Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ '¦* ) / /* ¦*"* il')f) r * UJ J LISTIR Móðurást og örvænting BOKMENNTIR Frásögn ENGIN MISKUNN eftir Miriam Ali. Vaka-Helgafell 1995 271 bls. FRAMAN á bókarkápunni er mynd af konuandliti sem hulið er svartri múslimablæju og örvænting- arfull augu horfa á eitthvað sem ógnar þeim. Myndin er kunnugleg - hún birtist framan á annarri bók sem gefin kom út í íslenskri þýðingu fyr- ir fáeinum misserum og bar heitið „Seld". Þar var sagt frá afdrifum ungrar stúlku, Zönu Muhsen, sem varð fyrir því að faðir hennar seldi hana og systur hennar Nadiu í „hjónaband" til Jemen. Nú er komin út önnur bók um sama mál sem nefn- ist „Engin miskunn", Vaka-Helgafell gefur út. Að þessu sinni er það saga móður stúlknanna sem er rakin í all ítarlegu máli, og barátta hennar fyr- ir því að fá þær aftur á heimaslóðir sínar í Birmingham í Englandi. „Er nú ekki búið að blóðmjólka þetta mál?" hugsaði ég og velti bók- inni ólundarlega í höndum mínum þegar hún barst mér með sendiboða Morgunblaðsins. „Átakanleg saga sem seint gleymist" stóð aftan á bókarkápunni, og ég fór að lesa. Las og las viðstöðulaust og gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en henni var lokið sólarhring síðar. Ég varð að viðurkenna að sagan hafði áhrif á mig og opnaði augu mín enn frekar fyrir því ginnungagapi sem er milli menningarheima múslíma og krist- inna Vestur-Evrópubúa. Systurnar Zana og Nadia voru fjórtán og fímmtán ára þegar faðir þeirra þóttist ætla að bjóða þeim í „sumarfrí" til Jemen að skoða slóðir feðranna^ Uppnæmar og yfir sig spenntar af tilhlökkun undirbuggu þær fyrirhugaða heimsókn til afa og ömmu í Jemen, í fylgd með tveim- ur „fjölskylduvinum". Ekki voru þær þð fyrr stignar út úr flugvélinni en þær voru afhentar „eiginmönnum" sínum til afnota, í orðsins fyllstu merkingu. Þeirra beið þrældómur og ánauð, linnulausar barneignir og endurteknar nauðganir. Sagan greinir frá örvæntingarfullri baráttu móður þeirra fyrir því að fá ógild- ingu þessara „hjónabanda" og ná stúlkunum aftur heim á breska grund. Sú barátta tók tólf ár, og bar þó ekki nema takmarkaðan árangur - því kerfið er svifaseint og hinn músíímski menningarheimur líður ekki þá „skömm" að svipta karlmenn eignarhaldi á konum og börnum „fjölskyldunnar" með því að framselja þau til annarra landa. Þegar loks virtist farið að hilla un'd- ir lausn málsins stóðu þær frammi fyrir erfiðasta vali sem nokkur kona getur staðið frammi fyrir: Að yfir- gefa börnin sín og skilja þau eftir í Jemen. Sú staða hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir báðar. Þetta er ótrúleg frásögn - en sönn. Af vaxandi undrun fylgist les- andinn með því hvernig sambúð móðurinnar, Miriam Ali, við föður stúlknanna, Muthana, þróast úr fal- legu ástarævintýri yfir í hreina mar- tröð. Hvernig þreyta, áfengisneysla og fátækt éta í sundur allt það sem einu sinni var fallegt í sambandi þeirra eftir því sem börnunum fjölg- ar - uns þau eru orðin sjö. Hvernig hann ummyndast úr duglegum og athafnasömum fjölskyldföður í drykkfelldan, ógeðfelldan aumingja sem selur börnin sín hvert á fætur öðru. Fyrst Ahmud og Lainu - þriggja og fimm ára gömul - og svo mörgum árum seinna systurnar Zönu og Nadiu. Maður fyllist óneit- anlega heift út í móðurina fyrir að taka trúanlega lygaþvæluna sem spunnin er í kringum hana, sérstak- lega í seinna skiptið þegar hún bítur aftur á agnið. Maður skilur ekki hvers vegna hún lætur geta sér hvert barnið á fætur öðru í þeirri andlegu og veraldlegu fátækt og kúgun sem hún þarf að lifa við. Og þó - maður skilur, en vill fá að grípa í taumana. Þetta er áhrifamikil og fróðleg saga um stórt vandamál í milliríkja- hjónaböndum; stóra gryfju sem allt- of margar Vestur-Evrópskar konur hafa fallið í á undanförnum áratug- um. Vandamál sem við íslendingar höfum kynnst mæta vel í gegnum baráttu Soffíu Hansen fyrir endur- heimt dætra sinna. Talið er að á Bretlandi einu sanian hafi 1.100 börn verið numin á brott frá foreldr- um sínum með þessum hætti árið 1991, þrjú börn á dag. Það var því kannski löngu kominn tími til að skrifa bók - þó þær væru tvær. Ólína Þorvarðardóttir Vitundin og neindin BOKMEININTIR Þætt ir HUGARHOFIÐ eftir Þórhall Magnússon. 81 bls. Prentun: Stensill hf. Reykjavík 1995. HUGARHOFIÐ er safn stuttra þátta sem geta heitið dæmisögur, ævintýri eða heimspeki, allt eftir því hvernig á það er litið. Hófundur er sterklega meðvitaður um mann- lega smæð í óravídd rúms og tíma þar sem myrkur ríkir og vitundar- leysi. í hlutfalli við þá ógnarstærð verða jafnvel stórmálin okkar harla smá. Við vitum af smæð þeirrar eyju sem við byggjum í úthafi geimsins en leiðum sjaldan hugann að því, höfum öðru og — að því er okkur þykir sjálfum — merkilegra sinna! Viljandi horfir maðurinn framhjá tóminu en einblínir á það agnarsmáa umhverfi sem stendur honum næst og miklar það fyrir sér. Eða eins og höf- undur orðar það: »Mennirnir skynja heiminn I gegnum sína eigin fordóma.« Höfundur mun vera lesinn í stjörnufræði. Og jarðsagan liggur opin fyrir honum. Vera má að hann sé líka handgenginn austur- lenskum trúarbrögðum og heimspeki. Að minnsta kosti stendur Maya í anddyri hofsins. En orðið mun þýða sama sem tálsýn nán- ast, skynvilla, hillingar; blekking. Ævintýra- persónan græni maðurinn gegnir svo því hlutverki að tengja saman óskylda efnisþætti, gefa textanum yfirvarp skáldskapar 'svo hugar- flugið fái notið sín í stílbrögðum og líkingasmíð. Hvort það er á valdi undirritaðs að skilja til fulls tákn- mál sögunnar, það skal ósagt látið hér og nú. Hitt skal fullyrt að höf- undur hefur á valdi sínu að skrifa Þórhallur Magnússon stíl sem hæfir dulúð jafnt og bláköldum veruleika. Heimspekingar byrja stundum smátt áður en þeir stíga það skref að hugsa stórt. Ég hugsa, þess vegna er ég, sagði einn þeirra. Sartre nefndi meginrit sitt L'Étre et le néant, Veran og neindin. Torvelt reynd- ist hinum almenna le- sanda að botna í fræð- unum þeim. Sartre söðlaði þá um og sendi frá sér eintóm skáld- verk upp frá því, mörg og góð; taldi hentara að koma skoð- unum sínum á framfæri eftir þeirri leið. Og skáldverk hans reyndust auðskildari! Þórhallur Magnússon mætti gjarnan taka Sartre sér til fyrirmyndar að því leytinu; stíga fastari fótum á jörðina þó svo að hann haldi áfram að beina huganum upp á við. Erlendur Jónsson Ranghugmyndir og grillur BOKMENNTIR Fræöirit ERTU VISS eftir Thomas Gilovich. Sigurður J. Grétarsson þýddi. Heimskringla 1995. ÉG VEIGRAÐI mér við að hefja lestur þessarar bókar. Líklega vegna þess, að ég átti von á að hún væri á leiðinda tæknimáli, eins og svo margar þýddar bækur af þessu tagi, hlaðin nafnorðum í nefniföllum' og eignarföllum. Eins konar gang- andi íðorðasafn þar sem maður hnyti um orðtitti í hverri setningu. Það kom mér því verulega á óvart, hve prýðilega hún er þýdd og ég hafði lesið tvo þriðju hluta bókar- innar mér til ánægju, þegar ég hras- aði um nokkur leiðinleg orð (slím- belgsbólgur, smættunartilhneig- ingu og sjálfstálmun). Þýðandi hef- ur einnig skrifað góðan formála, þar sem hann fjallar um fræðigrein- ina sálfræði, en einnig er fjöldi neð- anmálsgreina til skýringa, bæði skrifaðar af höfundi og þýðanda. í formála segir þýðandi m.a., að af- staða Gilovich til fræðigreinar sinn- ar byggist á rannsóknum. „Er þess jafnan gætt að taka aðgengileg dæmi, sem henta al- mennum lesanda. í fyrri hluta bók- arinnar er brugðið fræðilegu ljósi á ranghugmyndir og grillur af ýmsu tagi en í síðari hlutanum eru niður- stöður úr fyrri hlutanum notaðar til þess að varpa ljósi á ýmsar vafa- samar hugmyndir fólks um smá- skammta-, náttúru- og huglækn- ingar og svonefnd dulsálfræðileg fyrirbæri; hugmyndir, sem margir halda fram af nokkurri ákefð á Is- landi nútímans. Umræðan er ræki- leg, skipuleg, fræðilega grunduð og oftast skemmtileg." Þetta lýsir bók- inni prýðilega. Það er merkilegt til þess að hugsa hvað fólk er tilbúið að greiða fyrir alls konar skottu- lækningar. Þannig er gizkað á, að Bandaríkjamenn eyði einum 10 milljörðum dollara árlega í „undra- Iækningar", þar af 3 milljörðum í gervilækningar við krabbameini og 1 milljarði í gagnslausa meðferð við alnæmi. Höfundurinn, Thomas Gilovich, er prófessor í sálarfræði við Corn- ell-háskólann í New York-fylki í Bandaríkjunum. Bók þessi er hugs- uð sem handbók, kynning á nútíma- sálarfræði af öðrum toga en þeim, sem algengastur er í bókum fyrir almenning. Hún fjallar um skyn- semi í dagsins önn og er skrifuð fyrir fólk, sem hefur gaman af rök- hugsun. Katrín Fjelsted
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.