Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ +! - i Eigum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar stoð- og hjálpartæki sem létta störfin, auka öryggi og afköst. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SIMI564 4711 • FAX564 4725 Blab allra landsmanna! - kjarni inálsins!, Abendingar ú mjólkurumbúðum, nr. 59 af60. Hvaö gerðist? Sögnin að „ske" hefur verið notuð í málinu öldum saman. Hún er þó talin óvandað mál og betra að segja gerast, verða, koma fyrir. Það er beinlínis rangt að nota orðalagið „það skeði fyrir mig". Láttu það ekki koma fyrir þig! ,*•er °kw MJÓLKURSAMSALAN íslenskufræðslu á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsiilunnar, ísienskrar málnefndar og Málrœklarsjóðs. IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á síðasta stórmóti ársins, sem háð er í Groningen í Hollandi. Michael Adams (2.660), Englandi, var með hvítt og átti leik, en Curt Hansen (2.620), Danmörku, var með svart. 27. Rf5! - Hfe8 28. Rxe3 - Hxe3 29. Dh6 - He5 30. Dd2 Hvítur hefur unnið skiptamun auk þess sem svarti biskupinn á h8 er múraður inni. Daninn gafst því fljótlega upp. Mótið er athyglisvert að því leyti að þar tefla bæði Anatólí Karpov, FIDE- heimsmeistari og Gata Kamsky, áskorandi hans, en ein- vígi þeirra er fyrirhugað á næsta ári. Kamsky er nú mættur aftur til leiks eftir margra mán- aða frí frá taflmennsku, sem m.a. mun hafa stafað af veikindum. Þeir Karpov og Kam- sky tefldu innbyrðis í sjöttu umferð og gerðu jafntefli í 90 leikja bar- áttuskák. Staðan að loknum sjö umferðum: í. Karpov 4 72 v. 2—6. Kamsky, Leko, Ivan Sokolov, Van Wely og Svidl- er 4 v. 7-8. Aimasi og Curt Hansen 3 '/2 v. 9-10. Lautier og Tivjakov 3 v. 11. Adams 272 v. 12. Piket 2 v. Eftir er að tefla þrjár umferðir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir MIG LANGAR að þakka RÚV fyrir upplestur á mjög góðri sögu eftir 111- uga Jökulsson sem var á morgnana rétt fyrir kl. 10. Guðrún Gísladóttir les líka söguna alveg ein- staklega vel. Dísa, 66 ára. Tapað/fundio Heilsuvörur töpuðust SÉRSTAKUR hollustu- þvottapoki og tvær túbur af exemáburði töpuðust úr tösku á leiðinni frá Suðurbæjarlaug í Hafn- arfirði upp að Ölduslóð á tímabilinu 3.-10. desem- ber sl. Hafi einhver fund- ið þetta er hann beðinn að hringja í síma 555-0260 eftir kl. 13 næstu daga, eða koma með þá á Olduslóð 38, uppi. María. Kveðja til Vífilfells ARNFRÍÐUR Guð- mundsdóttir, Öldu- granda 1, hringdi og bað fyrir kveðjur og þakklæti til verksmiðjunnar Vífil- fells fyrir frábæra aðstoð og rausnarskap í sam- bandi við smáóhapp sem varð. Hún óskar starfs- fólkinu árs og friðar. Með morqunkaffinu Ást er. móðurhlutverk. TM Reg. U.S. Pat. Off. — sll nghits res«rv*d (c| 1995 Los Anget«s Times Syndicate Farsi ÉG kom hingað til að gleyma stúlku, en nú ætla ég heim og reyna að gleyma liðsforingjanum. COSPER C=3 01995 Farcus Ganoons/dBI. by Univarsal Press Syndicate 10-9 „petta. mun ckki Uia. i/e/úi i /lá/ns'og StarfsskýnUtnní minnC* Pennavinir BANDARISK stúlka með margvísleg áhugamál vill eignast íslenska pennavini: Shayla Kwiatkowski, P.O. Box 175, Winthrop Harbor, 60096 U.S.A. ÞRJÁTÍU og eins árs Slóv- eni með áhuga á sögu, stjörnuspeki, Nostradamusi o.fl.: Stane Esnersic, Ped hrasti 19, 61000 Ljubh'ana, Slovenia. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á íþróttum o.fl.: Rose Johnson, P.O. Box 390, Oguaa, Ghana. Víkverji skrifar... GAMAN var að ganga um Laugaveginn og Kvosina að kvöldi Þorláksmessu. Þrátt fyrir mikinn kulda var gamli miðbærinn fullur af fólki sem hafði flest klætt sig í samræmi við veðrið, í skíða- galla og Kraft-galla. Víkverja fannst ríkja þarna hálfgerð karnival stemning þrátt fyrir kuldann. Börn voru í fylgd með foreldrum sínum og allir virtust skemmta sér vel. GAMAN var að endurnýja kynn- in við kvikmyndina Börn nátt- úrunnar í Ríkissjónvarpinu að ' kvöldi annars dags jóla. Víkverji sá þessa mynd í Stjörnubíói á sínum tíma og hreifst mjög af henni. Myndin var svo sterk í endurminn- ingunni að Víkverji þorði varla að horfa á hana aftur, svo hræddur var hann um að spilla þeirri góðu minningu. En sá ótti var ástæðulaus. Mynd- in vann frekar á en hitt. Upp úr stendur sem fyrr stjörnuleikur Gísla Halldórssonar og Sigríðar Hagalín. Víkverji hikar ekki við, að segja að þetta sé bezta íslenzka kvikmyndin sem hann hefur séð um dagana. ' xxx EFTIRFARANDI bréf hefur borizt frá Stefáni Haraldssyni framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs: Víkverji gerði Bílastæðasjóð enn að umtalsefni sínu fimmtudaginn 21.12. 1995, að þessu sinni í nei- kvæðum tón vegna þess að greiðslu- vél í Ráðhúskjallaranum hefur ekki verið breytt svo hún taki hina nýju 100 króna mynt. í því sambandi er rétt að upplýsa að sama gildir um öll tæki Bílastæðasjóðs, það er 13 greiðsluvélar í bílahúsum, 25 miðamæla að ekki sé minnst á um 900 stöðumæla. Undirbúningur breytinga á greiðsluvélum og miða- mælum er þó í fullum gangi og má búast við að verkinu verði lokið strax í janúar. Breytingunum fylgir umtalsverður kostnaður, en að sinni eru engar breytingar á tímagjöldum fyrirhugaðar. Stöðumælarnir verða útundan í þessu máli að sinni, ekki kemur til greina að lengja leyfilegan há- marksstöðutíma þar sem hann tak- markast við eina klukkustund á stöðumælastæðum og því má búast við að skoðanir verði skiptar um hvenær leyfa eigi notkun hinnar nýju myntar í gömlu stöðumælun- um. Undirritaður er þó þeirrar skoð- unar að ökumenn muni fljótlega kalla eftir þessari breytingu, vegna þess að miklu meira verður í um- ferð af hinni nýju mynt heldur en tilfellið er með 50 króna peninginn, og óneitanlega gæti komið sér vel að geta valið um 30 mínútur fyrir 50 krónur eða 60 mínútur fyrir 100 krónur. Með því móti myndu líkurn- ar á því að ökumenn hefðu tiltæka rétta mynt fyrir stöðumæla marg- faldast og gæti það orðið öllum aðilum til hagsbóta þegar upp er staðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.