Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 13 AKUREYRI Sporvagn- inn frum- sýndur SPORVAGNINN Girnd, eitt frægasta leikverk tuttugustu aldarinnar eftir bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams er á fjölum Leikfé- lags Akureyrar um jólin, en verkið var frumsýnt í gær, 27. desember. Með aðalhlutverkin, hlut- verk Blanche og Stanley, fara Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Flygenring. Aðrir leikarar eru Bergljót Arnalds, Guðmundur Haraldsson, Aðalsteinrt Bergdal, Sunna Borg, Skúli Gautason, Sigurð- ur Hallmarsson, Þórey Aðal- steinsdóttir og Valgarður Gíslason. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson og hannar hann jafnframt búninga. ís- lenska þýðingu gerði Örnólfur Árnason, leikmynd er eftir Svein Lund-Roland og lýsingu hannar Ingvar Björnsson. Blues-tónlist sem setur mik- inn svip á sýninguna er eftir Karl 0. Olgeirsson. Verkið var frumsýnt mið- vikudagskvöldið 27. desem- ber, en einnig verða sýningar föstudagskvöldið 29. desem- ber og laugardagskvöldið 30. desember. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. Litskyggnu- sýning í há- tíðarsal UA LITSKYGGNUSÝNING verð- ur haldin í kvöld kl. 20 í hátíð- arsal (mötuneyti) Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. Þar mun Þorgeir Baldurs- son sýna myndir sem hann hefur tekið á sínum sjómanns- ferli við leikog störf um borð í togurum ÚA. Þorgeir mun leitast við að svara þeim spurningum sem upp kunna að koma varðandi myndir sín- ar og myndefni. Síðasta djass- kvöld ársins SÍÐASTA djasskvöld ársins í Deiglunni á Akureyri verður haldið í kvöld, fimmtudaginn 28. desember. Þar leika af fingrum fram Rúnar Georgs- son á saxófón, Birgir Karlsson á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa, Karl Petersen á trommur og um sönginn sér Ragnheiður Ólafsdóttir. Þeir félagar Rúnar og Birg- ir léku saman í hljómsveit Ragga Bjarna á árum áður og verður spennandi að heyra þá aftur og nú með nýju fólki. Jón, Karl og Ragnheiður hafa stuðlað að framgangi djassins á Akureyri og leikið þar og víðar með ýmsum hljóðfæra- leikurum. Djasskvöldið hefst kl. 21.30 og aðgangur er ókeypis. Jólaball Þórs JÓLABALL íþróttafélagsins Þórs fer fram í Hamri föstu- daginn 29. desember og hefst kl. 17.00. Jólasveinar koma I heim- sókn og hljómsveitin Örvænt- ing leikur fyrir gesti. Kaffi og tertur verða á boðstólum og börnin fá eitthvað gott í poka. Aðgangseyrir er kr. 500 en frítt fyrir börn 4ra ára og yngri. Morgunblaðið/Kristján HEITAVATNSÆÐ fór í sund- ur í Sunnuhlíð og voru Krist- ján Hálfdánarson og Hreinn Grétarsson, starfsmenn Hita- og vatnsveitu Akureyrar, mættir með loftpressu og ætl- uðu að komast fyrir lekann. Með þeim er Franz Árnason, framkvæmdastjóri. Á minni myndinni er Rafn Herberts- son að þíða kaldavatnslögn í vegg í húsi við Byggðaveg. Kuldakast norðanlands undanfarna daga og frostið f 6r niður í 20 gráður Ósparir á heita vatnið AKUREYRINGAR -hafa verið ósparir á heita vatnið í frosthörk- unum að undanförnu og hefur vatnsnotkunin verið með allra mesta móti síðustu daga. í gær- morgun fór frostið niður í rúmar 19 gráður á mæli Veðurstofunnar við Lögreglustöðina á Akureyri og víða í Eyjafirði var frostið um og yfir 20 gráður. Franz Árnason, framkvæmda- stjóri Hita- og vatnsveitu Akur- eyrar, segir að á einni viku, frá 19. til 26. desember, hafi verið seld 125.000 tonn af heitu vatni, fyrir 14,5 milljónir króna. Þetta er tæplega helmingi meiri vatns- notkun en meðalnotkunin er á viku. Ekki komið til skömmtunar „í desember er hins vegar ekk- ert óalgengt að fólk.noti um 13% af því vatni sem það notar yfír árið. Það var nokkuð hlýtt fyrri partinn í desember og því er ekki víst að meðalnotkunin nú verði neitt meiri en undanfarin ár," seg- ir Franz. Ekki hefur komið til skömmtun- ar á vatni og hitaveitan á enn eina dælu ógangsetta ef þörf krefur og áður en þarf að hita vatn með olíu. „Við stöndum vel að vígi og miklu betur en fyrir ári og það er ein- göngu vegna þess að við virkjuðum á Þelamörk í fyrra. Annars værum við trúlega farnir að hita vatn með olíukyndingu en við getum búið við svipað ástand nokkuð lengi án þess að lenda í vandræðum." Starfsmenn Hita- og vatnsveitu Akureyrar hafa haft í nógu að snúast við að aðstoða fólk í heima- húsum, þar sem kaldavatnsleiðslur hafa frosið. Bæði er um að ræða að kaldavatnsinntökin hafi frosið en einnig eru dæmi um að leiðslur hafi frosið í veggjum og inni í húsunum sjálfum. „Okkar menn hafa aðstoðað fólk eftir bestu getu en þetta er óvenjulegt og í raun vont ástand," sagði Franz og vildi jafnframt koma því á framfæri að fólk gættiþess að hafa hita þar sem kaldavatnsinntök eru í húsum þess. Litlu jólin á Álf asteini LITLU jólin voru haldin í nýjum leikskóla, Álfas^eini í Glæsibæj- arhreppi, í síðustu viku. Gengið var í kringum jólatré og jóla- sveinninn kom í heimsókn. Leikskólinn sem er syðst í hreppnum, nálægt Dverga- steini, var opnaður í byrjun ágúst. Húsið er um 100 fermetr- ar að stærð og geta verið þar allt að 16 börn í einu, en nú eru þar um 26 börn yfir daginn. Að sögn Rannveigar Oddsdótt- ur leikskólastjóra eru nokkur börn úr nágrannasveitarf élög- iininu í leikskólanum, til að nýta þetta velbúna húsnæði. Morgunblaðið/Diðrik Ungmenni faraáís- hokkímót í Svíþjóð HÓPUR ungmenna frá Skautafélagi Akureyrar, á aldrinum 12-14 ára, heldur á morgun áleiðis til Svíþjóðar, þar sem þau munu taka þátt í íshokkímóti, svokölluðu Gurka-pucken í Vasteras. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem íshokkílið frá Islandi fer í keppnisferðalag erlendis. Mótið hefst 2. janúar og munu akureyrsku ungmennin leika 10 leiki í mótinu, við lið frá Finnlandi, Svíþjóð og Sviss. Alls 12 ungmenni fara í þessa ferð auk fararstjóra, en hópurinn kemur heim 6. jan- úar nk. Rólegt var á fæðingardeild sjúkrahússins um jólin 11 tvíburafæðingar JÓLIN voru með rólegasta móti á fæðingardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, að sögn Ingi- bjargar Jónsdóttur deildarstjóra. Þó var ekki alveg frí hjá starfsfólk- inu, því tvö börn fæddust á Þor- láksmessu, eitt barn á jóladag og tvö börh á annan í jólum. Ingibjörg segist eiga von á nokkrum fæðingum til viðbótar á árinu, því einar 8 konur séu skrifaðar á tima fram að áramót- um. Þó sé líklegt að einhverjar þeirra fæði ekki fyrr en komið er fram á nýtt ár og trúlega vilji flest- ar þeirra bíða fram á nýja árið héðan af. „Vonandi fáum við ára- mótabarn á deildinni en það eru orðin nokkur ár síðan fyrsta barn ársins fæddist hér," segir Ingi- björg. Engir þríburar í ár Engir þríburar haf a f æðst á FS A í ár en tvíburafæðingarTiafa sjald- an eða aldrei verið fleiri, eða alls 11. „Tvíburafæðingar eru óvenju margar í ár og þó ekki sé von á fleiri fjölburafæðingum stefnir í að þetta verði metár. Við höfum verið með þetta frá einni og upp í 8-9 fjölburafæðingar á ári. Tví- burafæðingum hefur aðeins fjölgað eftir að glasafrjóvgunardeildin tök ,til starfa og eitthvað af tvíburunum sem fæddust hér eru glasaborn." í gær hðfðu 382 börn fæðst á fæðingardeild FSA á árinu en allt árið í fyrra voru fæðingarnar 407. „Það er eitthvað rólegra yfir núna og við náum ekki þeirri tölu í ár," segir Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.