Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 25 LISTIR Engínn dans í Cedar Bend BOKMENNTIR Skáldsaga HÆGUR VALS í CEDAR BEND eftir Robert James Waller. Þýðandi Kristján Jóhann Jónsson. Vaka- Helgafell 1995 — 230 siður. 1.990 kr. MICHAEL Tillman er 43 ára pró- fessor og kennari í hagfræði þegar sagan hefst. Hann er einbirni, einf- ari og hálfgerður einbúi og hefur verið það meira og minna. Hann býr með hundi, ketti og mótorhjóli en var 2 ár í sambúð á háskólaárunum. Hann er tiltöiulega sáttur við stöðu sína þar til stóra ástin gegngur inn í líf hans í líki Jellie Braden, eigin- konu nýja kennarans. Michael er rökhyggjumaður sem á sér nokkur áhugamál sem kalla má ástríður hans. Hann leggur mikið á sig til að hvekkja rektor og halda hjólinu við sem hefur fylgt honum frá ungl- ingsárum. Michael tekur engu sem sjálfsögðum hlut enda er hann vanur að hafa fyrir þeim. Það er í sam- ræmi við þetta að hann lætur sið- menninguna lönd og leið og leyfir tilfinningunum að hlaupa með sig um hálfan hnöttinn í von um að höndla hamingjuna. Jellie er leynd- ardómsfull persóna enda hefur hún lifað tvöföldu lífi. í Bandaríkjunum er hún Jellie Braden, eiginkona af millistétt sem virðist taka hlutverk sitt alvarlega og heldur aftur af sér. í Indlandi er hún Jahley Velayndum, kona sem lifir í hringiðu atburða, uppreisnar og áhættu, kona sem gefur sig alla. Jellie er gælunafn en er borið fram Jahley á frönsku. Skírnarnafn persónunnar fær les- andi aldrei að vita og er sú eyða í samræmi við leyndardóminn um hana. Hún fór til Indlands á sínum tíma til að skrifa ritgerð í mann- fræði en lauk aldrei við hana. Þegar hún flyst til Cedar Bend tekur hún til við námið að nýju eftir mörg ár á vinnumarkaðnum. Það virðist hræra upp í henni ásamt Michael en hún streitist á móti eins lengi og hún getur þar til tilfinningarnar sigra að lokum. Indland er tengiliður þessara tveggja persóna, bæði Jellie og Mic- hael hafa dvalið þar um hríð. Það er samt ekki miðpunkturinn í sam- ræðum þeirra til að byija með því Jellie skiptir um umræðuefni ef það ber á góma. Þegar fortíðin leitar hennar í formi nýrra væntinga hverf- ur hún til Indlands til að púsla sér saman. Þangað eltir Michael hana og eignast hlutdeild í fortíð hennar og framtíð um leið. Með honum get- ur hún sameinað ólíka þætti per- sónuleikans. Hlutverki hennar á Ind- landi er líka smám saman að ljúka svo hún verður að taka ákvörðun um hvaða persóna hún vill vera. Sagan flakkar fram og aftur í Leiðrétting vegna ljóðaplötunnar Oskaljóðin mín SÚ villa kemur fram á umslagi ljóðaplötunnar Óskaljóðin mín, þar sem Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les uppáhaldsljóð sín, að ljóðið Slysa- skot í Palestínu er sagt eftir Þorstein Valdimarsson. Sem kunnugt er ljóðið hinsvegar eftir Kristján frá Djúpa- læk. Skífan hf., sem er útgefandi plöt- unnar, vill koma á framfæri afsök- unarbeiðni til þeirra sem hér eiga hlut að máli. Eigendum plötunnar og snæld- unnar með sama efni er bent á að eftir hátíðar mun leiðréttingarborða verða dreift til söluaðila en þeirra má einnig vitja á skrifstofu Skífunn- ar hf. Nýtt upplag plötunnar verður að sjálfsögðu með réttum upplýsing- um. tíma og nokkrir fyrstu kaflarnir byrja á ferðalagi Michaels um Ind- land og endurliti en eru annars í réttri tímaröð. Miðbik verksins ger- ist í Bandaríkjunum en langur kafli fjallar um leit Michaels að Jellie en snýst upp í leit lesanda að fyrri köfl- um og samhengi. Ofurnákvæmni á tímasetningum, lestaráætlunum og dagsetningum dregur verulega úr áhrifamætti og trúverðugleika verksins. Flugáætlun og flugleiðir hinna ýmsu flugfélaga ásamt upp- talningu staða rugla lesanda í ríminu og stundum er erfitt að greina á milli þess hvort verkið er handbók um Indlandsferðir eða skáldsaga. Höfundur- inn hefur sent frá sér fimm skáldsögur en þetta er annað verkið sem þýtt er á íslensku, hið fyrra er Brýrnar í Madisonsýslu. Galli er þegar útgáfur geta ekki ártals frumútgáfunnar. Titill verksins á vel við þar sem atburðarrásin er hæg og rislítil. Verk- ið er einkum frábrugðið Robert Janies Waller dæmigerðum ástarsögum að tvennu leyti. Annað er að aðalpersónurnar eru á fimmtugsaldri og eiga sér for- tíð en hitt að sagan endar ekki þeg- ar elskendurnir ná sam- an heldur er þeim fylgt í einn áratug til viðbót- ar. Nokkrar hugsana- villur skemma fyrir. Ein er sú að Jimmy eiginmaður Jellie hefur aldrei farið til Indlands en samt er hann sagður „sá nýi sem við réðum frá Indlandi" (bls. 12). Uppnám aðstandenda Jellie yfir Indlandsferð hennar er skiljanlegt þangað til hún segist hafa farið þangað ár- lega í áratug. Viðbrögð Frakkans á veitinga- húsi í Indlandi eru ráðgáta sem verður enn óskiljanlegri eftir frá- sögn Jellie af fyrri dvöl hennar þar. Leyndarmálið sem svo vel er geymt reynist heldur ekki vera neitt sem ástæða er þegja yfir. „Jimmy hefði samþykkt hvað sem var til þess að fá [Jellie] til að giftast sér“ (200) en henni finnst hann samt ekki verðugur þess að fá að vita hvað hún aðhefst árlega á Indlandi og hveijum hún sendir peninga. Hún treystir honum ekki og því engin ástæða fyrir hann að beijast hetju- lega um hana við Michael. Tungumálið er óþjált og tungu- tak persóna ósannfærandi á stund- um. Orðtakið að sletta úr klaufun- um er notað nokkrum sinnum yfir samfarir Michaels við aðrar konur og því skrítið að nota það einnig um fjölskylduferðalag síðar. Hvort þessir annmarkar eru frá hendi höfundar eða þýðanda skal ósagt látið enda þýðingin ekki borin sam- an við frummálið. Kristín Ólafs. Ný námskeið hefjast 8.janúar TOPPI TIL TAAR Námskeió sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. -Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. -Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega meö andlegum stuöningi, einkaviðtölum og fyririestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. -Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. Kortakerfið Græn kort: Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. Allir finna flokk við sitt hæfi hjá J.S.B. NYTT - NÝTT Framhalds TT Nú bjóðum við upp á framhaldsflokka fyrir' 3 fastir tímar, 2 lausir tímar í hverri viku. Fundir - aðhaid - vigt - mæling. INNRITUN HAFIN ALLA DAGA í SÍMA 581 3730. LÍKAMSRÆKT v.'-l -V LAGMÚLA9. MATTUBIIMN & DÝRÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.