Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 41 AÐSENDAR GREINAR 4 3 í Evrópa um aldamótin EVRÓPA hefur tek- ið á sig nýja mynd á undanförnum árum. Þróun í átt til evr- ópskrar einingar hefur verið hröð eftir lok kalda stríðsins og þótt aðeins séu liðin tvö ár frá gildistöku Maas- tricht-sáttmálans mun stjórnkerfí Evrópu- sambandsins (ESB) verða til endurskoðun- ar á ráðstefnu aðildar- ríkjanna á næsta ári. Ríkjaráðstefnan mun gegna mikilvægu hlut- verki við endurskoðun Maastricht-sáttmálans en með honum var lagður grunnur að sameiginlegri utanríkis- og ör- yggismálastefnu ESB ásamt sam- eiginlegum gjaldmiðli aðildarríkj- anna. Hlutverk ríkjaráðstefnu ESB Með nokkurri einföldun má segja að stofnanalegt svipmót EB sé í dag svipað því sex ríkja bandalagi er sett var á fót með Rómarsáttmál- anum árið 1957. Nú tæplega fjöru- tíu árum seinna samanstendur ESB af fímmtán aðildarríkjum og 370 milljónum íbúa. Fjölgun aðildarríkja ESB hefur haft margvíslegar afleið- ingar í för með sér fyrir innra starf þess. Álag á ákvarðanatöku hefur aukist og starfshættir orðið flókn- ari. Aukinn fjöldi aðildarríkja hefur ennfremur þýtt að taka hefur orðið tillit til fjölbreytilegri skoðana og hagsmuna. Meginhlutverk ríkjaráðstefnu ESB verður að undirbúa sambandið fyrir væntanlega stækkun til Mið- og Austur-Evrópu. Ljóst er að nú- verandi stjórnkerfi þess verður ekki starfhæft með tuttugu eða fleiri aðildarríkjum. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna er nú í fullum gangi og forysturíki ESB, Þýskaland og Frakkland, vinna nú að því að sam- Emil Breki Hreggviðsson ræma sjónarmið sín fyrir ráðstefnuna. Á ráðstefnu aðildarríkj- anna verður leitast við að einfalda starfshætti og ákvarðanatöku ESB. Tekist verður á um atkvæðavægi ríkja innan ESB, en óánægju hefur gætt vegna skiptingar at- kvæða innan ráðherra- ráðsins og Evrópu- þingsins. Stærri aðild- arríki ESB telja þar á sig hallað og vilja að fjöldi atkvæða sé í beinna hlutfalli við íbúafjölda. Jacques Santer forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt áherslu á að mál verði í ríkari mæli afgreidd með meirihlutaákvörðun í ráðherraráð- inu í því skyni að hraða ákvarðana- töku. Flest aðildarríkin virðast að- hyllast slíkt fyrirkomulag en hug- myndin mætir mótstöðu Breta sem halda fast í hugmyndina um hefð- bundinn fullveldisrétt og neitunar- vald aðildarríkja. Reynslan frá Maastricht bendir þó til þess að aðildarríki ESB muni ekki láta eitt aðildarríki hefta aukna samvinnu hinna. Völd Evrópuþingsins munu verða ofarlega á baugi en þingið hefur ítrekað kröfu sína um sameiginlegt löggjafarvald með ráðherraráðinu og aukin völd hvað varðar fjárlög ESB. Búast má við að togstreita um völd verði áberandi milli Evr- ópuþingsins pg ráðherraráðsins. Af öðrum mikilvægum viðfangsefnum ráðstefnunnar má nefna breytingar á samvinnu aðildarríkjanna á sviði utanríkis- og öryggismála annars vegar og réttar- og innanríkismála hins vegar. Samvinna aðildarríkj- anna á þessum sviðum hefur mest- megnis átt sér stað utan stofnana EB og þykir enn sem komið er ófull- nægjandi. Átökin í fyrrum Júgó- Aukið vægi ESB í efna- hags- og stjórnmálalegu tilliti undirstrikar þá staðreynd, segir Emil Breki Hreggviðsson, að Evrópusambandið er í stöðugri þróun. slavíu hafa glögglega opinberað vanmátt utanríkismálasamstarfs ESB og grafið undan trúverðug- leika þess. Ríkjaráðstefnan verður prófsteinn á pólitískan vilja aðildar- ríkjanna á þessu sviði. Gagnger endurskoðun á landbún- aðar- og byggðastefnu ESB mun ekki verða verkefni ráðstefnunnar, en er þó ein meginforsenda stækk- unar ESB. Full aðild fyrrum austan- tjaldsríkja er ekki raunhæf án veru- legra breytinga og endurfjármögn- unar á landbúnaðar- og byggða- stefnu ESB. Slíkt er f dag ofviða styrktarsjóðum ESB jafnt sem fjár- lögum, en þau nema einungis um 1.2% af vergri þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna. Ákvörðun um stækkun ESB til austurs er þó í eðli sínu pólitísk ekki síður en efna- hagsleg. ESB er í mun að stuðla að lýðræðislegum stjórnarháttum og auknum stöðugleika f þessum hluta álfunnar. Með hvítbók fram- kvæmdastjórnar ESB frá þessu ári hefur verið vörðuð sú leið er ríkin í austanverðri Evrópu þurfa að fara í aðlögun sinni að sameiginlegum markaði ESB. Skortur á lýðræði Mörg framangreind viðfangsefni ráðstefnunnar byggja á tæknileg- um úrlausnum. Metnaðarfyllri áform þurfa að liggja til grundvall- ar ef auka á lýðræðislega ábyrgð ESBk Jafnhliða því þarf að brúa það bil sem virðist vera til staðar milli ráðamanna og íbúa ESB sem oft virðast þvf afhuga og lítt upplýstir um hlutverk þess. Svokallaður „lýð- ræðishalli" ESB er hluti af þessari umræðu en hann felst í því að flest- ar meginstofnanir ESB sækja vald sitt ekki beint til fólksins og eru að mati margra ekki nægjanlega ábyrgar, hvorki gagnvart þjóðþing- um aðildarríkjanna né Evrópuþing- inu. Þjóðþing aðildarríkjanna eru ennfremur valdalítil í starfi ESB og skortir formlegan vettvang til þátttöku. Ef litið er til Evrópuþings- ins þá er það eina meginstofnun ESB sem samanstendur af fulltrú- um sem kosnir eru beint af íbúum ESB. Þrátt fyrir að hlutverk Evr- ópuþingsins hafi farið vaxandi á undanförnum árum á það langt í land með að öðlast völd sambærileg þjóðþingum. Evrópuþingið hefur verið í ráðgefandi hlutverki og að- eins á afmörkuðum sviðum má segja að það fari með sameiginlegt löggjafarvald (co-decision) með ráð- herraráði ESB. Lausn þessa vanda er flókin en aukin völd og eftirlitshlutverk Evr- ópuþingsins eru ein forsenda þess að hægt sé að gera ESB lýðræðis- legra. Jafnframt ér mikilvægt að stuðla að auknu samstarfi og upp- lýsingamiðlun milli þjóðþinga aðild- arríkjanna annars vegar og Evrópu- þingsins hins vegar. Með aukinni upplýsingamiðlun og vaxandi þátt- töku þjóðþinga í umræðunni um ESB væri betur unnt að forðast áföll eins og skipbrot Maastricht- sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu Dana. Ef auka á tiltrú og stuðning íbúanna við ESB er grundvallarat- riði að starfsemi þess verði gerð einfaldari, gagnsærri og lýðræðis- legri. Evrópsk samvitund verður ekki sköpuð með öðru móti. Evrópa um aldamótin Alþjóðavæðingin hefur gert það að verkum að ríki heimsins eru orð- in háðari hvert öðru gegnum aukin utanríkisviðskipti og samskipti sín á milli. Samræming alþjóðlegra við- skiptareglna og hraðar framfarir á sviði fjarskipta- og tölvutækni gera það að verkum að heimurinn er í sívaxandi mæli að verða ein við- skiptaheild. Aukin alþjóðleg sam- vinna ríkja endurspeglar þá stað- reynd að mörg vandamála sam- tímans eru alþjóðleg í eðli sínu og krefjast alþjóðlegrar samvinnu. Að- ildarríki ESB hafa brugðist við þess- ari þróun með því að efla samvinnu sína á fjölmörgum sviðum. Efnahagssamvinna hefur frá upphafi verið kjarni Evrópusam- starfsins en í kjölfar einingarlag- anna og sfðar Maastricht-sáttmál- ans hefur valdsvið ESB og pólitísk vídd vaxið verulega. Samstarf ESB ríkja nær nú til fjölmargra sviða þjóðmála og má þar nefna aukna samvinnu á sviði mennta- og menn- ingarmála, umhverfismála, félags- mála, iðnaðarstefnu, fíkniefna- og glæpavarna ásamt rannsóknar- og þróunarmálum svo að nokkur dæmi séu nefnd. Evrópusambandið er einstök samstarfsaðferð sem grundvallast á þeirri hugsun að með náinni sam- vinnu fái aðildarríkin áorkað meiru en ein og sér. Á ríkjaráðstefnunni munu aðildarríkin leitast við að leggja grunn að öflugra og skilvirk- ara sambandi sem tekist getur á við stækkun til austurs, án þess að núverandi samstarf sé útvatnað. Samrunaþróun ESB hefur alltaf ein- kennst af togstreitu, en málamiðlun og vitneskjan um sameiginlega hagsmuni hafa ávallt verið grund- völlur samstarfsins. Aukið vægi ESB í efnahags- og stjórnmálalegu tilliti undirstrikar þá staðreynd að Evrópusambandið er í stöðugri þró- un. Með auknu samstarfi aðildar- ríkjanna er ESB að þróast í átt að efnahagslegri, félagslegri og stjórn- málalegri heild sem samofin er margvíslegum böndum. Á þann hátt er ESB að verða sá samstarfsvett- vangur Evrópuríkja sem helst getur tryggt mannréttindi, hagsæld og pólitískan stöðugleika í álfunni. Höfundur er rekstrar- og stjórn- málafræðingur með MSe.-gráðu í Evrópufræðum. I Um stöðu rannsókna í veiðimálum AÐ MÍNU mati eru það sex meginatriði sem vert er að draga fram sem breytt við- horf í umgengni og nýtingu á fiskistofnum ferskvatns. Um hvert þeirra væri hægt að skrifa langt mál, en dagblöð henta ekki til slíks. Þvf verður rétt drepið á meginatriðin. En hafa ber í huga að það eru margir smærri þættir sem spila með og einnig að það sem gildir á einum stað þarf ekki að gilda á öðrum. Að draga heildarmynd er því nokkur áhætta þar sem bú- ast má við að keppst verði við að benda á undantekningarnar. Sú áhætta verður tekin. 1. Skipulag veiðinnar í landinu. Fyrstu árin eftir að embætti veiðimálastjóra var stofnað 1946 var helsta verkefnið að koma skipu- lagi á veiðimál. Endurbæta þurfti lög og framfylgja þeim. Veiðifélög voru stofnuð og arðskrár gerðar fyrir veiðifélögin um hvernig skipta bæri arði innan þeirra. Stangveiði- félög voru einnig víða stofnuð, þótt stofnun þeirra væri ekki lögbundin. Til að gera langa sögu stutta, hefur þetta kerfi reynst vel til nýtingar á auðlindinni, þannig að eftir er tekið Þórólfur Antonsson í öðrum löndum. Ekki voru allir sáttir við þetta í byrjun, en í dag taka menn þessu eins og það hafi alltaf verið svona og almenn sátt er um kerfið sem slíkt. Líklegt er að skipulag fuglaveiða standi í dag að þessu leyti eins og stangveiði fyrir 50 árum. 2. Mismunandi vistir þríggja tegunda lax- físka. Hver tegund lax- fískanna þriggja (lax, urriða, bleikju) hefur sína kjörvist eða kjör- búsvæði. Laxinn þrífst í frjósöm- ustu ánum og hefur vinning í sam- keppni þar, en bleikja er allsráðandi á harðbýlustu svæðunum og urriði er þarna á milli. Þetta eru mjög grófir drættir. Þegar náðst höfðu tök á seiðaeldi laxfiska, var seiðum sleppt til þess að reyna að breyta þessari mynd, t.d. voru margar tilraunir gerðar til þess að koma laxi í dæmigerðar bleikjuár með tilheyrandi kostnaði en engum árangri. Þessu er nú löngu hætt. 3. Erfðamál - stofnhugtakið. Á síðasta áratug fóru menn að gera sér grein fyrir því að líkast til væru sér stofnar laxfiska í hverju Umhverfísþættir hafa veruleg áhrif á sveiflur, segir Þórólfur Antons- son, bæði á seiða- árganga og á afföll laxins í sjó. vatnakerfi og jafnvel fleiri en einn í hverju. Það varð til þess að varað var eindregið við því að rugla sam- an þessum stofnum svo aðlögun þeirra að sínu umhverfi biði ekki skaða af. Einnig þyrfti að hafa meiri fjölda undaneldisfiska en áður tíðkaðist, til þess að viðhalda erfða- breytileika. Þetta eru flestir farnir að viðurkenna og hlíta. 4. Áhríf umhverfisþátta á sveiflur í fiskstofnum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að umhverfisþættir hafa veruleg áhrif á sveiflur bæði á seiðaárganga og á afföll laxins í sjó. Einnig hafa slík áhrif sést í silungastofnum í vötn- um. Þessi áhrif eru mismikil eftir landshlutum. Þetta hefur þau áhrif á fiskrækt að minnka vægi seiða- sleppinga. Sýna þarf fram á gagn- semi seiðasleppinga með tilraunum í hverju tilviki áður en út í þær er farið í stærri stíl. Og þó árangur verði af seiðasleppingum á einum stað einu sinni er ekki þar með sagt að þær verði að gagni yfir lengri tíma og við erfíðustu skilyrðin. Stærð hrygningarstofns virðist ekki hafa verið takmarkandi fyrir nýliðun í íslenskum laxveiðiám þar sem það hefur verið rannsakað, þannig að verndun hans er ekki nauðsynleg hér umfram það sem verið hefur. I öðrum Iöndum hafa menn séð nauð- syn þessa m.a. vegna mikilla veiða i sjó. Líklegt er því að við þurfum að búa áfram við sveiflur í fiski- stofnum og sætta okkur við þær. Um þennan lið eru vissulega skiptar skoðanir og gildi þessa mismikið eftir landshlutum. 5. Mikilvægi náttúruverndar. Víðast erlendis þar sem laxa- stofnar hafa hrunið og horfið er því um að kenna að búsvæði hans hafa verið eyðilögð eða sjúkdómar og sníkjudýr hafa borist að, í stofninn. Því er það hvað mikilvægast sem við okkur blasir að vernda búsvæði og sporna við sýkingum. Hvaða hættur eru það sem að steðja? í stikkorðastíl má sem dæmi nefna: malartekju úr ám, virkjanir, fram- ræslu lands, áburðargjöf, mengandi efni, breytingar árfarvega. I sjúk- dómamálum þarf að gæta þess eins og kostur er að smit berist ekki milli vatnakerfa með miklum sam- gangi, eins og með fiskflutningum, veiðimönnum (innlendum sém er- lendum), veiðitækjum og villuráf- andi fiskum frá eldisstöðvum. 6. Ný viðhorf í nýtingu silunga- stofna vatna. Víða er silungur smár f vötnum hérlendis. Hann þykir ókræsilegur til veiða, sérstaklega þegar hann eru borinn saman við sjógenginn lax og silung. Því hefur verið reynt að „grisja" vötn þannig að sá hluti stofnsins sem eftir væri, tæki vaxt- arkipp og yrði eftirsóttari til veiða og nýtingar. Miklar efasemdir eru nú um að þetta sé raunhæft. Ákveð- ið umhverfi í vötnum s.s. dýpi, nær- ingarefnamagn, fæðugerðir og hæð yfir sjó, búa stofninum ákveðin skil- yrði og þrýsta honum inn í ákveðið lífsmunstur sem trauðla er hægt að breyta. Stofnarnir aðlagast með mismunandi hætti þeim vistum sem fyrir hendi eru. Sem dæmi lifir murta á smásæjum svifkrabbadýr- um og þó að stofn hennar yrði helm- ingaður í ákveðnu vatni yrðu ein>- staklingarnir sem eftir yrðu áfram að lifa á þessum smásæju krabba- dýrum og næðu engri verulegri stærð fram yfir það sem áður var í stofninum. Og jafnvel þótt þetta væri hægt þyrfti svo mikið átak árlega til þess, að í fáum tilvikum myndi það svara kostnaði. Því eru menn að færast meir og meir inn á það að reyna að nýta þessa silungastofna eins og þeir eru. Hér gildir það sama og f ánum að aðgerðir af manna völdum geta breytt búsvæðum og raskað með þvf lífssögu fiskistofna. Það hefur svo aftur áhrif á nýtingarmöguleika. Sem dæmi um það er að stíflur í útföllum stöðuvatna hafa gerbreytt eða eytt urriðastofnum í fjölda til- vika. Hér hafa verið raktir þeir stærstu þættir sem Veiðimálastofnun hefur verið að glíma við á vistfræðisviði. Það sem hér er sagt að framan, er stutt rannsóknum, ýmist innlendum eða erlendum. En auðvitað eru menn ekki á eitt sáttir um alla þessa þætti, missterk rök liggja að baki og rannsóknir sýna í sumum tilfell- um misvísandi niðurstöður. Þannig mjakast þekkingin áfram, hinn al- gildi sannleikur verður seint fund- inn, ef hann er þá til. Hbfundur starfar á Veiðimála- ^ stofnun. '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.