Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fatlaðir ferðamenn - van- nýttur ferðamarkaður ALMENNT er ætlað að um 12-15% af íbúum Vesturlanda séu fötluð. Evrópuráðið telur hins vegar að um 30% íbúa aðildarríkja þeirra, um eitthundrað milljónir manna, geti talist fötluð eða hafl skerta ferða- getu. Aðeins mjög lítill hluti þessa fólks ferðast í dag. Ekki vegna þess að fólkið geti eða vilji það ekki held- ur vegna þess að aðbúnaður og þjón- usta í ferðaiðnaðinum er ekki nægi- lega góð. Evrópuráðið hefur því blás- ið til átaks til að auðvelda fötluðu fólki að ferðast, en um leið skapa milljasða verðmæti fyrir ferðaþjón- ustuna í nýjum en vannýttum mark- aði. Hverjir eru fatlaðir? Skilgreining alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, á hugtakinu fatlaður, nær til um 11% íbúa hvers lands. Aldraðir, börn og þeir sem eru tímabundið fatlaðir vegna sjúkdóms, Almanak Þjóðvinafélagsins er ekki bara almanak. i þvj eí Áíbók Islondsmeð Mrf pS"- T -^j ?§£? lióofeiUmóifeiSi, otvinnwegi, íþóltii, gg ALMANAK !p3 stjómmól, monnolól 1996 81 og moigl fleira. ¦ Fæslibókobúðum unlondol. fóonlegii ew SöH «f »i'l-> " tll" NMtwnnA. Ré&MðjKfUr .« búi.i »1 Pítftluna. thwttoa .S».»„,if.li».,r Ph 11. m eldiióigongai, ffljfnSi«öH^$l(í ollfiól946. SÖOJFÉIAG Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. 19(12 slyss eða meðgöngu eru ekki taldir með. Kann- anir sýna hins vegar að um 80% þeirra sem eru eldri en 65 ára og 2% barna undir 15 ára aldri megi telja fötluð. Auk þessa eru liðlega tvær milljónir kvenna í Evr- ópu vanfærar á ári hverju sem flokka má undir tímabundna föti- un. Ætla má að hluti þessa fólks geti og vilji ferðast en þarfnist svip- aðrar þjónustu og kunn- áttu starfsfólks í ferða- iðnaði og fatlaðir al- mennt. Það verður því með einhverj- um hætti að reikna með þessum hópi í skilgreiningu á hugtakinu fatl- aður til þess að fá sem raunhæfasta mynd af heildarstærð markaðarins. í markaðskönnun sem breska fyr- irtækið Touch Ross & Co. gerði í aðildarríkjum ESB árið 1993 er áætl- að að bæta megi 3% við skilgreiningu WHO til þess að ná til þessa hóps. Ibúar aðildarríkja ESB er um 360 milljónir og 14% þeirra, eða um 50 milljónir manna, eru þá þeir sem við skilgreinum sem fatlaða. Hverjir eru fatlaðir ferðamenn? Ekki er hægt að reikna með að allir fatlaðir séu jafnframt ferða- menn. Þar verður að taka tillit til getunnar annars vegar og viljans eða löngunarinnar til að ferðast hins veg- ar. Það hefur verið gerð merkileg at- hugun á tengslum efnahags og fötl- unar sem sýnir enga marktæka fylgni þar á milli og fatlaðir ferða- menn eyða jafn miklu og aðrir ferða- menn. Fatlað fólk á eftirlaunaaldri hefur einnig svipaðar tekjur og aðrir eftirlaunaþegar. Hins vegar kemur í ljós að af þeim fjörutíu prósentum fatlaðra, sem eru á vinnufærum aldri, hefur aðeins tæpur þriðjungur vinnu. Á meðal þeirra eru líklega þær níu milljónir manna sem taldir eru alvar- léga fatlaðir. Þegar þetta er haft í huga má gera ráð fyrir að um fjórt- Ingólfur H, Ingólfsson IÐSKIPTAMANNA 0G SPARISJÓÐA Lokun 2. janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar þriðjudaginn 2.janúar 1996. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1995 Samvinnunefnd banku og sparisjóða án af fimmtíu milljón- um fatlaðra íbúa aðild- arríkja ESB komi ekki til með að ferðast vegna mikillar fötlunar og af fjárhagsástæð- um. Eftir stendur að um 36 milljónir fatlaðs fólks innan ESB geta ferðast. Stærð markaðarins En vilja allir ferðast sem geta það? Já, en það er ekki fjárhagur fatlaðs fólks sem kem- ur í veg fyrir ferðalög þess heldur lélegt að- gengi og ófullnægjandi þjónusta á ferðamannastöðum. Þetta kemur fram í markaðsathugunum í Evrópu. Verði þessum hindrunum rutt úr vegi er engin ástæða til að ætla annað en sami mælikvarði gildi fyrir fatlað fólk og aðra sem ferðast um í Evrópu og er ég ekki aðeins að tala um erlenda ferðamenn heldur einnig innlenda. Miðað við Evrópumeðaltal er áætl- að að þær 36 milljónir fatlaðra innan ESB sem geta og vílja ferðast muni skila um 340 milljónum gistinátta og 2,5 milljörðum íslenskra króna. í dag ferðast aðeins fimm af þessum 36 milljónum fatlaðra einstaklinga. Þetta eru aðeins 3% af heildarfjölda evrópskra ferðamanna en ætti að vera 10%! Við erum því með risastór- an vannýttan ferðamarkað sem býð- ur upp á raunveruleg tækifæri fyrir þá sem vilja og vita hvernig hægt er að nýta þau. 12 til 15 prósent íbúa Vesturlanda eru fötluð. Ingólfur H. Ingólf sson skrifar um fatlaða sem ferðamenn. Einkenni markaðarins Það sem einkennir markað fatl- aðra ferðamanna sérstaklega er ald- urssamsetningin, fötlunin, þörf á sér- búnaði, krafa um gæði, margfeldis- áhrif og trygglyndi. Stærsti hluti fatlaðra eða um 60% eru sextíu ára og eldri. Þessi aldurs- hópur fer ört vaxandi. Hann hefur töluverða ferðareynslu og þeir sem eru að eldast upp í hann hafa enn meiri reynslu. Aldraðir munu því hafa mjög afgerandi áhrif á ferða- þjónustuna í framtíðinni. Þeir ferðast ekki heldur endilega á háannatíman- um en kjósa undantekningarlítið að gista á hótelum í þriggja stjörnu gæðaflokki. Þriðjungur þeirra bókar með löngum fyrirvara en að öðru leyti er hópurinn mjög sundurleitur. Allur sérbúnaður fyrir f atlaða þýð- ir í raun ekkert annað en aukin þægindi fyrir aðra ferðamenn og aukin gæði í þjónustu. Efst á óska- lista fatlaðra ferðamanna er rúmgott og aðgengilegt baðherbergi og ská- brautir yfir þröskulda og tröppur. Skýrar ,og einfaldar merkingar, lyft- ur með hljóðmerkjum, handrið og breiðar dyr er ekkert nema sjálfsögð þægindi fyrir þreyttan ferðamann sem klöngrast um með þungar ferða- töskur eða fjölskyldur með börn. Mikilvægast af öllu er þekking starfsfólks í ferðaþjónustunni á þörf- um fatlaðra, viljinn til að koma til móts við þær og vitneskjan um hvernig eigi að bera sig að. Gæði þjónustunnar og viðmót starfsfólks- ins er jafnvel meira virði en sérbún- aður og aðgengi. Nákvæmar upplýsingar er annað meginatriðið. Fatlaður maður leggur ekki upp í ferðalag nema vita ná- kvæmlega hvað bíði hans. Óvissa um aðgengi og þjónustu er höfuðástæða þess að fatlaðir ferðast ekki. Að geta búist við að komast ekki það sem maður ætlaði sér og hafði greitt fyrir eða verða niðurlægður vegna aðstæðna og vanþekkingar annarra, nægir til að hætta við ferðalag. Fatlaðir ferðamenn eru sjaldnast einir á ferð heldur ferðast með fjöl- skyldu, vinum eða aðstoðarfólki. Þeir leggja meiri áherslu á gæði Jjjón- ustunnar og aðbúnað en verð. Þeir eru afskaplega trygglyndir viðskipta- menn og ætla má að að minnsta kosti helmingur þeirra komi aftur á þann stað sem reyndist þeim vel í fyrsta sinn. í þessari stuttu samantekt hef ég stuðst við tölfræðilegar upplýsingar frá Evrópuráðinu, markaðskönnun meðal aðildarríkja ESB og rannsókn sem gerð var í Bretlandi á högum fatlaðra. En aðildarríki ESB eru að- eins hluti af þeim markaði sem við íslendingar höfum aðgang að og hef ég til að mynda ekkert minnst á Ameríkumarkað sem ætla má að sé svipaður að stærð og eiginleikum. Þetta ætti samt að gefa góða vís- bendingu um hversu gríðarlega stór og verðmætur þessi markaður er. Einnig fyrir íslenska ferðaþjónustu. Höfundw er stjórnarformaður Ferðafélaga ehf. - ferðajyónustu fyrir fatlaða og fulltrúi Islands í starfsnefnd Evrópuráðsins um ferðamál fatlaðra. Að liðnum bindindis- degi fjölskyldunnar HINN 24. nóv. síðast- Iiðinn var hinn árlegi bindindisdagur fjöl- skyldunnar sem Stór- stúka íslands ásamt mörgum öðrum félaga- samtökum stóð að. í sambandi við hann voru ritaðar margar góðar og tímabærar greinar, sem birtust í fjölmiðlum víðs vegar um landið, bæði í dag- blöðum og héraðsblöð- um. Þá tóku bæði út- varpsstöðvar svo og Stöð 2 virkan og já- kvæðan þátt í kynningu dagsins. Kjörorð hans var að þessu sinni beint til foreldra og uppalenda með spurningunni: „Á beinni leið til Bakk- usar! Foreldrar í fararbroddi?" Þá var og spurt: Hver ræður ferðinni: For- eldrar? Börnin? Bakkus? Þannig voru foreldrar og aðrir uppalendur kallað- ir til sérstakrar ábyrgðar í sambandi við áfengis- og vímuvarnir. Vissulega er það staðreynd, sem vart verður of fast kveðið að eða of mikil áhersla á lögð, að það eru foreldrar og upp- alendur barnanna, sem áhrifaríkastir eru um mótun þeirra og lífsafstöðu á framtíðarför, til heilla eða óheilla með fordæmi sínu og daglegum lífs- stíl í orði og verki. Hinir fornu málshættir: „Svo læra börn málið að fyrir þeim sé haft" og „lengi býr að fyrstu gerð", eru enn í fullu gildi og ættu sífellt að minna okkur á skyldur okkar gagnvart hinni uppvaxandi kynslóð. Það væri áreiðanlega langtum ár- angursríkara, að við tækjum ærlega í hnakkadrambið á okkur sjálfum í stað þess að vera sífellt að lemjast á unglingunum, leggja ábyrgðina á þeirra herðar og kenna þeim um svo og svo margt af því sem miður fer. Áfengislaus dagur fjolskyldunnar á að sýna í verki, að heill hennar og Björn Jónsson hamingja skipar fyrir- rúmið. Við leggjum áherslu á breytta lífs- hætti, betra umhverfi og bættan hag fjöl- skyldunnar. Það gerum við með því að draga úr áfengisdrykkju og forða þannig ýmsum frá því að verða fórn- arlömb á altari Bakkus- ar. Það er bæði athyglis- vert og mjög þakkar- vert hve lögreglan víða um land átti mikinn þátt í að gera bindindis- daginn áhrifaríkan. Ómar Smári Ármanns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, kemst m.a. svo að orði í skeleggri grein, er hann nefnir: „Af fullu fólki": „Hver og einn noti nú tækifærið, hugsi sinn gang og tak- marki síðan neyslu áfengis eftir því sem skynsemin segir til um ef ekki sjálfs sín vegna, þá vegna barna sinna og annarra aðstandenda, þar fara saman hagsmunir lögreglu og almennings. „Bindindi er leið til betra lífs," segir Helgi Seljan, fyrrv. al- þingismaður, og Páll V. Daníelsson spyr: „Eru þeir fullorðnu vandamál unglinga og barna?" „Misnotkun áfengis bitnar oft á heimilum," segir Eðvarð Ingólfsson rithöfundur og Geir Bjarnason, forstöðumaður Vit- ans og Götuvitans, fullyrðir, að áfengi eigi aldrei samleið með börn- um og unglingum. Síst má gleyma hinni frábæru mynd af „þurrkaranum", sem Sig- mund teiknaði í Morgunblaðinu í til- efni dagsins, af sinni alkunnu snilld. Á bindindisdegi fjölskyldunnar stóðu unglingar fyrir utan verslanir ÁTVR í Reykjavík og buðu þeim sem þangað lögðu leið sína upp á ávaxta- drykki frá Mjólkursamsölunni. Vakti þetta framtak verulega athygli. Þá var haldin fjölskylduskemmtun í Vinabæ í Reykjavík sem bæði var fjölsótt og tókst framúrskarandi vel. Sá sem skipulagði hana og hafði all- an veg og vanda af framkvæmdum var Jón K. Guðbergsson. Þá voru samkomur haldnar á ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Og hver var svo niðurstaðan og árangurinn af átaki bindindisdags- ins? Þeirri spurningu svarar m.a. eftirfarandi brot úr dagbók lögregl- íslendingar geta fyrirbyggt fjölmörg og alvarleg slys, segir Björn Jónsson, með því að draga úr áfengisdrykkju. unnar í Reykjavík frá 25. nóv. sl.: „Árlegur* bindindisdagur fjölskyld- unnar var sl. laugardag. Ef taka á mið af dagbókinni virðist fólk al- mennt hafa virt þau skilaboð, sem send höfðu verið út í tilefni dagsins, því afskipti lögreglunnar af ölvuðu fólki voru í lágmarki þennan dag." Öllum þeim sem áttu þátt í farsæl- um framgangi bindindisdags fjöl- skyldunnar færi ég heils hugarþakk- ir fyrir lofsvert framtak, sem von- andi á eftir að skila sér á jákvæðan hátt í langtímaáhrifum, íslenskum æskulýð og íslensku þjóðinni allri til heilla, hags og farsældar. í vikunni eftir bindindisdaginn ræddi ég við unglingsstúlku sem sagði m.a.: „Síðasta helgi var algjört æði. Mamma og pabbi voru bæði heima og bæði edrú, af því að þau sögðust vera að halda upp á bindind- isdaginn!" Þar, eins og vonandi miklu víðar, báru skilaboð dagsins góðan og tilætlaðan árangur. Höfundur er stórtemplari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.