Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ADAM JÓHANNSSON, Álftamýri 18, lést á heimili sínu á jóladag. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlína Bjömsdóttir. + Faðir okkar, HANNES GAMALÍELSSON, Barónsstíg41, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund á jóladag. Jón Þór Hannesson, Sólveig Hannesdóttir. + Móðir okkar og stjúpmóðir, INGIBJÖRGJÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 26. desember. Sævar Örn Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Þuríður Jónsdóttír. t Ástkær eiginmaður minn, ÖLAFUR ÁSGEIRSSON frá Höfðahólum, Fannborg 8, lést í Vífilsstaðaspi'tala 27. desember. Fyrir hönd aðstandenda. Ásta Strandberg. + Bróðir okkar, ÁRSÆLL ELÍASSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést að morgni 26. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BERGMANN, er látin. Jarðarförin verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, e~r vinsamlegast bent á Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Steinunn H. Yngvadóttir, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason, Birna Danfelsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. + Elskulegur bróðir okkar og frændi, ÞÓRHALLUR SVEINSSON frá Borgarfirði eystra, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 25. desem- ber. Jarðarför auglýst síðar. Systur og systkinabörn hins látna. + Sambýliskona mín, FJÓLA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, frá Máskeldu, Dalasýslu, síðast til heimilis að, Öldugranda 3, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 29. desember kl. 13.30 Fyrir hönd aðstandenda, GUÐRUN OLAFSDOTTIR ÓLISVAVAR HALLGRÍMSSON Magnús Björgvin Jónsson. + Guðrún Olafsdótt- ir fæddist að Strönd í Yestmanna- eyjum 27. október 1906. Hún lést í Land- spítalanum 19. desem- ber sl. Guðrún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Bjarnadóttur, f. 1879, d. 1954, og Ólafs Diðriks Sigurðs- sonar, f. 1881, d. 1944, sem bjuggu að Strönd. Þau eignuðust 10 börn. Þau hétu: Sigurður Gunnar, Bjarm Júlíus, Guðrún, Einar og Ingibjðrg (tvíburar), Guðrún Lilja, Inginjörg Gyða, Jórunn Ella og Guðný Unnur (tvíburar), Erla Unnur. Guðrún var tvígift. Fyrri maður hennar var Lárus Guðnason, f. 16.7. 1895, d. 30.10 1940. Þau eignuð- ust tvð börn Ólaf Sigurð, f. 22.12. 1930, og Gerði Huldu, f. TÍMINN líður og mannlífið breyt- ist. Nú eru amma og afi bæði horf- in sjónum okkar. Þó hún amma væri orðin 89 ára gömul og líkam- inn farinn að gefa sig hafði seiglan í ömmu alltaf verið mun meiri en menn bjuggust við. Það hvarflaði því ekki að mér þegar ég heim- sótti hana skömmu áður en hún veiktist að við fengjum ekki að halda uþp á níræðisafmæli hennar á næsta ári. En skjótt skipast veð- ur í lofti. Þegar ég hélt í hönd ömmu á sjúkrabeðinu var hönd hennar bæði falleg mjúk, hlý. Hönd hennar á þeirri stundu lýsir í raun vel persónuleika ömmu. Hún var mild og hlý kona og allir voru vel- komnir í hennar hús. ÖHum varð að veita og gefa eitthvað sem til hennar litu. Einn mikilverðasti eig- inleiki í fari ömmu var þó að mínu mati umburðarlyndi hennar og æðruleysi. Ég heyrði hana aldrei hallmæla neinum eða dæma aðra fyrir að velja óhefðbundnar leiðir í lífinu. Hrósi var dreift á báða bóga og hið góða í fari okkar dreg- ið fram. Amma var frá Vestmanna- eyjum og var alltaf mikill Vestman- neyingur í sér. Myndir voru á veggjunum og margir Eyjamenn sóttu þau heim. Þannig fínnst okk- ur afkomendum hennar alltaf að við eigum heilmikið í Vestmanna- eyjum þó fæst okkar hafi dvalið þar að einhverju mariri. Þrátt fyrir æðruleysi sitt var ekki svo að amma hefði gengið breiðan og auðfarinn veg í lífinu. Var hún, elsta systirin í tiu systkina hópi, búin að sjá á bak öllum systkinum sínum, mörgum fyrir aldur fram. Einnig sá amma á bak tveimur eig- inmönnum. Fyrri maður ömmu, Lárus Guðnason, drukknaði með skipinu Braga árið 1940, þá frá konu og tveimur ungum börnum. Amma hefur ætíð borið hring Lár- usar á hönd sér. Síðar þegar amma giftist Óla Hallgrímssyni tengdi hún giftingarhringana saman með gullsnúru. Þetta sýnir bæði trygg- lyndi og ástúð ömmu til Lárusar sem og virðingu og væntumþykju Óla afa í garð ömmu og barna henn- ar. Ekki var hægt að hugsa sér betri afa en Óla afa. Afi var blíður og brosmildur og gaman var að tala við hann um stjórnmálin, lífið og tilveruna þegar við krakkarnir fórum að vaxa úr grasi og mynda okkur skoðanir á tilverunni. Afí var sérstaklega víðsýnn maður. Myndrænn hluti af bernskuminn- ingunni um afa er að hann tók í nefíð og fylgdu því miklar tilfæring- ar. Einu sinni notaði afí langan tíma í að kenna mér að brjóta saman vasaklútinn til að pússa nefið eftir tóbaksinntökuna. Þar til þurfti lagni. Stutt var oft í góðlátlega stríðni hjá afa. Hann hafði t.d. mjög gaman af því að bjóða Trítli hundin- um okkar í nefið. En sá stutti sýndi því yfírleitt mikla fyrirlitningu, 10.2. 1933. Seinm' maður Guð- rúnar var Óli Svavar Hallgrims- son, f. 30.5. 1912, d. 6.5. 1987. Ólafur Sigurður Lárusson giftist Sigríði Grímsdóttur þau eignuð- ust þrjú börn, Guðrúnu, Óla Svav- ar og Hafþór. Þau skildu. Gerður Hulda Lárusdóttir er gift Stefáni Jónassyni. Hulda á Lárus Óla fussaði og hnussaði, og setti lopp- una yfír trýnið. Voru tilfæringarnar álíka miklar hjá þeim félögunum. Amma og afí voru einstök hjón sem gott var að sækja heim og til- búin að veita öllum þeim er á stuðn- ingi þurftu að halda aðstoð sína. Við Stefán Hrafh þökkum þeim með hlýhug fyrir samverustundirn- ar í lífinu. Ástarkveðjur, Gerður Stefánsdóttir og Stefán Hrafn Sigfússon. Elsku Gunna, eða öllu heldur amma og langamma, því það ertu alltaf í hjarta okkar. Þó það sé sárt að sjá á eftir þér og allri þeirri hlýju sem þú gafst okkur, þá vitum við að þú ert í höndum Guðs og hjá þeim sem þú annt. Við sem eftir erum hér á jörðu söknum þín sárt en eigum í okkar huga sælar minn- íngar sem hlýja okkur að hjartarót- um. Það var alltaf gott að koma til þín, þú varst ávallt glöð og sinnt- ir gestum vei. Faðmur þinn var allt- af opinn og þú sýndir öllum áhuga, sem í kringum þig voru. Gunnar saknar þeirra tíma er hann var lítill drengur á leið til þín í jólaboð. Þá kom öll fjölskyldan saman, allt var svo jólalegt og þú varst með okkur. Eða þegar hann fór í bíltúr með foreldrum sínum til að heimsækja þig að Strönd við Meðalfellsvatn. Þar tókstu svo vel á móti honum með útréttan faðminn og bros á vör. Elsku Gunna. Við þökkum fyrir allt sem þú varst. Fyrir hjartahlýju þína og gjafmildi. I herbergi dóttur okkar, Alexöndru, eru fallegu hlut- irnir sem þú gafst henni og munu þeir verða varðveittir um ókomin ár. Við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum notið með þér og biðjum guð almáttugan um að varð- veita þig og gefa þér frið. Við vottum börnum þínum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Gunnar Hólm, Erna og Alexandra Ólöf. Nú er hún Gunna frænka dáin. Það er svo skrýtið, að þó að dauð- inn sé eðlilegur hluti tilverunnar, þá kemur hann okkur alltaf í opna skjöldu. Fólk sem við höfum þekkt alla okkar ævi er skyndilega horfið á braut og eftir Iifír minningin ein. Gunna frænka var systir Jórunn- ar Ellu, ðmmu okkar, sem lést löngu fyrir okkar tíð. Það má segja að Gunna hafi komið í hennar stað og verið okkur sem amma. Á þessari stundu er okkur sökn- uður og þakklæti efst í huga. Þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessari yndislega hlýju og gjöfulu konu sem sýndi okkur svo mikla umhyggju og ástúð. Gunna frænka var alltaf að Þorvaldsson frá fyrra hjóna- bandi og þau Stefán dæturnar Guðrúnu og Gerði. Langömmu- börnin eru ellefu. Óli Svavar Hallgrímsson var fæddur að Skálanesi, Seyðis- firði, 30. maí 1912. Hann lést 6. maí 1987. Fqreldrar hans voru Hallgrímur Ólason, f. 1989 d. 1965, og María Guðmunds- dóttir, f. 1891, d. 1969. Óli Svav- ar var elstur 10 systkina en þau heita Valgerður, Steinunn, Margrét , Guðmundur, Hulda, Grímur, llólmsíeinn, Sigfríð og Helga.^ ÓIi Svavar giftist Guð- rúnu Ólafsdóttur 1. ágúst árið 1942 og gekk börnum hennar, Gerði Huldu og Ólafi Sigurði, í föðurstað. Óli Svavar starfaði lengst af sem kaupmaður og rak Bústaðabúðina í Reykjavik. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athðfnin klukkan 13.30. gauka einhverju að okkur og þegar við komum í heimsókn var hún ekki ánægð nema við tækjum hraustlega til matar okkar og allra best var ef við færum heim með eitthvað góðgæti. Gunna frænka hafði góða návist, hún var alltaf í góðu skapi og hlát- urmild. Gunnu fannst gaman að vera vel til höfð í fallegum kjól og vel greidd. En umfram allt minn- umst við hennar sem kærleiksríkr- ar, gefandi konu. Elsku Gunna, hvíl þú í friði. Jesús, af hjarta þakka ég þér, þú, Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðarnótt. Legg ég nú bæði Iíf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Jórunn Ella, Ólafur Diðrik og íris Guðrún. Elskuleg móðursystir mín, Guð- rún Ólafsdóttir frá Strönd í Vest- mannaeyjum, er látin eftir langa og gifturíka ævi. Hún var sú síð- asta af systkinunum tíu frá Strönd, sem kvaddi þennan heim. Gunna frænka, eins og ég ætíð nefndi hana, var mér ekki aðeins frænka, heldur var hún í huga mér móðirin sem ég gat alltaf leitað til og alltaf var til staðar. Nýfædda tók hún mig upp arma sína og ann- aðist mig í nokkra mánuði, þar sem móðir mín var berklaveik og gat ekki séð um mig. Síðan ólst ég upp í nokkur ár hjá foreldrum hennar, afa mínum og ömmu á Strönd. Upp frá því var Gunna sú sem ég leitaði alltaf til þegar eitthvað amaði að, og ráðin hennar reyndust mér ávallt góð. Gunna var yndisleg kona sem öllum vildi vel. Hún var einstaklega gestrisin og gjafmild. Enginn fékk að fara svangur frá henni, miklu fremur of saddur. Hún var börnum mínum og barnabörnum afskaplega góð og þau litu alltaf á hana sem ömmu sína. Mörgum fallegum hlut- um, svo sem vettlingum og sokkum, stakk hún að þeim. Hún var lifandi dæmi þeirra sem þykir sælla að gefa en þiggja. Elsku Gunna mín. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér alla þá ástúð og umhyggju sem þú ætíð sýndir mér. Börnum þínum og öðr- um aðstandendum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning þín. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föður-örmum þinum. Og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (Matth. Jochumsson.) Þín Lóa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.