Morgunblaðið - 28.12.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 28.12.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR Blað SUS um vaxtamun lífeyrissjóða Gríðarleg eigna- tilfærsla milli kynslóða HÖFUNDAR greinar um lífeyris- sjóðakerfið í blaði Sambands ungra sjálfstæðismanna, Okkar framtíð, segja að lífeyrissjóðir noti gróða af vaxtamun í raun til gríðarlegrar eignatilfærslu milli kynslóða, í stað þess að láta þá, sem nú greiða í sjóð- ina, njóta raunávöxtunar iðgjald- anna. í greininni, sem þeir Bjarni Þórður Þórðarson og ívar Guðjónsson skrifa, er skylduaðild að lífeyrissjóðum ■ starfsstétta og áhrifaleysi almennra sjóðfélaga gagnrýnt. Þar kemur jafn- framt fram að ungu fólki, sem greið- ir í lífeyrissjóð, sé nú lofað réttind- um, sem miðist við 3,5% ávöxtun í tryggingafræðilegum útreikningum. Forsvarsmenn sjóðanna hafi klifað á því að tryggingafræðileg staða sjóð- anna fari batnandi. Greiðendur fá aðeins helming ávöxtunar „Þetta er bein afleiðing þess að grunnraunvextir í þjóðfélaginu hafa verið 5-8% síðustu 10 ár og eru í dag um 5,70%. Sjóður sem tekur fé af fólki og lofar því 3,5% ávöxtun en ávaxtar það á 5-8% til allt að 20 ára getur auðvitað ekki annað en bætt stöðu sína,“ segir í greininni. Því er bætt við að hagur sjóðanna vænkist á kostnað þeirra, sem nú greiði í þá og fái ekki nema rétt um helming þeirrar ávöxtunar, sem af fénu fæst. „Þessi mikli vaxtamunur sem þama er á milli skuldbindinga lífeyr- issjóðanna og fjárfestinga þeirra ætti við eðlilegar aðstæður að mynda mikinn hagnað hjá lífeyrissjóðunum. Þessi hagnaður hefur vissulega verið að myndast en í stað þess að nota hann til að auka réttindi þeirra, sem borga nú í sjóðinn, eiga sér stað gríðarlegar eignatilfærslur miili kyn- slóða. Ungt fólk er að halda uppi eldri kynslóðum í formi vaxtamun- ar,“ segja greinarhöfundar. Þvingaðir til að spara á neikvæðum vöxtum Þeir benda á að þeir launþegar, sem verði verst úti vegna vaxtamun- arins, séu ungt fólk, en það taki mest af húsnæðislánum. „Vextir af þeim lánum eru 5,7% og þau eru að miklu leyti íjármögnuð af lífeyris- sjóðunum. Er það rétt að taka pen- inga af fólki, lofa því 3,5% ávöxtun til þess eins að lána því peningana aftur á 5,7% vöxtum," spytja grein- arhöfundar og segja að þannig sé í raun verið að þvinga menn til sparn- aðar á neikvæðum vöxtum. Kvikmyndasýning á Alþingishúsinu HINN 28. desembér eru nákvæmlega 100 ár liðin frá því fyrsta opinbera kvikmyndasýningin var haldin í heim- inum. Af því tilefni hefur Kvikmynda- safn Islands fengið leyfi forsætis- nefndar Álþingis til að setja sýningar- tjald á Alþingishúsið og sýna þar gamlar kvikmyndir. Sýningin hefst kl. 18. Eftir sýning- una er ætlunin að stofna félag sem hefur það að markmiði að efla kvik- myndafræðirannsóknir og umíjöllun um kvikmyndalist. Stofnfundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. í frétt frá Kvikmyndasafni íslands segir að forsætisnefnd Alþingis sýni mikla dirfsku með því að veita leyfí fyrir þessari óvenjulegu notkun á Alþingishúsinu. Má helst líkja uppá- komunni við verk myndlistarmannsins Cristo þegar hann pakkaði inn Þing- húsinu í Berlín. Matseðill Forréttur: Freyðivínstónuð laxasúpa m/riómatopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi dijon m/púrtvínssósu, kryddsteiktum jkrðeplum, gljáðu grænmeti og fersku sálatl. Eftirréttur: Heslihnetuís m/súkkulaðisósu og ávöxtum. Verð kr. 4.600 Sýninganerð. IjQTljl I&LMD kr. 2.000 Boróapantanir í síma 568 7111. Ath. Ensinn aðgansseyrir á dansleik, Hótel ísland ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD þar sem BJÖRGVIN HALLDÓRSSON rifjar upp <»11 bestu lögin frá 25 ára glæstum söngferli ásamt fjölmörgum frábærum listamönnum í glæsilegri sýningu. //—ÆfntiJm Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR Illjómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 ntanna hljómsveit Kynnir: t JÓN AXEL ÓLAFSSON / Dansaltöfundur: J 11ELENA JÓNSDÓTTIR J Dansarar úr BATTU flokknuJ Handrit og leikstjórn: Æ BJÖRN G. BJÖRNSSON ■ Haukur Heiðar Ingólfsson leikur lyrir matargesti Hljómsveitin Karma í Aðalsal Ásbyrgi: Diskótek Norðursalur: DJ Gummi þeytir skífunt í Norðursasl. Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999■ Yfllomyu} sokkabuxur Desember tilboð í apótekum 4. parið frítt Þú kaupir 3 pör og færð 4. parið frítt! Tilboð gildir 1.-31. des. í öllum apótekum sem selja Filodoro sokkabuxur og sokka LXRA Frábær styrkur, frábær mýkt þú finnur munin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.