Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 48
i48 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + • -i MINNINGAR HARALDUR SIGURÐSSON + Haraldur Sig- urðsson bóka- vörður fæddist á Krossi í Lundar- reykjadal 4. maí 1908. Hann lést í Reykjavík 20. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi á Krossi, og Halldóra Jóelsdóttir. Hinn 9. ágúst 1954 kvæntist Har- aldur Sigrúnu Ást- rósu Sigurðardótt- ur kjólahönnuði, f. 18.10. 1913. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Bjarnason, bóndi í Riftúni í Ölfusi, og Pálína Guðmunds- dóttir. Eftir nám í Menntaskólanum á Akureyri og Reykjavík gerð- ist hann blaðamaður á Þjóðvijj- anum 1936-1940. Var síðan starfsmaður hjá bókaútgáfunni Helgafelli 1941-1946 og eftir það var hann bókavörður á Landsbókasafni út lögboðna starfsævi. Haraldur starfaði í sljórn Bókavarða- félagsins frá 196.0 og formaður 1965- 1969. Og hann var lengi í ritstjórn Ferðafélags ís- lands og skrifaði Árbók þess um Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheið- ar. Hann var kjör- inn heiðursdoktor við Háskóla íslands 1980. Haraldur var þekktur fyrir rit- og útgáfustörf. Viðamesta verk hans var Kortasaga ís- Iands frá öndverðu til loka 16. aldar, sem út kom 1971. Og Kortasaga íslands frá lokum 16. aldar til 1848, sem kom út sex áruni síðar. Og er það ómet- anlegt verk. Útför Haralds fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HARALDUR Sigurðsson, fyrrver- andi bókavörður, er látinn. Við áttum því láni að fagna að fá hann í fjölskylduna er hann giftist Sigr- únu fyrir 41 ári. Haraldur varð einlægur vinur okkar. Það eru mikil forréttindi að eiga sér eldri, fróðari og reyndari mann fyrir vin. Það er líka mikill missir og eftirsjá við lát slíks vinar. Haraldur var bókavörður á Landsbókasafninu í 30 ár, þar sem •margir landsmenn kynntust hon- um. Áhugamál hans, að lesa og fræðast, sameinuðust í vinnu hans og aðstoð við landsmenn að finna þann fróðleik, sem þeir leituðu eft- ir. Það var alltaf gott að koma til Haralds og Sigrúnar, þau höfðu sameiginlega búið sér fallegt heim- ili sem jafnframt var undraheimur bókasafnarans. Þar sat Haraldur gjarnan yfir bók þegar okkur bar að garði, en aldrei virtist maður vera að ónáða hann. Þar vann hann meðal annars að hinu mikla riti sínu „Kortasögu íslands" sem að réttu hefur verið gefin af ís- lenska ríkinu þegar þjóðhöfðingjar hafa sótt landið heim. Háskóli ís- lands veitti Haraldi viðurkenningu fyrir störf sín með því að gera hann að heiðursdoktor, „doktor honoris causa". Haraldur var vel að þessum sóma kominn. Auk Kortasögu íslands liggja eftir hann fjölmörg ritverk um sagnfræði og ferðamál. Nú í haust var Haraldur gerður að heiðursfélaga Sagnfræð- ingafélags íslands. Þegar Lands- bókasafnið og Bókasafn Háskóla íslands sameinuðust í Þjóðarbók- hlöðu, gáfu þau hjón, Haraldur og Sigrún, Þjóðarbókhlöðunni allt korta- og kortabókasafn sitt, sem Haraldur hafði safnað í tugi ára, farið vítt um heim til að leita fanga og síðan notað við verk sitt „Korta- saga íslands". Hjá Haraldi og Sig- rúnu var allt í röð og reglu, verk- inu var lokið. Það var rétt að velja barni þeirra, hinu merka og per- sónulega safni Haralds, góðan samastað þar sem það yrði öðrum aðgengilegt til fróðleiks. Sá hluti FÖSTUDAGUR Daglegt líf/feröalög er upplýsandi og skemmtilegt blað sem fjallar um allar hliðar mannlífsins. Einnig er skrifað um ferðalög og fylgst með ferðamálum hér á landi og erlendis - kjarni málsins safns Haralds, sem ekki tengist kortabókum eða kortum um ís- land, er nú sérstök deild, „Harald- arsafn", í Bókasafni Akraness. Það safn er mikið að vöxtum og gætir þar margra fágætra bóka. Margur háskólaborgarinn leitaði til Haralds þegar mikið lá við að rétt væri haldið á íslensku máli eða efni svo að vel færi og mörgum varð lokaáfanginn greiðfærari vegna leiðsagnar Haralds. Þeim Haraldi og Sigrúnu varð ekki barna auðið, en gott þótti okkar börnum að koma til þeirra og oft var farin sérstök ferð til Haralds þegar ræða þurfti efnistök í verkefni skólaritgerðar eða fá leiðbeiningu um hvar leita skyldi fanga. Alltaf var þeim vel tekið og veitt ekki síðri athygli en þeim sem lengra voru komnir á mennta- brautinni og fengu svona í kaup- bæti eina eða tvær sögur af skondnum atvikum eða fólki, en af slíkum sögum var Haraldur hafsjór. Skemmtilegar sögur eða skond- in atvik í sögum Haralds tengdust gjarnan ferðalögum eða dvöl á öræfum íslands. Haraldur unni hinni stórbrotnu íslensku náttúru, ferðaðist mikið innanlands og var yirkur þátttakandi í Ferðafélagi íslands, gjarnan sem leiðsögumað- ur. Oft höfum við heyrt lýsingar á því hvernig hann gekk við staf út í straumharðar óbrúaðar ár til að kanna hvar helst væri fært fyrir fjallabílinn að aka yfir. Á þeim árum, sem Haraldur ferðaðist mest, voru öræfaferðir erfiðar, því vegleysur og óbrúaðar ár var það sem beið ferðamannsins. Á efri árum varð Haraldur slæmur í hnjám og dró það nokkuð úr ferða- getu hans, en þegar hann átti þess kost að fá gerviliði í hnén þótti honum það góður kostur. „Ég verð víst stálsleginn í hnjánum," sagði Haraldur og hló sínum hljóðláta hlátri, ;;og þá kemst ég ef til vill inn að Oskju," en þar og við Veiði- vötn taldi Haraldur að mest væri fegurð íslenskrar náttúru. Harald- ur komst að Öskju, þótt hann legði ekki í að ganga síðasta spölinn. Haraldur hafði nokkru áður þýtt á íslensku bókina „ísafold - Ferðamyndir frá íslandi" eftir Inu von Grumbkow um atburði við Öskjuvatn 1907. Bækur og nátt- úra íslands áttu hug og hjarta hans. Haraldi skrikaði ekki fótur í straumhörðum íslenskum ám, en þó fór svo að honum skrikaði fótur heima í Drápuhlíð og hlaut af lær- leggsbrot. Eftir margar skurðað- gerðir gat Haraldur farið ferða sinna í göngugrind og allar líkur á því að hann mundi geta útskrif- ast heim til þess að njóta með Sig- rúnu konu sinni nýs heimilis sem hún af fyrirhyggju hafði fest kaup á þegar ljóst var að stigarnir í Drápuhlíðinni gætu orðið Haraldi erfiðir. Örlögin höguðu þessu á annan veg. Þegar hringt var í okk- ur og sagt að Haraldur hefði verið fluttur á Hjartadeild Borgarspítal- ans fór ég til hans og við töluðum Iítillega saman. Honum leið ekki illa. „Gerðu nú tvennt fyrir mig, Sigurður minn, útvegaðu mér létta yfir rúmið mitt og hringdu í hana Sigrúnu." Haraldur lést skyndilega skömmu síðar. Það hvíldi friður yfir gráhærðu, gráskeggjuðu and- liti hans næst þegar ég sá hann. Hann hafði fengið sinn létta. Minningin um einstakan mann og góðan vin mun lifa og er okkur kær. Eitt slíkt minningarbrot eig- um við af Haraldi á veröndinni við sumarbústað okkar með fagra fjallaumgjörð Þingvallavatns í bak- grunni og bók í hendi. Bók fór Haraldi vel í hendi. Jóna Þorleifsdóttir, Sigurður E. Þorvaldsson. Það mun hafa verið um miðja þessa öld að fundum okkar Har- alds Sigurðssonar bar fyrst saman. Eg var þá að viða að mér efni í ritgerð til lokaprófs í íslenskum fræðum og fór að leita heimilda í handritasafni og bókakosti Lands- bókasafns íslands. Þar hitti eg fyrir mann mikinn að vallarsýn, en jafnframt góðmannlegan á svip og alúðlegan í viðmóti. Þegar eg hafði sagt honum erindi mitt, veitti hann mér margvíslega aðstoð, kenndi mér að lesa gamla skrift og vísaði mér á heimildir. Með ljúf- mennsku og hjálpfýsi lagði hann grunn að ævilangri vináttu. Eg á honum þakkir að gjalda fyrir ótal margt. Til að mynda las hann yfir handrit mín og lagfærði þau og leiðrétti. Eg var tíður gestur á heimili hans og Sigrúnar konu hans um langa hríð, en nú sakna eg vinar í stað. Ha'raldur Sigurðsson var Borg- firðingur, fæddur að Krossi í Lund- arreykjadal árið 1908. Snemma bar á fýsn hans til fróðleiks og skrifta svo að vitnað sé til þess sem skáldin kveða. Hann hóf snemma að safna bókum eftir efnum og ástæðum og átti frábært bókasafn þá yfir lauk. Hugurinn stefndi til mennta og skólagöngu og tvítugur að aldri varð hann gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri. Erfiður efnahagur batt enda á skólagöngu áður en stúdentsprófi var náð. Við tóku ýmisleg störf, t.a.m. var Haraldur blaðamðurvið Þjóðviljann um nokkurt skeið. Árið 1946 varð hann bókavörður við Landsbókasafn íslands og 1954 gekk hann að eiga Sigrúnu Ástrós Sigurðardóttur, kjólameistara. Heimili þeirra var lengst af í Drápuhlíð 48 í Reykjavík. Sem bókavörður við Landsbóka- safnið var Haraldur réttur maður á réttum stað. Þar var yndi hans sem bækurnar voru. Víðtæk þekk- ing á bókum nýttist hér í starfi. Um það get eg borið þar sem eg naut handleiðslu hans þegar eg hóf þar störf. Auk daglegra starfa við Landsbókasafnið vann Haraldur að þýðingum og útgáfum bóka um margvísleg efni. Hæst ber Korta- sögu íslands en fyrir hana sæmdi Háskóli íslands hann heiðursdokt- orsnafnbót. Ferðir og ferðabækur voru sér- grein hans. Hann þýddi nokkrar þeirra og vann mikið í þágu Ferða- félags Islands við árbækur þess. Haraldur var mikill^ unnandi ís- lenskrar náttúru. Á sólbjörtum sumardögum seiddu öræfin hann til sín með fegurð sinni og töfrum. Hann fór í öræfaferðir eins lengi og honum var auðið og naut þeirra alla tíð. Fyrir tilstilli hans og leið- sögn á eg margar góðar endur- minningar frá slíkum ferðum. Nú er sköpum skipt því að aldrei kem- ur hann oftar „upp í fjallhagann sinn". Eiginkonu, vinum og vanda- mönnum flyt eg hugheilar sam- úðarkveðjur. Aðalgeir Kristjánsson. Mig langar að minnast Haralds móðurbróður míns nokkrum orð- um. Þegar litið er til baka er minn- ingin kærust er ég var lítill dreng- ur og átti ófáar ferðir í heimsókn til Halla frænda í Kleppsholtið og á vinnustað hans sem var Lands- bókasafn íslands. Þó frændi minn virtist við fyrstu sýn hrjúfur, jafn stór og þrekinn og hann var, var stutt í kímni og barngæsku sem ég fékk að kynnast ómælt. Ávallt var ég leystur út með gjöfum eins og ævintýrabókum, frímerkjum og smápeningi þrýst í lítinn lófa að Iokum sem ég átti að setja í spari- baukinn. Halli var mikill unnandi íslenskrar náttúru og ferðaðist mikið fótgangandi og var til fjölda ára virkur í Ferðafélagi íslands. Þessu áhugamáli hans átti ég, lít- ill frændi, eftir að kynnast með eftirminniíegum hætti er hann bauð mér með sér í veiðiferð upp í Reyðarvatn í Borgarfirði sem er upp af æskuslóðum hans í Lundar-' reykjadal. Dvalið var í bragga á Kaldadal og labbað þaðan. Þetta þótti stutt- stígum drengnum langur spotti en" gekk þó vel fyrsta daginn en á öðrum degi, þegar við vorum hálfn- aðir til vatnsins, þá megnuðu litlir fætur ekki lengur að fylgja þessum stóra og sterka manni eftir á göngunni og ég bað hann að skilja mig eftir, þá braust fram bros og litlum hnoðra lyft upp á axlir og bar hann mig alla leið að vatninu og til baka í náttstað. Þegar heim var komið sagði ég öllum vinum mínum frá því að ég ætti bæði besta og sterkasta frænda í heimi. Þessi hugskot úr minningunni líða hjá eitt af öðru nú að leiðarlok- um, Halli minn. Eins eru margar minningar eftir að ég varð fullorð- inn maður, kvæntur og farinn að búa svo fjarri ykkur. En Haraldur og Sigrún hafa reynst okkur Björgu og börnum qkkar eins og bestu foreldrar. Ávallt var haft samband símleiðis og komið í heimsóknir þegar við komum í bæinn. Dvöl með ykkur í Drápuhlíðinni verður ávallt kær í minningunni. Sigrún mín, ég veit að þú berð sorg þína í hljóði og af æðruleysi eins og þér er tamt. En minning um góðan, traustan frænda og eig- inmann mun ávallt lifa. Við biðjum góðan Guð að vera með þér um ókomin ár og veita þér styrk í sorg þinni. Björg og Örn. Við fráfall Haralds Sigurðsson- ar, gamals vinar og löngum sam- starfsmanns, er margs að minn- ast. Haraldur var Borgfirðingur að ætt, fæddur að Krossi í Lundar- reykjadal, og þar sem ég er því miður ekki fróður um ættir hans, get ég snúið upp á hann því, er segir frá Borgfirðingum almennt í Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar: „Borgfirðingar eru yfirleitt skynsamir menn. Þeir eru iðjusamir og rækja störf sín af kostgæfni... Þeir eru einnig fjörmeiri og glaðari en Sunnlend- ingar." En þetta á allt einkar vel við Harald Sigurðsson. Haraldur stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og síðar Menntaskólann í Reykjavík, en lauk þar ekki námi, heldur hvarf að ýmsum störfum, og þá einkum þýðingum merkra rita, er náðu miklum vinsældum. Ritin voru þessi: Axel Munthe: Sagan um San Micheje, Reykjavík 1933 (ásamt Karli ísfeld). Frá Michele til París- ar, verk sama höfundar, kom út 1936, en árinu áður Silja eftir F.E. Sillanpáá, og 1939 annað verk þess höfundar: Skapadægur. Þótt Haraldur væri blaðamaður við Þjóðviljann 1936-1940, vann hann öðrum þræði áfram að þýð- ingum, og þannig komu 1940 út tvö verk í þýðingu hans: Selma Lagerlöf: Gösta Berlings saga, og Aage Krarup Nielsen: Marco Polo. A því ári færði Haraldur sig um set og tók að vinna hjá bókaútgáf- unni Helgafelli, þar sem hann starf- aði til ársins 1946, þegar hann var skipaður bókavörður í Landsbóka- safni íslands. Safnið var aðalstarfs- vettvangur hans allt til 1978, er hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir og hafði þá tvö seinustu árin verið deildarstjóri í Þjóðdeild þess. Ég kynntist Haraldi fyrst á sjötta tugrium, þegar ég sat löng- um í lestrarsal Landsbókasafns við rannsókn á verkum Sveinbjarnar Egilssonar, og var þá gott að eiga Harald að, svo bókfróður og hjálp- fús sem hann var. Enn nánari kynni tókust með okkur Haraldi 1964, þegar ég réðst að Landsbókasafni. Þá fann ég gjörla, hve hollur hann var þessari gömlu stofnun og ótrauður til hvers konar starfa í hennar þágu. Þótt hann ynni enn að ýmsum verkum heima fyrir, bitnaði það ekki á starfi hans í safninu, því að þessu tvennu hélt hann alltaf vel aðskildu. Hann gaf t.a.m. út' Sjálfsævisögu síra Þorsteins Pét- urssonar á Staðarbakka 1947 og Skólaræður Sveinbjarnar Egilsson- ar 1968. m § í f 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.