Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 43 AÐSEIMDAR GREINAR I i 4 í í í 4 4 4 i 4 4 J < i i Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt MÁNUDAGINN 13. nóvember mátti sjá í DV grein um að fram- kvæmdir upp á þrjá milljarða væru fyrirhugaðar við Fitjar. Þar stæði til að koma upp skolphreinsistöð fyrir hið nýja bæjarfélag sem heitir Reykjanesbær, þ.e. Njarðvík og Keflavík. Einnig var sagt að Varn- arliðið væri aðili að þessum fram- kvæmdum, og að hlutur þess (reikn- aður samkvæmt fjölda íbúa) væri 75%, en það neitaði að borga það. Það virðist orðið frekar lítið um peninga hjá Bandaríkjamönnum til landvarna, og umhverfismál hafa aldrei verið ofarlega á baugi hér á landi þar sem bandaríski herinn hefur átt hlut að máli. Það hefur hver utanríkisráðherrann af öðrum komið og farið og enginn þeirra hefur skipt sér af umhverfismálum. Þau hafa einfaldlega ekki verið til umræðu og þó svo að stórfelld olíu- mengunarslys hafi átt sér stað eins og var árið 1987 á Nickel-svæði þegar mikið af olíu fór niður (Nick- el-svæðið er byggt 1946.) Það mun ekki hafa verið að ástæðulausu að Suðurnesjamenn voru tilneyddir að flytja vatnsból sín í námunda við Grindavík þar sem skaginn er allur orðinn mengaður af olíu og öðrum óþverra sem skiptist í marga flokka, m.a. PCB og fleira. Bandaríski her- inn borgaði þann flutning og lögn nýrrar vatnsveitu. En hvað þetta skólpræsi varðar, þá er það einfaldlega ekki mál hins nýja Reykjanesbæjar. Það kemur honum hreint ekkert við. Hann á að reisa sína skólphreinsistöð og frárennsli til sjávar og einfaldlega ekki skipta sér af Bandaríkjaher. Þar á utanríkisráðuneytið að semja beint, gera milliríkjasamning við herinn. Það er gífurlegt magn af skólpi sem kemur þaðan og saman- stendur af matarleifum og skólpi frá húsum og íverustöðum hermanna og einnig gífurlegt magn af yfír- borðsvatni, því það fer ekki niður í ¦niðurföll heldur rennur það í opnum skurðum eins og var á miðöldum í erlendum borgum og beljar svo nið- ur á Patterson-flugvöllinn gamla og þaðan niður á Fitjar. Skemmst er þess að minnast að Hitaveita Suður- nesja varð fyrir gífurlegu tjóni er vatn flæddi þar inn í spennistöð og olli miklum spjöllum; það vatn kom ofan af Keflavíkurflugvelli. Það var sagt að það hefði komið ofan af heiði, en það kom að sjálfsögðu ofan af flugvelli, og ef þeir menn, sem fara með utanríkismál hér, hefðu staðið sig í stykkinu, þá hefði Bandaríkjastjórn átt að bæta-Hita- veitu Suðurnesja þennan skaða að fullu (um 18 milljónir króna). Sumir sögðu að Hitaveitan hefði ekki átt að velja þessu húsi stáð þarna, en ég segi að herinn ætti ekki að veita vatni undir flugvallargirðinguna inn á land annarra. Hitaveitan bar því við að Bandaríkjamenn ^sru sínir stærstu viðskiptavinir og ekki mætti styggja þá. Mér fínnst persónulega, og ég veit að það er einnig skoðun ann- arra, að allt skólpið og matarleifarn- ar, sem settar eru í skólpið á vellin- um, yrðu ekki til að bæta mengun- ina sem er hér á Stakksfirðinum. Matarleifarnar eru hakkaðar í þar til gerðum kvörnum í aðalmötuneyti hersins, klúbbum og einnig í mötu- neyti Aðalverktaka. Áður fyrr fengu - svínabændur á Suðurnesjum að nota leifarnar til svínaeldis. Mér er sagt að mengunin hér í firðinum sé tíu til fímmtán sinnum meiri en víða er í Reykjavík. Pípan sem liggur ofan af velli er trúlega átjan tommur; hvað hún flytur mörg þúsund tonn af skólpi á sólarhring er mér ekki kunnugt um en sjálfsagt geta verk- fræðingar reiknað það út. Utanríkis- ráðuneytið og íslenska ríkisstjórnin hafa sýnt fádæma ræfildóm af versta tagi í þessu máli, og mér detta í hug ensku orðin „US lap- dogs". Það hefur hver utanríkisráð- herrann komið fram á fætur öðrum og ekkert hefur verið gert. Málið er það að Faxaflóinn tekur ekki við þessu dóti endalaust. Það er skólp frá Reykjanesbæ, Vogum og alveg til Akraness. Bandaríski herinn á að veita sínu skólpi að Stafnesi. Þar á hann að koma upp búnaði og hreinsa þetta skólp sitt og veita því svo langt út í haf, vegna þess að Stafnesið er fyrir opnu hafi og það yrði miklu minni mengun að Iáta skólpið fara þar til sjávar, dæla því þangað, heldur en að dæla þessu hér niður á Fitjar. Það er argasta firra að gera það, og ég skiL ekkert í sveitarstjórnarmönnum á Suður- nesjum, þingmönnum hér og um- hverfisráðuneytinu og fleiri. Herinn ætti alls ekki að vera eignaraðili að þessari nýju hreinsistöð, vegna þess að hann á að sjá sjálfur um sín mál, og besti staðurinn væri á Staf- nesi. Þar myndu minnst umhverfis- spjöll hljótast af þeim úrgangi sem þaðan kemur. Ég gæti trúað að í þessu yfírborðsvatni væru ýmis ke- mísk efni sem koma við þvott flug- véla og frá flugskýlum og flug- hreyflum. Þetta mætti hreinsa út við Stafnes og veita því þá út á haf. Mengunarmál vallarins eru ennþá óleyst, og það virðist svo að næstu kynslóðir eigi að taka við þeim málum og leysa þau, og það verður ekki falleg grafskrift sem þessir utanríkisráðherrar og um- hverfísráðherrar fá þegar komandi kynslóðir fara að fjalla um vinnu- brögð þeirra hér og afskiptaleysi af þessari herstöð. Eg hef sagt það áður, og ég held því fram því að ég vann þar lengi og horfði upp á þennan ósóma, að það er gífurleg mengun í jörð á Keflavíkurflugvelli og varnarsvæð- inu. Þegar ég segi á varnarsvæðinu, þá á ég við staði víða um land. Ég hef margsinnis minnst á húsatóft- irnar sem standa á Vogastapa og voru kallaðar Broad Street. Þetta var fjarskiptastöð af einhverju tagi sem lögð var niður 1959. Hún blas- ir við öllum sem leið eiga um Reykja- nesbrautina. Útlendingar hafa spurt hverjir standi á bak við þetta, meira að segja hafa Bandaríkjamenn spurt mig að því, og ég hef sagt þeim að þetta sé arfurinn sem Islendingar hafa fengið frá þeirra ríkisstjórn. Barnalæknar í Domus Medica Opna læknastofu í Domus Medica, við Egilsyötu, 2. janúar nk. Steingerður Sigurbjörnsdóttir, bamalæknir. Flytjum læknastofu okkar úr Lágmúla 4 í Domus Medica 2. janúar nk. Pétur Lúðvígsson, barnalæknir. Sérgrein: Heila- og taugasjúkdómar barna. Stefán Hreiðarsson, barnalæknir. Sérgrein: Fatlanir barna. Upplýsingar og tímapantanir í síma 5631011 kl. 9 til 17 virka daga. Umhverfísmál hafa aldrei verið ofarlega á blaði hér á landi, segir Skarphéðinn Hinrik Einarsson, þegar Bandaríkjamenn hafa átt hlut að máli. Það bólar ekkert á því að frammá-. menn fari þess á leit við ráðuneytið að þetta drasl verði fjarlægt. Það þarf að athuga mál í herstöðinni í Grindavík. Bandaríkjaher rak her- stöð skammt frá Grindavík, austan Grindavíkur, í landi Hrauns. Þar hefur ekki verið hreinsað, og liggja þar ýmsir hlutir sem minna á þá stöð. Það eina sem hefur verið fjar- lægt eru möstur. Annað liggur þar. Landeigendurnir hafa verið friðaðir með peningum. Samningur hefur verið gerður við þá fram yfir alda- mót, til ársins 2002 hef ég heyrt, og þeir fá fulla leigu fyrir það land, þó svo að starfrækslu mastranna hafi verið hætt 1968. Herinn og íslenska ríkisstjórnin einfaldlega vilja ekki hreinsa það svæði af ótta við að þar gæti komi fram kröfur um háar bætur sökum hugsanlegrar mengunar, því að hvar sem Banda- ríkjaher hefur verið í heiminum virð- ist hann hafa skilið eftir sig meng- u'n. Ég hef heyrt að í stöðinni við Stokksnes í Hornafirði sé ýmislegt sem þyrfti að laga og skoða. Síðan er-Heiðarfjall á Langanesi. Þar er ljót sjón að sjá úr lofti og gífurleg mengun á fjallinu og við það sem mun í framtíðinni færast út í sjó. Ég sá í tímaritinu US News and World Report grein, þar sem fjallað var um mengun í herstöðvum Bandaríkjamanna erlendis, að 10.000 tonn af mengunarefnum liggi þar í jörðu, en að sjálfsögðu þarf Bandaríkjaher að greiða hreinsun þar og það þarf að sá í svæðið. Sjálfsagt getur Banda- ríkjaher látið í té flug- vél sem getur sáð fræi úr lofti; hann átti dá- góðan flota af flugvél- um þegar Víetnam- stríðið geisaði, sem ekki voru notaðar til sáningar heldur til að dreifa DDT-efni og eyðileggja akra Víet- nama sem tekur, að sögn sænskra blaða, hundrað ár að græða upp. Þessi starfsemi hefur stuðlað að van- sköpun og öðru hjá fólki sem fæðst hefur eftir að því stríði lauk. Næst er Aðalvík. Þar, á Straum- nesfjalli, standa byggingar. Þar þarf að hreinsa, grafa og fjarlægja efni sem spillt hafa jarðveginum, brjóta niður og grafa þessi steinmannvirki og sá í það land sem jafnað verður þannig að það verði grasi gróin flöt en ekki eins og rústir sem maður sér í gömlum myndum frá Berlín. Það virðist eiga að taka föstum tökum hreinsun við lóranstöðina á Gufuskálum. Svo ég víki nú aftur að þessari skólphreinsistöð, sem hefði þurft að vera búið að byggja fyrir tíu árum, því að ástandið hér er mjög slæmt, þá hef ég þá trú að það skólp sem kemur frá Reykjanesbæ og Vogum megi ekki vera meira ef grásleppu- miðin við Vatnsleysuströnd og Vogastapa eiga ekki að spillast. A Faxaflóanum voru gjöful fiskimið, en ég hef trú á að þau hafi þegar spillst, og ef veita á því gífurlega magni af skólpi sem kemur frá bandarísku herstöðinni í Faxaflóa þá muni það skaða fiskveiðar. Þar eiga trillusjómenn mikill a hagsmuna að gæta, og það er sérstaklega í ljósi þess að ég slæ fram þeirri hug- mynd að skólpinu verði veitt af Staf- nesi út á opið haf en ekki í Faxaflóa. Á Vogastapa, við svokallaða Dýpriskoru, voru Bandaríkjamenn með sorphauga alveg fram til 1950. Þar var hent gífurlegu magni af drasli, mörgum þúsundum tonna af járni úr gömlum bröggum, rafgeym- um og ég veit ekki hvað; þeir sem muna þá tíma vita sjálfsagt hvað þau efni hétu og hvað þau voru. En þar má sjá enn margra metra háan haug af ryðguðu járnadrasli, leifum af hermannabröggum o.fl. í lokin vil ég vitna í fyrrnefnda Skarphéðinn Hinrik Einarsson grein í US News and Woríd Report frá 30. nóvember 1992. Þar er sagt frá því að banda- rískir kjarnorkukafbát- ar losuðu geislavirkt kælivatn um tíu ára skeið í stöðinni við Holy Loch við Clyde- fjörðinn í Skotlandi. Bandarískur yfírmaður sem þjónaði þar lengi, James Bush, sagði frá þessu. Flotinn þrætti í fyrstu en neyddist svo til að viðurkenna að þetta sé satt. Nú er ljóst að geislavirkni er á botni Clyde-fjarðar- ins, og er því haldið fram nú að tíðni vanskapnaðar í fóstrum manna og tíðni krabbameinstilfella sé hærri þar í nærliggjandi bæjum en annars staðar í Skotlandi. Við ósa Clyde- fjarðarins stendur borgin Glasgow, sem margir íslendingar hafa komið til. Höfundur er fyrrveraadi starfs- maður á KeflavíkurflucrwW Stepkur lyftari lipur vnníoi1 Framúrskarandi ÍíTSt^^ hönnun NÖNfitL- meðþægindi .»—-""""^ ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. 2,2% og 3 tonna lyftigeta. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sbrazsmur SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI SS4 4711 ' FAX 564 4725
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.