Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Opið bréf til séra Bjarna Karlssonar EG RITA þétta litla bréfkorn þar sem ég er enn óánægður með skrif þín á opinberum vettvangi nú síðast þann 13. desember. í fyrri grein minni í Morgunblaðinu kom fram óánægja mín með það hve lítið þú gerir úr þeim Davíð Þór og Snorra og einnig að þú leyfir þér að gefa línuna hvernig guðfræðingar eigi að vinna, og að dæma um það hvernig séu heiðarlegir og skynsamir guð- fræðingar og hverjir ekki. Nú svarar þú, í þinni nýju grein, á engan hátt þessari grein minni, heldur einungis grein Davíðs Þórs. Enda heldur þú þig við sama hey- garðshornið og áður og talar meðal annars um „hið fáranlega skemmti- gildi" málfundar þeirra. Ennfremur talar þú um „hanaat" og skemmti- kappræður sem séu alls óskyldar „hinni guðfræðilegu aðferð". Þú af- sakar afskipti þín af málinu með því að segja, að vegna þess að Háskóli íslands og guðfræðideildin blandað- ist í málið hafir þú fundið þig knú- inn til að svara. Mér er spurn: Síðan hvenær varst þú sérstakur málsvari háskólans og guðfræðideildarinnar? Ég vissi ekki að þú tengist þessum stofnunum meira en aðrir sem þar hafa stundað nám og útskrifast. Og annað. Hvenær var hin eina sanna „guðfræðilega aðferð" fundin upp? Þú fullyrðir einnig að guðfræðin sé „öguð sannleiksleit". Ég held aft- ur á móti að þú sért sammála mér í því að reyndin sé oftar en ekki önnur. Guðfræðin sem fræðigrein er svo margt annað. Þar spilar margt inn í, ekki síst ólíkar hefðir og hags- munir. Guðfræðileg umræða er oftar en ekki háð aðstæðum staðar og stundar og því varasamt að hefja hana um of á stall. Enda stendur enginn guðfræðingur þar óáreittur of lengi. Ekki einu sinni þú. Þú talar og um hvernig „heiðar- legur guðfræðingur" eigi að vinna. í stað þess að tala of mikið eigi hann að hlusta og biðja. Ertu ekki að rugla hér saman sálusorgara (presti) og guðfræðingi? Ég set guð- fræðinginn alls ekki undir sama hatt og prestinn eða trúmanninn. Vissulega á guðfræðingurinn að kunna list samtalsins, að hlusta á textann, viðfangsefnið og temja sér auðmýkt gagnvart því. En hann þarf ekki síður að vera skapandi og afkastamikill, þ.e. gefa af sér, tala (skrifa) mikið. Hans hlutverk er fyrst og fremst fræðandi, hann kemur þekkingu á framfæri, enda þjálfaður til þess fyrst og fremst. Og varðandi bænina þá þarf guðfræðingurinn að mínu mati alls ekki að vera trúaður. Þar veit ég reyndar að ég stend til- tölulega einn, þó eru fleiri sammála mér í því að trú og þekking séu tveir aðgreindir þættir og verði að vera það til þess að fræðingurinn geti nálgast viðfangsefni sitt á sem hlut- lægastan hátt. Mér er því spurn: Hvaðan hefurðu þessa visku þína um hin réttu vinnu- brögð guðfræðnga og þá mælistiku sem segir til um hverjir slíkir séu skynsamir, heiðarlegir og kristnir og hverjir ekki? Þó er það eitt enn sem mér fellur ekki í greinum þínurrr, en það er hve erfitt er að henda reiður á hvað þú ert að fara, þegar þú fjallar um sam- kynhneigð. Ég undraðist það reynd- ar þá, og undrast enn, af hverju þú varst að skrifa fyrstu greinina (og af hverju þú svo svaraðir Davíð). I seinni greinninni segir þú fullum fetum að þú teljir þínar eigin skoðan- ir „alls ekki boðlegar né nothæfar", eftir að vera búinn að gagnrýna Guðfræðileg umræða er oftar en ekki, segir Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, háð aðstæð- um staðar og stundar. Snorra og Davíð Þór fyrir að bjóða upp á tal sem ekki væri „til þess fallið að skila neinum nothæfum nið- urstöðum"! Af hverju þá þessi skrif og þessi gagnrýni á aðra? Reyndar býður þú upp á leið sem ég hneigist til að halda að þú hafir í huga þegar þú talar um hina einu sönnu guðfræðilegu aðferð. Lausn alls virðist að þínu mati vera hin kristna samfélagsreynsla, sem skapi einungu með fólki. Með henni leið- réttist skekkjurnar í mannlegum samskiptum. Þátttakendurnir upp- lýsist og sjái í gegnum allar grímur og gervi. Þarna held ég að þú blandir sam- an guðfræðilegri aðferð og trúar- legri. Það hafa reyndar margir fleiri gert og munu ugglaust gera um ókomin ár. Að mínu mati hefur reynslan sýnt að slíkt gengur ekki. Hin guðfræðilega aðferð verður að lúta sömu lögmálum og aðgerðir í öðrum fræðigreinum. Annars hættir guðfræðin að vera fræði og verður hluti af átrúnaðinum með þeim skelfilegum afleiðingum sem sjá má í islam og í ýmsum sértrúarsöfn- uðum. En ekki aðeins þetta þó það sé ærið. Hugmyndir þínar um mátt trúarsamfélagsins eru óraunsæjar. Dæmin hafa sýnt, að trúarsamfélag- ið sem slíkt er engin trygging fyrir bættum mannlegum samskiptum né fyrir aukinni sjálfs- gagnrýni. Þvert á móti. Trúarsamfélaginu hættir oftar en ekki til að einangrast. Meðlimir þess líta á sig sem inn- vígða, frátekna fyrir Guð, en á þá sem fyrir utan standa, sem ann- ars flokks eða sem ein- hvers þurfandi, sem öðru vísi. Þá eru for- dómarnir oftar en ekki stutt undan. Og svo of- stækið. Því leggja margir heiðarlegir og skynsamir guðfræðing- ar, sérstaklega ef þeir eru lúterskir, megin- áherslu á erindi trúar- innar til einstaklingsins. Einstakl- ingshyggja lúterskra guðfræðinga á þessari öld á einmitt rætur að rekja til hræðslu við píetismann og þann fariseisma sem hann hefur oft haft í för með sér. Ég viðurkenni aftur amóti að bæði viðbrögð mín og Davíðs við grein þinni voru of harkaleg. Ég er sammála þér í því að þú hafir leit- ast við að „ræða um samkynhneigða og gagnkynhneigða í sömu andrá" og að hinn samkynhneigði væri ekki meiri syndari en hinn gagnkyn- hneigði. Við höfum aftur á móti báðir góða afsökun. Hann vegna þeirrar ómark- legu gagnrýni sem þú barst á borð. Ég vegna þess að mér féll ekki hinn yfirlætisfulli tónn um hlutverk guð- fræðinnar og eðli guðfræðilegrar umræðu. Að lokum þetta. Ég nefndi það hér að framan að ég væri ekki viss hvers vegna þú skrifaðir fyrstu greinina. Ég hef reyndar skoðun á því. Ég efast um að ástæðan sé umhyggja fyrir háskólanum, guð- fræðideildinni eða að lyfta guðfræði- legri umræðu á hærra stig. Ástæðan fyrir skrifum þínum standi þér nær, eigi rætur að rekja í því samfélagi sem þú býrð í, nábýlinu við Snorra í Betel og Hvítasunnusöfnuðinn. Því teljir þú þig þurfa að sigla milli skers og báru í þessum málum. Því efast ég um að skrif þín geti Torfi K. Stefáns- son Hjaltalín flokkast undir heiðar- lega guðfræði (þ.e. sem öguð sannleiksleit). Sama gildir um játn- ingar þínar um eigin fordóma. Ég efast um að allt iðrunartalið komi frá hjartanu. Ef svo væri þá segðirðu hreint út að það væri „örugglega allt í lagi að vera samkynhneigð- ur", en þú tekur fram að þú segir það ekki. Ef þú virkilega vilt leitast við að ræða um samkynhneigða og gagnkynhneigða í sömu andrá settu þá orðið gagnkynhneigður í stað orðsins samkynhneigður. Ef þú getur sagt hreint út, að það sé örugglega allt í lagi að vera gagn- kynhneigður áttu að geta sagt hið sama um samkynhneigða. Það er hin rétta „yfirbót" sem þú segist vilja sýna. Það er raunverulegt for- dómaleysi. Ef altarissamfélagið getur ekki gefið þér þessa sýn þá leitaðu í orði Jesú Krists og athöfnum. Hann dæmdi engan mann, engan nema hræsnarann. Hann sat ekki aðeins til borðs með fólki, hann ferðaðist um og prédikaði, læknaði sjúka og boðaði fagnaðarerindið, boðaði rétt- læti og jöfnuð til handa öllu fólki, ekki síst þeim sem aðrir fyrirlitu. Þetta hefur þú sjálfur bent á og ég veit að þar ertu einlægur, en mundu einnig að hann fordæmdi hræsnarann og hræsnina. Meðan þú gerir það ekki, og þá á ég m.a. við Snorra í Betel og söfnuð hans, ertu sjálfur ekki heiðarlegur guðfræðing- ur. Á meðan þú lætur það ógert er samviska þín svo sannarlega slævð. Og borðsamfélag kirkjunnar eitt sér, hin kristna samfélagsreynsla, veitir enga tryggingu gegn fordóm- um. Þar, sem og Póðrum samkvæm- um, velja menn sér heiðurssætin og skortir þá auðmýkt sem Kristur boð- aði. Um það er sagan til vitnis. Höfundur er prestur og í doktors- námi í trúfræði. Áramótaheitið: Byggjum barnaspítala UMARAMOTerþað til siðs að stíga á stokk og strengja þess heit að bæta eitthvað í eigin fari. Misvel gengur oft að standa við hin fögru fyrirheit, en orð eru jafnan til alls fyrst. Ef ég mætti mæla fyrir munn íslensku þjóðar- innar og ráðamanna þessa lands um þessi áramót væri ég ekki í vafa um hvert heitið yrði; að byggður yrði barnaspítali á íslandi. Aðbúnaður barna, foreldra og starfsfólks á Barnaspítala Hrings- ins er vægast sagt slæmur. Gríðar- leg þrengsli skapa ótal vandamál í daglegri starfsemi þar, svo ekki sé talað þá hættu sem slík þrengsli Aramótaheitið er, segir Stefán Eiríksson, byggjum barnaspítala. skapa. Börn sem berjast við erfíðar sýkingar dvelja á sama gangi og börn sem eru að koma úr aðgerðum og svo mætti lengi telja. Mörg börn hafa legið á. Barna- spítala Hringsins og notið þar frá- bærrar umönnunar starfsfólksins. Það reynir auðvitað að gera sitt besta þrátt fyrir þrengslin og að- stöðuleysið. Fáum er hins vegar ljóst hversu mikið kraftaverk það er hve starfsemin gengur vel. Eftir að hafa dvalið með barni mínu á barnaspítölum í Bretlandi og Bandaríkjunum um tíma varð mér það ljóst hvílík hneisa það er fyrir íslensku þjóðina að hafa ekki fyrir löngu byggt barnaspítala. Barna- spítala þar sem að- stöðuleysi kæmi ekki í veg fyrir að börnum myndi batna. Barn- aspítala þar sem for- eldrar hefðu aðstöðu til að dveljast með börnum sínum og þar sem börnin hefðu nægilegt rými til tóm- stundaiðkana meðan Stefán Þau eru ao< ná sér. Eiríksson Bárnaspítala þar sem starfsfólk, foreldrar og börn þyrftu ekki að bítast um hvern einasta fermetra. Vissulega kostar allt peninga en ég fullyrði að íslenska þjóðin hefur efni á því að láta börnum sínum líða vel. Kvenfélagið Hringurinn hefur með frammistöðu sinni unnið kraftaverk í þágu íslenskra barna og er tilbúið að Ieggja sitt af mörk- um til byggingar barnaspítala. Margir einstaklingar og fyrirtæki vilja líka leggja svo góðu málefni lið, og ef fleiri láta í sér heyra vakna stjórnmálamennirnir von- ándi einnig til lífsins og standa við sitt. Árið 1996 verður gott ár og nýtist vonandi til góðra verka. Áramótaheitið byggjum barnaspít- ala er góð byrjun á góðu ári og verður vonandi fylgt eftir. Börnin okkar eiga það svo sannarlega inni hjá okkur að vel sé um þau hugsað. Höfundur er laganemi og faðir tveggja barna sem dvalið hafa á barnaspítölum í þremur Jöndum. Kirkja og prestar á Skeggjastöðum LESIÐ hefi ég bók- ina Skeggjastaðir — Kirkja og prestar. Svo sem á nafni bókarinn- ar sést hefur séra Sigmar Torfason, prestur á Skeggjastöð- um, saman safnað fróðleik um forvera sína á Skeggjastöðum í Bakkafirði, Norður- Múlasýslu, frá ártali 1591-1995. Kemurþá eftirmaður hans. Séra Sigmar lætur fylgja hverjum presti nokkuð, er þeir samið og sagt hafa, hver og einn, stundum vísa, sálmur eða tjóð. Aftast óbundið mál. Sýnishorn. Ekki langt, því af miklu er að taka. Þetta er fræði- mannlega samið rit. Séra Sigmar minnir dálítið á Hannes Þorsteins- son þjóðskjalavörð í því að gjöra nokkra grein fyrir hverju barni sem hann nefnir, af börnum og fóstur- börnum Skeggjastaðapresta, hvort þau lifðu lengi eða skammt og brot af þeirra lífshlaupi — ef vitað er.^ I einu tilliti minnir bókin á Þús- und og eina nótt. Af hverri sögu tekur ný saga við. Örlagasaga. Bókin er ekki þurr upptalning held- ur skemmtilega saman slungin og vel stfluð af höfundi, svo nokkuð er erfitt að hætta lestri þá byrjað er, þótt ætlunin væri að lesa litla stund. Víða kemur tíðarfarslýsing hjá Sigmar Torfason hinum ýmsu prestum. Sumir vetur eru svo harðir, með frostsumri á milli, að spurningu vekur hvort nútíðar- tækni réði við ferðir um land vort, ef sam- fellt yrði slíkt harð- fenni í þrjá til fjóra mánuði. í frásögn svipmynda ber þó af stíll séra Jens á Set- bergi Hjaltalíns, sem vígðist til Skeggja- staða 12. maí 1867 og var þar í sex ár. Ferðalýsing hans frá Stykkishólmi til Skeggjastaða í Bakkafirði eystra og seturs lýsing- in er feomið var á leiðarenda. Og svo árin sex þar. Um byrjunina segir hann: „Við vorum fátæk, eins og kirkjurott- ur." Taka skal nú dæmi um frásögu eins af prestsbörnum, sem fæddist á Skeggjastöðum 1619. Hlaut nafnið Runólfur. Faðir hans, Jón Runólfsson, vígðist til Skeggja- staða árið 1618 og giftist sama ár Sigríði Einarsdóttur. Bjó þar í átta ár, en missti konu sína eftir fimm ár. Þá áttu þau þrjú börn. Séra Jón fékk Svalbarð í Þistilsfirði 1626 og var þar í tutt- ugu og fjögur ár. Börn hans munu hafa alist þar upp. Séra Sigmar segir að Runólf- ur, sonur séra Jóns, væri mikill námsmaður. Lærði í Hólaskóla, Bókin er ekki þurr upptalning, segir Rósa B. Blöndal, heldur skemmtilega saman ______slungin.______, síðan í Kaupmannahöfn. Varð skólameistari á Hólum, þó skammt. Sigldi aftur til Hafnar með miklu lofi Þorláks Hólabisk- ups. Fór aftur í Háskólann í Kaup- mannahöfn. Tók þar magisters- gráðu í heimspeki 13. maí 1651. Hann varð skólameistari í Christ- iansstað á Skáni og dó þar 1654. En áður samdi hann íslenska mál- fræði „Grammatica íslandica í Kaupmannahöfn". Séra Sigmar tekur upp formál- ann að málfræðinni. Fyrir hann einan væri full ástæða til að eign- ast bókina. Formálinn er hin feg- ursta íslenska. Líkir hann tungu vorri við grísku og latínu að sí- breytilegum möguleikum. Ég minnist á þetta því Runólfur fer svo_ fögrum orðum um tungu vora. Ég hef stiklað á stóru. Frásögn- in er auðug í bókinni. Eftir mikið og gott starf þeirra frú Guðríðar og séra Sigmars próf- asts á Skeggjastöðum kveður hann staðinn fágætlega vel með þessari dýrmætu fróðleiksbók. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.