Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 53 MINNINGAR Mig langar að minnast hennar Gunnu frænku með nokkrum orð- um. Hún var fastur punktur í til- veru minni allt frá fæðingu. Þegar ég hugsa til baka, þá er af svo mörgu að taka, en af því að jólahátíðin er að ganga í garð, þá ætla ég að minnast hennar um jól. Gunna frá Strönd var glæsileg, gestrisin og gjafmild. Það var alltaf gaman að koma í Stórholtið til Gunnu og Óla um jólahátíðarnar. Hlýtt brosið og vinalegt viðmót þeirra er það sem lifir í minningunni og einnig sú tilfinning að vera hjartanlega vel- kominn. Alltaf fengum við eitthvert ný- næmi, sem ekki sást annars staðar, en Gunna var alveg óhrædd við að prófa nýjar uppskriftir. Eins var mjög spennandi að taka upp jólapakkana frá henni og Óla, því hún var mjög fundxís á öðru- vísi og skemmtilega hluti. Þegar ég var 6 ára fékk ég jötu með Jesúbarninu, Maríu og Jósep. Þessi jata hefur'æ síðan staðið undir jólatrénu, fyrst á heimili foreldra minna, Erlu og Guðna, og síðan undir mínu tré. Gunna hafði næmt auga fyrir öllu fallegu, og bar heimili hennar því glöggt vitni. Ég get ekki látið hjá líða að tala um hornskápinn sem alsettur var speglum og lýstur upp með ljósi. í barnshuga mínum var þessi skápur eins og lítill ævintýraheim- ur, fullur af litlum glerdýrum og fallegum munum sem ekki mátti snerta, og ennþá vekur þessi skápur hrifningu mína. Gunna frænka var mikil handa- vinnukona og liggja margir falleg- ir munir eftir hana, t.d. leika barnabörnin mín sér að litlum bangsa sem hún prjónaði og tel ég það vera einn af síðustu mununum sem hún gerði, áður en hún missti sjónina, en hún hafði daprast á síðari árum. En hún lét það ekki hefta för sína þegar Erla yngsta systir henn- ar lá banaleguna á Vífilsstöðum, þá brá hún sér bara með strætó suðureftir og alltaf brá mér; en þetta lýsti henni mjög vel, henni fannst sælla að gefa en þiggja og lét ekkert aftra sér. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir allar kærleiksríku og skemmti- legu stundirnar, sem við höfum átt saman. Guð geymi þig elsku frænka. Við sendum börnum hennar Huldu og Óla, barnabörnum og barnabarnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi ljós jól- anna senda birtu og yl til ykkar allra. Far vel heim, heim í drottins dýrðargeim! Náð og miskunn muntu finna, meðal dýpstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Far vel heim. (Matthías Jochumsson.) Arndís frænka. Hún elsku langamma hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Það er skrítið að husga sér lífið án hennar, að eiga ekki eftir að koma á Dalbraut- ina aftur, kyssa ömmu og heyra svo sagt „Er þetta...? Voðalega ertu orðin stór" eða „Mikið ertu fín, at- hugaðu nú hvort ég á ekki eitthvað gott inni í skápnum." Elsku langamma, á jólunum kveikjum við á kertum fyrir ykkur langafa sem nú fær að hafa þig hjá sér. Og við vitum að nú líður þér vel og heldur jólahátíð með öll- um sem voru dánir á undan þér. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar, Sigga Rún og Dagbjört. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GÍSLASON, Álftröð 7, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala 26. desember. Sigurborg Jakobsdóttir, Arnar Halldórsson, Margrét Valtýsdóttir, Guðlaugur Halldórsson, Valdís Arnarsdóttir, Guðmundur Hrafnkelsson, Halldór Arnarsson, Borghildur Sigurðardóttir, Sigurborg Arnarsdóttir, Arnar Guðmundsson, Edda Margrét Erlendsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGFÚS ÓLAFUR SIGURÐSSON, Jökulgrunni 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. des- ember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn. 5. janúar kl. 15.00. Jóhanna Björnsdóttir, börn, tengdaböm, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR GEIRSSON, Hverfisgötu 92, lést af slysförum 23. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Áslaug Guðmundsdóttir, Anna María Pétursdóttir, ÁstríðurThorarensen, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK GUÐRÚN ARADÓTTIR frá Móbergi, Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, lést á Hraunbúðum, Vestmanneyjum, að kvöldi 24. desember. Útförin mun fara fram laugardaginn 30. desember kl. 11.00 frá Landakirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Ari Birgir Pálsson, Árni Ásgrímur Pálsson, Hildar Jóhann Pálsson, Guðrún S. E. Moore, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín góð, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Mávanesi 11, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. des- ember. Minningarathöfn verður í Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 29. desember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Halldórsson. t Astkær eiginmaður minn, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Hjarðarhaga 40, lést í Borgarspítalanum 11. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Astrid Guðmundsson og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, BÁRAALLAJÚLfUSDÓTTIR, Suðurvangi6, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 22. desember. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Systrafélag Víðistaðakirkju. Krabbameinsfélagið eða Geir Sigurðsson, Harpa Geirsdóttir, Davfð Geirsson, Ásta Magnúsdóttir, Júlíus Sigurðsson, Guðrún Júlíusdóttir, Magnús Már Júlíusson, Ólöf Helga Júlíusdóttir, Hafrún Dóra Júlíusdóttir og aðrir vandamenn. t Maðurinn minn, faðir og afi okkar, HILMARFENGER stórkaupmaður, Hofsvallagötu 49, Reykjavík, lést laugardaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. desember kl. 15.00. Borghildur Fenger, Rósa og John Fenger, Kristín og Vilhjálmur Fenger og barnabörnin. ¦ t. Maðurinn minn, ^m HARALDUR SIGURÐSSON fyrrverandi bókavörður, j*JB sem lést 20. þ.m., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, í dag, fimmtudaginn 28. desember kl. 13.30. BIl. jMj, j M Sigrún Á. Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURGEIR STEFÁNSSON, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Þorbjörg Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HARALDSSON, Skeggjastöðum, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju í Garði, föstudaginn 29. desember kl. 14.00. Þórdís Jónsdóttir, Axel Guðmundsson, Hildur Axelsdóttir, Ingvar Jón Gissurarson, Margrét Hallgrímsdóttir og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR HINRIK GUÐLAUGSSON, Hólmgarði 49, Reykjavík, lést að morgni 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.