Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 24

Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Áöur: 990,- ic * * Borðlampi Áður: 2.990,- Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 108 Reykjavík 600 Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 LISTIR Móðurást og örvænting BðKMENNTIR F r á s ö g n ENGIN MISKUNN eftir Miriam Ali. Vaka-Helgafell 1995 271 bls. FRAMAN á bókarkápunni er mynd af konuandliti sem hulið er svartri múslimablæju og örvænting- arfull augu horfa á eitthvað sem ógnar þeim. Myndin er kunnugleg - hún birtist framan á annarri bók sem gefin kom út í íslenskri þýðingu fyr- ir fáeinum misserum og bar heitið „Seld“. Þar var sagt frá afdrifum ungrar stúlku, Zönu Muhsen, sem varð fyrir því að faðir hennar seldi hana og systur hennar Nadiu í „hjónaband" til Jemen. Nú er komin út önnur bók um sama mál sem nefn- ist „Engin miskunn", Vaka-Helgafell gefur út. Að þessu sinni er það saga móður stúlknanna sem er rakin í all ítarlegu máli, og barátta hennar fyr- ir því að fá þær aftur á heimaslóðir sínar í Birmingham í Englandi. „Er nú ekki búið að blóðmjólka þetta mál?“ hugsaði ég og velti bók- inni ólundarlega í höndum mínum þegar hún barst mér með sendiboða Morgunblaðsins. „Átakanleg saga sem seint gleymist" stóð aftan á bókarkápunni, og ég fór að lesa. Las og las viðstöðulaust og gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en henni var lokið sólarhring síðar. Ég varð að viðurkenna að sagah hafði áhrif á mig og opnaði augu mín enn frekar fyrir því ginnungagapi sem er milli menningarheima múslíma og krist- inna Vestur-Evrópubúa. Systurnar Zana og Nadia voru fjórtán og fimmtán ára þegar faðir þeirra þóttist ætla að bjóða þeim í „sumarfrí" til Jemen að skoða slóðir feðranna. Uppnæmar og yfir sig spenntar af tilhlökkun undirbuggu þær fyrirhugaða heimsókn til afa og ömmu í Jemen, í fylgd með tveim- ur „fjölskylduvinum". Ekki voru þær þó fyrr stignar út úr flugvélinni en þær voru afhentar „eiginmönnum“ sínum til afnota, í orðsins fyllstu merkingu. Þeirra beið þrældómur og ánauð, linnulausar barneignir og endurteknar nauðganir. Sagan greinir frá örvæntingarfullri baráttu móður þeirra fyrir því að fá ógild- ingu þessara „hjónabanda" og ná stúikunum aftur heim á breska grund. Sú barátta tók tólf ár, og bar þó ekki nema takmarkaðan árangur - því kerfið er svifaseint og hinn múslimski menningarheimur líðui' ekki þá „skörnm" að svipta karlmenn eignarhaldi á konum og börnum „fjölskyldunnar" með því að framselja þau til annarra landa. Þegar loks virtist farið að hilla un'd- ir lausn málsins stóðu þær frammi fyrir erfiðasta vali sem nokkur kona getur staðið frammi fyrir: Að yfir- gefa börnin sín og skilja þau eftir í Jemen. Sú staða hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir báðar. Þetta er ótrúleg frásögn - en sönn. Af vaxandi undrun fylgist les- andinn með því hvernig sambúð móðurinnar, Miriam Ali, við föður stúlknanna, Muthana, þróast úr fal- legu ástarævintýri yfir i hreina mar- tröð. Hvernig þreyta, áfengisneysla og fátækt éta í sundur allt það sem einu sinni var fallegt í sambandi þeirra eftir þvi sem börnunum íjölg- ar - uns þau eru orðin sjö. Hvernig hann ummyndast úr duglegum og athafnasömum fjölskyldföður í drykkfelldan, ógeðfelldan aumingja sem selur börnin sín hvert á fætur öðru. Fyrst Ahmud og Lainu - þriggja og fimm ára gömul - og svo mörgum árum seinna systurnar Zönu og Nadiu. Maður fyllist óneit- anlega heift út í móðurina fyrir að taka trúanlega lygaþvæluna sem spunnin er í kringum hana, sérstak- lega í seinna skiptið þegar hún bítur aftur á agnið. Maður skilur ekki hvers vegna hún lætur geta sér hvert barnið á fætur öðru í þeirri andlegu og veraldlegu fátækt og kúgun sem hún þarf að lifa við. Og þó - maður skilur, en vill fá að grípa í taumana. Þetta er áhrifamikil og fróðleg saga um stórt vandamál í milliríkja- hjónaböndum; stóra gryfju sem allt- of margar Vestur-Evrópskar konur hafa fallið í á undanförnum áratug- um. Vandamál sem við íslendingar höfum kynnst mæta vel í gegnum baráttu Soffíu Hansen fyrir endur- heimt dætra sinna. Talið er að á Bretlandi einu sapian hafi 1.100 börn verið numin á brott frá foreldr- um sínum með þessum hætti árið 1991, þijú börn á dag. Það var því kannski löngu kominn tími til að skrifa bók - þó þær væru tvær. Ólína Þorvarðardóttir Vitundin og neindin BOKMENNTIR Þ œ 11 i r HUGARHOFIÐ eftir Þórhall Magnússon. 81 bls. Prentun: Stensill hf. Reykjavík 1995. HUGARHOFIÐ er safn stuttra þátta sem geta heitið dæmisögur, ævintýri eða heimspeki, allt eftir því hvemig á það er litið. Höfundur er sterklega meðvitaður um mann- lega smæð í óravídd rúms og tíma þar sem myrkur ríkir og vitundar- leysi. í hlutfalli við þá ógnarstærð verða jafnvel stórmálin okkar harla smá. Við vitum af smæð þeirrar eyju sem við byggjum í úthafi geimsins en leiðum sjaldan hugann að því, höfum öðru og — að því er okkur þykir sjálfum — merkilegra sinna! Viljandi horfir maðurinn framhjá tóminu en einblínir á það agnarsmáa umhverfi sem stendur honum næst og miklar það fyrir sér. Eða eins og höf- undur orðar það: »Mennirnir skynja heiminn í gegnum sína eigin fordóma.« Höfundur mun vera lesinn í stjörnufræði. Og jarðsagan liggur opin fyrir honum. Vera má að hann sé líka handgenginn austur- lenskum trúarbrögðum og heimspeki. Að minnsta kosti stendur Maya í anddyri hofsins. En orðið mun þýða sama sem tálsýn nán- ast, skynvilla, hillingar; blekking. Ævintýra- persónan græni maðurinn gegnir svo því hlutverki að tengja saman óskylda efnisþætti, gefa textanum yfirvarp skáldskapar svo hugar- flugið fái notið sín í stílbrögðum og líkingasmíð. Hvort það er á valdi undirritaðs að skilja til fulls tákn- mál sögunnar, það skal ósagt látið hér og nú. Hitt skal fullyrt að höf- undur hefur á valdi sínu að skrifa stíl sem hæfir dulúð jafnt og bláköldum - veruleika. Heimspekingar byija stundum smátt áður en þeir stíga það skref að hugsa stórt. Ég hugsa, þess vegna er ég, sagði einn I þeirra. Sartre nefndi j meginrit sitt L’Étre et le néant, Veran og neindin. Torvelt reynd- ist hinum almenna le- sanda að botna í fræð- unum þeim. Sartre söðlaði þá um og sendi frá sér eintóm skáld- verk upp frá því, mörg og góð; taldi hentara að koma skoð- unum sínum á framfæri eftir þeirri leið. Og skáldverk hans reyndust auðskildari! Þórhallur Magnússon mætti gjarnan taka Sartre sér til fyrirmyndar að því leytinu; stíga fastari fótum á jörðina þó svo að hann haldi áfram að beina huganum upp á við. Erlendur Jónsson — Ranghugmyndir og grillur Þórhallur Magnússon BOKMENNTTR F r æ ö i r i t ERTU VISS eftir Thomas Gilovich. Sigurður J. Grétarsson þýddi. Heimskringla 1995. ÉG VEIGRAÐI mér við að hefja lestur þessarar bókar. Líklega vegna þess, að ég átti von á að hún væri á leiðinda tæknimáli, eins og svo margar þýddar bækur af þessu tagi, hlaðin nafnorðum í nefniföllum og eignarföllum. Eins konar gang- andi íðorðasafn þar sem maður hnyti um orðtitti í hverri setningu. Það kom mér því verulega á óvart, hve prýðilega hún er þýdd og ég hafði lesið tvo þriðju hluta bókar- innar mér til ánægju, þegar ég hras- aði um nokkur leiðinleg orð (slím- belgsbólgur, smættunartilhneig- ingu og sjálfstálmun). Þýðandi hef- ur einnig skrifað góðan formála, þar sem hann fjallar um fræðigrein- ina sálfræði, en einnig er fjöldi neð- anmálsgreina til skýringa, bæði skrifaðar af höfundi og þýðanda. í formála segir þýðandi m.a., að af- staða Gilovich til fræðigreinar sinn- ar byggist á rannsóknum. „Ér þess jafnan gætt að taka aðgengileg dæmi, sem henta al- mennum lesanda. í fyrri hluta bók- arinnar er brugðið fræðilegu ljósi á ranghugmyndir og grillur af ýmsu tagi en í síðari hlutanum eru niður- stöður úr fyrri hlutanum notaðar til þess að varpa ljósi á ýmsar vafa- samar hugmyndir fólks um smá- skammta-, náttúru- og huglækn- ingar og svonefnd dulsálfræðileg fyrirbæri; hugmyndir, sem margir halda fram af nokkurri ákefð á Is- landi nútímans. Umræðan er ræki- leg, skipuleg, fræðilega grunduð og oftast skemmtileg." Þetta lýsir bók- inni prýðilega. Það er merkilegt til þess að hugsa hvað fólk er tilbúið að greiða fyrir alls konar skottu- lækningar. Þannig er gizkað á, að Bandaríkjamenn eyði einum 10 milljörðum dollara árlega í „undra- Iækningar", þar af 3 milljörðum í gervilækningar við krabbameini og 1 milljarði í gagnslausa meðferð við alnæmi. Höfundurinn, Thomas Gilovich, er prófessor í sálarfræði við Corn- ell-háskólann í New York-fylki í Bandaríkjunum. Bók þessi er hugs- uð sem handbók, kynning á nútíma- sálarfræði af öðrum toga en þeim, sem algengastur er í bókum fyrir almenning. Hún fjallar um skyn- semi í dagsins önn og er skrifuð fyrir fólk, sem hefur gaman af rök- hugsun. Katrín Fjelsted

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.