Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eiginhagsmimir og almannaheill BÆKUR Min ningarit SATTAÐSEGJA Af fyrirtækjum og stjórnmála- baráttu Jóhanns G. Bergþórssonar eftirPálPálsson, Framtíðarsýn, 1995,264 bls. ÞAÐ ER vandratað meðalhófið í stjórnmálum sem öðrum greinum mannlífsins. Nú hefur Páll Pálsson ritað ævisögu Jóhanns G. Berg- þórssonar, athafnamanns og stjórnmálamanns í Hafnarfirði. Jóhann er maður enn á bezta aldri og hefur ekki lokið dagsverki sínu. En það liggja ýmsar skiljanlegar ástæður til þess að ævisagan er skráð. Sú sem mikilvægust er er að Jóhann G. Bergþórsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðasta áratuginn eða svo. Jóhann G. Bergþórsson er inn- borinn Hafnfirðingur og hefur búið þar alla tíð og það er honum bersýnilega mikilvægt. Hann er verkfræðingur að mennt og hafði ungur þá hugsjón að bæta götur í Hafnarfirði sem hann taldi eflaust réttilega að væru í heldur bágu ásigkomulagi. Hann náði miklum árangri í verktakastarf- semi við byggingu orkumannvirkja í fyrirtæki sínu Hraunvirki og síð- an Hagvirki. Um tíma var Hag- virki eitt stærsta verktakafyrir- tæki landsins en það hallaði undan fæti og að lokum varð það gjald- þrota eins og frægt varð í fjölmiðl- um. Á rústum þess var stofnað fyrirtækið Fórnarlambið ög að síð- ustu Hagvirki Klettur. Þau urðu bæði gjaldþrota. Þessi fyrirtæki hafa unnið fjöldamörg verk sem eiga eftir að standa lengi. Hraunvirki tók þátt í byggingu Hrauneyjarfossvirkj- unar, Hagvirki í framkvæmdum á Sultartanga, í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar, stofnun Hvaleyrar og fjöldamörgu öðru. Jóhann var með í Arnarflugsævintýrinu, fyrirtæki hans stóðu í byggingafram- kvæmdum og vegalagningu víða um landið og buðu í fjöldamörg verk. Þessi fyrirtækjaþáttur er um- fangsmikill í sögunni eins og við er að búast. En í henni er annar þáttur sem er stjórnmálaþátttaka Jóhanns í Sjálfstæðis- flokknum í Hafnar- firði. Hann hefur lengi verið í bæjarmálum, setið í nefndum og ráðum ,og í bæjar- stjórn. Á því kjörtíma- bili sem nú stendur hefur hann gengið gegn vilja meirihluta fulltrúaráðs flokksfé- laganna í Hafnarfirði og farið í meirihluta- samstarf með Alþýðu- flokknum. Þessir tveir efnisþættir bókar- innar tengjast saman með ýmsum hætti. Stjórnmálamenn geta oft Höfundur bókarinnar hefur á engan hátt reynt að leggja sjálf- stætt mat á frásögn viðmælandans. Það er að vísu vísað í skjala- bunka og bréf, sem eiga að geta staðfest þær upplýsingar, sem bornar eru á borð, en lesendur verða ein- faldlega að treysta því að svo sé. Það er ekki hægt að meta það af bókinni. Það verður því að lesa þessa bók með varúð og fyrir- vörum. G. Bergþórsson er að og iðulega haft áhrif á ákvarðanir um veitingu verka til verktaka. Því reyna verktakar að sinna hags- munum sínum í samskiptum við stjórnmálamenn. Það kann líka að vera að fyrri samskipti Jóhanns við meirihluta Alþýðuflokksins í Hafnarfirði sem verktaki hafi haft áhrif á þá ákvörðun hans að kljúfa sig út úr samvinnu við samflokks- menn sína, þótt um það verði ekk- ert fullyrt. Helztu andstæðingar Jóhanns í bæjarmálum í Hafnarfirði eru samflokksmenn hans, ef marka má bókina. Hann er ekki jafn- harkalegur í dómum um neinn eins og Mathiesenana, Matthías og son hans, Þorgils Óttar, bæjarfulltrúa. Hlífír hann þó á engan hátt Magn- úsi Jóni Árnasyni, fyrrum bæjar- stjóra, og Magnúsi Gunnarssyni, leiðtoga sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, en þeir voru ekki á því að fallast á það að Jó- hann yrði bæði bæjarverkfræðing- ur og bæjarfulltrúi. En sú krafa hans er rótin að klofningnum í röðum sjálfstæðismanna nú. Þessi bók er ekkert annað en frásögn Jóhanns af fyrirtækjum sínum og þátttöku í stjórnmálum og lesendur fá örlítið að skyggn- ast inn í einkalífið. Hún mótast því öll af hans sýn á þá atburði sem frá er sagt. Lesendur hafa enga sérstaka ástæðu til að ætla að frásögn annarra þátttakenda verði samhljóða frásögn Jóhanns. Jóhann G. Bergþórsson Jóhann ýmsu leyti geðþekkur maður. Það er sjarmerandi til dæmis hvað hann er mikill Hafnfirðingur. Hann hefur líka verið dugnaðar- forkur um ævina. En hann er líka glámskyggn á sjálfan sig. Hann virðist til dæmis alls ekki átta sig á því að það geti verið til fullgild rök gegn því að embættismenn í stjórnsýslu bæjarfélaga sitji í bæj- arstjórn, óháð því hvort það er löglegt eða ekki, ef marka má texta bókarinnar. Ýmsar staðhæf- ingar hans, til dæmis um að Magn- ús Gunnarsson hafí nánast verið fótaþurrka Magnúsar Jóns Árna- sonar í meirihlutasamstarfí Al- þýðubandaiags og Sjálfstæðis- flokks í upphafi þessa kjörtímabils í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ótrúverðugar, en það er ómögulegt að dæma þær fyrir utanaðkomandi nema hafa frásögn fleiri þátttak- enda en Jóhanns eins. Það virkar heldur ekki vel að meginþunginn í frásögninni af fyrirtækjarekstr- inum gengur út á það að ytri óhöpp, óbilgirhi samningsaðila eða harkalegar og ósanngjarnar að- gerðir stjórnvalda hafi verið orsök- in að falli Hagvirkis og fyrirtækj- anna sem á eftir fylgdu en ekki rangar ákvarðanir stjórnenda fyr- irtækjanna sjálfra. Bókin er sæmilega úr garði gerð. Það er í henni gott efnisyfir- lit, ítarleg nafnaskrá, en eitthvað hefur leturstærðin ruglast í inn- ganginum. Guðmundur Heiðar Frímannsson Selfoss í 30 ár BOKMENNTIR Sagnfræði SAGA SELFOSS Guðmundur Kristinsson 2. bindi. Frá 1930 tíl 1960. Selfosskaupstaður 1995,387 bls. ÞEGAR kemur fram um 1930 tek- ur byggð að risa við Ölfusárbrú. Þá voru skráðir íbúar aðeins 68 talsins og bjuggu þeir í ellefu húsum. Síðan líða þrjátíu ár. Þá horfir öðru vísi við. Þá er þar kominn stór kaupstað- ur á íslenskan mæli- kvarða með blómlegu atvinnulífí. Árið 1960 eru íbúarnir orðnir rúm- lega 1.700 og húsafjöld- inn í kringum 200. í þessu 2. bindi af Sögu Selfoss greinir frá þróun Selfossbyggðar á þessu þrjátíu ára tíma- bili. Það lætur að líkum að frá mörgu er að segja. Hæst ber líklega frá- sögn af vexti og við- gangi Mjólkurbús Flóa- manna og Kaupfélags Árnesinga. Sú þróun er hreint með ólíkindum. Áður en maður veit af, liggur mér við að segja, eru þessi tvö fyrirtæki orðin stórveldi. Nálega þriðjungur bókar fjallar um þessi tvö fyrirtæki og er það að vonum, svo mikill burðarás sem þau hafa alla tíð verið. Fleiri koma að sjálfsögðu við sögu, sem vert væri að nefna þó að því verði sleppt hér. Síðan rekur hver þátturinn annan: kaupmenn, bílaöld, landbúnaður, húsbyggingar, vatn- sveita, rafveita, brunavarnir, skólar og bókasöfn, sýslumenn og löggæsla, sveitarstjórn og kosningar, læknar og læknaskipan, iðnaðarmenn, íþróttir, samkomuhús og veitingar, félög, fundir og hátíðir, stofnun Sel- fosshrepps, árflóðið 1948 og stríðsár- in. Alls verða þættirnir 24 sem skipt- ast í fjölmargar undirgreinar. Ég minnist þess varla að hafa lesið bók sem er jafn þéttpökkuð hvers kyns upplýsingum, nöfnum og ártölum um allt milli himins og jarðar. Það liggur við að maður falli í stafi yfir þeirri feikna elju sem þurft hefur til að safna öllu þessu saman. Selfyssingar geta notað þessa bók sem uppfletti- rit þegar minni þeirra brestur, því að varla hefur margt verið undan skilið. Af þessum sökum getur þetta merkisrit þótt frémur þurrt og strembið aflestrar. Höfundurinn lítur sjálfsagt fremur öðru á sig sem ná- 0jh>.. .. - - * \ r f T Guðmundur Kristinsson kvæman skrásetjara. En vissulega eru hér frásagnir sem halda hugan- um föngnum, svo sem þegar Ölfusár- brúin brast, þegar Ölfusá flæddi yfir bakka sína, þegar herinn settist að á Selfossi og fleira og fleira. Höfund- ur setur sig ekki heldur úr færi að segja frá því sem spaugilegt er, þeg- ar því er hægt að tefla fram. Raunar má segja að allar deilurnar um stofn- un Selfosshrepps séu hálf spaugileg- ar þegar maður les um þær núna. Kaflinn um Stríðsárin þar sem segir frá dvöl hersins í Kaldaðarnesi og á Selfossi þykir mér næsta merki- legur. Höfundur hefur þar eins og endranær lagt sig fram um ná- kvæma og ítarlega öfl- un heimilda, m.a. hefur hann átt viðtöl og stað- ið i bréfaskriftum við suma af yfirmönnum hersins. Mér kæmi ekki á óvart þó að kunnáttu- menn teldu að þessi kafli væri með betri framlögum til sögu herdvalarinnar á Is- landi. Eins og fram hefur komið er þessi bók 2. bindið af Sögu Selfoss. Fyrsta bindið sem út kom árið 1991 náði frá upphafl vega til ársins 1930. Mátti því líta á það sem eins konar forsögu. Þetta bindi nær svo yfir fyrstu þrjá áratugi byggðar við Ölfusárbrú. Eftir eru þá 35 ár til nútímans. Að vísu ná sumir efnisþættir lengra en til 1960, þar sem óeðlilegt var að rjúfa frásögn- ina. Engu að síður virðist ljóst vera að nægilegt efni er í þriðja bindið. Er vonandi að þessum ágæta jafn- aldra Selfossbyggðar endist aldur og þrek til að ljúka því. Höfundur hefur við samning og frágang bókar sinnar haft stuðning af sögunefnd Selfoss, en í henni sitja Jón R. Hjálmarson, Páll Lýðsson og Þór Vigfússon. Heimildaskrá ritsins er að vónum löng bæði bækur, blöð, tímarit, hand- rit og hreppsbækur. Sleppt er þó að geta i þeirri skrá munnlegra heimilda að öðru leyti en því sem segir i for- mála. Þær eru áreiðanlega geysi- margar. Myndaskrá er aftast í bók og eftir því sem segir á bókarkápu eru 365 ljósmyndir í bókinni. Margar þeirra eru merkar sögulegar heimild- ir sem ekki hafa birst áður. Skrá er yfir nöfn á þrettánda hundrað manna, sem hér koma á einn eða annan veg við sögu. Frágangur bókarinnar er hinn prýðilegasti. Sigurjón Björnsson ESSO Stórageröi ESSO ÞJONUSTA - s ný s t um þ i g Nauðsynleg pjonusta Viðskiptavinir ESSO koma ekki aðeins á stöðina sína til að kaupa bensín. Þeir koma þangað líka til að kaupa mjólkur- pott, skrúfjárn, lakkríspoka eða lesefni. Síðast en ekki síst nýta þeir sér nauðsyn- lega aðstöðu til að hreinsa bílinn. ¦ Olíufélagiðhf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.