Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ! NEYTENDUR ^» i Barbí er ekki útivinn- andi einstæð móðir ÞÆR klæða dúkkurnar í glæsi- lega kjóla, láta þær fara út að borða, skreppa á hestbak eða í tennis, fara í kaffiboð, sund eða sinna börnunum. Sú Barbí, sem íslenskar stelp- ur leika sér með í dag, er ekki einstæð móðir sem gengur illa að ná endum saman eða kona sem vinnur úti allan daginn. Barbí er vel stæð heimavinnandi húsmóð- ir sem býr við ást og allsnægtir. Yfirleitt er hún ljóshærð og tág- grönn og börnin falleg og ein- staklega stillt. Eiginmaðurinn grillar en að öðru leyti kemur " SVONA Ieit fyrsta Barbí-dúkkan út fyrir þrjátíu og sex árum. hann lítið nálægt heimilisstörfúm og heldur sig mest allan daginn í vinnunni. Fiðrílda-Barbíog Brimbretta-Barbí Á hverju ári koma nýjungar frá Mattel-fyrirtækinu sem fram- leiðir Barbí. Heildverslunin I. Guðmundsson og co hf. flytur inn Barbí hér á landi. Haukur Back- man segir að vinsældir dúkkunn- ar hafi sífellt verið að aukast síðan hann tók við innflutningi fyrir tveimur árum. Fjöldi nýj- unga bætist við á ári hverju, í ár Fiðrilda-Barbí, Brimbretta- Barbí og nýr jeppi sem spáð er vinsældum. Að sögn Hauks er lítið um aukahluti sem tengjast vinnu fyrir Barbí, heldur er yfir- leitt um að ræða eitthvað sem tengist tómstundum eins og fyrir sund, skíði, útilegur, tennis, grill- veislur, siglingar, hestamennsku og svo framvegis. 36 ár síðan Barbí kom á markað Hin íturvaxna Barbí er nú 36 ára gömul og líklega sjaldan vin- sælli. Um 775 milljónir eintaka af frökeninni hafa selst síðan hún var sett á markað árið 1959. Aðdáendur hennar sem búa í Bandaríkjunum geta heimsótt Barbí í frægðarhöllina í Palo Alto í Kalíforníu, en þar fást all- ir þeir fylgihlutir sem hannaðir hafa verið fyrir dúkkuna í gegn- um tíðina. Eru þeir orðnir hvorki meira né minna en 20.000 talsins. EIGINMAÐUR Barbí, sem heitir Ken, er ekki mjög iðinn við heimilisstörfin en hann grillar þó stundum. HEIMILISSTORFUNUM sinnt. * sparisjodirnir Króni og Króna ''¦*—'' -*¦ ~—''-'— —-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.