Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKALYÐS- HREYFINGIN OG LÝÐRÆÐI NÝ FORYSTA Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður kjörin í lok janúar og er útlit fyrir að kosið verði um stjórn og trúnaðarráð í fyrsta skipti frá 1991. Formaður Dagsbrúnar sækist ekki eftir endurkjöri og tvær fylkingar hafa tilkynnt um framboð. Umræðan í kringum stjórnarkjörið í Dagsbrún hefur varpað ljósi á það úrelta og um margt undarlega fyrir- komulag sem virðist vera ríkjandi innan verkalýðshreyf- ingarinnar þegar kemur að kjöri helstu forystumanna. Hyggi menn á framboð innan Dagsbrúnar verður sam- kvæmt lögum félagsins að leggja fram lista með ekki færri en 120 frambjöðendum. Bjóða þarf fram hundrað menn í trúnaðarráð félagsins og tuttugu til vara. Úr þessum hópi koma m.a. sjö stjórnarmenn og þrír til vara auk annarra helstu embættismanna félagsins. Einnig þarf 75 til 100 meðmælendur þótt þeir megi einn- ig koma úr trúnaðarráðshópnum. Aðstandendur fram- boðs, er beinist gegn núverandi stjórn í Dagsbrún, telja að helst þurfi 150-200 manns að standa að baki framboði. I kosningunum ríkir sú regla, að sá listi er fær flest atkvæði kemur öllum sínum mönnum að og skipar því stjórn, trúnaðarráð og alla aðra embættismenn félags- ins. )Aðrir listar koma engum mönnum að. í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu sl. laugardag kom fram, að fyrir- komulag af þessu tagi er meginreglan innan verkalýðs- hreyfingarinnar þó svo að farið sé að gæta þeirrar þróun- ar að kjósa helming stjórnar í hvert skipti og þá til tveggja ára. Aðstandendur mótframboðsins innan Dagsbrúnar hafa einnig gagnrýnt að þeim hafi verið neitað um aðgang að félagaskrá Dagsbrúnar. Þeir sitji því ekki við sama borð og andstæðingar þeirra í sitjandi stjórn er starfi á skrifstofu félagsins og hafi þar aðgang að félaga- skránni. Þetta eru fráleit vinnubrögð. Með hvaða rökum er hægt að meina mótframboði um aðgang að upplýsing- um, sem skipta máli og framboðslisti fráfarandi stjórnar hefur greiðan aðgang að? Áþekkar deilur komu upp árið 1991 er síðast fóru fram kosningar um stjórn og trúnaðarráð. Þá hafði ver- ið sjálfkjörið í stjórn í nítján ár. Verkalýðshreyfingin hefur verið í greinilegri kreppu á síðustu árum og átt erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Hluti skýringarinnar felst eflaust í því, að kosningafyr- irkomulag af þessu tagi dregur úr vilja almennra félags- manna til að hafa afskipti af málefnum hreyfingarinnar. Þegar tengslin við hinn almenna félagsmann rofna, hvort sem er innan verkalýðshreyfingarinnar eða annarra fé- lagssamtaka, er mikil hætta á almennri stöðnun og að forystan einangrist. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa félaga í stéttarfé- lagi, sem eru fullgildir félagar og greiða tilskilin félags- gjöld, að þeir geti haft eðlileg áhrif á val forystumanna. Listafyrirkomulagið sem viðhaft er við kosningar er ekki til þess fallið að ýta undir virka þátttöku, hvað þá vald- dreifingu. Að einungis annað framboðið í kosningum hafi aðgang að félagaskrá er ólýðræðislegt og í alla staði óeðlilegt. Þegar síðast var kosið til stjórnar innan Dagsbrúnar tóku innan við 39% félagsmanna þátt í atkvæðagreiðsl- unni, sem er til marks um mikla félagslega deyfð. Kjara- samningar eru oft samþykktir og felldir á félagsfundum þar sem brot félagsmanna mætir. Hin dræma þátttaka í atkvæðagreiðslum ætti að vekja forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar til umhugsunar. Það er til dæmis um- hugsunarefni hvort ekki sé eðlileg krafa, að í öllum stærri málum, t.d. varðandi samþykkt kjarasamninga eða verk- fallsboðun, fari fram allsheijaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Vilji verkalýðshreyfingin láta taka sig alvarlega og efla áhrif sín í þjóðfélaginu verður hún fyrst að tryggja að hún njóti trausts eigin félagsmanna. Virkara lýðræði innan hreyfingarinnar og aukin þátttaka almennra fé- lagsmanna hlýtur að vera eftirsóknarvert markmið fyrir hreyfingu sem vill láta líta á sig sem fjöldahreyfingu. PAUL Hindemith PAUL Hindemith með nemendahópi á tröppum Sprague Hall í New Haven 1946 eða ’47. Hindemith í miðri fremstu röð, greinarhöfundur annar frá hægri (í annarri röð). reiprennandi á frummálinu rit fornra fræðimanna og spekinga um tónlist- arefni, og varð í raun fjölmenntaður maður langt út yfir sérsvið sitt, eins og rit háns frá síðari árum bera gleggst vitni um. Jafnframt sökkti sér niður í rannsóknir á gamalli tón- list, og trúr sínu praktíska viðhorfi til hlutanna kenndi hann sjálfum sér og nemendum sínum að leika á forn hljóðfæri, svo að ljóst yrði hvernig þessi tónlist, sem hafði legið í þagn- argildi um aldir, hafði raunverulega látið í eyrum. - Þessu starfi hélt hann enn áfram eftir að hann var orðinn prófessor vestan hafs, og er þátttaka í því mér ógleymanleg. Allur sá mikli flutningur nýrra tónverka sem Hindemith stóð að um þessar mundir og viðbrögð almenn- ings við honum vakti með honum þá hugsun að tónskáld samtímans væru stödd á blindgötu, þau skorti hin mikilvægu tengsl við áheyrendur sína. Iðkun hinnar nýju tónlistar væri ekki á færi annarra en atvinnu- manna, en aðrir, jafnvel hinir áhuga- sömustu, hefðu ekki yfir að ráða þeirri tækni sem þar til þyrfti. Þetta varð til þess að hann samdi mikinn fjölda tónverka fyrir áhugafólk og fyrir börn og unglinga, verk sem áttu að brúa þetta bil, - og gerðu það. Sum þeirra náðu mikilli út- breiðslu, teygðu sig jafnvel hingað til íslands, svo sem barnaóperan „Við byggjum borg“ (Wir bauen eine Stadt, samin 1927) og Frau Musica, kantata fyrir kór og hljómsveit, flutt með þátttöku áheyrenda (samin 1928). Jafnframt þessu mildaðist stíllinn, einnig í öðrum verkum Hindemiths, og varð aðgengilegri almenningi. Aðdraganda þeirrar breytingar má rekja allt til ársins 1925. Þó er eldri stíllinn ráðandi í fyrstu stóru óperu hans, Cardillac (1926, texti eftir Ferdinand Lion). En í óratóríunni Das Unaufhörliche (1931, texti eftir Gottfried Benn) er breytingin greini- leg, og í sinfóniunni og óperunni um „Matthías málara“ (Mathis der Mal- er, 1934-35, texti eftir tónskáldið) er hún fullkomnuð. Á sama tíma hafði hann byggt upp tónfræðikerfi sem hann setti fram í ritinu Unterw- eisungim Tonsatz (samið 1935-37), og þá um leið tekið mjög eindregna afstöðu gegn tólftónakerfi Arnolds Schönbergs og sporgöngumanna hans. Hvort tveggja, stílbreytingin ög tónfræðikerfið, byggðist á margra ára reynslu hans og rannsóknum. Paul Hindemith hafði að sjálf- sögðu alltaf verið umdeildur maður. Margir áttu erfitt með að átta sig á tónlist hans í fyrstu, og sættu sig illa við uppreisn hans gegn rómantík- inni. Nasistar höfðu snemma horn í síðu hans, bæði vegna tónlistarinnar sem ekki féll að forskriftum þeirra, og ekki síður hins að hann átti að vinum og nánum samstarfsmönnum listamenn sem áttu til gyðinga að telja, eins og fiðluleikarann Szymon Goldberg og sellóleikarann Emanuel Feuermann. Þá bætti það ekki úr skák' að kona hans, Gertrud Hindem- ith, var af mikilsmetnum gyðinga- ættum. Faðir hennar, Ludwig Rott- enberg, hafði verið tónlistarstjóri óperunnar í Frankfurt, og afi hennar í móðurætt borgarstjóri í sömu borg. Sjálfur fór Hindemith ekki dult með óbeit sína á nasistum, en annars hafði hann ekki afskipti af stjórnmál- um, helgaði sig alfarið list sinni, og vonaðist til að skuggi nasismans mundi ganga yfir eins og hvert ann- að óveðursský. > Þegar komið var fram undir miðj- an fjórða áratuginn höfðu margir Þjóðveijar áttað sig á því að Paul Hindemith var merkasta tónskáld þeirra á þessu tímaskeiði. Sinfónían „Matthías málari“, sem byggð er á atriðum úr samnefndri óperu, var frumflutt af Fílharmoníuhljómsveit- inni í Berlín í mars 1934 undir stjórn Wilhelms Furtwánglers og fór sigur- för um Þýskaland, þar til útvarps- flutningur hennar, og annarra verka Hindemiths, var skyndilega bannað- ur af yfirvöldum, að því er talið var vegna einhverra óvarlegra orða sem tónskáldið átti að hafa látið falla um Hitler og stjórn hans. Þegar svo kom að fyrirhugaðri frumsýningu á óperunni „Matthíasi málara“ í Ríkisóperunni í Berlín voru allar dyr luktar. Wilhelm Furtwáng- ler, sem þá var forstjóri óperunnar, gekk fram fyrir skjöldu, ritaði fræga grein til varnar Hindemith og sýndi fram á að hann væri beittur pólitísk- um ofsóknum En þar tókst ekki bet- ur til en svo, að greinin varð til þess eins að öll málgögn nasista réðust gegn Hindemith af meiri heift en nokkru sinni fyrr, Furtwángler sjálf- ur hraktist úr forstjórastöðunni við óperuna og ýmsum öðrum trúnaðar- og virðingarstöðum sem hann hafði gegnt í þýsku tónlistarlífi, en Hind- emith sá þann kost vænstan að flýja land. Eflaust var grein Furtwánglers ekki „diplómatísk" eins og á stóð, en hitt mun þó hafa ráðið úrslitum í þessu máli, að í óperutextanum hafði Hindemith fjallað afdráttar- laust um stöðu listamannsins og frelsi í viðsjárverðum heimi, skyldur hans gagnvart þjóðfélaginu annars vegar og sjálfum sér og list sinni hins vegar, með þeim hætti sem hin- ir æðstu nasistaforingjar gátu með engu móti sætt sig við. Svo voru að sjálfsögðu rifjuð upp tengsl hans við hinn fordæmda þjóðflokk gyðinga. Furtwángler var tekinn aftur í sátt að ári liðnu, en „Matthías málari" var ekki settur á svið í Þýskalandi fyrr en eftir stríðslok, 1946. Frum- sýningin á „Matthíasi málara“ fór fram í Zúrich í maí 1938. En vinátta þessara miklu snillinga, Furtwáng- lers og Hindemiths, svo ólíkir sem HINDEMITH (t.h.) með Igor Stravinsky (1961). þeir voru, var tekin upp aftur löngu síðar og hélst allt til þess er Furtwángler féll frá haustið 1954. Hindemith settist fyrst að í Sviss, vann nokkuð í Tyrklandi að endur- skipulagningu tónlistarmenntunar þar í landi, en fluttist loks til Banda- ríkjanna. Honum var veitt prófess- orsstaða við Yale-háskóla 1940, og þar var það sem ég stundaði nám hjá honum á árunum 1944-47. Hér er ekki staður né stund til að lýsa kennsluháttum Hindemiths, sem út af fyrir sig væru ærið ritgerð- arefni, eða persónulegum kynnum mínum og fjölskyldu minnar af hon- um og konu hans. Þó skal þess get- ið, að þessa þijá vetur sótti ég kennslu hjá honum allt upp í 12-15 klst. á viku. Auk þess umgengumst við allmikið utan skólans, ég kom oft á heimili þeirra hjóna á Alden Avenue 137 í New Haven, Connectic- ut, og lítill sonur okkar Eddu Kvaran varð þeim mjög kær. Þau létu með hann næstum eins og hann væri barnabarn þeirra. En sjálf voru þau barnlaus. Eflaust hef ég notið þess á ýmsan hátt að ég var eini Evrópu- maðurinn í nemendahópnum þessi ár. Meðal þeirra verka sem Hindemith samdi á Ameríkuárunum eru selló- konsert (1940, frumfluttur af Piatig- orsky), og Ludus tonalis (1942), mjög metnaðarfullt píanóverk sem teljast má eins konar 20. aldar útgáfa af stórvirki Bachs Das wohltemperierte Klavier. Einnig „Symfónískar um- breytingar" (Symphonic Metamorph- osis) um stef eftir Carl Maria von Weber (1943). Hindemith trúði mér fyrir að gera af því verki þá útsetn- ingu fyrir tvö píanó sem síðar var gefin út hjá forlagi hans í Þýska- landi. Þá er píanókonsert (1945), og Requiem fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit: W/ien Lilacs Last in the Door-yard Bloom‘d við ljóð eftir Walt Whitman (1946). Á árinu 1947 kom frá honum klarínettukonsert (saminn fyrir Benny Goodman) og 1948 end- urskoðuð útgáfa af Ijóðaflekknum Das Marienleben, sem er 15 sönglög við texta eftir Rainer Maria Rilke. Lagaflokkur þessi þótti marka þátta- skil á þroskaferli tónskáldsins þegar hann kom fram 1923, en var nú endurskipulagður í samræmi við breytt viðhorf höfundarins. Frá árinu 1949 eru þrír konsertar: fyrir hom og hljómsveit, tréblásara, hörpu og hljómsveit og fyrir trompet, fagott og strengjasveit. Er þá enn margt ótalið frá þessu tímabili, þ. á m. tvær sinfóníur, tveir ballettar, ýmisleg önn- ur hljómsveitarverk, tveir strengja- kvartettar, a.m.k. átta sónötur af ýmsu tagi, nokkur kórverk og mörg sönglög við enska, þýska, franska og latneska texta. Á þessum ámm hugs- aði hann einnig mikið um ópemna um stjömufræðinginn Kepler sem þó varð ekki fullgerð fyrr en 1957 og kom þá fram með nafninu Die Harm- onie der Welt. Auk þess samdi Hindemith tvær kennslubækur sem enn em í góðu gildi: Traditional harmony (Hefð- bundin hljómfræði, 1943) og Elem- entary training for Musicians (Gmnn- þjálfun fyrir tónlistarmenn, 1945-46). Þessar bækur reyndi hann á nemendum sinum, meðan þær voru í smíðum, og var ég í eins konar til- raunahópi þegar sú síðari varð til. Hann kom með kaflana fjölritaða og við spreyttum okkur á æfingunum og þótti sumar erfiðar. Þá var okkur góðlátlega bent á undirtitil bókarinn- ar: fyrir tónlistarmenn, ekki amatöra. Veturinn 1949-50 þáði Hindemith boð Harvard-háskóla um að flytja þar fyrirlestraröð þá sem kennd er við Charles Eliot Norton. Slíkt boð þykir hin mesta sæmd. Tíu ámm áður hafði Stravinsky setið á sama stóli, og þess má geta hér að enn löngu fyrr, 1931-32, hafði Sigurður Nordal stað- ið í þessum spomm. Hindemith setti fyrirlestra sína siðan á bók, eitthvað endurskoðaða, og kom hún út 1952 með titlinum A Composer's World („Heimur tónskálds"). Hér má lesa á einum stað greinagóða lýsingu á við- horfi höfundar til lífsins og þeirrar listar sem var honum í raun lífið sjálft. Hindemith var á styijaldarárunum svartsýnn á framtíð Evrópu og Þýska- lands sérstaklega. Hann gerði ekki ráð fyrir að flytjast aftur austur um haf, gerðist bandarískur ríkisborgari 1946, og ég hygg að segja megi að hann hafí gert sér far um að verða góður Bandaríkjamaður. En eftir styijöldina tóku honum að berast margvísleg boð frá Evrópu, m.a. um háar virðingarstöður í þýsku tónlist- ar- og menningarlífi, sem hann hafn- aði öllum, svo og um tónleikahald í mörgum löndum. Samtímis kom fram óvæntur áhugi á verkum hans, svo sem marka má af því að á fyrstu fimm mánuðum ársins 1946 var sinfónían „Matthías málari“ flutt í Þýskalandi eigi sjaldnar en 50 sinnum, og ýmis önnur verk litlu sjaldnar. Óperuhúsin börðust um réttinn til frumsýningar á óperunni „Matthíasi málara“. En Hindemith hélt sig enn vestan hafsins til vors 1947, fór þá tónleikaför til Italíu, og kom við í Sviss og Þýska- landi en hafði ekki langa viðdvöl. Á næstu árum hafði hann heimili sitt vestan hafs, en fór oft til Evrópu, kenndi um skeið til skiptis við Yale- háskóla í Bandaríkjunum og háskól- ann í Zúrich í Sviss, en settist loks að skammt frá Zúrich 1953. Svo virðist sem velgengni Hindem- iths í Evrópu um og eftir miðja öldina hafi tekið mjög á lítinn en harðsnúinn hóp ungra tónskálda, einkum þýskra, sem eflaust hefur fundist þessi heim- komni „glataði sonur“ skyggja nokk- uð á sig og nýsköpun sína. Þessi maður sem fyrr á tíð hafði setið und- ir ámæli fyrir ofdirsku í nýjunga- girni, mátti nú láta yfir sig ganga skammir og brigsl, frá þeim mönnum sem nú voru í sömu aðstöðu, fyrir að vera afturhaldssamastur allra tón- skálda, og var áróður gegn honum rekinn af blygðunarlausu harðfylgi og óhilgimi. Þetta sámaði Hindemith að vonum, þótt ekki færi hann heldur dult með mat sitt á þeirri kaldhömr- uðu tónlist sem frá þessum hópi kom. Ef til vill á hingað ætt sína að rekja efni mjög sérkennilegrar nafnlausrar greinar sem birtist í Morgunblaðinu laugard. 2. des. sl. undir fyrirsögn- inni Hindemith forðað frá gleymsku. Þar segir frá því m.a., og er borinn fyrir því Peter nokkur Sellars, sem stýrði uppsetningu á ópemnni „Matt- híasi málara“ í Lundúnum nú í haust, að „hann [Hincjemith] gerði örvænt- ingarfullar tilraunir til að þóknast nasistum og samdi Mathis der Maler sem nokkurs konar bréf til Hitlers. Hann reri inn á önnur mið I tónsmíð- um til að reyna að ná eyrum foringj ans.“ Ekkert getur verið fjær sann en þessi fullyrðing, eins og ég von: að fram komi nægilega skýrt hér a ofan, og er ekki eyðandi að því fleii orðum. En snautlegt hefði verið, e þetta hefði orðið eina kveðja Morgun blaðsins til Hindemiths á aldaraf mæli hans. Hvort sem fyrmefnduir áróðri og óhróðri er um að kenna eða ekki, dró allmjög úr flutningi á verk- um Hindemiths þegar hallaði frá miðri öldinni. Þetta sýnist nú aftur vera að breytast, og ýmislegt bendir til að þeir tímar séu í nánd að tón- skáldið Paul Hindemith fái aftur not- ið sannmælis. Einnig má vera að þessi andbyr hafi dregið úr afköstum Hindemiths við tónsmíðar á síðasta æviskeiði hans. Þó starfaði hann að þeim til æviloka, einkum endurskoðaði hann ýmis gömul verk sín en samdi ekki mörg ný. Annars starfaði hann mest að hljómsveitarstjórn á síðustu árun- um. Hann kom fram á tónleikum með flestum eða öllum frægustu. hljómsveita Vestur-Evrópu, allt frá * Ítalíu í suðri til Norðurlanda, svo og á Wagner-hátíðinni í Bayreuth, og fór síðar langar tónleikaferðir bæði um Norður- og Suður-Ameríku og allt til Japans. Þannig flutti hann ekki aðeins eigin verk og fjöldann allan af þeim verkum sem að jafnaði fylla efnisskrár sinfóníutónleika, heldur einnig verk eftir samtímahöf- unda, m.a. Bartók, Alban Berg og Stravinsky. Síðast stjórnaði hann tvennum sinfóníutónleikum í Vín í nóvember 1963. Eftir það tók hann við æfingum með Kammerkór Vínar- borgar á síðasta tónverki sínu, Messu fyrir kór án undirleiks, sem þá var nýsamin, og stjórnaði frumflutningn- um við kvöldmessu í Piaristen-kirkj- unni í Vín. Hér kom Paul Hindemith fram opinberlega í síðasta sinn. Þetta er sögð hafa verið mjög hátíðleg stund, og hún hefur verið fagur end- ir langrar og viðburðaríkrar starfs- ævi. Hindemith veiktist á heimili sínu í Sviss skömmu síðar, leitaði til gam- als læknis síns í Frankfurt, og þar andaðist hann í sjúkrahúsi, eftir fimm vikna þjáningalitla legu, 28. des. 1963. Gertrud Hindemith lifði mann sinn rúmlega þijú ár, andaðist 16. mars 1967. Hún hafði verið ritari hans, ráðgjafi og gagnrýnandi nærri 40 ár og helgað honum líf sitt allt og störf. Fáum mánuðum fyrir andlát sitt hafði hún gert erfðaskrá og ráð- stafað öllum eigum þeirra hjóna í sjóð sem hefur það höfuðmarkmið að „styðja og útbreiða tónlist í anda Pauls Hindemiths, alveg sérstaklega nýja tónlist." Paul Hindemith ALDARMINNING Á þessu árí er öld liðin frá fæðingri tónskálds- ins Pauls Hindemiths, en í dag, 28. desember, eru 32 ár frá andláti hans. Nemandi hans, Jón Þórarinsson tónskáld, segir að Hindemith hafí um miðja öldina verið talinn eitt af fjórum Evróputónskáldum sem stóðu fremst þeirra, sem fram komu á fyrrihluta aldarinnar. UM MIÐJA þessa öld munu flestir hafa verið á einu máli um að fjögur Evróp- utónskáld stæðu fremst þeirra sem fram höfðu komið á fyrri hluta aldarinnar: Austurríkismaður- inn Arnold Schönberg (1874-1951), Ungveijinn Béla Bartók (1881- 1945), Rússinn Igor Stravinsky (1882-1971) og Þjóðveijinn Paul Hindemith (1895-1963). Allir hrökt- ust þeir vestur um haf undan ógnum nasismans, og þrír hinir fyrst nefndu enduðu ævi sína þar. Þeir urðu allir miklir áhrifavaldar um þróun tónlist- ar á tuttugustu öld, hver með sínum hætti. Á því ári sem nú er senn á enda liðið átti hinn yngsti þeirra, Paul Hindemith, aldarafmæli, og á þeim degi sem þessi grein birtist, 28. des. 1995, eru rétt 32 ár liðin frá and- láti hans. Þar sem ég átti því láni að fagna að vera nemandi hans um þriggja ára skeið, nú fyrir rétt hálfri öld, og hafa af honum allnáin per- sónuleg kynni, tel ég það ljúfa skyldu mína að minnast hans stuttlega af þessu tilefni. Paul Hindemith fæddist 16. nóv- ember 1895 í Hanau, lítilli iðnaðar- borg skammt frá Frankfurt við fljót- ið Main. Hann var af alþýðufólki kominn. Sumir forfeður hans og frændur í föðurætt höfðu leikið á hljóðfæri, en enginn þeirra hafði komist til neins frama í þeirri grein eða vakið á sér sérstaka athygli með öðrum hætti. Móðir hans var af bændaættum, og var hið sama af því fólki að segja. Hann var fyrsta barn foreldra sinna, og honum mun ekki hafa verið ætlað annað hlut- skipti en að feta í fótspor feðranna. Hann sýndi hins vegar snemma óvenjulega hneigð til tónlistar, og þegar foreldrar hans lögðust gegn því að hann legði slíkt fyrir sig, fór hann að heiman, aðeins 11 ára gam- all, og var á sjálfs sín vegum eftir það. Um árabil hafði hann ofan af fyrir sér með því að spila á fiðlu í danshúsum og hvar annars staðar sem slík vinna bauðst. En jafnframt stundaði hann nám í fiðluleik og öðrum tónlistarfræðum við Hoch tón- listarskólann í Frankfurt, og naut meðal annars tilsagnar í tónsmíðum hjá Arnold Mendelssohn og Bernhard Sekles. Tvítugur var hann orðinn konsertmeistari óperunnar í Frank- furt, gegndi því starfi 1915-23, og lék þá einnig aðra fiðlu í strengja- kvartett undir forystu fiðlukennara síns, Adolphs Rebners. Allt frá bernsku fékkst hann líka við tón- smíðar, og meðal fyrstu útgefinna verka hans (1918—19) er strengja- kvartett og fjórar sónötur fyrir strok- hljóðfæri og píanó, ein fyrir hvern hljóðfæraleikara kvartettsins. Þessi verk eru í síðrómantískum stíl og sýna áhrif frá Richard Strauss og Max Reger. Verður ekki annað séð en hið unga tónskáld hafi fullt vald á þessari tónsmíðatækni. Árið 1922 urðu þáttaskil í ævi Hindemiths. Hann stofnaði strengja- kvartett, ásamt fiðluleikaranum Licco Amar sem lék fyrstu fiðlu, en sjálfur gerðist hann lágfiðluleikari. Varð þessi flokkur brátt þekktur undir nafninu Amar-Hindemith kvartettinn, og einbeitti sér að flutn- ingi samtímatónlistar. Lágfiðlan var eftir þetta aðalhljóðfæri Hindemiths, en annars mátti heita að hann hefði vald á hvaða hljóðfæri sem var, og eru ýmsar sögur til um fjölhæfni hans í því efni. Á þessu ári komu einnig út verk sem athygli vöktu hvarvetna í tón- listarheiminum, m.a. píanósvítan 1922, sem þótti mjög nýstárleg ekki síst vegna þeirra jazzáhrifa sem þar gætir, og Kammermúsík nr. 1 fyrir litla hljómsveit, sem aftur þótti bera nýklassískan svip. Frá þessu ári er einnig blásarakvintettinn sem enn er á efnisskrá flestra slíkra hljóð- færaflokka víða um lönd. Hér hefur tónskáldið sagt skilið við rómantík- ina, og einkenni þessara verka og margra annarra frá næstu árum eru þróttmikil raddfleygun, driffjöður þeirra er sterk hrynjandi og hljóm- arnir oft stríðir. Hindemith var mjög afkastamikill á þessu tímabili, eink- um á sviði kammertónlistar, og verk- in sem frá honum komu skipuðu honum í fremstu röð ungra tón- skálda. Um þetta leyti átti hann ríkan þátt í að koma á fót árlegum hátíðum sem helgaðar voru samtímatónlist og haldnar fyrst í Donaueschingen, frá 1922, en síðan (frá 1927) í Bad- en-Baden. Einnig var Hindemith meðal stofnenda Alþjóðasambands samtímatónlistar (I.S.C.M.) sem hélt fyrstu hátíð sína í Salzburg á sama ári (1922). Vann hann ötullega að þessum málum um árabil, bæði sem tónskáld, skipuleggjandi og flytj- andi, og ekki aðeins eigin verka, heldur kom hann einnig á framfæri verkum margra annarra höfunda sem flestar aðrar dyr voru læstar. Þarna voru m. a. flutt verk eftir Bartók, Stravinsky og nemendur Schönbergs, Alban Berg og Anton •von Webern, en 1924 stóð Hindemith að sérstakri hátíð í Frankfurt þar sem flutt voru verk Schönbergs sjálfs. Á árinu 1927 hafði Hindemith unnið sér slíkt álit að hann var kall- aður til starfa sem prófessor í tón- smíðum við Ríkistónlistarháskólann í Berlín. Hann tók hikandi við þessu embætti, þar sem hann taldi sig skorta fræðilegan grunn til að byggja á, en það mun hafa valdið úrslitum að hann eygði þarna mögu- leika til að afla sér slíkrar grunn- menntunar. Það gerði hann líka svikalaust. Á næstu árum lærði hann m.a. latínu að því marki að hánn las
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.