Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ibúi í nágrenni við Straumsvík Gagnrýni vegna yfír- lýsingar fráíSAL ÍBÚI í nágrenni við álverið í Straumsyík lýsir allri ábyrgð á hendur íslenska álfélaginu, iðnað- arráðuneytinu og Hafnarfjarðarbæ vegna hugsanlegra áhrifa yfirlýs- ingar talsmanna álversins um hugs- anlega mengun í nágrenni álversins sem muni þá hafa áhrif á sölumögu- leika húss síns. Grétar Þorleifsson, Vesturholti 9, segir í bréfi til íslenska álfélags- ins, iðnaðarráðuneytisins og Hafn- arfjarðarbæjar að með tilliti til yfír- lýsinga talsmanna íslenska álvers- ins eftir undirritun samnings um stækkun álversins í Straumsvík um að varhugavert væri, vegna aukinn- ar hljóð- og efnamengunar, að reisa íbúðir á fyrirhuguðu byggingar- svæði frá Vesturholti í átt að álver- inu hljóti hann að lýsa allri ábyrgð á hendur þessum aðilum. Óskað eftir upplýsingum Grétar gagnrýnir harðlega vinnubrögð áðurnefndra aðila í tengslum við ákvörðun um stækkun álversins og gerir kröfu um að íbú- ar á nýlega yfirlýstu hættusvæði verði fullkomlega upplýstir um málið og til hvaða ráða fyrirhugað sé að grípa til að bregðast við þess- ari stöðu. „Jafnframt ber ég fram þá sjálf- sögðu kröfu að verða upplýstur um á hvern hátt eftirliti hefur verið háttað með mengunarmálum og hvernig fyrirhugað er að haga því," segir í bréfinu og bréfritari tekur fram að hvorki upplýsingar sem felist í einhverjum meðaltölum á langtímamengun né vindrósir sem teiknaðar séu upp séu fullnægj- andi. „Ég geri kröfu um að verða upplýstur um mjög nákvæmar dag- legar mælingar á þessu svæði, bæði varðandi hávaða- og efna- mengun," segir í niðurlagi. Fimm sendibíl- stjórar dæmdir HÉRAÐSDÓMUR Reykjavfk- ur hefur dæmt fímm sendibíl- stjóra fyrir að hafa brotið lög um leigubifreiðar og tekið gjald fyrir akstur farþega, en samkvæmt lögunum mega þeir einir stunda leigubílaakst- ur sem fengið hafa sérstakt leyfi til þess. Einn bílstjóri, sem lögreglan kærði, var sýknaður af ákærunni. Brotin áttu sér stað í sumar og haust. Bílstjórarnir voru dæmdir til að greiða 40 þúsund krónur í sekt. Einn bílstjór- anna var fundinn sekur um tvö brot og var hann dæmdur í 80 þúsund króna sekt. Að sögn Sigfúsar Bjarna- sonar, formanns Frama, stétt- arfélags leigubílstjóra, er lög- reglan í þessum málum að taka á brotum afmarkaðs hóps sendibílstjóra. Hann sagði að fleiri mál sömu gerðar væru til meðferðar hjá lögreglu. Sig- fús tók fram að þessi mál sner- ust ekki um deilu leigubílstjóra við sendibíistjóra um verksvið heldur væri verið að taka á skýrum lögbrotum. Tekur dýralífsmyndir fyrir sjónvarpsstöðina Discovery DJÚPMYND HF. hefur fest kaup á neðansjávarmyndavél, þeirri fullkomnustu sinnar tegundar hér á landi. Vélin, sem kostaði 10 milljónit- króna, kemst niður á rúmlega 600 metra dýpi og er fjarstýrt frá landi. Hún mun nýtast til fjölbreyttra starfa m.a. við að skoða veiðarfæri, síma- strengi og raf magnsstrengi en fyrirtækið hefur unnið slík störf með eldri vél sem það eignaðist árið 1987. Nýja vélin er með stað- setningartæki og sónar sem nýt- ist t.d. vel í leit að skipum á hafs- botni að sögn Stefáns Hjartarson- Hægt að mynda á 600 m dýpi ar hjá Djúpmynd. „Vélin hefur griparm sem getur tekið upp hluti af hafsbotni. Hún er knúin áfram af átta skrúfum og vinnur líkt og lítill kafbátur. Inni í vél- inni er myndavél sem ég lét setja sérstaklega í hana. Hún skilar sðmu gæðum og sjónvarps- myndavélar sjónvarpsstöðvanna og mun nýtast strax því eitt af fyrstu verkefnunum sem hún fer í er að taka upp dýralífsmyndir fyrir Discovery-sjónvarpsstöð- ina," sagði Stefán. Hann sagðist búast við nægum verkefnum fyrir vélina bæði fyrir innlenda og er- lenda aðila. „ Við erum að athuga með stór verkefni erlendis, bæði í rannsóknarvinnu og í dýralifs- myndatöku. Vélin getur farið í fjölbreytt verkefni og margir aðil- ar koma til með að nota hana." Fyrirhuguð vegagerð í Mývatnssveit Nýr vegur í stað þess hættulega SKIPULAG ríkisins hefur unnið frumathugun að mati á umhverfis- áhrifum af lagningu 4,4 km vegar í Mývatnssveit frá Garðsgrundum um Kálfastrandarvoga og Mark- hraun að Geiteyjarströnd. Tillagan sem fyrir liggur gerir ráð fyrir að núverandi vegi verði fylgt~eins og kostur er. í frumáthugun kemur fram að framkvæmdin er liður f bættu vega- sambandi á Norðurlandi. Núverandi vegur um Kálfastrandarvoga er hlykkjóttur, hæðóttur og hættuleg- ur malarvegur með háa slysatíðni auk þess sem ryk þyrlast upp af veginum á þurrum sumardögum vegfarendum og ferðamönnum til ama. Þegar rignir losnar um efsta lag leirsins og hann verður háll. Bættar samgöngur Þá segir að nauðsynlegt sé að byggja nýjan veg um Kálfastrand- arvoga til að bæta samgöngur og umferðaöryggi í Mývatnssveit og á hringvegi. Stefnt er að því að fram-" kvæmdatímanum verði skipt í tvo hluta. Hluti vegarins mun verða endurnýjaður vorið 1996 á tímabil- inu maí til mánaðamóta júní-júlí. Áætlað er að lokið verði við vegar- kaflann að fullu með bundnu slit- lagi. Á aðal ferðamannatímanum munu framkvæmdir liggja niðri. Síðari hluti vegarins verður end- unrýjaður haustið 1996. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist um miðjan ágúst og að reynt verði að koma bundnu slitlagi á vegarkafl- ann fyrir veturinn. Samráð við heimamenn Við hönnun vegarins var haft samráð við Náttúrurannsóknarstöð- ina við Mýavatn, Náttúruverndar- ráð, sveitarstjórn Skútustaðahrepps og landeigendur. Tillaga að fram- kvæmdinni og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 22. desem- ber 1995 til 29. janúar 1996 hjá Skipulagi ríkisins í Reykjavík og á skrifstofu Skútustaðahrepps, Reykjahlíð, á afgreiðslutíma. Allir hafa rétt til að kynna sér fram- kvæmdina og leggja fram athuga- semdir. Skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 29. janúar 1996 til Skipulags ríkisins. Björn Eysteinsson Björn þjáJfar bridsliðið BJÖRN Eysteinsson hefur ver- ið ráðinn landsliðsþjálfari í brids á ný eftir þriggja ára hlé en hann gegndi þessu starfi áður 1990-1992. Björn var þjálfari og fyrir- liði bridslandsliðsins sem vann Bermúdaskálina í Japan 1991 og Norður-, landamótið í opnum flokki 1992. Hann settist síðan við spilaborðið og spilaði sjálfur í landsliðinu 1993. „Taugar- nar til bridsíþróttarinnar eru sterkar og því var erfitt að skorast undan þegar leitað var til mín aftur," sagði Björn Eysteinsson við Morgunblaðið. „Þótt þetta hafi að mörgu leyti verið erfitt tímabil þá fennir yfir það með tímanum og maður vonast til að geta gefið aftur af sér það sem nægir til að kveikja neista hjá landslið- inu," sagði Björn. Kristján Kristjánsson for- seti Bridssambands íslands sagði sambandið vænta mikils af samstarfinu við Björn. Spennandi verkefni Helstu verkefni bridslands- liðsins á næsta ári eru Norður- landamót í Danmörku í júní og Olympíumót í Grikklandi í október. ísland hefur unnið Norðurlandamótið í brids í tvö síðustu skipti og sagði Björn að stefnan væri tekin á þriðja sigurinn í röð. Það myndi brjóta blað í sögu mótsins því engri þjóð hefði tekist að vinna mótið þrisvar í röð. „Meira spennandi verkefni er þátttaka á Ólympíumótinu. Á það höfum við Islendingar ekki náð að setja mark okkar enn en munum leggja allt í sölurnar til að komast í úrslit mótsins," sagði Björn. Hann sagðist telja, að 12-15 þjóðir hefðu burði til að sigra á Ólympíumótinu og í þeim hópi væru Íslendingar. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að nokkrar aðrar þjóðir, sem geta valið úr fjölda atvinnu- spilara, eiga meiri möguleika. En okkar styrkur er fólginn í því að við höfum nægan metn- að, og erum tilbúnir til að leggja á okkur mikla vinnu," sagði Björn Eysteinsson. Skáldsagan Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur gefin út í Frakklandi Frakkar vilja gera kvikmynd FRANSKA kvikmyndafyrirtækið Film par film hefur áhuga á að kaupa réttinn til að gera kvik- myndahandrit eftir skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Tíma- þjófinum. Fyrirtækið hefur réttinn í átján mánuði og síðan verður sér- staklega samið um kvikmyndarétt- inn, ef til þess kemúr. Skáldsagan Tímaþjófurinn kom fyrst út á Islandi árið 1986, en var gefin út í franskri þýðingu í októ- ber s.l. í vikunni fyrir jól barst Steinunni fyrirspurn frá franska fyrirtækinu um það hvort kvik- myndarétturinn að bókinni væri laus. „Við höfum verið að faxast á og ræða í síma um tilhögun mála, fjármálahliðina og annað slíkt", sagði Steinunn ulega allt á í samtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið kaupir ímynda mér Steinunn Sigurðardóttir svokallaða "option" til átján mán- aða til að gera kvikmyndahandritið, síðan er sérstaklega samið um rétt- inn til að kvikmynda. Mér fínnst þetta alveg stórkostlegt og ég veit að þetta er trúverðugt fólk sem ég er að semja við. Á þessu stigi máls- ins eru Frakkarnir greinilega mjög áhugasamir, en maður veit auðvit- að ekkert hvað úr þessu verður." Aðspurð hvort miklir peningar séu í spilinu segir Steinunn að svo sé ekki, a.m.k. í fyrstu. „Mér þykir frekar ólíklegt að ég geti farið að heimta einhverjar prósentur. Þó að þessi bók mín hafi komið út í Frakklandi er ég ekki beinlínis Isa- bel Allende, þetta byggist náttúr- i því hver höfundurinn er. En ég að þetta verði nokkur búbót." Þess má geta að Tímaþjófurinn mun koma út í Sviss, Belgíu og Hollandi á næsta ári, og ef til vill víðar. „Mér finnst nokkuð líklegt að kvikmyndatök- ur fari fram hér á íslandi, ef af þessu verður, en þó er of snemmt að fullyrða nokkuð um það nú. Myndin yrði tekin annaðhvort á frönsku eða ensku. Það er heillandi að ímynda sér að Tímaþjófurinn verði kvikmyndaður, enda liggur það alls ekki beint við. Ég er spennt að vita hvers konar kvikmyndaefni þeir sjá í sögunni", sagði Steinunn. Að sögn Steinunnar átti nokkuð þekktur franskur kvikmyndaleikstjóri, Ives Angelo, hug- myndina að því að kvikmynda Tímaþjófinn. Franska fyrirtækið Film par film er gamalgróið kvikmyndafyrirtæki sem hefur framleitt margar þekktar myndir, m.a. Tous les matins du monde og Un coeur en hiver, sem sýndar hafa verið í íslenskum kvikmyndahúsum nýlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.