Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Leggst flugumferðarstjórn af? ÞAÐ hefur vart farið framhjá mörgum að flugumferðarstjórar hafa átt í illdeilum við yfirvöld og hefur þetta gengið svo langt að þeir hafa svo til allir sagt upp störfum. Miklu púðri hefur verið eytt í að sverta málstað okkar í augum almennings, og hafa ekki færri en þrjú dagblöð bölsótast út í okkur í leiðurum sínum og hafa bein ósannindi verið borin á borð á þeim vettvangi. Þessi málatil- búnaður hefur verið einkennandi en það vekur minni eftirtekt að æðstu stjórar flugmála í landinu hafa ákveðið að stefna öryggi flugfarþega í óþarfa óvissu með kjánalegum aðferðum til að reka fleyg í raðir flugumferðarstjóra. Stundum er sagt, og þykir spak- legt, að tvær eða fleiri hliðar séu á öllum málum, og að jafnvel sé rétt að kynna sér fleiri en eina áður en dómar eru felldir. Undirritaður hóf störf sem flug- umferðarstjóri árið 1965 og hefur því starfað sem slíkur í rúm þrjá- tíu ár. Ég er svokallaður varð- stjóri og kemst ekki hærra í launa- stiganum, nema að einhverjum detti í hug að stilla mér upp á bak við skrifborð, og satt best að segja eru litlar líkur á slíkum gjörningi. Mánaðarlaun mín eru kr. 190.000. Nýr flugumferðarstjóri, sem er að hefja lífsstarfið, fær um kr. 100.000. Fyrir fáeinum árum var eftir- launaaldur flugumferðarstjóra færður niður í sextíu ár, og dæmdi Hæstiréttur okkur um 15% kaup- hækkun til að bæta fyrir styttri starfsævi. Mig minnir að ég hafi Iesið að leigubflstjórar hyggist lejta til dómstóla Evrópu til að fá að halda áfram helgarharki sínu fram yfir sjötíu og fimm ára ald- ur. Þegar leigubflstjórinn nær 75 ára aldri verð ég búinn að vera á eftirlaunum í 15 ár, ef ég lifi svo lengi. Flugumferðarstjórar vinna næt- ur jafnt sem daga, jól, páska og áramót. Auk þessa hefur ríkisvald- ið séð sér hag í því að láta flugum- ferðarstjóra vinna ómælda auka- vinnu í stað þess að leggja í þann kostnað sem er því samfara að ráða og þjálfa upp nýtt starfslið. Það að þessi mikla vinna kunni að koma niður á flugöryggi hefur ekki valdið yfirvöldum áhyggjum. Þegar menn vinna svo mikla aukavinnu verður ekki hjá því komist að slíkt komi fram í launaum- slögum. Við fáum sem sagt ekki þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónur á mánuði fyrir að vinna frá kl. 9-5, og frí á tyllidögum, þótt slíkur málatilbún- aður henti ríkinu þessa dagana og fréttamiðlar gleypa við. Þess má geta að ábyrgð flugum- ferðarstjórans er slík að verði hon- um á mistök (t.d. mismæli eins og hendir hina bestu menn), eða að einhver ætli að honum hafi ef til vill orðið á mistök (burtséð frá því hvort nokkur hafi meitt sig eða ekki), þá skal þegar í stað byrja á því að athuga hvort rétt sé að hefja sakamál á hendur honum. Til vonar og vara er viðkomandi sendur til sálfræðings til að sanna að hann sé „normal". Þessu næst er hann sendur í skóla til að sanna kunnáttu sína í fræðunum. Ég ber ekki kinnroða vegna launa minna. Hin mikla aukavinna okkar vek- ur ugg hjá starfsystkinum okkar erlendis og hafa alþjóðleg samtök okkar sent viðkomandi ráðherrum og flugmálastjóra erindi þar um. Orsakir flugslysa hafa verið raktar beint til of mikillar vinnu og þreytu flugumferðarstjóra. Eitt atvik Lúðvik Vilhjáhnsson flugumferðarstjóra, en sá hafði unnið 11 daga í röð. Slíkar vinnu- lotur og Iengri eru ekki óalgengar hér á landi. Það er aðeins í Noregi eins og hér sem ég veit til að flug- umferðarstjórar vinni mikla yfir- vinnu. Sjálfur starfaði ég í nær átta ár er- lendis, og á öllum þeim tíma þurfti ég ekki að vinna eina einustu aukavakt. Slík vinnubrögð voru einfaldlega ekki inni í myndinni. I Bret- landi loka yfirvöld frekar svæðum en að kalla út fólk ef tíma- bundin mannekla verður vegna yeikinda eða orlofs. íslenska ríkið hefur aðrar áherslur og það lýsir forheimsku þegar fulltrúi þess og með- limur samninganefndar lýsti því yfir við fjölmiðla í sumar að kalla mætti flugumferðarstjóra til auka- vinnu hvenær sem væri og eins lengi og með þyrfti! Svona léttúð eða hroki er stórhættulegur. Þessi óheillastefna ríkisvaldsins kemur því og okkur í koll. Flugum- ferðarstjórar freistast til að vinna aukavinnuna til að geta lifað mannsæmandi lífi og verða þar með háðir henni og yfirvöld telja sig vera að spara en líta framhjá hættunni sem lúrir í grenndinni. Síðustu tíðindi af deilu okkar við ríkið eru þau að þeir tveir Halldórar í ríkisstjórninni sem annast málefni flugumferðarstjóra hafa ákveðið að fara að leika sér að eldinum. Framkvæmdastjóri flugumferð- arþjónustunnar og flugmálastjóri hafa sem sagt fullvissað þá um að nóg væri að 32 flugumferðar- stjórar væru við störf eftir áramót til að annast starfsemi sem 93 Noregi var rakið beint til þreytu réðu ekki við áður. Þessi uppá- Ekki færri en þrjú dag- blöð hafa veitzt að flug- umferðarstjórum, segir Lúðvík Vilhjálmsson, sem hér ber fram máls- vörn í deilum þeirra við vinnuveitandann. koma á að ganga upp vegna þess að þeir félagar hjá Flugmálastjórn luma á neyðaráætlun sem nú skal reyna í fyrsta sinn. Æðstu yfir- völd flugmála á íslandi hafa þar með vísvitandi búið til neyðar- ástand.- Þessi gjörningur var óþarfur með öllu og framlengja hefði mátt hjá öllum flugumferðar- stjórum í þessa þrjá mánuði og starfsemin þá haldist eðlileg á meðan Flugmálastjórn er að fara yfir starfsumsóknir frá útlöndum og búa til nýja flugumferðarstjóra (gott er þó til þess að vita að allir starfandi flugumferðarstjórar í Norðurlandskjördæmi eystra verða áfram við störf eftir ára- mót). En í þess stað skal nú prófa neyðaráætlunina góðu á alvöru flugvélum, og til þess er skapað neyðarástand og virðist það ekki vefjast fyrir ábyrgum mönnum. Þessi bófahasar þeirra félaga átti trúlega að vera snjallt herbragð til að vekja upp sundrungu á með- al flugumferðarstjóra, en sýnir í raun ótrúlegan óvitaskap. í haust leitaði félag okkar til Félagsdóms til að fá úr því skorið hvort okkur væri heimilt að beita verkfallsvopninu í nauð á einhvern hátt. Við fórum ekki fram á að allir flugumferðarstjórar mættu leggja niður vinnu á sama tíma, því auðvitað verður að sinna sjúkraflugi, landvörnum o.s.frv. Yfírvöld hafa haldið því fram að störf flugumferðarstjóra væru svo mikilvæg vegna flugöryggis, að ekki mætti missa einn einasta þeirra í vinnustöðvun. Félagsdóm- ur hefur tekið mark á þessu og hafnaði að flugumferðarstjórar mættu fara í verkfall í einni eða annarri mynd. En nú þegar flug- umferðarstjórar hafa sagt upp störfum þá telur Flugmálastjórn að 32 flugumferðarstjórar geti hæglega annast starfsemina af öryggi auk þess að þjálfa upp nýtt starfslið. Vonandi er að ekki fari illa, en ég lýsi fullri ábyrgð á hendur yfirvalda. Að lokum langar mig til að benda á atriði sem sýnir ljóslega hve langt yfirvöld eru reiðubúin að ganga. Arið 1982 flaug flugvél inn í fjallshlíð í nágrenni Reykjavíkur með þeim afleiðingum að fimm manns létust. Mikil blaðaskrif urðu um orsakir þessa skelfílega atburðar, og kom fljótt í ljós sú skoðun að koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef aðflug Reykjavíkur- vallar hefði verið staðsett á Kefla- víkurflugvelli en þar var nýleg ratsjá og ein ónotuð ratsjárstaða. í framhaldinu var aðflugið flutt til Keflavíkurflugvallar og hefur verið ratsjárvætt (og farsælt) síð- an. Hinn 1. janúar næstkomandi verður hins vegar hætt að veita þessa þjónustu, slökkt á ratsjánni og horft til fyrra horfs í samræmi við neyðarástandið sem yfirvöld ætla sér að skapa. Hinn 1. janúar 1996 mun flug- umferðarstjórn innanlands leggj- ast af að mestu og stjórnendur flugvéla munu gera það sem þeim sýnist upp á eigin ábyrgð. Æðsti embættismaður flugmála á ís- landi, hr. Þorgeir Pálsson, kallar þetta að öryggið __ verði ekkert minna en áður. Abyrgð þeirra Halldórs Blöndals, Halldórs Ás- grímssonar, Þorgeirs Pálssonar og Asgeirs Pálssonar er vissulega geigvænleg. Höfundur er fiugumferðarstióri. V i I Nafnleynd við kynfrumugjöf FRUMVARP til laga um tækni- frjóvgun hefur verið flutt á Al- þingi. Samkvæmt því verður heim- ilt að nota gjafakynfrumur, bæði egg- og sæðisfrumur, við slíkar aðgerðir. Gildir þá einu hvort held- ur tæknifrjóvgunin verður innan líkama konunnar, en þá er talað um tæknisæðingu, eða hvort frjóvgunin verður utan líkamans, en það kallast glasafrjóvgun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að al- gjör leynd ríki við kynfrumugjöf milli aðila, það er gjafa og þega. Af þessu leiðir að barn, sem getið er með þessum hætti, á engan kost á kynnum af né upplýsingum um annaðhvort erfðaforeldrið. Það þurfti ekki að koma á óvart að þetta atriði frumvarpsins hefur verið hvað mest gagnrýnt af um- sagnaraðilum. Vissulega er hér hængur á, svo stór, að menn hafa verið og eru sumir enn efins um réttmæti kynfrumugjafa og það er ástæða til að þetta atriði fái efnislega kynningu og umfjöllun á opinberum vettvangi áður en frum- varpið kemur til endanlegrar af- greiðslu á þingi. FLÍSASKERAR OGFLÍSASAGIR mm i m S tór höl'ða 17, við GuUinbrú, sími 567 4844 Svo virðist þeim, sem þetta ritar, að einkum sé tveimur gagnrýnisatriðum .beint gegn nafnleynd- inni. Bent er á að leyndin, eða öllu held- ur vöntun upplýsinga varðandi foreldri, geti verið skaðleg „sjálfs- kennd og sálarheill". Þörfin fyrir að þekkja uppruna sinn sé með öðrum orðum svo sterk, að tjón hljótist af sé ekki unnt að full- nægja henni. Þessari röksemd er ekki haldið fram af miklum þunga yfirleitt, mönnum er ljóst að hér er um hreina ágiskun að ræða. Að draga hliðstæða ályktun af rannsóknum á allt öðrum hópum barna, en hér um ræðir, er með öllu óvísindalegt. Börn getin með gjafasæði á sl. 20-30 árum teljast í hundrað þúsundum austan hafs og vestan og það er ekkert sem bendir til að þau hafi beðið tjón vegna nafnleyndarinnar. Hinu gagnrýnisatriðinu er erfið- ara að andmæla beinlínis, en þar segir eitthvað á þá leið, að það sé siðferðilega rangt að blekkja og halda sannleika leyndum varðandi uppruna og foreldri og að það hljóti að teljast til grundvallar mannrétt- inda að vita deili á foreldrum sín- um. Á þessu atriði hefur verið hnykkt með þeirri ábendingu, að um brot geti verið að ræða gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna um Jón Hilmar Alfreðsson réttindi barna, en þar segir, ef rétt er eftir haft, að barn eigi „eft- ir því sem unnt er, rétt til að þekkja foreldra sína". Hér er um atriði að tefla, sem brýnt virðist að fá einhlíta. túlkun á. Til þess bær aðili þarf að úrskurða með íwaða hætti þetta atriði samningsins tek- ur til barna, getinna með gjafakynfrumum. Túlkunin þarf að vera einhlít, þannig að hún taki til allra aðildar- þjóða af þessum samn- ingi. Þess má minnast, að fyrir nokkrum árum starfaði sérfræðinganefnd á vegum Evr- ópuráðsins að reglugerð um tækni- frjóvganir, sem ætluð var aðildar- þjóðum ráðsins til hliðsjónar og samræmingar við lagasetningu. I nefndinni fór fram ítarleg umfjöll- un um nafnleyndarákvæðið og af- leiðingar þess. Rétt þótti þá að leita eftir úrskurði mannréttinda- nefndarinnar (Steering committee for Human Rights) um hvort brot- ið væri á rétti barnanna með þessu ákvæði, samkvæmt mannréttinda- samþykkt Evrópu (European con- vention for the Protection of Hum- an Rights and fundamental Free- dom). Niðurstaðan varð ¦ sú, að mannréttindasamþykktin segði hvorki af né á í þessu efni. Ef til vill varpar það nokkru ljósi á þetta mál, að rekja stuttlega feril tæknifrjóvgana með gjafa- sæði. Eitt nauðsynlegt skilyrði til í umfjöllun um nafn- leyndarákvæðið vegast á ólík sjónarmið, segir J6n Hilmar Alfreðs- son, sem hér fjallar um frumvarp til laga um tæknifrjóvgun. þess að stunda megi slíkar aðgerð- ir að nokkru marki og með faglegu öryggi er að mögulegt sé að frysta sæði til geymslu. Þetta varð tækni- lega unnt um 1950, en olli engum breytingum í umfangi þessara að- gerða, sem alls staðar voru afar fágætar og framkvæmdar með mestu leynd. Annað nauðsynlegt skilyrði fyrir útbreiðslu þessara aðgerða er auð- vitað svonefnd karlófrjósemi og hún var til staðar í ríkum mæli um miðja öldina. Þrátt fyrir það urðu engin straumhvörf í umfangi tæknisæðinga fyrr en um 1970 og það sem sköpum skipti var nýtt og frjálslyndara viðhorf almenn- ings til sæðisgjafa og aukinn skiln- ingur á þörf til meðferðar vegna ófrjósemi hverskonar. Þessi við- horfsbreyting olli því að ungir menn urðu fúsari en áður til sæðis- gjafar, ung hjón tóku og í auknum mæli þessum möguleika til með- ferðar og læknar létu í auknum mæli til leiðast að standa að þess- um aðgerðum, sem nú fóru fram með vitund yfirvalda og opinberri umræðu. Þrátt fyrir þessa við- horfsbreytingu var þó krafan um nafnleynd gjafa mjög algeng og eindregin og virðist vera það enn í dag. 1 umfjöllun um nafnleyndar- ákvæðið vegast á ólík sjónarmið, sem öll eiga nokkurn rétt. Annars vegar eru viðhorf utanaðkomandi aðila, sem leggja neikvætt siðferði- legt mat á gjörninginn og telja brotið vera á rétti þeirra barna, sem getin eru með þessum hætti. Hins vegar eru óskir og hags- munir þeirra sem vilja gefa kyn- frumur og þeirra hjóna sem þurfa og vilja þiggja þessa hjálp til barn- eignar. Gefendur eru án eigin ávinnings að hjálpa öðrum ókunn- um einstaklingum. Þeir taka ekki þóknun fyrir og það má því teljast sanngjarnt, að viðkomanda sé tryggð vernd gegn óvæntu raski á högum, mannlegum og jafnvel lagalegum, síðar á ævinni, röskun sem er langt umfram það, sem til stóð í upphafí. Frá sjónarmiði bamsins og foreldranna tryggir þessi háttur svo náin og eðlileg tengsl innan fjölskyldunnar, sem verða má. I því sambandi má geta sérstaklega stöðu pabbans. Það er svo á valdi foreldranna að upplýsa barn sitt um tilurð sína, en þó varla fyrr en fullorðinsþroska er náð. Líffræðilegur skilningur mun þá gera einstaklingnum ljóst, að með þessum hætti einum gat hann orðið til. Þá er sálarháski fjarri en líkast að viðkomandi sættist á orð- inn hlut, enda segir svo í kvæði einu fornu að „betra er lifðum en sé ólifðum". Höfundur er yfirlæknir i kvenna- deild Landspítalans og starfaði í nefnd er undirbjó frumvarp til laga um tæknifrjóvganir. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.