Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 23 LISTIR Hratt flýgur stund BOKMENNTIR Sagnfræði ÁRIÐ 1994 Stórviðburðir í myndum og máli eft- ir Erich Gysling. Ritstj. Úrsúla Áraa- dóttír. 349 bls. Útg. Árb6kin. Prent- im: Druckerei Ubi, Radolfzeli. 1995. í BÓK þessari er mikill texti og mikið myndefni og fáein kort. Mest er sagt frá stjórnmálunum. Mynd- irnar eru líka flestar af stjórnmála- mönnum. íþróttir fá einnig sitt rúm. Ennfremur frægðarpersónur ýms- ar. Aðalhöfundur er svissneskur fréttastjóri. Og sýnilega ræður hið almenna fréttamat miklu um val efnis. Afstaðan til manna og mál- efna er sömuleiðis hin staðlaða evr- ópska. Mannréttindum er mjög á loft haldið. Kínverjar eru harðlega átaldir fyrir mannréttindabrot. Samkvæmt mannréttindakröfum Evrópubúa má ríkið ekki hafa neins konar ofbeldi í frammi gagnvart þegnunum. Þar á móti eru vægar kröfur gerðar til ríkisins að það verndi mann fyrir ofbeldi sem aðrir fremja. Það teldist órökrétt þar sem ekki má beita neinn hörðu, ekki heldur þann sem beitir aðra menn hörðu. Vesturlandabúar eru sem sé verndaðir í bak og fyrir andspænis því valdi sem þeir sjálfir kjósa yfir sig. Annarrar verndar njóta þeir ekki. Svo hlálegt sem það nú virð- ist vera er eflaust mun haskalegra að ganga eftir götu í evrópskri borg en kínverskri. En Evrópubúar líta svo til að allt sé best hjá sér. Og allt rétt! Miðað við mörg önnur ár aldarinn- ar verður vart annað sagt en árið 1994 hafi verið bæði friðsælt og tíð- indalítið. Sovétríkin fyrrverandi stóðu í eins konar biðstöðu; voru úr leik í bili. Mannskæð styrjöld í Afr- íkuríki hreyfði ekki stórmikið við tilfinningalífi Vesturlandabúa. Öðru máli gegndi um styrjöldina í Bosníu Herzegovínu. Sameinuðu þjóðirnar stóðu frammi fyrir ósköpunum eins og dæmigerður vandamálafræðing- ur frammi fyrir vandamáli, spáðu og spekúleruðu en aðhöfðust sama og ekkert. Kort af landinu lítur út eins og abstraktmálverk. A því sést gerla hversu mjög hefur þrengt að múslimum. Þarna blandast saman hagsmunir, trúarbrögð og þjóðernis- hyggja. Ljjótara stríð hefur ekki ver- ið háð í Evrópu öldum saman. Margra alda hatur braust þarna fram eins og óbeislaður frumkraft- ur. Skilst nú gerr að heimsstyrjöldin fyrri skyldi einmitt hefjast með einu byssuskoti í — Sarajevó! Þó bráðum sé liðin öld frá þeim minnisstæða atburði eru ágreiningsefnin enn hin sömu. Vafalaust verða þau enn um sinn jafnóleyst þó svo eigi að heita að samið hafi verið um frið. Þegar minnst er á fyrri heims- styrjöldina hvarflar hugurinn ósjálfrátt til Þjóðverja. Að sjálf- sögðu eru þarna greinar um þýsk málefni. Með þeim er birt kort af landinu eins og það leit út áður en Hitler komst til valda. Inn á kortið eru svo merkt landsvæði þau sem tekin voru af Þjóðverjum í lok seinna stríðs, Slésía, Pommern og Austur-Prússland. Formlega hafa Þjóðverjar afsalað sér þeim land- svæðum. Enda þótt þau séu enn merkt inn á landakort læst enginn muna eftir þeim, allra síst Þjóðverj- ar sjálfir. Hvergi er þó tryggt að þeir renni ekki augum í austur þegar stundir líða. Draumlyndur hlyti sá að teljast sem treysti því að áttatíu milljóna iðnaðarþjóð verði um aldur og ævi svo hrjáð af erfiðum minningum að hún taki ekki einhvern tíma að hyggja að því sem hún eitt sinn átti. Frá Suður-Afríku er sagt undir fyrirsögninni Söguleg umskipti. Þau hlutu að koma fyrr eða síðar. »10. maí stóð Nelson Mandela frammi fyrir hvítum dómara í Pret- oríu og sór embættiseið sem for- seti.« Ohætt er að fullyrða að þar hafi komið fram réttur maður á réttum tíma. Mesta afrek hans var auðvitað að lægja þá miklu spennu sem margur óttaðist að brjótast mundi út meðal blökkumanna jafn- skjótt sem þeir fyndu að valdið væri þeirra megin. Valdataka Mandela hefur þegar haft drjúg áhrif á stjórnarfarið í öðrum lönd- um álfunnar þó svo að mörg þeirra eigi enn langa leið fyrir höndum í átt til friðar og ðryggis. Á vísinda- og tæknisviðinu ber sennilega hæst opnun Ermarsunds- ganganna. Prýðileg skýringarmynd fylgir því einstæða og rándýra tækniafreki. Rifjað er upp að hug- mynd um slík göng hafi komið fram þegar á 19. öld. Bresk stjórnvöld höfnuðu henni þá — af öryggis- ástæðum! Sérstakur kafli er þarna undir fyrirsögninni Fellibyljafár. Við ís- lendingar erum vanir að líta á veðurtal sem eyðufyllingu í sam- ræðum þegar við erum í vandræð- um með umræðuefni, sem sagt marklaust hjal. En veðrið skiptir okkur miklu, meira en flest annað. Sjaldan er hugsað til'hinna miklu loftslagsbreytinga sem sífellt eru að gerast á jörðinni og breyta bæði löndum og lífskilyrðum. Þær gerast svo hægt. Hingað til hefur engum tekist að útskýra orsakir þeirra. Góðar gervihnattamyndir eru þarna af fellibyljum, hringlaga sveipum með gati í miðju. Að lokum er svo greinargóður kafli um íslenska atburði í máli og myndum er Kjartan Stefánsson hefur tekið saman. Þar fer að vísu talsvert fyrir stjórnmálunum líkt og í öðrum hlutum bókarinnar en hlut- fallslega meira fyrir almennum fréttum af ýmsu tagi. Meðal gleði- frétta ársins var björgun skipverja á Goðanum sem strandað hafði í Vöðlavík eystra. Þar voru sannköll- uð afrek unnin. Miður gleðileg var sú frétt að norska strandgæslan hefði klippt á togvíra þriggja ís- lenskra togara á norska fiskverndr arsvæðinu við Svalbarða. En deila Islendinga og Norðmanna sannar að allt getur gerst í samskiptum þjóða. Aður en Smuguveiðarnar hófust hefði talist til ódæma ef spáð hefði verið að illdeilur gætu hafist á milli frændþjóðanna. En~ eindæmin eru verst, segir máltækið. Þannig leið ár þetta í aldanna skaut og bar á brott með sér daga sína og nætur með ljósi og skuggum en skildi eftir margan vanda fyrir ókomin ár að leysa. Og senn líður að aldamótum. Þá munu menn staldra við og horfa til liðinnar aldar en einnig reyna að skyggnast fram á veginn til kom- andi ára. Þeir sem þá hafa lifað öldina mestalla eða alla munu vafa- laust segja að hundrað ár séu fljót að líða, hvað þá eitt ár, hvílíkt svip- leiftur! Enda skammur tími í lífi þjóðar. Erlendur Jónsson Kónguló á háum hælum BOKMENNTIR Ljóðabók MÁNADÚFUR eftír Einar Ólafsson. Bókmenntafé- lagið Hringskuggar 1995. MÁNADÚFUR er nafn á nýrri ljóðabók Einars Ólafssonar og heitir eftir samnefndu ljóði í bókinni. Þetta er fallegt nafn og bókin geymir mörg falleg ljóð. T.d. þetta: Grænir hringir hnita kringum fjöllin hvít með svörtum hömrum og allt er bara svart og hvítt en niðr'í bæ tiplar fjallakónguló á háum hælum og þykist vera frúarleg en er meira en það! í nótt étur hún kallinn sinn (Ljóð á góu, s. 68) Og: Piparmánastelpan litar húmið yfir salatskálunum á svölunum grænum pipar (Ágústljóð, s. 66) Einar er flinkur að yrkja um krydd og mat. Þar er hann hugmyndaríkur og á heimavelli. Kryddjurtasöngur hans er frábærlega hugvitsamlegt ljóð en ég held að það hefði mátt stílísjera það pínulítið í viðbót, aðeins örlítið. Þó hlýtur það að hreyfa við Einar Olafsson hjarta- og nautnarót- um fjölda lesenda. Öðru máli gegnir um pólitisk ljóð Einars. Það er ekki af því að pólitísk ljóð séu hall- ærisleg því hallæris- gangur hefur fyrir löngu runnið af póli- tískum ljóðum. Einar nær ekki alveg að opna gáttir í höfði lesandans í pólitískum ljóðum sínum. Lokalínur ljóðs- ins Að morgni hins virka dags eru fremur fordómafullar: „og ef til vill eitt skáld sem hefur fengið styrk / og slær ritvélina fálmandi / eftir orðum sem ná ekki að tengj- ast." (s. 52) Hér eru á ferð fordómar sem hafa stundum heyrst. Hvað með það þó að skáld fái styrk? Og hvað með það þó að orð nái ekki að tengjast? Þetta eru of lítilmótleg atriði til þess að mæta í fordómafullu ljósi inní ljóð. Ljóðið um einmana hermanninn, sem er í pólitískum anda, hefur einn kost, takturinn er góður og takturinn skapar spennu ljóðsins, með endur- tekningunni: - „klæddur / til að drepa" - heppnast ljóðið eins og best verður á kosið. Mánadúfur Einars Óláfssonar er heilsteypt verk. Þar eru gegnum- gangandi þemu og hlutir sem koma fyrir aftur og aftur. t.d. tunglið, græni liturinn, tveir menn, matur, vín og staðir. Þau ljóð sem bera af í Mánadúfum eru ljóðin í tilfinninga- lega ícantinum (t.d. ljóð- in hér að ofan) og þessi einhvers konar stemmn-. ingsljóð sem ganga eins og viðlög í gegnum bók- ina (Yfir nýræktina gengur maður, Kýr, heiði og bíll, Yfír Hvít- lauksveg í græna þorp- inu, Fólkið undir heið- inni) og ljóðin þar sem er eldað og kryddað. Og Dags Sigurðarsonar er minnst á fallegan hátt í ljóðinu Frá Degi til Dags. Ljóðabókin Mánadúfur slítur sig ekki svo auðveldlega frá lesandan- um. Við fyrsta lestur virðast ljóðin fremur nakin og stundum of hvers- dagsleg, þar sem lítið er um hin svokölluðu ljóðrænu tilþrif og flott- heit í myndunum eða hljómnum. En bókin sleppir manni ekki. Heimilis- legur saumaskapur Ijóðanna - þá er alls ekki verið að draga úr at- vinnumennsku ljóðanna - sjarmerar lesandann og stelur honum alltaf aftur og aftur til sín. Kápan og allt útlit bókarinnar er til fyrirmyndar. Kristín Ómarsdóttir ramótahattar, 1 2 teg. 79 pr. stk. Flöskuknöll, 9 í pakka 159 Knöll á borð, fimm stk. 169 Svínakótelettur, eitt kíló UN nautqroastbeeKÆÍtypBy Viene Avocagjo, 29 Camem Sítrón límonaði, 2^Prar 79 Premium Cola, 33 cl 39 Sams salsasósa, 737g 179 MAAB-UfiLflögur m/salti, 250g 149y Þykkvabæjar paprjkúskrúfur, 140g •99 LES pa y\9 saltkex, þ/ír pak 109 GABI saltstarig*rf230g „ 49 _LEO súkkulaði, ?m \t4i möndl! Afgreiðslutími NUS Miðvikudagur 27. des 12.00 til 18.30 (Lokað í Holtagörðum) Fimmtudagur 28. des. 12.00 til 18.30 Föstudagur 29. des. 12.00 tii 19.30 Laugardagur 30. des. 10.00 til 18.00 Gamlársdagur 10,00 til 12.00 Gleðilegt ár fyrir alla!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.