Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 59 FRETTIR MIKIÐ var um umferðaróhöpp í Reykjavík yfir jólin og telur lög- regla áð þær tilkynningar, sem henni bárust um árekstra, alls 60 talsins, segi ekki alla söguna. Bókfærð eru 439 tilvik í dagbók- ina á tímabilinu. Mest ber á fjölda tilkynntra umferðaróhappa, eða rúmlega 60 talsins. Meiðsli á fólki urðu í þremur tilvikum. Þá lést farþegi um áttrætt í bifreið er lent hafði á ljósastaur í Ártúnsbrekku að kvöldi Þorláksmessu. Ætla má að umferðaróhöppin hafi verið mun fleiri því einungis hluti þeirra er tilkynntur til lögreglu. Það hef- ur verið reynsla lögreglunnar und- anfarin ár að mikið er um árekstra og slys dagana fyrir jólin. Hún ásamt öðrum reyndi að vekja at- hygli fólks á þessu í tíma og koma á framfæri upplýsingum og ábend- ingum um hvernig betur mætti fara, en svo virðist sem enn vanti talsvert á að það tileinki sér þau heilræði eða að þau vilji gleymast í önnum við jólaundirbúninginn. Um og eftir jólahátíðina var til- kynnt um 14 innbrot og 19 þjófn- aði. í flestum þjófnaðartilkynning- um var um hnupl í verslunum að ræða. Afskipti af ölvuðu fólki, sem ekki kunni fótum sínum forráð, voru 50 talsins, en 49 einstakling- ar gistu fangageymslurnar yfir hátíðirnar, ýmist sjálfviljugir eða vegna mála, sem komið höfðu upp. Það telst óvenjumikið miðað við jól undanfarinna ára. Margir gistu fangageymslur 23.-28. desember. Dagbók lögreglunnar Sex ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis, en lögreglan á Suðvesturlandi hef- ur fylgst sérstaklega með þeim þætti umferðarmálanna í desemb- ermánuði. Það mun hún enn gera næstu daga og þá ekki síst um áramótin. Á föstudagskvöld var maður á fertugsaldri fluttur á slysadeild eftir að hafa sprautað sig með amfetamíni, sem hann hafði keypt skömmu áður. Talið var að sölu- maður hefði blandað í efnið rottu- eitri eða einhverju sambærilegu. Á laugardagskvöld var ungur maður handtekinn á veitingastað í austurborginni þar sem hann var sagður vera að reyna að selja fíkni- efni. Á honum fundust nokkrar töflur af ætluðu fíkniefni. Aðfaranótt sunnudags voru tveir menn handteknir í miðborg- inni eftir að þeir höfðu sparkað þar í söfnunarkassa hjálpræðis- hersins og tekið úr honum pen- inga, sem í hann höfðu verið látnir. Tilkynnt var um lausan eld í húsi við Hverfisgötu aðfaranótt miðvikudags. Þegar lögreglumenn komu á vettvang lagði eldtungur út um glugga á fyrstu hæð húss- ins og náðu upp á þak. Húsið er tveggja hæða bárujárnsklætt timburhús með kjallara. íbúar á efri hæð höfðu reynt að slökkva eld í gardínum, sem kviknað hafði í út frá jólaskreytingu í einum glugganum. íbúi í kjallara vaknaði og kom sér sjálfur út. Miklar skemmdir hlutust af. Tiltölulega fátt fólk var í mið- borginni aðfaranótt laugardags, eða um 1.000 manns þegar flest varð eftir að skemmtistöðunum var lokað. Afskipti voru höfð af fimm unglingum og þeir færðir í athvarf ÍTR þangað sem þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Mun færra fólk var í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Lögreglan vekur athygli fólks á að fara variega með flugelda og blys um áramótin. Enginn má versla með skotelda í smásölu nema hann hafi til þess leyfi frá hlutaðeigandi lögreglustjóra. Þeg- ar hefur verið veitt leyfi fyrir um 30 slíkum stöðum í umdæmi lög- reglunnar í Reykjavík. Skotelda má ekki selja yngri en 16 ára. Öll sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára er óheimil nema annars sé sérstaklega getið. Fullorðið fólk þarf að hafa vit fyrir börnunum og gæta þess að þeim stafi ekki hætta af blysum og flugeldum. Börnin geta stund- um orðið áköf, vilja gleyma sér við spennandi aðstæður og ganga þá stundum lengra en æskilegt getur talist. Munið - slysin gera ekki boð á undan sér. Lesið leið- beiningamar sem fylgja flugeldum og blysum og farið eftir þeim. Og umfram allt - farið varlega. Lögreglan hvetur fólk til að gæta hófs í áfengisneyslu og for- eldra að gleyma ekki börnum sín- um svo allir megi eiga ánægjuleg áramót. Hverjum og einum má vera það ljóst að meðferð áfengis og notkun flugelda og blysa fara alls ekki saman. Lögreglan óskar öllum gleði, farsældar og friðar á nýju ári. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Saga Húsmæðraskólans á Laugarvatni komin út Selfossi, Morgunblaðið AÐ LAUGARVATNI í Uúfum draumi heitir bókin sem Samband sunnlenskra kvenna gefur út og fjallar um Húsmæðraskólann á Laugarvatni, starfsemi skólans og Hf námsmeyja í gegnum tiðina. „SSK hefur alltaf látið sig skólann varða og barðist fyrir stofnun hans," sagði Guðrún Jónsdóttir, formaður SSK, í kaffisamsæti þar sem bókin var kynnt. „Konur eru alltaf bjartsýnar og þegar þær standa samán þá ganga hlutirnir upp með aðstoð góðra manna," sagði Guðrún einnig og þakkaði þeim fjölmörgu sem studdu útgáfu bókarinnar. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur ritaði bókina. Það var árið 1929 að fyrst voru reifaðar hugmyndir um stofnun Húsmæðrakólans. Þetta gerðist á fundi hjá SSK. Skólinn hóf síðan starfsemi sína í janúar 1943 sem deild í Héraðsskólanum á Laugar- vatni en varð sjálfstæð stofnun 1944. í bókinni er greint frá bar- áttu SSK fyrir stofnun skólans og saga hans rakin þar til hann var lagður niður 1986. Lífi kennara og námsmeyja eru einnig gerð skil. I bókinni er einnig fjö'Idi mynda af öllum árgöngum skólans og nafnaskrá. Þegar bókin var kynnt sungu nokkrar fyrrum húsómeyjar vin- sæl húsólög og fögnuðu útkoniu bókarinnar og heiðursgestunum, Jensínu Halldórsdóttur skóla- stjóra og Gerði H. Jóhannsdóttur sem viðstaddar voru útgáfukynn- inguna. Á myndinni eru þær Guð- rún Jónsdóttir, formaður SSK, Gerður H. Jóhannsdóttir, Jensína Halldórsdóttir skólasljóri og Eyr- ún Ingadóttir sagnfræðingur. Bók um ör- nefni og gönguleiðir Vogum, Morgunblaðið. LIONSKLUBBURINN Keilir hefur gefið út bókina Örnefni og göngu- leiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju Guðmundsdóttur. Bókin er 152 bls. og prýdd fjölda mynda af landslagi og mannvistar- leifum. Þá eru í bókinni kort sem eru unnin af Landmælingum ís- lands. í örnefnabókinni eru tæplega 900 örnefni. Sesselja sagði ástæðuna fyrir því að hún hóf söfnun og skráningu ör- nefna í hreppnum þá að vernda þyrfti örnefnin og söguna sem fe]st í þeim. „Saga landbúnað- arins hér í hreppn- um felst að hluta til í örnefnunum en landbúnaður í þessu héraði heyrir nú sögunni til og því mikilvægt að ræða við eldri menn og fá upplýsingar um örnefnin og gamlar leiðir," sagði Ses- selja. Útgáfa bókarinnar var kynnt fréttariturum á fundi í Vogum fyrir skömmu og þar þökkuðu Lionsmenn Sesselju sérstaklega þann heiður að hafa treyst klúbbnum fyrir þessu verki. í útgáfunefnd sátu Jóhann Hann- esson, Steinarr Þórðarson og Jón Bjarnason, en hjá honum er hægt að fá bókina keypta; sími 424 6542. Scssclja Guð- mundsdóttir Jólamessa Kvennakirkj- unnar JÓLAMESSA Kvennakirkjunnar verður haldin í kvöld kl. 20.30 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og talar um boðskap jól- anna, um umburðarlyndið gagnvart sjálfum okkur. Bára Kjartansdóttir kennari flytur hugleiðingu um trú sína. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kór Kvennakirkjunnar og aðrar kirkjukonur syngja jólasálma við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdótt- ur. Jólakaffi verður í safnaðarheim- ilinu eftir messu. Bandarískir unglingar tefla hér JOHN W. Collins, hinn kunni skák- kennari frá New York, kemur til íslands 29. des. nk. með 27 banda- ríska unglinga sem munu tefla við íslenska jafn- aldra sína um ára- mótin. Með ungling- unum verða for- eldrar þeirra. Skákkeppni þessi hefst í Skákheim- ilinu í Faxafeni 12, föstudaginn 29. desember kl. 20. Margir af þekktustu skákmönnum Bandaríkj- anna voru lærisveinar Johns W. Collins. Frægastur þeirra var Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák. Collins er nú 82 ára gamall. Guðsþjónusta aldraðra KIRKJUSTARF aldraðra heldur guðsþjónustu í Neskirkju 28. des- ember kl. 14. Sr. Ólöf Ólafsdóttir, prestur á Skjóli, prédikar. Prestar eru séra Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir, prestur aldraðra, og séra Frank M. Halldórsson sóknarprest- ur. Kór Melaskóla syngur fyrir guðsþjónustu, stjórnancfi Helga Gunnarsdóttir. Litli kórinn, kór Neskirkju syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Organisti er Reynir Jónasson. Guðsþjónusta þessi er samstarfs- verkefni Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma og Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, öldrunar- þjónustudeildar. Tónleikar á Tveimur vinum í KVÖLD, fímmtudaginn 28. des- ember munu hljómsveitirnar Ó. Jónsson og Grjóni, Múldýrið og Brim leika á tónleikastaðnum Tveir vinir og annar í fríi. Ókeypis er inn á tónleikana og hefjast þeir kl. 22.30. John W. Collins „Sögur og ævin- týri í íslenzkri myndlist" VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hefur gefið út dagatal fyrir árið 1996 með eftirprentunum úr ís- lenskri myndlist. Þetta er í fjórða sinn sem VÍS gefur út dagatal með þessum hætti. Bjöm Th. Björnsson listfræðing- ur valdi verkin og skrifaði texta um hvert myndverk. í vali sínu á mynd- verkum notast Björn við íslensk sagnaminni, sögur, þjóðsögur og ævintýri; þá hulduveröld sem er að finna þegar við lítum „til þess innra í þjóðlífinu", eins og Björn orðar þar í inngangstexta sínum að daga- talinu. Meðal þeirra sagna sem fá líf hjá þeim myndlistarmönnum sem Björn hefur yalið eru „Móðir mín í kví, kví" (Ásmundur Sveinsson), „Flugumýrarbrenna" og „Djákninn á Myrká" (Ásgrímur Jónsson), Ólaf- ur Liljurós (Baldvin Björnsson) og „Draumur Álfakýrinnar" (Gunn- laugur Scheving). Hönnun og umsjón var í höndum auglýsingastofunnar Góðs fólks en öll prentvinnsla fór fram í Svans- prenti. Hægt er að nálgast dagataltö á skrifstofum Vátryggingafélags ís- lands að Ármúla 3. KIN -leikur að lara! Vinningstölur 23. des. 1995 3*7*10«15#20«22#28 Vinningstölur 27. des. 1995 2®9®18*19*20»28«30 Eldri úrslil á slmsvara 568 15! I VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 23.12.1995 (30)(^4) (19) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5 al 5 0 8.139.930 2Æ5« 225.510 3. 4 al 5 109 10.700 4. 3al5 4.297 630 Heildarvinningsupphæö: 12.689.870 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 4, Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Gleðilega hátíð Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. íí ¦.:¦(¦.. "ÍÍS&Í-- Nýr jeppí: Suzuki Sidekick 1.8 Sport '96. svartur og grár, 5 g., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.230 þús. Honda Civic DXI Sedan '94, vinrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Corolla GL Special Series '92, 5 dyra, 5 g., ek. aðeins 36 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 790 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 '91, grár, 5 g., ek. 86 þ. km. V. 1.030 þús. Tilboð 920 þús. Fjöldi bíla á tilboðsverði og góðum lánakjörum. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 116 þ. km. (uppt. gírkassi), álfelgur o.fl. Tilboðsv. 490 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græn- sans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. M. Benz 280 GE 4x4 '87, grár, sjálfsk., ek. 168 þ. km., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. tilboö (skipti). -kjarnimálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.