nýárskvöld og boðið verður upp á kampavín í fordrykk. Á matseðlinum er gratíneraður humar í koníakssósu, kampa- vínssorbett, heilsteiktur nautahryggvöðvi með gljáðu grænmeti, jarðeplum og rifs- berjapúrtvínssósu, og loks er súkkulaðiterta í eftirrétt. Dansleikurinn mun standa fram á nótt, en miðaverð er 7.500 krónur. Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.