Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ T" ERLENT Jeltsín slær ákvörðun um Kozyrev á frest Moskvu. Reuter. FRAMTÍÐ Andrejs Kozyrevs sem utanríkisráð- herra Rússlands verður ákveðin eftir að Borís Jeltsín forseti snýr aftur til starfa í Kreml. Var það ákveðið á fundi þeirra í gær en kommúnist- ar hafa krafist þess, að Kozyrev verði rekinn. Samkvæmt lokatölum frá rússnesku yfirkjör- stjórninni fá kommúnistar n'ærri 160 þingmenn af 450 alls í dúmunni. Kozyrev yar kjörinn á þing fyrir Múrmansk í kosningunum 17. desember en samkvæmt rúss- neskum lögum getur ráðherra ekki jafnframt verið þingmaður. Endanleg niðurstaða þingkosninganna í Rúss- landi var sú, að kommúnistar fengu 22,31% at- Kommúnistar hlutu 158 þingsæti af 450 kvæða og 158 þingmenn af 450 alls. Rússneska föðurlandið, flokkur Víktors Tsjernomyrdíns for- sætisráðherra, er með næststærsta þingflokkinn, 54 menn, og í þriðja sæti kemur Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn, þjóðernissinnaflokkur Vladím- írs Zhírínovskís, með 51 þingmann. Hann fékk þó fleiri atkvæði sem flokkur, 11,06% á móti 9,89%, en ekki nema einn mann kjörinn í ein- menningskjördæmi á móti 10 hjá flokki Tsjerno- myrdíns. Jabloko, flokkur umbótasinnans Grígorís Javl- ínskís, fékk 45 menn kjörna og eru þá taldir þeir fjórir flokkar, sem komust yfir 5%-hlutfallið er þurfti til að koma manni á þing samkvæmt hlutfallskosningakerfinu. Það gilti um helming þingsætanna, 225 af 450. Hinn helmingurinn var kjörinn í einmennings- kjördæmum. Þar komust ýmsir flokkar á blað þótt þeir væru undir 5%, til dæmis Bændaflokk- urinn, sem á nú 20 fulltrúa á þingi. Óháðir þing- menn i einmenningskjördæmum eru 77 talsins. Staðan á þingi er nú sú, að það er næstum óstarfhæft. Hvorki kommúnistar né ríkisstjórnin hefur þingstyrk til að koma sínum málum áleiðis. Mikið vetrar- ríki í Norður- Evrópu Neyðarástand á Hjaltlandi vegna snjóa og frosthörkur á Norðurlöndum London. Reuter. SANNKALLAÐ vetrarveður var í Norður-Evrópu um jólin og fann- fergi og frost víða meira en elstu menn muna. Á Hjaltlandi var lýst yfir neyðarástandi af þessum sök- um á annan í jólum og margar byggðir í Skotlandi voru einangrað- ar og rafmagnslausar. í Danmörku voru jólin hvít í fyrsta sinn í 14 ár og í Helsinki var frostið það mesta, sem mælst hefur í nærri 30 ár. Verst var ástandið á Hjaltlandi en þar kyngdi niður meiri snjó en dæmi eru um áður. Lokuðust allir vegir á eyjunum og stór hluti byggðarinnar var rafmagnslaus. Var lýst yfir neyðarástandi þegar snjóplógarnir gáfust upp við að ryðja vegina og var þá gripið til þess að flytja fólki, sem hafði verið innilokað og rafmagnslaust í allt að þrjá sólarhringa, vistir með þyrlu. Veðmangarar töpuðu Svipað ástand er víða í Skotlandi og á Suðureyjum og samgöngur hafa farið úr skorðum á Norður- Írlandi, í Norður-Englandi og suður til Wales. Var öllum kappreiðum á Bretlandseyjum á annan í jólum frestað og einnig mörgum knatt- spyrnuleikjum. í Bretlandi er veðjað um allt Reuter MIKIÐ hefur snjóað viða í Evrópu í norðanáhlaupinu síðustu daga, m.a. í Sviss en myndin var tekin í Ziirich í gærmorgun. Mest er þó fannfergið á Hjaltlandi og í Skotlandi þar sem ýmsar byggðir hafa verið einangraðar og rafmagnslausar í nokkra daga. milli himins og jarðar og meðal annars um það hvort jólin verði hvít eða rauð. Er það síðarnefnda miklu líklegra og því áttu margir veðmangarar ekki jafn gleðileg jól og oft áður. Hafa þeir orðið að borgar miklar fúlgur fjár til þeirra, sem veðjuðu á, að jólin yrðu hvít. í Danmörku voru jólin hvít eins og áður sagði og þar var spáð miklu frosti, allt að 20 gráðum, aðfarar- nótt annars dags jóla. í Helsinki í ýárskvöld á Hotel Holti * höfðingleg byrjún á nýju ári. RElAlb 6í CHATÉAUX Finnlandi var 24 stiga gaddur á jóladag og hefur ekki verið kaldara þar á jólum síðan 1967. Mesta frost í landinu var þá 38 gráður í Muonio í Lapplandi. í Áustur-Frakklandi flæddu ár yfir bakka sína vegna mikilla rign- inga og á Spáni týndu að minnsta kosti fimm manns lífi af völdum veðurs, ýmist úrhellisrigninga eða snjóa. Mikið manntjón íflóðum í S-Afríku 7 R E T T I R 4\ RETT I R * NAUTALUND CARPACCIOMEÐ SOYARISTAÐRl HÖRPÚSKEL OG ENGLFERVINAIGMTTE. * HEITT KJÚKLINGASÉYÐJ MEÐ TRUFFLU PASTAKNÖLLUM. * GÆ5ALIFRARMÚS OG, GRAFlD HREINDÝR, * HUMAR MOUSSELINE MEÐ KÓNGASVEPPUM OG ' DJÚPSTEIKTÚM BLAÐLAUK * VILLIÖND MEO BÁtSÁMICSÓSU, SÆTUM RÖSTY, FENNEL OG FÍKJUM. * GEITAOSTUR I KRYDDHjUPÁ SAIATI. * SÚKKULAÐIFANTASÍA._- * NÁUTALUND CARPAGCIO MEÐ SOYARISTADRI HÖRPUSKEL OG ENGIFERVINAIGRETTE. * HUMARMOUSSELINEMED KÓNGASVÉPPUM- OG DJÚPSTEJKTUM BLAÐLAUK * VILLIÖND MEÐ BALSAMICSÓSU, SÆTUMRQSTY, FENNELÖGFÍKJUM. SÚKKULAÐIFANTASÍA. 5.000 KR. 7.000 KK BORÐAPANTANJR í SIMA 552 5700 Edendale. Reuter. AÐ minnsta kosti 124 manns fórust í miklum flóðum í Edendale í KwaZ- ulu-Natal-héraði í Suður-Afríku á jóladag en þá flæddu tvær ár yfir bakka sína. Skoluðu þær burt kofa- þyrpingum á bökkunum en talið er, að um helmingur látinna sé börn. Búist er við, að tala þeirra, sem fór- ust, eigi eftir að hækka. Miklir þurrkar hafa verið í Suður- Afríku að undanförnu en fyrir nokkrum yikum fór að rigna og hef- ur lítið lát verið á úrkomunni síðan. Olli það flóðbylgju í ánum Slangs- pruit og Umsunduzi en vatnsborð í þeim hækkaði um 8,5 metra á að- eins 20 mínútum. Vitað var í gær um 124 látna en víst þykir, að miklu fleiri hafi farist enda er margra manna og heilla fjöl- skyldna saknað. • Edendale var lengi vettvangur mikilla átaka milli stuðningsmanna Nelsons Mandela og Zuluhöfðingj- ans Mangusuthu Buthelezis en til- tölulega kyrrt hefur verið j)ar eftir kosningarnar í apríl í vor. A jóladag var þó friðurinn úti en þá myrtu Zulumenn 16 fylgismenn Afríska þjóðarráðsins og Mandela í ná- grannaþorpinu Shobashobane. Fjórir komust af LJÓST er nú orðið að fjórir komust af en 160 fórust í flug- slysinu í Kólombíu fyrir jól, björgunarmenn eiga enn eftir að finna tvö lík. Rannsóknar- menn segjast vera að kanna hvort mannleg mistök hafi valdið slysinu en Boeing 757 þotuna, sem var á leið frá Flórída til borgarinnar Cali, bar af einhverjum ástæðum mjög af réttri leið. Flugum- ferðarstjóri í Cali sagði að skemmdarverk skæruliða á ratsjárstöð hefðu komið í veg fyrir að hægt væri að vara flugmennina við. Ekkert hefur enn fundist sem bendir til bil- unar í þotunni og hvorki virð- ist hafa komið upp eldur eða orðið sprenging áður en hún rakst á fjallið San Jose. Akajev sigrar í Kírgístan BÚIÐ var að telja rúm 80% atkvæða í forsetakosningum í Kírgístan í gær og benti allt til þess að Askar Akajev for- seti hefði fengið minnst 60% fylgi. Akajev hefur staðið fyrir róttækustu umbótum í anda markaðshyggju sem þekkst hafa í fyrrverandi sovétlýð- veldum Mið-Asíu. Díanahjásál- fræðingi DIANA prinsessa af Wales er sögð hafa eytt jólunum ein í íbúð sinni í Kensingtonhöll og á þriðjudag ræddi hún við Susie Orbach, sálfræðing er hún leitar til þegar eitthvað bjátar á í andlegum efnum, að sögn blaðsins Daily Mirror. Synir Díönu, Vilhjálmur og Harry, voru um jólin hjá föður sínum, Karli prins, í Sandring- ham-höll. Malcom Rifkind, ut- anríkisráðherra Bretlands, sagði á þriðjudag að Elísabet drottning myndi hafa síðasta orðið þegar svarað yrði beiðni Díönu um að fá að verða sér- stakur sendiherra. Eigendur stórverslunar fangelsaðir FEÐGAR sem áttu og ráku margra hæða stórverslun í Seoul er hrundi og varð um 500 manns að bana sl. sumar voru í gær dæmdir fyrir „glæpsamlega vanrækslu". Aðaleigandinn hlaut 10 og hálft ár. Dómarinn sagði að spilling í eftirlitskerfi hins op- inbera og vanræksla mann- anna hefði valdið því að húsið hafi verið mjög ótraust. Gagnrýnir Svisslendinga TALSMAÐUR franskrar þing- nefndar gagnrýndi í gær sviss- nesk stjórnvöld fyrir að fylgj- ast ekki betur með atferli sér- trúarsafnaðarins er kenndi sig við musteri sólarinnar og starfaði í Sviss. Lík 16 félaga safnaðarins fundust nýlega í afskekktu skóglendi í Frakk- landi, er talið að tveir þeirra hafa skotið hina 14 og síðan fyrirfarið sér. Lík rúmlega 50 félaga úr söfnuðinum fundust í fyrra í Sviss og Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.