Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 37 PAUL Hindemith með nemendahópi á tröppum Sprague Hall i New Haven 1946 eða '47. Hindemith í miðri fremstu röð, greinarhöfundur annar frá hægri (í annarri röð). listamenn sem áttu til gyðinga að telja, eins og fiðluleikarann Szymon Goldberg og sellóleikarann Emanuel Feuermann. Þá bætti það ekki úr skák" að kona hans, Gertrud Hindem- ith, var af mikilsmetnum gyðinga- ættum. Faðir hennar, Ludwig Rott- enberg, hafði verið tónlistarstjóri óperunnar í Frankfurt, og afi hennar í móðurætt borgarstjóri í sömu borg. Sjálfur fór Hindemith ekki dult með óbeit sína á nasistum, en annars hafði hann ekki afskipti af stjórnmál- um, helgaði sig alfarið list sinni, og vonaðist til að skuggi nasismans mundi ganga yfir eins og hvert ann- að óveðursský. > Þegar komið var fram undir miðj- an fjórða áratuginn höfðu margir Þjóðverjar áttað sig á því að Paul Hindemith var merkasta tónskáld þeirra á þessu tímaskeiði. Sinfónían „Matthías málari", sem byggð er á atriðum úr samnefndri óperu, var frumflutt af Fílharmoníuhljómsveit- inni í Berlín í mars 1934 undir stjórn Wilhelms Furtwánglers og fór sigur- för um Þýskaland, þar til útvarps- flutningur hennar, og annarra verka Hindemiths, var skyndilega bannað- ur af yfirvöldum, að því er talið var vegna einhverra óvarlegra orða sem tónskáldið átti að hafa látið falla um Hitler og stjórn hans. Þegar svo kom að fyrirhugaðri frumsýningu á óperunni „Matthíasi málara" í Ríkisóperunni í Berlín voru allar dyr luktar. Wilhelm Furtwáng- ler, sem þá var forstjóri óperunnar, gekk fram fyrir skjöldu, ritaði fræga grein til varnar Hindemith og sýndi fram á að hann væri beittur pólitísk- um ofsóknum En þar tókst ekki bet- ur til en svo, að greinin varð til þess eins að öll málgögn nasista réðust gegn Hindemith af meiri heift en nokkru sinni fyrr, Furtwángler sjálf- ur hraktist úr forstjórastöðunni við óperuna og ýmsum öðrum trúnaðar- og virðingarstöðum sem hann hafði gegnt í þýsku tónlistarlífi, en Hind- emith sá þann kost vænstan að flýja land. Eflaust var grein Furtwánglers ekki „diplómatísk" eins og á stóð, en hitt mun þó hafa ráðið úrslitum í þessu máli, að í óperutextanum hafði Hindemith fjallað afdráttar- laust um stöðu listamannsins og frelsi í viðsjárverðum heimi, skyldur hans gagnvart þjóðfélaginu annars vegar og sjálfum sér og list sinni hins vegar, með þeim hætti sem hin- ir æðstu nasistaforingjar gátu með engu móti sætt sig við. Svo voru að sjálfsögðu rifjuð upp tengsl hans við hinn fordæmda þjóðflokk gyðinga. Furtwángler var tekinn aftur í sátt að ári liðnu, en „Matthías málari" var ekki settur á svið í Þýskalandi fyrr en eftir stríðslok, 1946. Frum- sýningin á „Matthíasi málara" fór fram í Ziirich í maí 1938. En vinátta þessara miklu snillinga, Furtwáng- lers og Hindemiths, svo ólíkir sem HINDEMITH (t.h.) með Igor Stravinsky (1961). þeir voru, var tekin upp aftur löngu síðar og hélst allt til þess er Furtwángler féll frá haustið 1954. Hindemith settist fyrst að í Sviss, vann nokkuð í Tyrklandi að endur- skipulagningu tónlistarmenntunar þar í landi, en fluttist loks til Banda- ríkjanna. Honum var veitt prófess- orsstaða við Yale-háskóla 1940, og þar var það sem ég stundaði nám hjá honum á árunum 1944-47. Hér er ekki staður né stund til að lýsa kennsluháttum Hindemiths, sem út af fyrir sig væru ærið ritgerð- arefni, eða persónulegum kynnum mínum og fjölskyldu minnar af hon- um og konu hans. Þó skal þess get- ið, að þessa þrjá vetur sótti ég kennslu hjá honum allt upp í 12-15 klst. á viku. Auk þess umgengumst við allmikið utan skólans, ég kom oft á heimili þeirra hjóna á Alden Avenue 137 í New Haven, Connectic- ut, og lítill sonur okkar Eddu Kvaran varð þeim mjög kær. Þau létu með hann næstum eins og hann væri barnabarn þeirra. En sjálf voru þau barnlaus. Eflaust hef ég notið þess á ýmsan hátt að ég var eini Evrópu- maðurinn í nemendahópnum þessi ár. Meðal þeirra verka sem Hindemith samdi á Ameríkuárunum eru selló- konsert (1940, frumfluttur af Piatig- orsky), og Ludus tonalis (1942), mjög metnaðarfullt píanóverk sem teljast má eins konar 20. aldar útgáfa af stórvirki Bachs Das wohltemperierte Klavier. Einnig „Symfónískar um- breytingar" (Symphonie Metamorph- osis) um stef eftir Carl Maria von Weber (1943). Hindemith trúði mér fyrir að gera af því verki þá útsetn- ingu fyrir tvö píanó sem síðar var gefin út hjá forlagi hans í Þýska- landi. Þá er píanókonsert (1945), og Requiem fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit: When Lilacs Last in the Door-yard Bloom'dvið ljóð eftir Walt Whitman (1946). Á árinu 1947 kom frá honum klarínettukonsert (saminn fyrir Benny Goodman) og 1948 end- urskoðuð útgáfa af ljóðaflokknum Das Marienleben, sem er 15 sönglög við texta eftir Rainer Maria Rilke. Lagaflokkur þessi þótti marka þátta- skil á þroskaferli tónskáldsins þegar hann kom fram 1923, en var nú endurskipulagður í samræmi við breytt viðhorf höfundarins. Frá árinu 1949 eru þrír konsertar: fyrir horn og hljómsveit, tréblásara, hörpu og hljómsveit og fyrir trompet, fagott og strengjasveit. Er þá enn margt ótalið frá þessu tímabili, þ. á m. tvær sinfóníur, tveir ballettar, ýmisleg önn- ur hrjómsveitarverk, tveir strengja- kvartettar, a.m.k. átta sónötur af ýmsu tagi, nokkur kórverk og mörg sönglög við enska, þýska, franska og latneska texta. Á þessum árum hugs- aði hann einnig mikið um óperuna um stjörnufræðinginn Kepler sem þó varð ekki fullgerð fyrr en 1957 og kom þá fram með nafninu Die Harm- onie der Welt Auk þess samdi Hindemith tvær kennslubækur sem enn eru í góðu gildi: Traditional harmony (Hefð- bundin hljómfræði,. 1943) og Elem- entary training for Musicians (Grunn- þjálfun fyrir tónlistarmenn, 1945-46). Þessar bækur reyndi hann á nemendum sínum, meðan þær voru í smíðum, og var ég í eins konar til- raunahópi þegar sú síðari varð til. Hann kom með kaflana fjölritaða og við spreyttum okkur á æfingunum og þótti sumar erfiðar. Þá var okkur góðlátlega bent á undirtitil bókarinn- ar: fyrir tónlistarmenn, ekki amatöra. Veturinn 1949-50 þáði Hindemith boð Harvard-háskóla um að flytja þar fyrirlestraröð þá sem kennd er við Charles Eliot Norton. Slíkt boð þykir hin mesta sæmd. Tíu árum áður hafði Stravinsky setið á sama stóli, og þess má geta hér að enn löngu fyrr, 1931-32, hafði Sigurður Nordal stað- ið í þessum sporum. Hindemith setti fyrirlestra sína síðan á bók, eitthvað endurskoðaða, og kom hún út 1952 með titlinum A Composer's Worid („Heimur tónskálds"). Hér má lesa á einum stað greinagóða lýsingu á við- horfi höfundar til lífsins og þeirrar listar sem var honum í raun lífið sjálft. Hindemith var á styrjaldarárunum svartsýnn á framtíð Evrópu og Þýska- lands sérstaklega. Hann gerði ekki ráð fyrir að flytjast aftur austur um haf, gerðist bandarískur ríkisborgari 1946, og ég hygg að segja megi að hann hafi gert sér far um að verða góður Bandaríkjamaður. En eftir styrjöidina tóku honum að berast margvísleg boð frá Evrópu, m.a. um háar virðingarstöður í þýsku tónlist- ar- og menningarlífi, sem hann hafn- aði öllum, svo og um tónleikahald í mörgum löndum. Samtímis kom fram óvæntur áhugi á verkum hans, svo sem marka má af því að á fyrstu fimm mánuðum ársins 1946 var sinfónian „Matthías málari" flutt í Þýskalandi eigi sjaldnar en 50 sinnum, og ýmis önnur verk litlu sjaldnar. Óperuhúsin börðust um réttinn til frumsýningar á óperunni „Matthíasi málara". En Hindemith hélt sig enn vestan hafsins til vors 1947, fór þá tónleikafór til ítalíu, og kom við í Sviss og Þýska- landi en hafði ekki langa viðdvöl. Á næstu árum hafði hann heimili sitt vestan hafs, en fór oft til Evrópu, kenndi um skeið til skiptis við Yale- háskóla í Bandaríkjunum og háskól- ann í Ziirich í Sviss, en settist loks að skammt frá Zurich 1953. Svo virðist sem velgengni Hindem- iths í Evrópu um og eftir miðja öldina hafí tekið mjög á lítinn en harðsnúinn hóp ungra tónskálda, einkum þýskra, sem eflaust hefur fundist þessi heim- komni „glataði sonur" skyggja nokk- uð á sig og nýsköpun sína. Þessi maður sem fyrr á tíð hafði setið und- ir ámæli fyrir ofdirsku í nýjunga- girni, mátti nú láta yfir sig ganga skammir og brigsl, frá þeim mönnum sem nú voru í sömu aðstöðu, fyrir að vera afturhaldssamastur allra tón- skálda, og var áróður gegn honum rekinn af blygðunarlausu harðfylgi og óhilgirni. Þetta sárnaði Hindemith að vonum, þótt ekki færi hann heldur dult með mat sitt á þeirri kaldhömr- uðu tónlist sem frá þessum hópi kom. Ef til vill á hingað ætt sína að rekja efni mjög sérkennilegrar nafnlausrar greinar sem birtist í Morgunblaðinu laugard. 2. des1. sl. undir fyrirsögn- inni Hindemith forðað frá gleymsku. Þar segir frá því m.a., og er borinn fyrir því Peter nokkur Sellars, sem stýrði uppsetningu á óperunni „Matt- híasi málara" í Lundúnum nú í haust, að „hann [Hincjemith] gerði örvænt- ingarfullar tilraunir til að þóknast nasistum og samdi Mathis der Maler sem nokkurs konar bréf til Hitlers. Hann reri inn á önnur mið í tónsmíð- um til að reyna að ná eyrum foringj- ans." Ekkert getur verið fjær sann en þessi fullyrðing, eins og ég von: að fram komi nægilega skýrt hér a ofan, og er ekki eyðandi að því fleh orðum. En snautlegt hefði verið, e þetta hefði orðið eina kveðja Morgun blaðsins til Hindemiths á aldaraf mæli hans. Hvort sem fyrrnefndum áróðri og óhróðri er um að kenna eða ekki, dró allmjög úr ftutningi á verk- um Hindemiths þegar hallaði frá miðri öldinni. Þetta sýnist nú aftur vera að breytast, og ýmislegt bendir til að þeir tímar séu í nánd að tón- skáldið Paul Hindemith fái aftur not- ið sannmælis. Einnig má vera að þessi andbyr hafi dregið úr afköstum Hindemiths við tónsmíðar á síðasta æviskeiði hans. Þó starfaði hann að þeim til æviloka, einkum endurskoðaði hann ýmis gömul verk sín en samdi ekki mörg ný. Annars starfaði hann mest að hljómsveitarstjóm á síðustu árun- um. Hann kom fram á tónleikum með flestum eða öllum frægustu, hljómsveita Vestur-Evrópu, allt frá " ítalíu í suðri til Norðurlanda, svo og á Wagner-hátíðinni í Bayreuth, og fór síðar langar tónleikaferðir bæði um Norður- og Suður-Ameríku og allt til Japans. Þannig flutti hann ekki aðeins eigin verk og fjöldann allan af þeim verkum sem að jafnaði fylla efnisskrár sinfóníutónleika, heldur einnig verk eftir samtímahöf- unda, "m.a. Bartók, Alban Berg og Stravinsky. Síðast stjórnaði hann tvennum sinfóníutónleikum í Vín í nóvember 1963. Eftir það tók hann við æfingum með Kammerkór Vínar- borgar á síðasta tónverki sínu, Messu fyrir kór án undirleiks, sem þá var nýsamin, og stjórnaði frumflutningn- um við kvöldmessu í Piaristen-kirkj- unni í Vín. Hér kom Paul Hindemith fram opinberlega í síðasta sinn. Þetta er sögð hafa verið mjög hátíðleg stund, og hún hefur verið fagur end- ir langrar og viðburðaríkrar starfs- ævi. Hindemith veiktist á heimili sínu í Sviss skömmu síðar, leitaði til gam- als læknis síns í Frankfurt, og þar andaðist hann í sjúkrahúsi, eftir fimm vikna þjáningalitla legu, 28. des. 1963. Gertrud Hindemith lifði mann sinn rúmlega þrjú ár, andaðist 16. mars 1967. Hún hafði verið ritari hans, ráðgjafi og gagnrýnandi nærri 40 ár og helgað honum líf sitt allt og störf. Fáum mánuðum fyrir andlát sitt hafði hún gert erfðaskrá og ráð- stafað öllum eigum þeirra hjóna í sjóð sem hefur það höfuðmarkmið að „styðja og útbreiða tónlist í anda Pauls Hindemiths, alveg sérstaklega' nýja tónlist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.