Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR Blað SUS um vaxtamun lífeyrissjóða Gríðarleg eigna- tilfærsla milli kynslóða HÖFUNDAR greinar um lífeyris- sjóðakerfið í blaði Sambands ungra sjálfstæðismanna, Okkar framtíð, segja að lífeyrissjóðir noti gróða af vaxtamun í raun til gríðarlegrar eignatilfærslu milli kynslóða, í stað þess að láta þá, sem nú greiða í sjóð- ina, njóta raunávöxtunar iðgjald- anna. í greininni, sem þeir Bjarni Þórður Þórðarson og ívar Guðjónsson skrifa, er skylduaðild að lífeyrissjóðum ■ starfsstétta og áhrifaleysi almennra sjóðfélaga gagnrýnt. Þar kemur jafn- framt fram að ungu fólki, sem greið- ir í lífeyrissjóð, sé nú lofað réttind- um, sem miðist við 3,5% ávöxtun í tryggingafræðilegum útreikningum. Forsvarsmenn sjóðanna hafi klifað á því að tryggingafræðileg staða sjóð- anna fari batnandi. Greiðendur fá aðeins helming ávöxtunar „Þetta er bein afleiðing þess að grunnraunvextir í þjóðfélaginu hafa verið 5-8% síðustu 10 ár og eru í dag um 5,70%. Sjóður sem tekur fé af fólki og lofar því 3,5% ávöxtun en ávaxtar það á 5-8% til allt að 20 ára getur auðvitað ekki annað en bætt stöðu sína,“ segir í greininni. Því er bætt við að hagur sjóðanna vænkist á kostnað þeirra, sem nú greiði í þá og fái ekki nema rétt um helming þeirrar ávöxtunar, sem af fénu fæst. „Þessi mikli vaxtamunur sem þama er á milli skuldbindinga lífeyr- issjóðanna og fjárfestinga þeirra ætti við eðlilegar aðstæður að mynda mikinn hagnað hjá lífeyrissjóðunum. Þessi hagnaður hefur vissulega verið að myndast en í stað þess að nota hann til að auka réttindi þeirra, sem borga nú í sjóðinn, eiga sér stað gríðarlegar eignatilfærslur miili kyn- slóða. Ungt fólk er að halda uppi eldri kynslóðum í formi vaxtamun- ar,“ segja greinarhöfundar. Þvingaðir til að spara á neikvæðum vöxtum Þeir benda á að þeir launþegar, sem verði verst úti vegna vaxtamun- arins, séu ungt fólk, en það taki mest af húsnæðislánum. „Vextir af þeim lánum eru 5,7% og þau eru að miklu leyti íjármögnuð af lífeyris- sjóðunum. Er það rétt að taka pen- inga af fólki, lofa því 3,5% ávöxtun til þess eins að lána því peningana aftur á 5,7% vöxtum," spytja grein- arhöfundar og segja að þannig sé í raun verið að þvinga menn til sparn- aðar á neikvæðum vöxtum. Kvikmyndasýning á Alþingishúsinu HINN 28. desembér eru nákvæmlega 100 ár liðin frá því fyrsta opinbera kvikmyndasýningin var haldin í heim- inum. Af því tilefni hefur Kvikmynda- safn Islands fengið leyfi forsætis- nefndar Álþingis til að setja sýningar- tjald á Alþingishúsið og sýna þar gamlar kvikmyndir. Sýningin hefst kl. 18. Eftir sýning- una er ætlunin að stofna félag sem hefur það að markmiði að efla kvik- myndafræðirannsóknir og umíjöllun um kvikmyndalist. Stofnfundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. í frétt frá Kvikmyndasafni íslands segir að forsætisnefnd Alþingis sýni mikla dirfsku með því að veita leyfí fyrir þessari óvenjulegu notkun á Alþingishúsinu. Má helst líkja uppá- komunni við verk myndlistarmannsins Cristo þegar hann pakkaði inn Þing- húsinu í Berlín. Matseðill Forréttur: Freyðivínstónuð laxasúpa m/riómatopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi dijon m/púrtvínssósu, kryddsteiktum jkrðeplum, gljáðu grænmeti og fersku sálatl. Eftirréttur: Heslihnetuís m/súkkulaðisósu og ávöxtum. Verð kr. 4.600 Sýninganerð. IjQTljl I&LMD kr. 2.000 Boróapantanir í síma 568 7111. Ath. Ensinn aðgansseyrir á dansleik, Hótel ísland ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD þar sem BJÖRGVIN HALLDÓRSSON rifjar upp <»11 bestu lögin frá 25 ára glæstum söngferli ásamt fjölmörgum frábærum listamönnum í glæsilegri sýningu. //—ÆfntiJm Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR Illjómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 ntanna hljómsveit Kynnir: t JÓN AXEL ÓLAFSSON / Dansaltöfundur: J 11ELENA JÓNSDÓTTIR J Dansarar úr BATTU flokknuJ Handrit og leikstjórn: Æ BJÖRN G. BJÖRNSSON ■ Haukur Heiðar Ingólfsson leikur lyrir matargesti Hljómsveitin Karma í Aðalsal Ásbyrgi: Diskótek Norðursalur: DJ Gummi þeytir skífunt í Norðursasl. Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999■ Yfllomyu} sokkabuxur Desember tilboð í apótekum 4. parið frítt Þú kaupir 3 pör og færð 4. parið frítt! Tilboð gildir 1.-31. des. í öllum apótekum sem selja Filodoro sokkabuxur og sokka LXRA Frábær styrkur, frábær mýkt þú finnur munin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.