Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ INwiptiiMattfc STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKALYÐS- HREYFINGIN OG LÝÐRÆÐI NÝ FORYSTA Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður kjörin í lok janúar og er útlit fyrir að kosið verði um stjórn og trúnaðarráð í fyrsta skipti frá 1991. Formaður Dagsbrúnar sækist ekki eftir endurkjöri og tvær fylkingar hafa tilkynnt um framboð. Umræðan í kringum stjórnarkjörið í Dagsbrún hefur varpað ljósi á það úrelta og um margt undariega fyrir- komulag sem virðist vera ríkjandi innan verkalýðshreyf- ingarinnar þegar kemur að kjöri helstu forystumanna. Hyggi menn á framboð innan Dagsbrúnar verður sam- kvæmt lögum félagsins að leggja fram lista með ekki færri en 120 frambjöðendum. Bjóða þarf fram hundrað menn í trúnaðarráð félagsins og tuttugu til vara. Úr þessum hópi koma m.a. sjö stjórnarmenn og þrír til vara auk annarra helstu embættismanna félagsins. Einnig þarf 75 til 100 meðmælendur þótt þeir megi einn- ig koma úr trúnaðarráðshópnum. Aðstandendur fram- boðs, er beinist gegn núverandi stjórn í Dagsbrún, telja að helst þurfi 150-200 manns að standa að baki framboði. í kosningunum ríkir sú regla, að sá listi er fær flest atkvæði kemur öllum sínum mönnum að og skipar því stjórn, trúnaðarráð og alla aðra embættismenn félags- ins.)Aðrir listar koma engum mönnum að. í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu sl. laugardag kom fram, að fyrir- komulag af þessu tagi er meginreglan innan verkalýðs- hreyfingarinnar þó svo að farið sé að gæta þeirrar þróun- ar að kjósa helming stjórnar í hvert skipti og þá til tveggja ára. Aðstandendur mótframboðsins innan Dagsbrúnar hafa einnig gagnrýnt að þeim hafi verið neitað um aðgang að félagaskrá Dagsbrúnar. Þeir sitji því ekki við sama borð og andstæðingar þeirra í sitjandi stjórn er starfi á skrifstofu félagsins og hafi þar aðgang að félaga- skránni. Þetta eru fráleit vinnubrögð. Með hvaða rökum er hægt að meina mótframboði um aðgang að upplýsing- um, sem skipta máli og framboðslisti fráfarandi stjórnar hefur greiðan aðgang að? Áþekkar deilur komu upp árið 1991 er síðast fóru fram kosningar um stjórn og trúnaðarráð. Þá hafði ver- ið sjálfkjörið í stjórn í nítján ár. Verkalýðshreyfingin hefur verið í greinilegri kreppu á síðustu árum og átt erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Hluti skýringarinnar felst eflaust í því, að kosningafyr- irkomulag af þessu tagi dregur úr vilja almennra félags- manna til að hafa afskipti af málefnum hreyfingarinnar. Þegar tengslin við hinn almenna félagsmann rofna, hvort sem er innan verkalýðshreyfingarinnar eða annarra fé- lagssamtaka, er mikil hætta á almennri stöðnun og að forystan einangrist. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa félaga í stéttarfé- lagi, sem eru fullgildir félagar og greiða tilskilin félags- gjöld, að þeir geti haft eðlileg áhrif á val forystumanna. Listafyrirkomulagið sem viðhaft er við kosningar er ekki til þess fallið að ýta undir virka þátttöku, hvað þá vald- dreifingu. Að einungis annað framboðið í kosningum hafi aðgang að félagaskrá er ólýðræðislegt og í alla staði óeðlilegt. Þegar síðast var kosið til stjórnar innan Dagsbrúnar tóku innan við 39% félagsmanna þátt í atkvæðagreiðsl- unni, sem er til marks um mikla félagslega deyfð. Kjara- samningar eru oft samþykktir og felldir á félagsfundum þar sem brot félagsmanna mætir. Hin dræma þátttaka í atkvæðagreiðslum ætti að vekja forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar til umhugsunar. Það er til dæmis um- hugsunarefni hvort ekki sé eðlileg krafa, að í öllum stærri málum, t.d. varðandi samþykkt kjarasamninga eða verk- fallsboðun, fari fram allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Vilji verkalýðshreyfingin láta taka sig alvarlega og efla áhrif sín í þjóðfélaginu verður hún fyrst að tryggja að hún njóti trausts eigin félagsmanna. Virkara lýðræði innan hreyfingarinnar og aukin þátttaka almennra fé- Iagsmanna hlýtur að vera eftirsóknarvert markmið fyrir hreyfingu sem vill láta líta á sig sem fjöldahreyfingu. Paul Híndemíth ALDARMINNING Á þessu ári er öld liðin frá fæðingu tónskálds- ins Pauls Hindemiths, en í dag, 28. desember, eru 32 ár frá andláti hans. Nemandi hans, Jón Þórarínsson tónskáld, segir að Hindemith hafí um miðja öldina verið talinn eitt af fjórum Evróputónskáldum sem stóðu fremst þeirra, sem fram komu á ryrrihluta aldarínnar. UM MIÐJA þessa öld munu flestir hafa verið á einu máli um að fjögur Evróp- utónskáld stæðu fremst þeirra sem fram höfðu komið á fyrri hluta aldarinnar: Austurríkismaður- inn Arnold Schönberg (1874-1951), Ungverjinn Béla Bartók (1881- 1945), Rússinn Igor Stravinsky (1882-1971) og Þjóðverjinn Paul Hindemith (1895-1963). Allir hrökt- ust þeir vestur um haf undan ógnum nasismans, og þrír hinir fyrst nefndu enduðu ævi sína þar. Þeir urðu allir miklir áhrifavaldar um þróun tónlist- ar á tuttugustu öld, hver með sínum hætti. Á því ári sem nú er senn á enda liðið átti hinn yngsti þeirra, Paul Hindemith, aldarafmæli, og á þeim degi sem þessi grein birtist, 28. des. 1995, eru rétt 32 ár liðin frá and- láti hans. Þar sem ég átti því láni að fagna að vera nemandi hans um þriggja ára skeið, nú fyrir rétt hálfri öld, og hafa af honum allnáin per- sónuleg kynni, tel ég það ljúfa skyldu mína að minnast hans stuttlega af þessu tilefni. Paul Hindemith fæddist 16. nóv- ember 1895 í Hanau, lítilli iðnaðar- borg skammt frá Frankfurt við fljót- ið Main. Hann var af alþýðufólki kominn. Sumir forfeður hans og frændur í föðurætt höfðu leikið á hljóðfæri, en enginn þeirra hafði komist til neins frama í þeirri grein eða vakið á sér sérstaka athygli með öðrum hætti. Móðir hans var af bændaættum, og var hið sama af því fólki að segja. Hann var fyrsta barn foreldra sinna, og honum mun ekki hafa verið ætlað annað hlut- skipti en að feta í fótspor feðranna. Hann sýndi hins vegar snemma óvenjulega hneigð til tónlistar, og þegar foreldrar hans lögðust gegn því að hann legði slíkt fyrir sig, fór hann að heiman, aðeins 11 ára gam- all, og var á sjálfs sín vegum eftir það. Um árabil hafði hann ofan af fyrir sér með því að spila á fiðlu í danshúsum og hvar annars staðar sem slík vinna bauðst. En jafnframt stundaði hann nám í fiðluleik og öðrum tónlistarfræðum við Hoch tón- listarskólann í Frankfurt, og naut meðal annars tilsagnar í tónsmíðum hjá Arnold Mendelssohn og Bernhard Sekles. Tvítugur var hann orðinn konsertmeistari óperunnar í Frank- furt, gegndi þv! starfí 1915-23, og lék þá einnig aðra fiðlu í strengja- kvartett undir forystu fiðlukennara síns, Adolphs Rebners. Allt frá bernsku fékkst hann líka við tón- smíðar, og meðal fyrstu útgefinna verka hans (1918-19) er strengja- kvartett og fjórar sónötur fyrir strok- hljóðfæri og píanó, ein fyrir hvern hljóðfæraleikara kvartettsins. Þessi verk eru í síðrómantískum stíl og sýna áhrif frá Richard Strauss og Max Reger. Verður ekki annað séð en hið unga tónskáld hafi fullt vald á þessari tónsmíðatækni. Árið 1922 urðu þáttaskil í ævi Hindemiths. Hann stofnaði strengja- kvartett, ásamt fiðluleikaranum Licco Amar sem lék fyrstu fiðlu, en sjálfur gerðist hann lágfiðluleikari. Varð þessi flokkur brátt þekktur undir nafninu Amar-Hindemith kvartettinn, og einbeitti sér að flutn- ingi samtímatónlistar. Lágfiðlan var eftir þetta aðalhljóðfæri Hindemiths, en annars mátti heita að hann hefði vald á hvaða hljóðfæri sem var, og eru ýmsar sögur til um fjölhæfni hans í því efni. A þessu ári komu einnig út verk sem athygli vöktu hvarvetna í tón- listarheiminum, m.a. píanósvítan 1922, sem þótti mjög nýstárleg ekki síst vegna þeirra jazzáhrifa sem þar gætir, og Kammermúsík nr. 1 fyrir litla hljómsveit, sem aftur þótti bera nýklassískan svip. Frá þessu ári er einnig blásarakvintettinn sem enn er á efnisskrá flestra slíkra hljóð- færaflokka víða um lönd. Hér hefur tónskáldið sagt skilið við rómantík- ina, og einkenni þessara verka og margra annarra frá næstu árum eru þróttmikil raddfleygun, driffjöður þeirra er sterk hrynjandi og hljóm- arnir oft stríðir. Hindemith var mjög afkastamikill á þessu tímabili, eink- um á sviði kammertónlistar, og verk- in sem frá honum komu skipuðu honum í fremstu röð ungra tón- skálda. Um þetta leyti átti hann ríkan þátt í að koma á fót árlegum hátíðum sem helgaðar voru samtímatónlist og haldnar fyrst í Donaueschingen, frá 1922, en síðan (frá 1927) í Bad- en-Baden. Einnig var Hindemith meðal stofnenda Alþjóðasambands samtímatónlistar (I.S.C.M.) sem hélt fyrstu hátíð slna í Salzburg á sama ári (1922). Vann hann ötullega að þessum málum um árabil, bæði sem tónskáld, skipuleggjandi og flytj- andi, og ekki aðeins eigin verka, heldur kom hann einnig á framfæri verkum margra annarra höfunda sem flestar aðrar dyr voru læstar. Þarna voru m. a. flutt verk eftir Bartók, Stravinsky og nemendur Schönbergs, Alban Berg og Anton • von Webern, en 1924 stóð Hindemith að sérstakri hátíð í Frankfurt þar sem flutt voru verk Schönbergs sjálfs. Á árinu 1927 hafði Hindemith unnið sér slíkt álit að hann var kall- aður til starfa sem prófessor í tón- smíðum við Ríkistónlistarháskólann í Berlín. Hann tók hikandi við þessu embætti, þar sem hann taldi sig skorta fræðilegan grunn til að byggja á, en það mun hafa valdið úrslitum að hann eygði þarna mögu- leika til að afla sér slíkrar grunn- menntunar.^ Það gerði hann líka svikalaust. Á næstu árum lærði hann m.a. latínu að því marki að hánn las PAUL Hindemith reiprennandi á frummálinu rit fornra *¦ fræðimanna og spekinga um tónlist- arefni, og varð í raun fjölmenntaður maður langt út yfir sérsvið sitt, eins og rit háns frá síðari árum bera gleggst vitni um. Jafnframt sökkti sér niður í rannsóknir á gamalli tón- list, og trúr sínu praktíska viðhorfi til hlutanna kenndi hann sjálfum sér og nemendum sínum að leika á forn hljóðfæri, svo að ljóst yrði hvernig þessi tónhst, sem hafði legið í þagn- argildi um aldir, hafði raunverulega látið í eyrum. - Þessu starfi hélt hann enn áfram eftir að hann var orðinn prófessor vestan hafs, og er þátttaka í því mér ógleymanleg. Allur sá mikli flutningur nýrra tónverka sem Hindemith stóð að um þessar mundir og viðbrögð almenn- ings við honum vakti með honum þá hugsun að tónskáld samtímans væru stödd á blindgötu, þau skorti hin mikilvægu tengsl við áheyrendur sína. Iðkun hinnar nýju tónlistar væri ekki á færi annarra en atvinnu- manna, en aðrir, jafnvel hinir áhuga- sömustu, hefðu ekki yfir að ráða þeirri tækni sem þar til þyrfti. Þetta varð til þess að hann samdi mikinn fjölda tónverka fyrir áhugafólk og fyrir börn og unglinga, verk sem áttu að brúa þetta bil, - og gerðu það. Sum þeirra náðu mikilli út- breiðslu, teygðu sig jafnvel hingað til íslands, svo sem barnaóperan „Við byggjum borg" (Wir bauen eine Stadt, samin 1927) og Frau Musica, kantata fyrir kór og hljómsveit, flutt með þátttöku áheyrenda (samin 1928). Jafnframt þessu mildaðist stíllinn, einnig í öðrum verkum Hindemiths, og varð aðgengilegri almenningi. Aðdraganda þeirrar breytingar má rekja allt til ársins 1925. Þó er eldri stílíinn ráðandi í fyrstu stóru óperu hans, Cardillac (1926, texti eftir Ferdinand Lion). En í óratóríunni Das Unaufhörliche (1931, texti eftir Gottfried Benn) er breytingin greini- leg, og í sinfóníunni og óperunni um „Matthías málara" (Mathis der Mal- er, 1934-35, texti eftir tónskáldið) er hún fullkomnuð. Á sama tíma hafði hann byggt upp tónfræðikerfí sem hann setti fram í ritinu Unterw- eisungim Tonsatz (samið 1935-37), og þá um leið tekið mjög eindregna afstöðu gegn tólftónakerfi Arnolds Schönbergs og sporgöngumanna hans. Hvort tveggja, stílbreytingin ög tónfræðikerfið, byggðist á margra ára reynslu hans og rannsóknum. Paul Hindemith hafði að sjálf- sögðu alltaf verið umdeildur maður. Margir áttu erfitt með að átta sig á tónlist hans í fyrstu, og sættu sig illa við uppreisn hans gegn rómantík- inni. Nasistar höfðu snemma horn í síðu hans, bæði vegna tónlistarinnar sem ekki féll að forskriftum þeirra, og ekki síður hins að hann átti að vinum og nánum samstarfsmönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.