Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREINAR Samræmt neyðarnúmer 112 tekur gildi 1. janúar STÓRT skref verður stigið í ör- yggismálum þjóðarinnar 1. janúar 1996, þegar eitt samræmt neyðar- númer 112 leysir af hólmi u.þ.b. 150 neyðarnúmer sem nú eru skráð í landinu. Neyðarnúmerið 112 er sameiginlegt fyrir Evrópu og á að auðvelda fólki að fá aðstoð í neyð, hvort sem er hér á- landi eða ann- ars staðar í Evrópu. Með þriggja stafa neyðarnúmerinu 112 er verið að einfalda hringingu til viðbragðs- aðila auk þess sem auðvelt er að muna slíkt númer. Aðdragandi Umræða um nauðsyn þess að hafa eitt neyðarnúmer í landinu á sér langa sögu, en dómsmálaráð- herra, Þorsteinn Pálsson, skipaði nefnd í apríl 1993 til að hafa for- ystu um að koma slíku númeri á sem allra fyrst. í nefndina voru skipaðir fulltrúar þeirra aðila sem á einn eða annan hátt sjá um eða tengjast öryggismálum þjóðarinnar og neyðaraðstoð við þegnanna. Fulltrúi dómsmálaráðuneytis var formaður nefndarinnar en Al- mannavarnir ríkisins, Póst- og símamálastofnun, heilbrigðis- og tryggingamájaráðuneytið, Slysa- varnafélag íslands og Slökkvilið Reykjavíkur áttu sinn fulltrúann hvert, auk þess sat fulltrúi frá sveit- arfélagi út á landi í nefndinni. Fljótlega eftir að nefndin tók til starfa kom í ljós að lögregla vildi fyrst og fremst símtalsflutning frá neyðarvaktstöð, en mörg mál eru þess eðlis að lögreglan ein getur leyst þau. Með símtalsflutningi til lögreglu verður hægt að sía frá um 25% hringinga sem ætlaðar eru öðrum, t.d. slökkviliði eða lækni. Esther Guðmundsdóttir Lögreglan tók því minni þátt í undirbún- ingi en upphaflega var áætlað. Lagasetning Nefndin skilaði drögum að frumvarpi til dómsmálaráðherra, sem síðan var afgreitt sem lög frá Alþingi í febrúar á þessu ári með örfáum breyting- um. í þriðju grein lag- anna segir að dóms- málaráðherra sé heim- ilt að semja við opin- berar stofnanir, sveit- arfélög og einkaaðila um fyrir- komulag, fjármögnun og þátttöku í slíkum rekstri. Að undangengnu samstarfsútboði á vegum Ríkis- kaupa ákvað dómsmálaráðherra að semja við Reykjavíkurborg vegna Slökkviliðsins í Reykjavík, Slysa- varnafélag ísland, Securitas, Vara, Póst — og síma og Sívaka um rekst- ur á vaktstöð fyrir samræmt neyð- arnúmer. Fjórir fyrst nefndu aðil- arnir höfðu sent inn sameiginlega inn tilboð um rekstur vaktstöðvar, en Póstur og símiog Sívaki sendu sitt tilboðið hvor. í samningum við þessa aðila var fullt tillit tekið til sameiginlegs nefndarálits allherjar- nefndar Alþingis, er frumvarpið var þar til umfjöllunar, en þar segir: „Nefndin leggur áherslu á að heppi- legast sé að þeir aðilar, sem þegar starfa á þessu sviði og hafa reynslu og þekkingu, taki höndum saman og geri samstarfssamning sín á milli um það að taka sameiginlega að sér að veita þessa þjónustu sam- kvæmt samningi við ríkið til ákveðins tíma í senn." Neyðarlínan hf. Meirihluti þeirra að- ila sem tekið hafa að sér rekstur samræmds neyðarnúmers og stofnað fyrirtækið Neyðarlínuna hf. hafa áratuga langa reynslu af neyðarsímsvörun. Slysavarnfélag íslands hefur sinnt neyðarsím- svörun frá árinu 1929, séð um Tilkynninga- skyldu íslenskra skipa; svarað neyðarsíma við leit og björgun og annast neyðar- símsvörun fyrir þrjár sýslur lands- ins undanfarin þrjú ár. Slökkvilið Reykjavíkur hefur sinnt höfuðborg- arbúum og aðstoðað þá í neyð vegna sjúkraflutninga, eldsvoða og fleira. Securitas hefur sinnt öryggisþjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu og á nokkrum stöðum á landsbygginni, sama er að segja um Vara og Sí- vaka. Póstur og sími hefur sinnt neyðarsímsvörunað ýmsu tagi fyrir landsmenn alla. Á einum stað hefur því gífurlegri reynslu og þekkingu verið safnað saman sem nýtast mun Neyðarlínunni í framtíðinni. Öryggi landsmanna eykst Með tilkomu Neyðarlínunar eykst öryggi landsmanna því allur að- gangur að viðbragðsaðilum eins og lögreglu, skökkviliði, lækni, sjúkra- flutningaliði, björgunarsveitum og annarri neyðaraðstoð verður auð- veldari. Þegar óskað er aðstoðar frá þessum viðbragðsaðilum sjá neyð- Með tilkomu Neyðarlín- unnar hf., segir Esther Guðmundsdóttir, eykst öryggi lands- manna. arverðir Neyðarlínunnar um að koma boðum til réttra aðila annað- hvort með símtalsflutningi eða símaboðun. Símtalsflutningur á ein- göngu við til þeirra aðila sem hafa vaktstöð með sólarhringsvöktun. Símboðun er annaðhvort fram- kvæmd með símboðakerfi Póst og síma eða beinum hringingum til viðbragðaðila. Allur búnaður sem nauðsynlegur er fyrir neyðarvaktstöð verður til staðar og allt gert til að rekstur neyðarsímans verði ekki fyrir rösk- un eða utanaðkomandi truflunum. Með tvöföldu rekstrarkerfi og sjálf- stæðu varaafli er tryggt að slíkt geti ekki gerst. Fullkomið tÖIvu- kerfi mun sjá til þess að upplýs- ingar um atburði komist á sem skemmstum tíma til viðbragðsaðila á eins skilvirkan hátt og mögulegt er. Myndræn og leiðandi framsetn- ing á fyrirspurnum sýnir hvar á landinu atburðurinn á sér stað. Þegar hringt er til Neyðarlínunnar er vitað hvaðan símtalið kemur og hver er skráður fyrir símanum sem hringt er úr. Þetta tryggir að réttir viðbragðsaðilar eru settir í við- bragðsstöðu innan nokkurra sek- úndna frá því hringt var í 112. Starfsfólk Neyðarlínunnar Starfsfólk Neyðarlínunnar verð- ur valið með tilliti til fyrri reynslu af sambærilegum störfum, s.s. lög- reglu-, slökkviliðs-, björgunar- og hjúkrunarstörfum. Til viðbótar verður starfsfólk þjálfað hjá við- bragðsaðilum í upphafí ráðningar og með árlegri endurþjálfun hjá sömu aðilum. Mjög strangar verk- lagsreglur verða viðhafar til að tryggja sömu meðferð allra mála sem koma til kasta neyðarvarða. Hægt verður að veita fyrstu hjálp í neyðartilvikum og verða starfs- menn þjálfaðir í að veita alla þá aðstoð ef með þarf, þar til hjálp berst. Trúnaður Samkvæmt lögum um samræmt neyðarnúmer er skýrt tekið fram að starfsmenn skulu gæta þag- mælsku um öll atriði er þeir fá vitn- eskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, reglugerð- um eða eðli máls og helst þagnar- skyldan þó látið sé af starfi. Það þarf því ekki endilega opinbera starfsmenn til að sinna starfi neyð- arvarða, enda ekkert nýtt að einka- aðilar skuli gæta slíks trúnaðar og má nefna sem dæmi starfsmenn banka, einkareknar lækna- eða tannlæknastofur. Starfmenn einka- fyrirtækja geta haldið trúnað á sama hátt og opinberir starfsmenn en starfsmönnum Neyðarlínunnar ber að halda trúnað samkvæmt lög- um þar um og því verður fylgt eftir. Neyðarlínan er fyrir fólkið í landinu Mikið framfaraspor hefur verið stigið með stofnun Neyðarlínunnar og ennþá stærra spor verður stigið þegar starfsemi hennar verður komin í fullan gang á miðju ári 1996. Neyðarlínan á eftir að sanna og sýna landsmönnum hversu miklu betra öryggi þeir búa við þegar aðeins þarf að muna eitt númer 112 ef þeir eru í neyð. Ég vona að þjóð- in beri gæfu tii að treysta Neyðar- línunni ef menn lenda í neyð. Neyð- arlínan er fyrir fólkið í landinu. Eg óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári og vona að þeir þurfi ekki að hringja í neyðarnúmerið 112. Höfundur er framkvœmdastjórí Slysavarnafélags íslands og for- maður sljórnar Neyðarllnunnar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.