Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hálfköruð samkeppni í skoðun ökutækja DÓMSMÁLARÁÐHERRA held- ur ennþá á boltanum. íbúar höfuð- borgarsvæðisins hafa á þessu ári tekið eftir gífurlegum þjónustu- breytingum sem átt hafa sér stað varðandi skoðun ökutækja. Allt frá því að samkeppni hófst í skoðun ökutækja í janúar á þessu ári hafa ekki einungis átt sér stað verðbreyt- ingar heldur hafa áherslur nýrra fyrirtækja tengdar styttri biðtíma, ábyggilegum skoðunartíma og lengri opnunartíma gengið eftir. Gera má ráð fyrir að heildar- lækkun í verði skoðana nemi um 25 milljónum króna, sem er beinn hagur neytenda. Samkeppnin hefur hingað til einskorðast við höfuð- borgarsvæðið þar sem þrjú fyrir- tæki Aðalskoðun hf., Athugun hf. og Bifreiðaskoðun íslands hf. kepp- ast við að ná hylli neytenda. Samkeppni þegar hafin á landsbyggðinni Þessar þjónustu- og verðbreyt- ingar hafa ekki skilað sér að neinu marki á landsbyggðinni og hingað til hefur ekki komið upp samkeppni í aðalskoðunum þar, en Bifreiða- skoðun íslands hf. hefur komið sér fyrir á stærstu markaðssvæðunum á landsbyggðinni í skjóli einkaleyfa undanfarinna ára. Nú nýverið urðu þó enn ein tíma- mótin í skoðunarmálum lands- manna þegar Aðalskóðun hf. hóf skoðun í Ólafsfirði. Vegna heimild- arákvæða í reglugerð nr. 558/1993 er skoðunarstofu sem hlotið hefur faggildingu heimilt að sinna skoð- unarþjónustu á landsbyggðinni á endurskoðunarverkstæðum sem fengið hafa réttindi til endurskoð- unar ökutækja. Nú hefur Aðalskoð- un hf. riðið á vaðið með samstarfí við Bflaverkstæðið Múlatind sf. í Ólafsfirði, enda hafa forsvarsmenn Aðalskoðunar hf. alltaf lýst því yfir að áhugi sé fyrir hendi að leita allra hugsanlegra leiða til að bæta þjón- ustu gagnvart skoðun ökutækja á landsbyggðinni, í samvinnu við heimamenn á viðkomandi stöðum. að sækja þess aðila Ólafsfirðingar, Dalvík- ingar og nærsveita- menn hafa undanfarin ár þurft að sækja skoð- un til Akureyrar en með tilkomu þessarar nýju þjónustu hefur því verið fagnað af heima- mönnum að komið sé á betra þjónustustigi og að boðið sé lægra verð en tíðkast hefur á landsbyggðinni. Samkeppni í sjónvarpi lík samkeppni i skoðun Líkt og á sjónvarps- markaðnum eiga ný fyrirtæki undir högg vegna yfirburðarstöðu sem fyrst fékk starfsleyfi. Vegna þeirra staðreynda að ein sjónvarps- stöðin hefur betri áskriftartrygg-- ingu en hinar auk þess sem tengsl stjórnvalda, sem ráða að miklu leyti umhverfinu, við einn sjónvarpsaðil- ann eru óneitanlega mikil verður samkeppnin ójöfn. Arftaki Bifreiðaeftirlits ríkisins hefur haft samkeppnislegt forskot enda byggt upp góða stöðu í skjóli einkaleyfa og það fyrirtæki hefur ennþá markaðs- og stjórnunarlega yfirburðarstöðu vegna einkaleyfa á fjölmörgum þáttum tengdum skoð- un og skráningu ökutækja þ.ám. ökutækjaskránni sem er yfirburða- markaðstæki. Þessar þjónustu- og samkeppnislegu hindranir gera vissulega nýjum skoðunarfyrirtækj- um og viðskiptavinum þeirra erfitt fyrir. Það er óeðlilegt að fjölmargir óánægðir neytendur þurfi að bera af því hærri kostnað en ella að hafa ekki tækifæri á að að notfæra sér þjónustu hjá nýjum aðilum, en undanfarin 66 ár hefur mátt sækja þjónustuna til skoðunarfyrirtækis. Þetta er einnig öfugsnúið í Ijósi þess að á sama tíma og tækni- og gæðakröfur af hálfu stjórnvalda til skoðunarstöðva hafa aukist veru- lega þá fá nýju stöðv- arnar ekki leyfi til að sinna þessum þjón- ustuþáttum. Vinnuhópur í dómsmálaráðu- neytinu? Allt frá því að Aðal- skoðun hf. var stofnuð í september á síðasta ári hafa verið þreifmg- ar innan veggja dóms- málaráðuneytisins um að breyta á einhvern hátt þessum hindrun- Gunnar um. Oft hefur verið Svavarsson komið á framfæri til ráðuneytisins um- kvörtunarefnum, áhyggjum og um- fram allt ábendingum um það sem betur má fara án þess þó að í nokkru sé slakað á hinum ströngu tæknilegu kröfum stjórnvalda þar sem umferðaröryggislegt eftirlit er haft að leiðarljósi. Vissulega hafa það verið nýju fyrirtæki vonbrigði að ekki hefur verið tekið tiltit til þeirra áhyggju- 1 STYRKTARFÉLAG LAMAÐRAOG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13 Reykjavík Dregið var í Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1995 þ. 23. desember sl. og komu vinrtingar á eftirtalin númer: 1. yinningur torfamjbifreið Nissan Terrano IISLX 2. vinningur Nissan Primera 4d, beinskiptur 3. vinningur Nissan Micra LX 4. vinningur Nissan Micra LX 5. vinningur Nissan Micra LX 6. vinningur Nissan Micra LX 7. vinningur Níssan Micra LX 8. vinningur Nissan Micra LX 9. vinningur Nissan Micra LX 10. vínningur Nissan Micra LX 11. vinningur Nissan Micra LX 12. vinningur Nissan Micra LX 13. vinningur Nissan Micra LX 14. yinningur Nissan Micra LX 557-5846, 465-1168, 853-9108, 553-5594. 568-7255. 551-7771. 553-4512. 565-8702. 421-2560. 421-2776. 15. vinningur Mongoose fjallahjól 16. vinningur Mongoose fjallahjól 17. vínningur Mongoose fjallahjól 18. vinningur Mongoose fjallahjól 19. vinningur Mongoose fjallahjól 20. vinningur Mongoose fjallahjól 21. yinningur Mongoose fjallahjól 22. vinningur Mongoose fjallahjól 23. vinningur Mongoose fjallahjól 24. vinningur Mongoose fjallahjól 25. vinningur Mongoose fjallahjól 26. vinningur Mongoose fjallahjól 27. vinningur Mongoose fjallahjól 28. vinningur Mongoose fjallahjól 29. vinningur Mongoose fjallahjól 30. vinningur Mongoose f jallahjói 31. vinningur Mongoose fjallahjól 32. vinningur Mongoose fjallahjól 33. vinningur Mongoose íjallahjól 34. yinningur Mongoose fjallahjöl 35. vinningur Mongoose fjallahjól 853-3344. 852-7222. 466-1114. 481-2439. 562-9960. 893-1084, 562-6470. 588-0095. 568-2241, 52-8396. :92-7730. 587-5874. 564-1477. 554-3525. 565-4998. 555-4964. 431-2427. 852-3142. 852-1276, 462-5447. 462-1199. 478-1061. 896-9488. 483-1494. 561-3639, STYRKTARFÉLAGIÐ þAKKAR LANDSMÖNNUM VEITTAN STUÐNING. Það er tímaspursmál, segir Gunnar Svavars- son, að samkeppnis- hindranir verði brotnar _____á bak aftur._____ efna sem fyrirtækið og viðskipta- vinir þess hafa komið á framfæri. Það er ekki einungis að samkeppn- islegar hindranir hafi verið látnar viðgangast, þrátt fyrir að Sam- keppnisstofnun hafí árið 1994 bent ráðherra á mismununina, heldur hefur umkvörtunarefnum eigi verið svarað bréflega en vísað til starfa vinnuhóps sem endurskoða eigi umhverfi tengt skoðun og skráning- um ökutækja. Dómsmálaráðherra nátengdur umhverfi skoðana Nú er að verða eitt ár frá því Aðalskoðun hf. reið á vaðið i sam- keppni í skoðun ökutækja. Allir gera sér grein fyrir því óhagræði sem hlýst af samkeppnislegum hindrunum og mismunun hvort sem er í skoðun ökutækja eða á öðrum sviðum. Dómsmálaráðherra setur m.a. reglur varðandi skoðun og skráningu ökutækja en á um leið að fara með mál er varða eignar- aðild ríkisins að Bifreiðaskoðun ís- lands hf. Það er erfitt að sitja fyrir miðju borði en um leið að sitja við aðra hlið þess, sérstaklega þegar þarf að tryggja það að rekstrartekj- ur Bifreiðaskoðunar íslands hf. nægi fyrir eðlilegum rekstrargjöld- um og að hluthöfum fyrirtækisins skuli árlega greiddur eigi lægri arð- ur en 10% af hlutfjáreign sinni eins og segir í 5. gr samnings dómsmála- ráðuneytisins og Bifreiðaskoðunar frá 1988. Aðalskoðun hf. hefur ekki í hyggju að láta deigan síga í bar- áttu sinni að breyta þjónustuum- hverfi tengt skoðun og skráningum ökutækja. Metnaður þjónustufyrir- tækja á að vera tengdur þjónustu. Hlutlausar og óháðar skoðunarstof- ur sem hlotið hafa faggildingu og eru tæknilega hæfar til að skoða ökutæki koma til með að eiga í samkeppni um ókomna tíð, neyt- endum til heilla. Skoðunarstofurnar mega þó aldrei blindast af markaðs- stríði sínu heldur verða þær að taka þátt í tæknilegum samráðsvett- vangi bílgreinanna auk þess sem sjónarmið fjölmargra hagsmunaað- ilá tengdum bættum umferðarmál- um verða að ná eyrum þeirra og stjórnvalda. Það er tímaspursmál að sam- keppnislegar hindranir verði brotn- ar á bak aftur og aðilar geti unnið á fagsviðum sínum jafnfætis við þá sem fyrst komu sér fyrir á mark- aði, dómsmálaráðherra gerir sér vonandi grein fyrir því. Höfundur er verkfræðingur og er stjórnarformnður Aðalskoðunar bf. Árás á kennara? NÚNA fyrir jólin er að koma út skáldsagan Febrúarkrísur eftir góð- an vin minn, Ragnar Inga Aðal- steinsson frá Vaðbrekku. Ég sá bókina verða til, því að ég leit yfír handrit hennar í vor og sá síðan um umbrot hennar. Þá menn sem eru á móti því að aðrir menn skrifi um bækur vina sinna bið ég auð- mjúklegast að fyrirgefa mér, hætta lestri þessarar greinar og fara að lesa eitthvað annað. Þá sem verða enn hneykslaðri þegar þeir sjá mann, sem hefur unnið við bók, skrifa um hana bið ég einnig að afsaka siðferðisbrest minn og hætta lestrinum. Það er áreiðanlega eitt- hvað betra til fyrir hreinar sálir, því að auk alls þessa er ég góðkunn- ingi þeirra sem gefa bókina út. Sjálfur hef ég þó enga hagsmuni af sölu hennar og þess vegna víla ég ekki fyrir mér að óska eftir að þessi grein verði birt í útbreiddasta blaði landsins. Ragnar Ingi er kennari, ljóð- skáld, kennslubókahöfundur — og nú skáldsagnahöfundur. Sem kenn- ari skilst mér að hann sé mjög vin- sæll, sem ljóðskáld finnst mér hann býsna góður og kennslubækur hans hafa nýst mér vel í kennslu. Auk þess er hann ágætur vinur og fé- lagi, ræðinn og úrræðagóður, já- kvæður og löngu hættur að drekka. Helsti ljóður á ráði hans er að hann er líka hættur að éta almennilegan mat, borðar ekkert nema steingeld- an jurtagróður. Nú, en hvað um það. Bókin hans. Ég er ekki bókmenntafræðingur eins og Matti bróðir og get því ekki fjallað um hana út frá^ forsendum bókmenntafræðinnar. Ég kýs því að skoða hana sem lesandi, jafnvel lesandi sem hefur sérstakan áhuga á efninu, sem kennari, sem kennari í heimavistarskóla, sem unglinga- faðir, sem áhugamaður um skóla- mál, og svo auðvitað sem vinur Ragnars Inga. Þessi bók gerist í heimavistar- skóla úti á landi. Þeim er nú óðum að fækka, en þó eru örfáir eftir, meðal annars Skógaskóli sem ég starfa við. Þess vegna kannast ég vel við margt af því sem fram kem- ur í bókinni. Ungur maður er að koma til starfa. Návígið við ungl- ingana er honum nýjung, samstarf- ið við samkennarana enn meiri nýj- ung Eða ættum við að segja sam- starfsleysið? Hún kemur nefnilega vel fram í þessari bók sú staðreynd að fáir eru eins einmana í starfi og kennarar. Um leið er það svo í heimavist- arskóla að kennarar kynnast nemendum sínum betur en í nokkr- um öðrum skólum, verða þeim oft eins konar staðgenglar for- eldra. Það kemur meira fram um kennarana. Og kannski meira en flestir kennarar eru til- búnir að samþykkja. Á kennarastofunni í þess- um skóla er lítið rætt um starfið, enn minna um nemend- ur og nám þeirra. Er það virkilega svo að kennarar séu upp til hópa áhugalausir um starf sitt? Eru þeir einlægt með hugann við eitthvað allt annað, félagsstarf, bísness, aukastörf og tómstundastörf, eða við einkalífið, svo sem ala upp eigin börn, stunda jeppasöfnun eða reyna að komast á séns með fallegum nemendum? Ragnar Ingi lætur mann halda það. Er það svo að jafnvel kennarar sjálfir líti margir á kennslu sem Getur verið, spyr Guð- mundur Sæmundsson, að fólk fari ólæst og óskrifandi í gegnum Ragnar Ingi Aðalsteinsson grunnskólann? hálfgert bráðabirgðastarf, millibils- ástand áður en þeir fara að takast á við eitthvað merkilegra? Dreymir kennara flesta um að komast í önn- ur, kannski betur launuð störf, jafn- vel að takast á við eigin atvinnu- rekstur? Er kennslan aðeins launa- maskína á meðan? Ragnar Ingi lætur mann halda það. Getur það verið að í gegnum all- an grunnskólann fari fólk ólæst og óskrifandi án þess að kennarar séu almennt að gera sér nokkra rellu út af því? Er hugsanlegt að börn og unglingar sem gefa frá sér hjálp- aröskur í formi slæmr- ar hegðunar fái sjald- an önnur viðbrögð frá uppeldisfræðimennt- uðum kennurum en skammir og lágar ein- kunnir? Ragnar Ingi lætur mann halda það. Ungur drengur sviptir sig lífí í skólan- um, á meðan flestir kennarar hans eru með hugann við allt annað en andlega vel- ferð hans, nám hans eða líf. Jafnvel þeir kennarar sem hafa áhuga á skólamálum eru svo fræðilegir að þeir hafa held- ur engan áhuga á einstaklingunum og tilfinningalífi þeirra, aðeins námi þeirra og þeirri tækni sem hægt sé að innræta þeim til að þeir ná meiri námsárangri. Hvers er slíkur skóli megnugur? Til hvers er hann? Fyrr á þessu ári fórum við kenn- arar í verkfall. Foringjar vorir höfðu uppi stór orð um mikilvægi starfs- ins og faglegan metnað kennara- stéttarinnar. En hljóta ekki ein- hverjar saklausar kennarasálir að efast ef hjalið á kennarastofunum er eins og Ragnar Ingi lýsir því? Eg hef ekki reynslu af svona kenn- arastofum, en Ragnar Ingi hefur verið kennari í miklu fleiri skólum en ég. Vafalaust eiga frámunalega léleg laun okkar kennara sinn þátt í sum okkar eru ekki jafn áhugasöm og önnur. Er nokkur ástæða til að kenna öðrum um? Verða kennarar bara ekki að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi hærri laun skilið? Sannfærir verkfall nokkurn mann? Gæti það jafnvel ekki orðið til skaða þegar það bitn- ar á öðrum en þeim sem deilt er við? Bókin hans Ragnars Inga gæti hjálpað okkur kennurum að skoða málin frá nýjum sjónarhóli. Auk þess er hún einnig ágæt og holl lesning fyrir unglinga sem sjálfir eru í skóla og umgangast kennara og skólakerfið daglega og þurfa að átta sig á að kennarar eru mannleg- ir — og breyskir. Gleðileg jól, Ragnar Ingi, og til hamingju með fyrstu skáldsöguna þína. Hbfundur er kennari að Skógum. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.